Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Utlönd
Varar við afleiðingunum
James Baldwin látinn
Bandaríski rithöfundurinn Jara-
es Baldwin lést í gær í Saind Paul
de Vence á frönsku Rivierunni.
Baldwin, sem var sextíu og þriggja
ára að aldri, var um langt árabil
einn af virtustu þeldökkum rithöf-
undum Bajidaríkjanna. Eftir hann
liggur töluvert mikið safn skáld-
sagna, smásagna og leikrita.
Sprengjubréf fra
sendiráði íslands
Eifiðleikar i
Kim Dae-jung, einn af frambjóð-
endum suður-kóresku stjórnar-
andstöðunnar í forsetakosningum
þeim sem framundan eru þar í
landi, varaði í gær alvarlega við
afleiðingum þess ef kosningamar
færu ekki fram í fullri sanngimi.
Frambjóðandinn útskýrði ekki
nánar hvað fælist I sanngirnis-
hugtakinu, en stjómarandstaðan
hefur kvartað undan því að fram-
bjóðandi stjómarflokkanna I
landinu sitji ekki við sama borð og
þeir. Kim Dae-jung sagöi í gær aö
ógnarástand myndi fylgja í kjölfar-
ið ef sanngirni yrði ekki gætt.
Erflðlega hefur gengið undanfarið að koma matvælum og öðmm hjálp-
argögnum á þurrkasvæðin í Eþíópíu. Hundmö þúsunda manna bíða þar
hjálpar sem kemur seint og slitrótt.
Síðastliðinn sunnudag tókst ellefu flutningabifreiöum að koma tvö
hundruð tonnum af matvælum til Wukro, í norðurhluta Eþíópíu. Flutn-
ingabifreiðirnar höfðu þá veriö fimm sólarhringa á leiðinni þótt vega-
lengdin væri ekki nema tvö hundruð sextíu og fimm kílómetrar.
Tuttugu felldir
Að minnsta kosti tuttugu manns
hafa fallið í árásum skæruliða í
Afganistan á sunnudag og mánu-
dag. Árásimar hafa verið gerðar á
þing leiðtoga landsins, sem staðið
hefur undanfama daga, en í gær
undirrituðu leiðtogamir nýja
stjórnarskrá.
Melludólgur eða
Lögreglumenn í
nú ákaflega reiöir stjómvöldum
meðferðar þeirra á einum
af fremstu lögreglumönnum lands-
ins. Yves Jobic, sem lengi hefur
þótt ein af skærustu stjömum
frönsku lögreglunnar, hefur und-
anfarið veriö yfirheyrður vegna
gruns um að hann stæði í útgerð á
gleöikonum og sölu á fíkniefnum.
Jobic hefur að sjálfsögðu neitað
öllum sakagiftum.
Flak kóresku farþegaþotunnar,
sem talið er aö hafi farist yfir Thai-
landi eða Burma um síðustu helgi,
hefur ekki fundist enn.
Talið er fullvíst aö þotan hafi far-
ist og með henni allir þeir hundrað
og fimmtán sem um borð voru.
Talsmenn kóreska flugfélagsins
KAL hafa leitt getum að því að
þotan kunni að liafa spmngið i loft
upp á flugj. Benda þeir meðal ann-
ars á það í því sambandi að
flugmaðurinn hafi ekki látið neitt
frá sér heyra þótt þotan hafi verið
í svo mikilli hæð aö hann hefði átt
að geta það. Sprengjng í þotunni
gæti skýrt þetta sambandsleysi.
Tilraun var í gær gerð til þess að í Líbanon. Var sendiherranum send
ráöa af dögum sendiherra Bretlands sprengja í pósti. Tilraunin mistókst
Sprengjan kom til breska sendiráðsins i fórum sendimanns sem hélt þvi
fram að hún væri frá sendiráði íslands í borginni. Simamynd Reuter
algerlega. í fyrsta lagi fann aðstoðar-
maður sendiherrans sprengjuna og
gat látið gera hana óvirka og í öðru
lagi hafði sendiherrann, John Gray,
farið frá Líbanon þrem sólarhringum
fyrr.
Það mun svo einnig hafa vakið
grunsemdir aðstoðarmanna sendi-
herrans að bílstjóri, sem kom með
bréfið í breska sendiráðið, hélt því
statt og stöðugt fram að það væri
sending frá sendiráði íslands í Beir-
út. Aðstoðarmennirnir vissu hins
vegar sem var að ísland hefur ekkert
sendiráð þar.
í bréfinu voru þrjátíu grömm af
sprengiefni sem er nógu kraftmikið
til að svara til þriggja kílógramma
af TNT.
John Gray hefur veriö sendiherra
Breta í Líbanon frá árinu 1985 og
hefur veriö meðal þeirra stjórnarer-
indreka sem mest hefur voriö á í
Beirút. Hann hefur reglulega fundi
með leiðtogum bæði kristinna
manna og múhameðstrúarmanna í
borginni.
Gorbatsjov ekki jafhógn-
vekjandi og Errol Flynn
Ronald Reagan, forseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að hann
óttaöist það alls ekki að falla í
skuggann af Mikhail Gorbatsjov,
leiðtoga sovéska kommúnista-
flokksins, á fundi þeirra leiðtog-
anna í Washington í næstu viku.
„Drottinn minn, ég lék á móti Errol
Flynn einu sinni,“ sagði forsetinn.
Bandaríkjamenn hafa haft af því
nokkrar áhyggjur undanfarið að
forseti þeirra komi til með að virð-
ast aldurhniginn og takmarkaður
bógur við hlið Gorbatsjov. Sovéski
leiötoginn er fimmtíu og sex ára
og þykir kraftmikill persónuleiki
þar sem Reagan er orðinn sjötíu
óg sex ára og töluverðra efasemda
gætir um andlegt atgervi hans.
Sjálfur kveðst Reagan þó
óhræddur og vísar, sem fyrr segir,
óspart til fyrri starfa sinna í kvik-
myndaleik þar sem hann lék á
móti mörgum af helstu stjörnum
Hollywood.
Segist hann ekki öfunda Gor-
batsjov af atgervi sínu, vinsældum
né nokkru öðru. í gær sagði forset-
inn í ræöu í gagnfræöaskóla einum
að hann teldi Gorbatsjov sérstakan
fyrir tvennt. í fyrsta lagi hefði Gor-
batsjov reynst fús til að minnka
birgðir Sovétríkjanna af kjarn-
orkuvopnum og í öðru lagi hefði
Gorbatsjov aldrei talað um al-
heimsríki kommúnista.
Ronald Reagan segist ekki hræddur um að falla í skuggann. Svo sem
sjá má áf myndinni kann þessi fyrrverandi leikari enda margar að-
ferðir við að ná athygli þeirra sem umhverfis hann eru.
Simamynd Reuter
Það er víst engin ástæða til þess að óttast hann þennan, að minnsta kosti ekki fyrir þá sem lent hafa í Errol Flynn.
Simamynd Reuter