Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Spumingin
Gerir þú mikil bókakaup
fyrir jólin?
Kristján B.G. Jónsson: Já, þónokkur.
Ég safna mikið gömlum bókum og
kaupi þær frekar þegar fer að líða á
árið.
ÁsgeirM. Jónsson: Bara svona í með-
allagi, kannski flmm til sex bækur.
Alexander Jóhannsson: Ég veit ekki
hvaö þið kallið mikið. Svona flmm
eða sex.
Sigurlaug Stefánsdóttir: Nei, ég
myndi ekki telja það, kannski svo
sem tvær eða þrjár.
Sesselja Matthíasdóttir: Já, já, tals-
verð. Alla vega svona fimm eða sex
stykki.
Björn Bjarnason: Það veit ég ekki,-
alla vega eitthvert magn, kannski
milli sex og tíu stykki.
Lesendur
I skýrslu iðnaðarráöuneytis kemur fram að rekstrarvandi í ullariðnaði sé slíkur að vart geti talist skynsamlegt að
halda rekstrinum áfram við óbreyttar aðstæður, segir í bréfinu. - Álafoss og Sambandsverksmiðjur, stjórnin.
Ullarrisinn Gefoss?
L.J. skrifar:
Nú verður brátt gengið formlega
frá stofnun hins nýja ullarfyrirtækis
sem myndað hefur verið með sam-
einingu Álafoss og ullariðnaðar
Sambandsins. Samkvæmt fréttum
hefur ekki enn verið greint frá því
hvað þetta nýja fyrirtæki eigi að
heita en leitt getum að því að það
muni verða nefnt Álafoss til þess að
geta nýtt vörumerkið áfram erlendis.
Ég vil nú leggja til að fyrirtækið fái
nafnið „Gefoss" vegna þess að mér
sýnist að það muni ætla að verða
þungt á fóðrunum hjá hinu opinbera
og þar af leiðandi munum við öll
þurfa að gefa því nokkurn skerf úr
sameiginlegum sjóði okkar.
í grein i einu dagblaðanna í sl. viku
er greint frá því að sá grunur manna
að ullariðnaðurinn sé rekinn með
stórfelldu tapi hafi nú fengist stað-
Jóhanna skrifar:
Þjóðviljinn getur nú verið skond-
inn í skammdeginu. Undir mála-
flokknum Þjóðmál sl. föstudag var
eftirfarandi fyrirsögn: Suður-Afríka,
viðskiptabann strax. Og þar undir
stóð að Steingrímur J. Sigfússon al-
þingismaður hefði daginn áður mælt
fyrir þingsályktunartillögu sem
hann og fleiri úr hans flokki flytja
festur með skýrslu iðnaðarráðuneyt-
isins. í þessari skýrslu kemur fram
að rekstrarvandi fyrirtækja í ullar-
iðnaði er slíkur að vart getur talist
skynsamlegt aö halda starfseminni
áfram við óbreyttar aðstæður.
En þegar talað er hér á landi um
„óbreyttar aöstæður" þýðir það
venjulega að „breyttar" aðstæður
séu þegar ríkið komi inn í myndina
með fjármagnsfyrirgreiðslu.
Bandarískt ráðgjafarfyrirtæki var
fengið til að gera sérstaka úttekt á
hagkvæmni sameiningarinnar sem
nú er að verða að veruleika. Þetta
er sama bandaríska ráðgjafarfyrir-
tækið og er um þessar mundir að
hefja könnun á markaðsmálum
Flugleiða hf. og gera úttekt á Norð-
ur-Atlantshafsflugi félagsins. En eins
og fram hefur komið eru ekki horfur
á bata þar á næstunni.
um viðskiptabann á Suður-Afríku.
Tilefnið hefur verið það að þing-
maðurinn fann í verslun einni
ávaxtadós sem innihélt niðursoðnar
perur frá Del Monte fyrirtækinu og
í áletrun á dósinni kom fram að hún
var framleidd í Suður-Afríku!
Þingmaðurinn hafði fengiö sér-
stakt leyfi frá forseta Alþingis til að
lesa áletrunina á dósinni í ræðustól.
Það er auðvitað hagkvæmt að nota
eitt og sama fyrirtækið til að gera
könnun á flugstarfsemi okkar og
ullariðnaði, nánast í sömu andránni,
svo nátengdar og skyldar sem þessar
atvinnugreinar eru, a.m.k. stjórnun-
arlega!
Vonandi verður niðurstaöa könn-
unarinnar ekki sú að lítið sé annað
til bjargar en að ríkiö taki á sig stór-
ar skuldbindingar eins og stundum
hefur orðið uppi á teningnum, eftir
viðamiklar kannanir, jafnvel
þekktra erlendra ráögjafarfyrir-
tækja.
En ef svo skyldi fara að íslenska
ríkið reyndist eini finnanlegi bjarg-
vættur íslensks ullariðnaðar er alveg
gráupplagt að þessum nýja „risa“ í
ullariðnaði verði gefið hið gullfallega
nafn „Gefoss".
Hvílík uppgötvun, og hvílík uppljóm-
un! Síðan tók þingmaðurinn til máls
og fordæmdi .sofandahátt okkar ís-
lendinga og sagðist vonast til að þetta
með dósina frá Suðúr-Afríku hefði
verið „slys“. Dósin hefði samt verið
auglýst á Stöð 2 og þeir hefðu sagt
þar aðspurðir aö svo hefði verið.
