Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
23
„Gamlir refir sópa
rykið af skíðunum
Sigurður Jónsson fra ísafirði þar á meðal?
„Ég hef hugsað mér að taka skíðin fram að nýju og hlakka til mótanna í vetur,"
sagði skiðaícappinn Karl Frímannsson frá Akureyri en hann er einn af mörgum
skíðagörpum sem ákveðið hafa að sópa rykið af skíðum sínum og keppa á mótum
hérlendis í vetur. Þá hefur heyrst að Sigurður Jónsson frá ísaflrði, sem um árabil
var besti skíðamaöur okkar, hafi hugsað sér að taka skíðin fram að nýju og yrði
það mikil lyftistöng fyrir skíðaíþróttina hér á landi sem óneitanlega hefur verið i
lægð á undanfórnum árum.
Auk Karls Frímannssonar, og hugs-
anlega Sigurðar Jónssonar, hafa þeir
Helgi Geirharðsson, Kristinn Sigurjóns-
son og Einar Úlfsson, allir úr Ármanni,
ákveðið að keppa í vetur og hafa æft af
kappi undanfarið fyrir mót vetrarins.
Þá mun Árni Þór Árnason, fyrrverandi
landsliðsmaöur í skíðaíþróttinni, æfa
grimmt þessa dagana og ætlar hann sér
stóra hluti samkvæmt heimildum DV.
Sigurður Jónsson mun ekki hafa tekið
endanlega ákvörðun um hvaö hann ger-
ir en samkvæmt heimildum DV eru
taldar mjög miklar líkur á að hann keppi
í vetur. Ef af yrði væri framundan enn
skemmtilegra keppnistímabil skíða-
manna en ella. Sigurður var um árabil
snjallasti skíðamaður landsins og náði
oft góðum árangri erlendis. Fróðir menn
segja að hann sé besti skíðamaður okkar
fyrr og síðar.
Landsliðið hefur dvalið í
Austurríki við æfingar
Búast má við skemmtilegri keppni á
skíðamótunum í vetur. Allt besta skíða-
fólk landsins hefur æft af miklu kappi
fyrir átökin og landliðið, skipað tíu
skíðamönnum og konum, hefur frá 15.
október dvalið í Austurríki við æfmgar
undir stjórn landsliðsþjálfarans Helm-
uts Meyer en hann er Austurríkismað-
ur.
Landsliðið er ekki væntanlegt til
landins aftur fyrr en eftir tíu daga og
þá verður liðið búið að keppa á nokkrum
mótum erlendis. Nokkur skörð hafa
myndast í landsliðshópinn. ]?au Anna
María Malmquist, Bryndís Ýr Viggós-
dóttir og Guðmundur Sigurjónsson eru
komin heim. Anna María vegna prófa
en þau Guðmundur og Bryndís Ýr vegna
veikinda og meiðsla. -SK
' ^ f
• Karl Frimannsson,
Akureyri.
• Sigurður Jónsson,
ísafirði.
• Árni Þór Árnason,
Reykjavik.
Þjálfari Uerdingen
látinn fjúka í gær
Horst Köppel, þjálfari vestur-þýska
liðsins Bayer Uerdingen, var rekinn
frá félaginu í gær. Eins og flestir vita
leikur Atli Eðvaldsson meö Uerding-
en en hann haföi ekki verið í náðinni
hjá Köppél. Atli hefur setið á vara-
mannabekk Uerdingen í undanfórn-
um leikjum.
, • Horst Köppel var ráðinn til
Uerdingen í upphafi keppnistíma-
bilsins en hafði áður verið aðstoðar-
maður Franz Beckenbauer við
þjálfun vestur-þýska landsliðsins.
Forráðamenn Uerdingen vonuðust
eftir góðum árangri hjá Köppel en
þær vonir brugðust enda hefur gengi
Uerdingen í vetur verið meö slakasta
móti og er liðið neðarlega í Bundes-
ligunni.
• Horst Köppel, þjálfari Uerdingen
sem rekinn var í gær.
• Horst Köppel, sem 39 ára gam-
all. er Qórði þjálfarinn sem látinn er
taka poka sinn í Bundesligunni á
yfirstandandi keppnistímabili. -JKS
Erik Thorstv0d.t, norski landsliðsmarkmaðurinn
i knattspyrnu hefur ekki fengið tækifæri til að leika með liði sínu Borussia
Mönchengladbach í V-Þýskalandi undanfarna mánuði. Hann er nú á förum
til Arsenal og er talið líklegt að hann skrifi undir samning við félagið á
næstu dögum. Á myndinni er Thorstvedt, sem stóð i norska markinu gegn
íslandi i Evrópukeppninni i sumar, farinn að pakka niður.
