Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 35 Borgaivericfrseðingur segir framkvæmdir við ráðhús hefjast snemma á næsta ári: Eru nú að meta tilboð í stál- þil umhverfls ráðhúsgrunninn „Nú er lokið útboði vegna stál- þils sem rekið verður niður í jörðina í kringum grunninn á ráð- húsbyggingunni. Þessa dagana er verið að skoða tílboðin og meta þau og ég býst viö að hafist verði handa við byggingu ráðhússins snemma á næsta árisagði Stefán Her- mannsson aðstoðarborgarverk- fræöingur. „Upphaflega var gert ráð fyrir þriggja hæða bílakjallara undir ráðhúsinu. En viö úrvinnslu gagna kom í Ijós að það heíði þurft að sprengja upp klöpp í grunninum og á þvi voru ýmsir tæknilegir örð- ugleikar auk þess sem það heföi veriö kostnaðarsamt. Nú er unnið að hönnun tveggja hæða bílakjall- ara sem á að vera með venjulegri veggjaþykkt en veggimir verða þó haföir tvöfaldir og bU á milli laga. Viö óttumst ekki flóð í bíla- geymslunni þó við gertun ráð fyrir dælubúnaöi þar en við hönnun mannvirkja á borð viö ráðhúsið þykir sjálfsagt að gera ráð fyrir slíkum búnaði.“ -J.Mar Verður of mikill um- ferðarþungi um Kvosina? í framhaldi af umræðu um um- inna þá eftir hvort þeir teldu að of ar Sveinssonar og Magnúsar freðs Þorsteinssonar, fulltrúa ferðarskipulag Kvosarinnar ákvað mikill umferðarþungi. yrði um Jenssonar, fulltrúa Sjálfstæðis- Framsóknarflokks. Áður hefur DV DV að leita áhts fjögurra fulltrúa Kvosina í framtíðinni. flokks, Guðrúnar Ágústsdóttur, rætt við Vilhjálm Þ. VUhjálmsson, borgarstjómar í skipulagsnefnd og Leitaö var áhts þeirra Ingimund- fuhtrúa Alþýðubandalags, og Al-- formann nefndarinnar. -J.Mar Magnús G. Jensson: Umferðinni verður beint norðanmegin við Kvosina „Fólk verður að átta sig á þvi að mestöll starfsemi, sem er fyrir- huguð í Kvosinni, er þar nú þegar, þar er Alþingishús og borgarskrif- stofurnar eru í Austurstræti. Ég skU ekki þetta hræðslutal um aö umferöin verði of mikh í gegnum Kvosina þar sem henni verður beint norðanmegin við hana í gegn- um Sætún og Geirsgötu. Við Tryggvagötu verða byggð bíla- stæöahús fyrir Kvosina og þau koma meðal annars tU með að stýra umferðinni á þann hátt að hún sveigir frá Kvosinni sjálfri og sam- kvæmt skipulagstillögunum verða bílastæðavandamál í miðbænum úr sögunni. Kvosarskipulagið kemur til með að gæða miðbæinn lífi á ný og ég skil ekki þessa „fúahjallavernd- ara“ sem eru aUtaf að berjast fyrir að eitthvað eigi að gera fyrir mið- bæinn og þegar fyrirhugaöar eru breytingar reka þeir upp rama- kvein“. -J.Mar „Að sjálfsögðu er ljóst að umferð í Kvosinni verður ekki greið en í deihskipulagi Kvosarinnar eru gerðar ráðstafanir til að liðka fyrir henni. BUaeign Reykvíkinga hefur au- kist gífurlega á síöustu tveimur árum og það er ljóst að allir þessir bílar valda ekki einungis vandræð- um í Kvosinni, þó að ég efist ekki um að ástandið kemur til með að vera slæmt þar, heldur verður umferðin víðast hvar annars staðar um borgina þung í vöfum í framtíð- inni. í deiliskipulaginu er gert ráö fyr- ir bílageymsluhúsum og þaö er sama þróun og hefur átt sér stað víðast hvar í stórborgum erlendis svo að ég held að okkur ætti að auðnast að leysa bílastæðavanda- máhn í framtíðinni.“ -J.Mar Guðrún Ágústsdóttir: Kvosarskipulagið hringavitleysa „Eg held að fólk átti sig almennt ekki á því um hvað fyrirhugaðar breytingar í miðborginni snúast í raun. Þær snúast ekki eingöngu um að byggt verði ráðhús og nýtt Alþingishús heldur gerir skipulag- ið ráð fyrir að margar gamlar byggingar verði rifnar og á grunn- um þeirra rísi ný stórhýsi. Allar þessar nýju byggingar munu kaha á stóraukna umferð um Kvosina sem hún getur á engan hátt tekið við. Það er meðal annars ein af ástæðum þess að ég og ýmsir fleiri erum á móti Kvosarskipulaginu. í umferðarskipulagstihögum Kvosarinnar segir meðal annars: Gert er ráð fyrir að Sóleyjargata og Fríkirkjuvegur verði breikkuð í fjórar akgreinar. Það er forsenda þess að umferð um Kvosina geti gengið eðlilega fyrir sig aö mati umferðarsérfræöinga borgarinnar. Nú hefur verið fallið frá þessum hugmyndum, í bili að minnsta kosti, sem gerir það að verkum að mikið umferðaröngþveiti á eftir aö skapast á þessum götum. í hehd sinni er Kvosarskipulagið