Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Neytendur_________■ ___________
Ali í Hafnaifirði:
Nýjar og full-
komnar pókk-
unarvélar
„Þetta er framtíðin í pökkun.
Filman, sem fer ofan á innihaldið,
leggst alveg að því, það er auðvelt
að opna og ef ekki er tekið allt úr
pakkanum strax er hægt að loka
honum alveg aftur. Þetta eru bestu
fáanlegu umbúðirnar í dag enda þarf
góðar umbúðir utan um góðar vör-
ur,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson
er hann sýndi blm. DV nýju pökkun-
arvélina hjá Ali í Hafnarfirðinum.
Þetta eru orð að sönnu. í það
minnsta er auðvelt að opna pakkann
og þarf ekki til þess áhald eins og við
ýmsar aðrar pakkningar sem á
markaðinum eru.
Aðra nýjung sáum við hjá Þorvaldi
en það var tölvustýrð vog sem vigtar
umbúðirnar frá innihaldinu. Það er
mikið mál fyrir neytendur, sagði
Þorvaldur, að þurfa ekki að greiða
fyrir umbúðimar.
Hjá Ali í Hafnarflrðinum er unnið
úr kjötframleiðslu sem fýrirtækiö
hefur á svínabúi sínu á Vatnsleysu-
strönd. Þar er slátraö reglulega
tvisvar til þrisvar í viku. Kjöt af þvi
sem slátraö er fyrri hluta vikunnar
er selt seinni hlutann, en kjötið fer
aldrei í frost, selst allt jafnóðum.
Á svínahúinu eru 350 gyltur sem
eignast um tíu grísi tvisvar á ári.
Grísirnir eru aldir þar til þeir eru sex
mánaða, þegar þeim er slátrað. Það
er því oft „fjölmennt" á svínabúinu.
Þar geta verið samtímis um 4 þúsund
hausar í húsi. Starfsmenn búsins eru
átta talsins.
„Við höfum ræktað okkar eigin
stofn og veljum alltaf bestu dýrin til
undaneldis. Nú er allt orðið tölvu-
vætt á búinu þannig að við vitum
nákvæmlega um alla blöndun, hve
mikið fóður hver fær og allt eftir
því. Við veljum eingöngu dýr sem éru
vöðvamikil og fitusnauð.
Við vitum nákvæmlega hvað neyt-
endur vilja því við erum ekki bara
svínabændur. Við seijum einnig
beint til neytenda í gegnum kjöt-
vinnsluna hjá okkur,“ sagði Þorvald-
ur. í kjötiðnaðarstöðinni í Hafnar-
firði vinna 35 manns við úrbeiningu
og vinnslu á margs konar áleggi,
pylsum og kæfum.
Nýja pökkunarvélin sem tekin hefur
verið í notkun hjá Ali.
Þorvaldur Guðmundsson i Síld og fiski hefur framleitt svínakjöt ofan i íslend
inga í meira en 40 ár. Hann hefur rutt brautina í íslenskri matvælafram
leiðslu.
Þorvaldur sagði að mikil áhersla
væri lögð á hreinlæti í kjötiðnaðar-
stöðinni. Einn liðurinn í þeim
aðgerðum er að aldrei eru notaðar
tuskur í stöðinni, eingöngu einnota
bréftuskur og bréfhandþurrkur.
Einnig er þess gætt að nota aldrei
sömu áhöldin við meðhöndlun á
hráum og soðnum mat og hreinlæti
sífellt brýnt fyrir starfsfólkinu.
4
Um hollustu svínakjöts
í afmælisbæklingi, sem Síld ogfisk-
ur gaf út á 40 ára afmælinu, er grein
DV-myndir GVA
um hollustu svínakjöts eftir dr. Jón
Óttar Ragnarsson. Þar segir m.a. að
svínakjöt hafi nokkra sérstöðu sem
m.a. felist í því að þótt svínið virðist
sjálft vera feit skepna sé lítil fita inn-
an í kjötinu, auðvelt sé aö skera hana
af og fá magrar afurðir. Einnig er
fita í svínakjöti hlutfallslega auðug
af fjölómettuðum fitusýrum, eða um
10%, og þess vegna tiltölulega mjúk.