Og þessi dós hefur sem sé verið til-
efni þess að þingmenn Alþýðubanda-
lagsins drífa í að semja tillögu um
„tafarlaust viðskiptabann" á Suður-
Afríku. Minna mátti ekki gagn gera,
nú á jólaföstunni. En þessi þingmað-
ur er vanur auglýsingamennskunni,
hann fékk góða þjálfun er hann aug-
lýsti Act-skóna á sínum tíma. Þá
minntist hann ekkert á aö þaö væri
óviðkunnanlegt að nota erlent orð-
skrípi á innlenda framleiðslu.
„Það er ekki eftir neinu aö bíða,“
sagði þingmaðurinn í ræðustól, „að
íslendingar feti í fótspor hinna Norö-
urlandanna og setji viðskiptabann á
Suður-Afríku.“
Nú jæja, Alþýðubandalagið er þó
komið á flot aftur eftir formannsslag-
inn og farið aö beita sér gegn afrísk-
um perum. Þeir berjast þá alla vega
gegn einhverju, þótt þeir láti verka-
lýðsbaráttuna eíga sig. Hún hefur
ekki verið þeim svo hugstæð hvort
eö er.
Það er gaman að fá svona uppá-
komu á Alþingi i skammdeginu. En
maður verður víst að flýta sér út í
búð ef maður ætlar að krækja sér í
nokkrar perudósir áður en þingmað--
urinn kaupir þær allar upp. Og það
má Steingrímur þingmaður eiga að
hann er áhrifamikill í auglýsingum
og jafnvígur á skótau og niðursoðna
ávexti. Hann ætti að drífa sig í
„ávöxtunarbéfin" sem svo eru nefnd.
Þáttur Hemma Gunn:
Einn á landsbyggðinni skrifar:
Nýlega heyröi ég IUuga Jökuls-
son í útvarpi gagnrýna
„skemmtiþátt", sem var undir
stjórn Hermanns Gunnarssonar.
Hlugi lýsti mjög opinskátt og eft-
irminxiilega áliti sínu á þættinum
og hitti svo sannarlega í mark.
Flatneskja þáttarins var svo
yfirþyrmandi og fannst manni til
einskis annars aö jafna en þáttar
sem fluttur var nokkru áður und-
ir stjóm sama manns. Því miöur
getur slæmt stundum orðið
verra.
Stjómandinn virðist álíta að
aUt sé hægt að afgreiöa með upp-
hrópunum, heimskulegum hlátr-
um í tíma og ótíma eöa að gripa
fram í fyrir viömælendum og
reyna aö segja þeim aö þeir meini
nú aUt annaö en þeir vom að
segja og þeir séu bara „hressir"!
Ef til vill er það að fara á móti
straumnum aö andæfa gegn
svona vitleysu. Ulugi hafði þó
kjark til þess og geröi það á mark-
vissan og eftirminnilegan hátt. -
Sjónvarpsmenn ættu að hugsa
sitt ráö. Einhver stjórnun hlýtur
aö vera á svokallaðri skemmti-
déild. Eða hvaö?
Kona af Vesturlandi hringdi:
Þegar ég fékk blaöiö mitt, DV,
í hendur í dag og sá Spurningu
dagsins um hvort viökomandi
vildi láta auka valdssvið forset-
ans okkar mundi ég aUt í einu
eftir þvi aö forsetinn okkar hefur
gefið kost á sér til endurkjörs. Það
fmnst mér góðs viti.
Fjölmiðlarnir oröa þetta nú
ekki allir eins. Tíminn segir t.d.
frá því í frétt um málið að forset-
inn „sækist eftir“ endurkjöri.
Þetta finnst mér ekki kurteislega
oröaö. Forseti annað hvort „gefur
kost á sér til endurkjörs" eða
hann gefur ekki kost á sér. -
Svona er nú hægt aö oröa sama
hlutinn á mismunandi vegu.
En ég hringdi nú einmitt í sam-
bandi viö væntanlegt endurkjör
forsetans okkar. í frétt um það
segir að umboðsmenn hennar,
sem tiheknir eru i fréttinni, séu
báðir úr Reykjavík. Þar finnst
mér skjóta skökku viö.
Eftir allt það mikla tal um jafn-
vægi í byggö landsins og byggða-
stefnu yfirleitt ættu allir, sem
með völd fara, aö fara meö lönd-
um í ákvörðunum er lúta að
sfjórnsýslu landsins og ákvarð-
anatöku og forðast að móðga
landsbyggðarfólk. Við úti á lands-
byggðinni erum mjög viökvæm
fyrir öUu er lýtur að æðstu stjóm
landsins og viljum vera fullgildir
aöilar að hverju þvi máli sem
snertir breytingar á henni og eiga
okkar fulltrúa.
Það kom mér og fleirum sem
ég hef talað viö á óvart að ekki
skyldi annar umboðsmaður for-
setans vegna endurkjörs hans
vera valinn úr hópi landsbyggö-
arfólks og eiga aðsetur utan
Reykjavikur. Þótt þetta virðist
ekki vera stórt mál þá er fólk
ótrúlega næmt, einmitt fyrir
svona hlutum. Ég vona bara aö
fleiri umboðsmenn forseta verði
tilnefndir og þá jafnmargir af
landsbyggöinni.
Nóg virðist vera á markaðinum af niðursoðnum ávöxtum, frá Suður-Afriku
eður ei. Því miður verður það ekki upplýst hér.
Hringið í síma
2 7 0 2 2
xruHi M. 13 og 15 eöa skrifiö
Þingmaðurinn og dósin:
Perurfrá Del Monte fordæmdar