Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Utlönd Austurríkismenn vilja ganga í Evrópubandalagið Þeir Franz Vranitzky (hægri) og Alois Mock, vilja leiöa Austurríkismenn inn í Evrópubandalagið. Símamynd Reuter Ásgeir Eggertsson, DV, Munchen; Árið 1992 á væntanlega eftir að verða sögulegt hjá Evrópubanda- laginu. Þá er búist við að lokið verði við sameiningu aðildarríkja banda- lagsins í eitt viðskiptasvæði. Austurríkismenn íhuga nú alvar- lega þýðingu þessarar þróunar fyrir sig og 'dfckiptalíf sitt. Stað- reyndin er sú að áextíu og átta prósent af innflutningi til Austur- ríkis kemur frá löndum Evrópu- bandalagsins og sextíu og þrjú prósent útflutnings frá Austurríki fer .tii sömu landa. RáðamenníA ’sturríkispyrjasig því nú hvort A ‘urríki verði ekki óhjákvæmilega ' ...i á Evrópu- markaði þegar sanæiningu þessari er lokið. Skipt í tvö horn Stjórnmálamenn í Austurríki skiptast í tvo flokka hvað aðildina að Evrópubandalaginu varðar. Annan flokkinn skipa þeir sem vilja ganga í EB eins fljótt og auöið er. Jafnframt hafna þessir sömu aðilar hlutaaðild og segja að ekki sé réttlætanlegt að vilja einungis plokka rúsínurnar úr kökunni. Segja þeir Austurríkismenn verða að gera sér ljóst að þeir verði að gleypa seigu bitana líka. Formaður félags iðnrekenda í Austurríki segir til dæmis aö það væri landinu velkomin ögrun aö ganga í EB því með því mætti knýja á um lausn ýmissa innri vanda- mála þess. Segir formaðurinn að þátttakan í þróun sameiginlegs markaðar í Evrópu sé í raun mun mikilvægari en afnám viðskipta- hindrana. Á hinn bóginn koma viðvaranir þeirra sem ekki vilja fara jafngeyst af stað. Vara þeir viö ákafa í þess- um málum og segja að fara þurfi fram gaumgæfileg skoðun á stöðu Austurríkis á alþjóðamarkaði og hvaöa áhrif aðild kynni að hafa á viðskiptalíf landsins. Þessi hægfara hópur segir aö end- urnýjun samninga við ýmis aðild- arlönd EB geti komið í stað þátttöku í bandalaginu sjálfu. Samningar þeir sem um er rætt gætu til dæmis verið á sviöi um- ferðarmála, umhverfisverndar og á tæknisviðum. Áleitnar spurningar Ekki er laust við að ýmsar spurn- ingar leiti á Austurríkismenn, þegar rætt er um aðild að Evrópu- bandalaginu. Hvernig á að leysa þau vandamál sem skapast þegar fólk frá öðrum EB-löndum kemur til Austurríkis í atvinnuleit? Hvernig bregðast bændur við lækkandi verði á landbúnaðaraf- urðum? Hvernig bregðast lítil útflutn- ingsfyrirtæki við þegar hætt verður aö styrkja vörur þeirra til útflutnings og litið verður á út- flutninginn sem innanlandsvið- skipti? Og framar öllu: Hvernig bregst fjármálaráðherra Austurríkis við þeim breytingum sem verða er tolla- og söluskattslög verða aðlög- uö þeim sem ríkja innan aðildar- ríkja EB? Þrjú þrep Meðmælendur og andmælendur virðast báðir hafa góö og gild rök fram að færa. Ríkisstjórnin i Aust- urríki, undir forystu forsætisráð- herrans, Vranitzky, og utanríkis- ráðherrans, Alouis Mock, virðist vilja halda öllum leiðum opnum í því er varöar aðild að bandalaginu. Eftir því sem næst verður komist virðist stjórnin hafa sæst á þriggja þrepa áætlun. í fyrsta lagi vill stjórnin bíða og sjá til hvernig samningaviðræðum milli EB og EFTA, um aukningu á fríverslun, lyktar. í öðru lagi vill Austurríki halda áfram samningaviðræðum við ein- stök aðildarríki um ákveðin málefni. í því sambandi er bent á að Sviss hafi náð hagstæðum samningum á vissum sviðum að undanfórnu. í þriðja lagi ætlar Austurríki að laga ýmsar reglugerðir að þeim sem við eru hafðar í EB-ríkjum svo að gengið verði í sama takti og í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Er þetta hefur verið framkvæmt segir stjórnin