Við það bætist aö svínakjöt er ríkara
af flestum B-vítamínum en nær allt
annað kjöt.
-A.Bj.
Þorvaldur við nýju tölvuvogina sem dregur frá vigt umbúðanna þannig að
nú kaupa neytendur ekki lengur plastumbúðir á kílóverði innihaldsins.
Vantar verð í auglýsingar
/
Eiríka hringdi og vakti athygli á auglýsingunni og aldrei getiö um komum á framfáeri óskum um að í
að margir auglýstu vörur sínar í sendingarkostnaðinn. framtiðinni verði hægt að átta sig
blöðunum og aö hægt sé að kaupa Þama finnst Eiríku vanta upp á betur á auglýsingunum og að þar
viðkomandivöruípóstkröfu.Oftar að góöir viðskiptahættir séu í megi einnig lesa allt um sendingar-
en ekki er ekkert verð gefið upp í heiðri hafðir og biður um að við kostnaö. -A.Bj.
Fleiri konur
f kariastöifin
Konur eru sífellt að sækja fram
í ýmsum störfum sem fyrir fáum
árum voru kölluð dæmigerð karla-
störf. Við sáum könnun á aukningu
kvenna í nokkrum starfsgreinum í
Bandaríkjunum i þarlendu blaði.
Talið er að þar í landi séu 45%
bókhaldara og endurskoðenda séu
konur, voru 34% árið 1979. 40%
tölvufræðinganna eru konur, voru
28% árið 1979. í stjórnunarstörfum
voru 29% konur, árið 1979 voru
22% kvenna í þeirri stétt. 15% lög-
manna eru konur, voru 10% 1979.
Fæstar reyndust konurnar í raf-
eindatækni og raftæknifræðinga-
stétt eða aðeins 9%. Hafði þó fjölgað
frá árinu 1979 þegar þær vöru að-
eins 4% af stéttinni.
-A.Bj.
GulKalleg blóma-
bók fiá Iðunni
Stofublóm og innigróður nefnist
bók sem komin er út hjá bókaútgáf-
unni Iöunni. Höfundur er John
Brookes en þýðingu hafa • annast
Anna Ólafsdóttir Björnsson og
Nanna Rögnvaldsdóttir. Umsjón með
útgáfunni hafði Óli Valur Hansson
garðyrkjufræðingur.
Bókin er í stóru A-4 broti upp á 286
blaðsíður. Hún er skreytt fjölda lit-
mynda og er, skemmst frá að segja,
einhver fallegasta blómabók sem
undirritaður hefur séð.
Þessi hók er í raun miklu meira en
„blómabók". í henni er að finna mjög
góðar leiðbeiningar um innanhúss-
skreytingar hvers konar, auk þess
sem í henni er að finna mjög greinar-
góðar upplýsingar um pottablóm og
umhirðu þeirra. Einnig er ítarleg
umfjöllun í bókinni um. afskorin
blóm og þurrkun blóma. Fjöldinn
allur af góðum ráðum er í bókinni
og leiðbeiningar sem auðvelt er að
fara eftir.
Þessi fallega bók er prentuð á Ítalíu Stofublóm og innigróður kostar
en filmuvinna og setning er unnin 2.680 kr. með söluskatti.
hjá Prenttækni. _ -A.Bj.
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur jjennan svarseðil. Þannig eruð j)ér orðinn virkur þátttak- |
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert Sé meðaltal heimiliskostnaðar |
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I
Nafn áskrifanda________________________________________ J
i
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks____ |
i
Kostnaður í nóvember 1987: i
Matur og hreinlætisvörur kr. __________________________
Annað kr. _______:____________ I
I
Alls kr. _____________________ [
I