Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Side 34
34
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Jarðarfarir ígærkvöldi
LUKKUDAGAR
1. des.
51044
Nissan Sunny
bifreið frá
INGVARI
HELGASYNI
að verðmæti
kr. 400.000,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
Jólamerki
Thorvaldsensfélagsins 1987
Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thor-
valdsensfélagsins 1987 er komið í sölu. Á
merkinu er mynd af málverki eftir Jón
Stefánsson listmálara, eins og öll þau ár
sem liðin eru síðan fyrsta merki sjóðsins
var gefið út árið 1913. Merkið er til sölu
á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4,
Rvík, hjá félagskonum og í pósthúsum
um allt land. Merkið kostar 7 kr.
FAAS
Félag aðstendenda Alzheimersjúklinga,
er með símatíma í Hlíðarbæ við Flóka-
götu á þriðjudögum kl. 10-12 í síma
622953.
Iðjuþjálfun Kleppsspítala
verður með torgsölu fimmtudaginn 3.
desember og fóstudaginn 4. desember
milli kl. 11 og 18 á móti versluninni Víði
í Austurstræti. Seldar verða handunnar
vörur, teppi, púðar og fleira.
Hildur Margrét Sigurðardóttir
smíðakennari verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju (við Rofabæ) fimmtu-
daginn 3. desember kl. 13.30.
Hermann Ágústsson, Heiðarvegi 18,
Reyðarfirði, sem lést 25. nóvember,
verður jarðsunginn frá Valþjófsstað-
arkirkju laugardaginn 5. desember
kl. 15.
Hafsteinn Sigurðsson, Smáratúni,
Þykkvabæ, sem lést í Borgarspital-
anum 27. nóvember,- verður jarð-
sunginn frá Hábæjarkirkju
laugardaginn 5. desember kl. 13.
Minningarathöfn um Guðrúnu Ól-
afsdóttur frá Unaðsdal verður
fimmtudaginn 3. desember kl. 15 í
Fossvogskirkju. Jarðsett verður frá
Unaðsdalskirkju laugardaginn 5.
desember kl. 14. Bílferð verður frá
Umferðarmiðstöðinni á föstudag kl.
9 f.h. Bátsferð verður frá ísafirði á
laugardag.
Tillcyimirigar
Tónleikar
Áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Islands
Á síðustu áskriftartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, sem haldnir verða
í Háskólabíói nk. fimmtudag, verður
frumflutt nýtt tónverk eftir Jónas Tóm-
asson. Þetta er konsert fyrir tvö píanó
sem Jónas lauk við að semja fyrir tveim-
ur árum. Það heitir „Midi“ og er óður
fyrir tvö píanó og hljómsveit. Einleikarar
í þessu verki eru píanóleikararnir Hall-
dór Haraldsson og Gísli Magnússon.
Annað verkið á tónleikum hljómsveitar-
innar er Sinfónía nr. 3, Eroica eftir
Beethoven. Stjómandi á tónleikunum
verður enski hljómsveitarstjórinn Frank
Shipway. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
og samdægurs verða seldir miðar í Gimli
við Lækjargötu og í Háskólabíói við upp-
haf tónleikanna.
maVCLDUR HJALTESTED
syngur
JÓnífl.A GÍSLADÖTTJR
IdKur meft á pfanó
VHhjálmur Sigurjónsson ökukennari:
Neytendur borga brúsann
Barnauppeldissjóður
Thorvaldsensfélagsí ns
Jól' ísland 1987
i J> m
Hljómplötur með Ingveldi
Hjaltested
og Jónínu Gísladóttur
Ingveldur Hjaltested sópransöngkona og
Jónína Gísladóttir píanóleikari hafa sent
frá sér tvöfalda hljómplötu sem spannar
sönglög frá ýmsum tímum og löndum.
Alls eru 32 lög á plötunum og eru þetta
allt nýjar stafrænar hljóðritanir (digital).
Af íslenskum lagahöfundum má nefna
Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson,
Þórarin Guðmundsson og Inga T. Lárus-
son. Auk þess er á íslensku síðunni að
finna nokkur þjóðlög. Frá Norðurlöndum
koma alkunn lög eftir Grieg, Ture Rangs-
tröm og Sibelius. Dreifingu annast
Bókaútgáfan Öm og Örlygur.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög-
um kl. 14 18. Einnig hefur Geðhjálp opna
skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar
sem seld eru minningarkort félagsins og
veittar upplýsingar um starfsemina. Sími
25990.
var, vegna þess gífurlega kostnaöar
sem slíkt frjálsræöi kostar.