Allt logandi í dönsku
kvennaknattspymunni
Þegar danska landsliðið mætti til
leiks í úrslitum heimsmeistaramóts-
ins í Mexíkó fylgdi því stór hópur
manna af heimaslóöum. Lýður þessi
vakti mikla athygli og réð þar mestu
frumleg framkoma. Danskir höfðu
nefnilega eitt og annað i farteskinu
sem vakti óskipta kátínu. Hver hefur
gleymt klapphúfunum. einhverri
mestu nýjung í höfuðbúnaði frá því
að pípuhatturinn stakk upp kollin-
um.
Flestir skriffinnar heimsblaðanna
lofuðu dönsku áhangendurna enda
gengu þeir undir nafninu „roligans"
eða rósemdarmúgurinn.
En þessi prúðmennska hefur ekki
dafnaö heima fyrir. í kvennaknatt-
spyrnunni er til að mynda heitt í
kolunum á hverju tímabili og er ár-
visst að allt endar í átökum og látum
milli þeirra félaga sem hvað hat-
rammast berjast um titilinn.
í ár léku Fortuna Hjörring og HEI
til úrslita og var ástandið annað en
gott á pöllunum.
Köll gengu milli stuðningsmanna
liöanna og flest af því taginu sem
gjarnan nefnist óprenthæf. Sérlega
þótti framganga HEI-stuðnings-
kvenna með dólgslegasta móti tók
raunar steininn úr. Sigldu blaðaskrif
mikil og ítarleg í kjölfarið enda þótti
húsmæörum fulllangt gengið að
kenna dætur þeirra. keppnisstúlk-
urnar sjálfar. við pútna- og gleðihús
um gjörvalla Danmörku.
Þess má svona í lokin geta að For-
tuna Hjörring vann úrslitaleikinn.
2-1. og varð þannig danskur meistari
kvenna - og það ekki þrautalaust.
-JÖG
Iþróttir
• Michael Jordan viörar á sér
tunguna um leiö og hann treður
knettinurn í körfuna.
Einn þekktasti og hæst launaði |
körfuknattleiksmaðurinn í.
NBA-deildinni í Bandaríkjunum |
heitir Michael Jordan og leikur ■
hann með Chicago Bulls. Hann I
fær um 33 milljónir króna fyrir I
nýhafiö keppnistímabil og nú er 1
talið að hann verði fyrsti banda- I
riski körfuknattleiksmaöurinn J
sem fær yfir 4 milljónir dollara |
fyrir árs samning eða um 155 ■
milljónir króna. Og fyrir utan I
þessa smáaura hefur kappinn svo |
gifurlega peninga fyrir samning *
við íþróttavörufyrirtækið Nike. I
Liklega eru bandariskir körfu- *
knattieiksmenn með hæst laun- |
uðu atvinnumönnum i heimi. .
• PSV Eindhoven virðist vera I
að stinga af í hollensku knatt- ■
spyrnunni. Um síðustu helgi ■
sigraöi liöið Sparta Rotterdam á I
utivelli, 0-2, og hefur nú 28 stig *
eftir 14 leiki og hefur því ekki enn I
tapað leik né stigi. Ajax er í öðru _
sæti meö 22 stig eftir 15 leiki. |
• Los Angeles Lakers hefur nú ■
náð bestum árangri allra liðanna I
í NBA-deildinni í körfu. Lakers I
hefurleikiðllleikiogaðeinstap- ■
að 2 leikjinn og nýtingin er 81,8%. I
í öðru sæti er Chicago Bulls með *
12 leiki og 2 töp eða 76,9%. Boston |
Celtics er meö þriöja besta árang- .
urinn, 14 leiki og 4 töp, eða 71,4% |
vinningshlutfall. ■
• Eins og við skýrðum frá í ■
blaðinu í gær hefur Greg Norman I
endurheimt sæti sitt á listanum *
jdir bestu kylfmga heims. Hann |
hefur nú 1231 stig en Severiano J
Ballesteros er með 1174 stig. |
Bernhard Langer er þriðji með ■
1123 stig. -SK I
I________________________________I
Oh la la!
Vönduðu tískufötin fást í Hamborg.
■ Og verðið er ótrúlega hagstœtt.
«f t
it i