að hægt verði að sækja um hlutaaðild að EB, sem gæti síðar þróast út í fulla aðild aö bandalaginu, þá einhvern tíma á næsta áratug. Hvað um hlutleysið? Stjórninni í Vín er einnig kunn- ugt um ýmsa kosti sem EB-aðild getur haft í för meö sér. Það má til dæmis nefna stöðu Austurríkis á landakortinu. Landið gæti þjónaö sem eins konar tengiliður á milli austurs og vesturs. Einnig mun þá koma í Ijós hvort Sovétmenn halda enn fast við hlut- leysiskröfuna á hendur Austurrík- ismönnum. Þegar Austurríki reyndi til við EB á árunum 1967 til 1970 minntu Sovétríkin á grein fjögur í hlutleysissamningi land- anna. Þar er Austurríki bannað að sameinast Vestur-Þýskalandi, bæði stjórnmáialega og viðskiptalega. Hvað sem því líður er leiðin til Brussel eitt helsta áhugamál ríkis- stjórnar Vranitzkys. í ljós á eftir að koma hversu margar krossgötur leynast á leiðinni. Lrtlar samkomulags- vonir innan Evrópubandalagsins Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Eftir árangurslitla fundi land- búnaðarráðherra Evrópubánda- lagsins á fimmtudag og utanríkis- ráðherranna á sunnudag er útlitið fyrir leiðtogafundinn í Kaup- mannahöfn á fóstudag svartara en nokkru sinni fyrr. Ræddu landbúnaðarráðherrarn- ir hið eilífa vandamál innan EB sem er offramleiðsla landbúnaðar- ins og styrkirnir til bænda. Komið hafa fram tillögur um stóreflis nið- urskurð á útgjöldum til landbúnað- arins sem nú nema tveimur þriðju hlutum heildarútgjalda EB. Frakkar og Vestur-Þjóðveijar vilja ekki refsa bændum sem fram- leiða of mikið korn og gangast aðeins inn á mirtni háttar refsigjöld á offramleiðslu. Má sjá andstöðu þeirra við niðurskurð í ljósi pólití- skra áhrifa bændanna í þessum löndum en þeir hafa meðal annars staðið fyrir stóreflis mótmælaaö- gerðum vegna aðgerða EB í land- búnaðarmálum. Bretar, sem eru studdir af Hol- lendingum, vilja aftur á móti setja mun þrengri ramma um fram- leiðsluna í landbúnaðinum og minnka verð það sem EB tryggir bændum fyrir afurðirnar. Meðan það er ekki samþykkt vilja þeir ekki ræða tekjuaukningu banda- lagsins, sem er eitt af aðalmálum leiðtogafundarins, ásamt land- búnaðinum. Fundur utanríkisráðherranna á sunnudag var síðasta von Dana, sem nú gegna formennsku í ráð- herranefnd EB, um nálgun aðila í deilumálum fyrir leiðtogafundinn. Utanríkisráðherrarnir vildu ekki taka á landbúnaðarvandanum. Því gefa þeir boltann, sem þeir fengu frá landbúnaðarráðherrunum, áfram til leiðtogafundarins. Eiga leiðtogarnir að bera ábyrgð á mögulegu samkomulagi og þá taka á móti mögulegri reiði bænda, aðal- lega í V-Þýskalandi og Frakklandi. Gagnrýndu Bretar tillögur Dana um lausn á landbúnaðarvandanum sem þeim þóttu vera of slappar. Reyna Danir nú að miðla málum Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, og Joao de Deus Pin- heiro, utanríkisráðherra Portúgal, ræðast við á ráðherrafundinum á sunnudag. Utanríkisráðherrarnir vörpuðu ábyrgðinni áfram til leiðtoga- fundarins í iok þessarar viku. Simamynd Reuter milli Frakka og V-Þjóðverja annars vegar og Breta hins vegar en lausn landbúnaðarvandamálanna virðist lykillinn að velgengni leiðtoga- fundarins. Þótt útlitið sé slæmt meö tilliti til samkomulags benda reyndir starfsmenn EB á að svo hafl alltaf verið þar sem enginn vill gefa eftir fyrr en sest er að hinum endanlegu samningaviðræðum leiðtoganna. Náist yfirleitt lausn þegar svo langt er komið. Fyrrverandi formaður fulltrúa- ráðsins segir slíkt ekki gilda í jafnríkum mæli nú og áður þar sem ný lönd, með annan bakgrunn og óskir, hafa bæst í hópinn og rugli þar með enn meira pólitískri mynd bandalagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.