í fréttum Ríkissjónvarpsins bar
hæst og var skemmtilegust fréttin
frá Sviss, þar sem Vigdís forseti var
í sviösljósinu. og var þjóö sinni til
sóma eins og ævinlega. íslenskt
handrit haföi verið valið sem eitt
af þeim bestu og var í því sam-
bandi nefndur ungur blaðamaður,
Vilborg Einarsdóttir. Einnig var
ánægjulegt aö heyra úr fréttum aö
einhver von var um samkomulag
um geimvopn.
Viötal Stefáns Jón Hafstein við
Þráin Bertelsson á undan bíómynd
kvöldsins, sem sá síðarnefndi leik-
stýröi, var sérstaklega skemmti-
legt, enda tveir góöir fjölmiöla-
menn þar á ferö. Skammdegi var
góð spennumynd en tónlistina í
myndinni kunni ég því miður ekki
aö meta.
Háskólafyrirlestrar
Dr. Galit Hasan-Rokem, kennari í þjóð-
fræði við hebreska háskólann í Jerúsal-
em í ísrael, flytur tvo opinbera fyrirlestra
í boði félagsvísindadeildar og heimspeki-
deildar Háskóla íslands dagana 4. og 5
desember. Fyrri fyrirlesturinn nefnist
„Tákn og tal kvenna í þjóðsögum síðgyð-
ingdóms" og verður fluttur fóstudaginn
4. desember kl. 16.15 í stofu 101 í Odda.
Síðari fyrirlesturinn nefnist „Gyðingur-
inn gangandi - frá gyðinglegu sjónar-
miði“ og veröur fluttur laugardaginn 5.
desember kl. 14.15 í stofu 101 í Odda.
dreyft í hvert hús og öll fyrirtæki á Aust-
urlandi á næstunni. Bókin er 192 bls. og
hefst á inngangi um atvinnulíf, menningu
og mannlíf á Austurlandi. Þungamiðja
bókarinnar er fyrirtækjaskrá þar sem
fmna má ítarlegar upplýsingar um allflest
fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í
íjórðungnum. Þessum hluta er skipt niður
eftir póstnúmerum og fy lgir með allflestum
kort af viðkomandi þéttbýli og er það í
fyrsta sinn sem gerð eru götukort af öllum
þéttbýlisstöðum í fiórðungnum. Einnig eru
þar upplýsingar um mannfjöldaþróun, at-
vinnuskiptingu og tekjur á hverjum stað.
Aftast í bókinni er þjónustuskrá þar sem
leitast hefur verið við að gefa tæmandi
mynd af því sem Austurland hefur upp á
að bjóða í vörum, þjónustu og félagslífi.
Einnig eru í bókinni vegakort af fjórð-
ungnum, tafla með vegalengdum milli
staða og listi yfir helstu stofnanir, samtök
og sjóði iðnaðarins. Þeir sem búa utan
íjórðungsins geta pantað bókina hjá Iðn-
þróunarfélagi Austurlands, Hafnargötu
44, Seyðisfirði.
Bergþóra -1 seinna lagi
Bergþóra Ámadóttir er mjög þekkt og
virt meðal vísnavina um land allt fyrir
góðar vísnaplötur í gegnum árin. Nýlega
kom út ný plata frá henni, „í seinna
lagi“, en hún inniheldur lög úr samnefnd-
um sjónvarpsþætti sem var sýndur í
ríkissjónvarpinu í september sl. Oll lögin
á plötunni eru efiir Bergþóru og einnig á
hún um helming textanna en meðal texta-
og ljóðahöfunda eru Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson, Steinn Steinarr og Tómas
Guömundsson.
Fundir
Vestfirðingafélagið
í Reykjavik
heldur aðalfund sinn lpugardaginn 5.
desember kl. 14 að Fríkirkjuvegi 9.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Jólafundur .
Gigtarfélags Islands
verður haldinn í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg föstudaginn 4. desember nk.
Húsið opnað kl. 19. Miðapantanir í símum
30760 og 35310. Félagsmenn eru hvattir
til að fjölmenna og taka með sér gesti.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur jólafund sinn nk. fimmtudags-
kvöld, 3. desember, fyrir félagsmenn sína
og gesti þeirra að Hallveigarstöðum kl.
20.30. Þar syngur Aðalheiður Magnús-
dóttir við undirleik Guðbjargar Sigur-
jónsdóttur. Lesin verður jólasaga.