ein hringavitleysa og ámæhsvert hvemig hefur verið staðið aö því innan borgarstjórnar. Ef það kemst einhvem tímann í framkvæmd verður hið notalega andrúmsloft gamla miðbæjarins ekki lengur til staðar." -J.Mar Ingimundur Sveinsson: Umferðarþunginn breytist mikið „Umferðin um Kvosina kemur til með að breytast mjög mikið, henni verður beint meira norður fyrir Kvosina, um Sætún, til að létta á Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi. Auk þess verða nýjar gönguleiðir og göngugötur opnaðar um Kvosina. Með Kvosarskipulaginu er unnið að því að vinna bug á bílastæða- vandanum í miöborginni, það verða til að mynda byggð tvö ný bílageymsluhús við Tryggvagötu, bílageymslur verða undir ráöhús- inu og nýja Alþingishúsinu. Með tihögunum er stefnt að því aö minnka bílaumferð um gamla bæ- inn og koma í veg fyrir að fólk sé að hringsóla um Kvosina í leit aö bílastæðum. Austurstræti vestan Pósthússtrætis verður gert að göngugötu svo og Aöalstræti og Hallærisplanið. í heild sinni miðar Kvosarskipu- lagið að þvi að gera gamla bæinn meira aðlaðandi og gæða hann lífi.“ -J.Mar Atfreð Þorsteinsson: Umferð verður þung um Kvosina Borgarráð vísar frá tillögu um almenna kynningu væntanlegs ráðhúss: Kvosarskipulagið ekki kynnt frekar Á borgarráðsfundi síðastiiðinn þriðjudag báru fuhtrúar Alþýðu- flokks, Kvennahsta og Alþýðubanda- lags fram tihögu um að borgarráö gengist fyrir almennri kynningu á uppdrætti og líkani að væntanlegri ráðhúsbyggingu í Reykjavík th þess að gefa almenningi kost á að gera skriflegar athugasemdir við bygging- una og staðsetningu hennar. Borin var fram frávísunarthlaga á thlög- una og hún samþykkt með atkvæð- um fuhtrúa Sjálfstæðisflokks. í greinargerð með frávísunarth- lögu meirihlutans segir meðal annars að thlaga minnihlutans sé síðbúin tylhástæða til að þvælast fyr- ir framkvæmd þeirrar ákvörðunar sem samþykkt hafi verið í borgar- stjórn með 2/3 hluta atkvæða. Andmælum hafi ekki verið haldið á lofti þegar deiliskipulag Kvosarinnar var rætt, síðar auglýst og samþykkt til staðfestingar eða þegar ákvörðun um byggingu ráðhússins var tekin. Síðan segir að ekkert skipulag, engin skipulagsákvörðun borgaryfirvalda fyrr eða síðar hafi verið betur kynnt fyrir borgarbúum og kjömum fuh- trúum en skipulag Kvosarinnar, þar með tahð skipulag ráðhúslóðar. -J.Mar Fréttir Yfiitýsing: Vegna ummæla Stefáns Val- geirssonar Samtök jafnréttis og félagshyggiu hafa boðað th ráðstefnu um næstu helgi og ber hún yfirskriftina: „Gegn misrétti og andbyggðarstefnu". Þar sem heiti ráðstefnunnar er áhuga- vert og líklegt að þar komi th umræðu mál sem ég hef áhuga á aö leggja liö varð ég við tilmælum Stef- áns Valgeirssonar alþingismanns þess efnis að standa í forsvari fyrir vissum þáttum innan ramma yfir- skriftarinnar. í DV þann 30. nóvember kemur hins vegar frétt á þá leið að ekki sé ósennilegt að stofnuð verði ný stjóm- málasamtök á ráðstefnunni og látið í það skína að undirrituð, ásamt Guðmundi J. Guömundssyni, Jónasi Árnasyni, Jónu Valgerði Kristjáns- dóttur og hugsanlega Karyel Pálma- syni, standi þar að baki. Ég vil þess vegna taka það fram að hugsanleg stofnun þessara nýju stjórnmála- samtaka er mér algerlega óviðkom- andi enda aldrei verið á þau minnst við mig í sambandi við áöurnefnda ráðstefnu. Ég starfa í einum öflug- ustu stjórnmálasamtökum á íslandi - Kvennahstanum - sem hefur ehtaf haft á stefnuskrá sinni jafnrétti og byggðamál og unnið að þeim málum af heilum hug. Þar ætla ég að starfa áfram og þess vegna tek ég þátt í ráöstefnu gegn misrétti og and- byggöastefnu. Jóhanna Þorsteinsdóttir, varaþing- maöur Kvennalistans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Lögvemdun fóstrustarfs? Finnur Ingólfsson, varaþingmaöur Framsóknarflokksins, hefur ásamt þremur stjómarandstöðuþingmönn- um kynnt lagafrumvarp um lög- vemdun á starfsheiti og starfsrétt- indum fóstra. Guðrún Helgadóttir, Alþýöubandalagi, Ingi Bjöm Al- bertsson, Borgaraflokki, og Kristín Einarsdóttir, Kvennahsta, em með- flutningsmenn. í frumvarpinu segir sá einn skuh fá leyfi th að starfa sem fóstra sem lokið hafi prófi frá Fósturskóla ís- lands eða sambærhegum skólum erlendis. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.