Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 9 Utlönd Segir Waldheim af sér í febrúar? Kvikmyndatökumenn eru illa séöir af hermönnum. Þessi, sem er bílstjóri kvikmyndatökuliðs, fékk í sig skot er teknar voru myndir af hermönnum Simamynd Reuter Harti Loft lævi blandið Gizur Helgason, DV, Þýskalandi: Nú er talið sennilegt að hin al- þjóðlega sagnfræðinganefnd, sem rannsakar mál Kurts Waldheim, forseta Auturríkis og fyrrum aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, komist að þeirri niðurstöðu að fordæma beri hinn austurríska forseta. Svo virðist sem einhver leki hafi átt sér stað með niðurstöður nefnd- arinnar en í henni eru sex stríðs- sagnfræðingar frá Sviss, Bretlandi, V-Þýskalandi, Bandaríkjunum, ísrael og Belgíu. Talið er sennilegt að niðurstööur sérfræðinganna verði til þess að skapa gífurlega ókyrrð varðandi setu Waldheims í forsetaembætti. Táka sum vestur- þýsk blöð svo djúpt í árinni að segja að Waldheim veröi neyddur til að segja af sér um miðjan janúar en þá verða niðurstöður nefndarinnar birtar. Bretar hafa einhig fengið ein- hverja nasasjón af gögnum frá nefndinni. Dagblaðið The Daily Telegraph heldur því fram í fyrra- dag að austurríska ríkisstjórnin sé þegar farin að undirbúa afsögn for- setans. Síðastliðinn laugardag birti aust- urríska blaðið Kurier viðtal við Waldheim en þar sagði hann aö hann myndi verjast kröftuglega öllum ásökunum um vitneskju um stríðsglæpi Þjóðverja í Balkanlönd- unum. Á sunnudaginn var segir síðan dagblaðið Neue Kronen Zeit- ung að Waldheim hafi tilkynnt að hann líti svo á aö niðurstööum nefndarinnar verði ekki haggað og ef til vill kunni þær að orsaka að bæði hann og austurríska ríkis- stjórnin þurfi að líta á máliö að nýju. Hins vegar segir Waldheim orðrétt: „Aðeins dómsúrskurður er bindandi en það sama er ekki hægt að segja um niðurstöður nefndar- innar sem ég setti raunar sjálfur á laggirnar þar sem ég hef hreina samvisku. En auðvitað kann svo að fara að ég og ríkisstjórnin þurfi að kanna stöðuna á ný eftir aö nið- urstöður nefndarinnar eru ljós- ar.“ Nefndin, sem um ræðir. hefur haft með höndum þaö verkefni að rannsaka hvort Waldheim hafi per- sónulega haft afskipti af stríðs- glæpum í síðari heimsstyrjöldinni. Það virðist þegar ljóst að nefndin muni birta ýmsar upplýsingar sem verða óþægilegar fyrir Waldheim og austurrísku ríkisstjórnina. Ljóst er einnig að þeir tveir stjórnmála- flokkar, sem standa að ríkisstjórn Austurríkis, eru þegar byrjaðir að taka aíleiðingunum af þessu. Haitibúar segja að levnilögregla einræðisstjórnar Duvalier, Tonton Macoutes, sem var levst upp er Duv- alier var flæmdur frá völdum hafi farið fram á aðstoð stjórnarinnar vlð uppþot í tengslum við kosningarnar sem halda átti á sunnudaginn var. Götur höfuðborgarinnar voru að mestu mannlausar í gærkvöldi ef frá eru taldir smáhópar óróaseggja Ton- ton Macoutes sem gengu um götur en þessir hópar urðu valdir aö þvi að kosningunum var frestað.' Landinu er nú stjórnað af herfor- ingjaráði undir forystu Henri Namphv hershöfðingja sem vinstri menn ásaka um að vera lepp fyrir Duvalier fyrrum einræðisherra. Leiðtogi vinstri manna. Jean- Claude Bajeux. sem stóð