Tapað - Fundið
Taska tapaðist
í Hollywood þann 21. nóvember sl. Þetta
er stór, svört taska með gulum litlum skó
hangandi á hliðinni. í töskunni voru öll
skilríki eiganda. Finnandi vinsamlegast
■hafi samband við Sigríði Sigurðardóttur
í síma 22480 frá kl. 8-17 eða í 666085 eftir
kl. 18.
Leðurjakki tapaðist
Þriðjudaginn 24. nóvember var leður-
jakki tekinn úr fatahengi Kennarahá-
skólans. Jakki þessi er brúnleitur með
hvitu skinni á kraga og ermum, „Pilot“.
í vasa jakkans voru lyklar sem eigandan-
um er mjög annt um. Sá sem getur gefið
einhveijar upplýsingar um jakkann vin-
samlegast hringi í Eddu Kristínu í s.
11993.
Ég vinn þannig vinnu að ég hlusta
mikið á útvarp. Ég þarf ekki nema
eitt handtak til að skipta á milli
rása og það verð ég að segja að mér
finnst gamla gufan bera af.
í gærkvöldi var þaö sjónvarpið
sem ég hafði mestan áhuga á. Popp-
kornsþáttur Jóns Ólafssonar var
lofsverður vegna þess að þar var
þó sungið á móðurmálinu því satt
best að segja er ég löngu leiður á
þeirri holskeflu enskra og amer-
ískra popplaga sem tröllríður
öllum rásum útvarpsstöðva, nema
kannski gufunni.
Ég horfði á 19:19 á Stöð 2. Þar bar
einna hæst vandræði ríkisstjórnar-
innar í kvótamálunum og í fram-
haldi af því, fiskveiðistefnan,
viðtalsþáttur við Halldór Ásgríms-
son og Sighvat Björgvinsson. Ég get
ekki sem gamall sjómaður hrint
þeirri hugsun frá mér að við íslend-
ingar eigum án efa jafnan rétt á
auðæfum . hafsins umhverfis
landiö. Og engin ríkisstjórn geri
einhver hrossakaup um þau að
skipta þeim milli einhverra sér-
hagsmunahópa. Ef hugsað er um
þjóðarhag ætti að fullvinna allar
fiskafurðir í landinu.
Svo eru það auglýsingarnar sem
margar eru skemmtilegar og vel
gerðar. Það eru sjálfsagt ekki nein-
ir smámunir peninga sem þær
kosta og grun hef ég um að neyt-
endurnir fái. að borga brús-
ann.
Uppsögn Ríkisútvarpsins á að-
stöðu til handa Stöðvar 2 var rædd
á Stöð 2. Mér fannst afstaða út-
varpsstjóra og útvarpsráðs afar
eðlileg. En allt þettá vekur þær
spurningar hvort ekki hefði verið
eðlilegra að hlúa að Ríkisútvarpinu
og fjármagna betur og leyfa 2 sjón-
varpsstöðvar Ríkisútvarpsins, en
að gefa þetta frjálst eins og gert
Vilhjálmur Sigurjónsson.
Bækur
Lykill aö Austurlandi
Iðnþróunarfélag Austurlands hefur gefið
út bókina Lykill að Austurlandi sem hefur
að geyma upplýsingar um atvinnu- og
mannlíf í fjórðungnum. Verður bókinni
Basar
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Kökubasar og handavinnuhornið verður
sunnudaginn 6. desember nk. kl. 15. Þeim
sem vinsamlega vilja gefa kökur er bent
á að tekið verður á móti kökunum í fé-
lagsheimilinu frá kl. 10 á sunnudags-
morgun.
Hlutavelta
Nýlega héldu þessir strákar í Grundar-
firði hlutaveltu til styrktar iþróttahúsinu
í Grundarfirði og söfnuðu þeir kr. 1.585.
Þeir heita: Jóhann Amarson, Ámi Ey-
jólfsson, Sveinn Ingi Ragnarsson og
Fannar Guðmundsson.
£'•» gs-i
€./* ■
tiái
Ný hársnyrtistofa í Breiðholti
Nýlega opnaði hársnýrtistofan Ölduberg
að Arnarbakka 2 í Breiðholti. Þar er veitt
1 M
Ék,
öll almenn hársnyrtiþjónusta. Eigendur
stofunnar eru Alda Kjartansdóttir og
Bergþóra Þórðardóttir.