fyrir verk- fóllum í fyrrasumar sagðist i gær hafa varað Bandaríkjamenn við því að kosningar gætu haft óróa í fór með sér. Hann sagði að nú myndu þúsundir manna flýja eyjuna og verða þeir að gera það á bátum því nágrannarikið. Dóminikanska lýð- veldið hefur lokað landamærum ríkjanna og hle\-pir engum yfir til sín. Bajeux sagði ennfremur að fram- bjóðendur væru sem strengjabrúður í höndum Duvalier og aö ekki yrði langt að bíða þess að þess yrði hefnt grimmilega að Duvalier skyldi hrak- inn frá völdum. Heldur er tekiö að hægjast um í höfuðborginni Port au Prince og eru búðir opnar á ný en þeim var flestum lokað meðan að mestu óeirðirnar gengu yfir. Bandarikjastjórn fór þess á leit við sjórnvöld á Haiti i gær að þau tækju á málinu með festu og kærnu á friði í landinu til að endurvekja traust umheimsins á því að vilji væri til að koma á lýðræði í landinu. Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, hefur staðfastlega neitað að hafa átt hlut að striðsglæpum, þrátt fyrir sterkar vísbendingar í þá átt. Simamynd Reuter Sleppa gisl sem afmælisgjöf Kúbönsku fangarnir í fangelsinu í Atlanta slepptu í gær fanga, að því er virðist til að halda upp á afmæli félagsráðgjafa nokkurs sem hafði reynst fóngunum vel. Gíslarnir eru þvi alls 89 og halda fangarnir þeim til að mótmæla samkomulagi Banda- ríkjamanna við Kúbustjórn sem gerir ráð fyrir að fangarnir verði fluttir til Kúbu. Skömmu áður en gíslinum var sleppt hófust fyrstu eiginlegu samn- ingaviðræðurnar viö fangana. Gíslinn segist þó ekki vita um nein tengsl milli afmælis félagsráðgjafans og þess að honum var sleppt. Að sögn hans var honum sleppt til að fan- garnir gætu fengið tækifæri til að ræöa við lögfræðinginn Gary Les- haw en hann haföi stundu fyrr hvatt fangana til aö sleppa einum gísl til að halda upp á daginn. Rétt áður en gíslinum var sleppt söfnuðust fangarnir, sem eru meira en eitt þúsund talsins, saman á þaki fangelsisins og sungu afmælissöng- inn. Söngurinn var tileinkaöur félagsráðgjafanum Carla Dudeck en hún varð 29 ára gömul í gær Að sögn Dudeck var.hún djúpt snortin yfir þessari sérstæðu af- mælisgjöf, ekki hvað síst vegna þess aö hún væri traustsyfirlýsing til samtaka sem stofnuð voru til að hjálpa, kúbönskum föngum og fjöl- skyldum þeirra. Pat Korten, talsmaður dómsmála- ráðuneytisins, sagði að því færi fjarri að nokkur skriður væri kominn á samningaviðræður við fangana. Þær væru þó orðnar mun jákvæðari en áður og líkur á að ná mætti sam- komulagi um nokkur atriði. Fangarnir hafa lýst yfir áhuga sín- um á að fá að ræða við kaþólska biskupinn Augustine Roman en hann var milligöngumaður í fanga- uppreisn í Lousiana fyrir skömmu. Biskupinn hefur hins vegar lýst því yfir að hann vilji ekki vera samn- ingamaður en hann sé hins vegar reiðubúinn til að aðstoöa viö að auö- velda samningaumleitanir. Kúbönsku fangarnir krefjast þess að fá að ræða við kaþólska biskupinn Augustin Roman. Simamynd Reuter Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 perur 24 tímar aðeins 1800 krónur. Hvar annars staðar er betra og ódýrara? ATH! Tilboðið stendur í dag og á morgun VISA OG EURO VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.