Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDÁGUR 3.'DÉSEMBER 1987. 19 8í Ofurlítið nöldur um „gaggrýni kk ....og ekki ómerkilegri heimild en San Fransisco Chronicle er á bókarkápu kölluð til vitnis um að höfundur sé „á bekk með fremstu höfundum samtímans". Fleiri hafa stór orð um að hér sameinist fagur- bókmenntir og spennusaga í einu stórbrotnasta listaverk seinni tíma. Og hvers má sín þá einn ritdómur í DV á íslandi?" Þannig hefst grein eftir Gísla Sig- urðsson í DV 17. nóv. sl. en hún fjallar um nýútkomna þýðingu Kristjáns Árnasonar á þekktri skáldsögu, Ilminum, eftir Þjóðverj- ann Patrick Suskind. Titill greinar- innar er litaður fordómum: Þýðverkst þus; undirtónninn leyn- ir sér ekki. Æ, hvað ætli Þjóðverji geti skrifað að mínum smekk? Greinarhöfundur tekst síðan á hendur að sannfæra lesendur blaðsins um að bókin sé einskis virði (sambærileg við auglýsinga- mynd fyrir ilmvötn) og höfundur- inn trúlega á snærum franskra ilmvatnsframleiðenda (....hættir ekki sínum sögulegum fróðleiks- molum(!) og heimildarskrifum um ilmvatnsgerð fyrr en á bls. 138. ._.“). Honum fmnst klaufalegt að lýsa óþefnum í París á 18. öld þannig að 20. aldar maður skynji hann og varpa ljósi á afstæði hug- taksins hraði með því að láta sögupersónu óskapast yfir að nú taki það „bara“ mánuð að fara til Ameríku. Ekki bætir úr skák að dómi GS, að Suskind láti söguhetju sína ánetjast...Freudkristevísk- um draumi. . - ó vei, ó vei - ....um að komast aftur inn í móð- urlífið. . og upphefji sjálfan sig á ómaklegu gríni um fáfræði og barnaskap „vísindamanna" á 18. öld (reyndar finnst undirrituðum nú grínið fremur beinast að aðlin- um, nánar tiltfkið markgreifa nokkrum sem sjálfur hefur útnefnt sig ,,vísindamamm“). Hlutverk ritdóma Patrick Suskind hefur vakið at- hygli fyrir óvenjumikla hug- myndaauðgi, agaðan og heillandi stíl, vandað málfar og góða þekk- ingu á því úmhverfi sem söguhetj- ur hans hrærast í. Auk Ilmsins hefur hann skrifað tvær bækur, Bassaleikarann (Der Kontrabass) og Dúfuna (Die Taube), þar sem þessir eiginleikar hans njóta sín vel, þótt Ilmurinn sé veigamesta verk hans til þessa, en hann hefur þegar verið þýddur á tvo tugi þjóð- tungna. Þessi hylli nýlegs skáld- verks ( Ilmurinn kom út í Þýskalandi 1985) er fremur sjald- gæf og því er kannski von að GS spyrji hversu einn ritdómur megi sín „í DV á íslandi". Mér er hins vegar spurn hvað knýi ritdómara „í DV á íslandi" til að láta skrif af þessu tagi á þrykk út ganga. Er það kannski bara til þess aö upplýsa alþjóð um að „. . .ég er að hugsa um . . .að kaupa ilmvatn handa konunni minni“? Ég held ekki. Ég held að svona „ritdómar" - sem fremur ættu að kallast fordómar - séu afurð ein- hvers konar dálkafyllandi ákvæð- isvinnu, skrifaðir á hlaupúm milli vinnustaða, því, eins og alþjóð veit, eru dálkafyllar dagblaðanna illa launaðir og verða að gegna tveim til þrem herrum til að framfleyta sér og sínum. Ég tek það þó fram að þetta eru einungis getgátur af minni hálfu hvaö GS varðar, leyfi mér einungis að vona að þóknunin fyrir „ritdóminn" um Ilminrrhafi nægt fyrir ilmvatni handa konunni hans. Illt er hins vegar til þess að vita að vinnubrögð af þessu tagi bitna á góðum bókmenntaverkum, merkum höfundum og vandvirk- um þýðendum. Bókin á undir högg að sækja í fjölmiðlamettuðu samfélagi nútím- ans. Hún minnir æ meir á veik- KjaUarinn Franz Gíslason kennari fóstru hans er hún uppgötvar að barnið er gætt dulargáfu og þegar drengurinn stálpast selur hún hann sútara nokkrum sem þrælar honum út myrkranna á milli, kann þó að meta dugnaö hans og hús- bóndahollustu og verðlaunar hann loks með því að gefa honum hálfs dags frí á sunnudögum. Það verður óbeint til þess að leiða Grenouille unga af vegi dyggðar- innar. Einn sunnudaginn er hann á rölti um miðborg Parísar er hið óvenjunæma nef hans nemur áður ókunnan ilm um langan veg, hann fikrar sig eftir ilmþræðinum gegn- um götur og húsasund uns hann finnur uppsprettu hinnar unaðar- fullu anganar: kornungt stúlku- barn. En til þess að höndla ilminn „Oft hef ég undrast þann ósvífna hund ingshátt sem gagnrýnendur dagblaða einatt sýna þýðendum.“ burða villigróður á vegarbrún, þar sem valtarar vegagerðarinnar fletja í sífellu út gljáandi malbikiö til aö gera veginn breiða æ breið- ari, uns svo er komið að vegferð okkar verður gróðurvana malbik- uð flatneskja, jafnvel stjörnuhvolf- ið baðað í bílljósum, svo aöeins fótgangandi furðufuglar sjá hvað enn vex í vegkantinum. Á slíkri tíð er illt verk að sparka í villiblómið í hálfkæringi, ausa yfir það ein- hverjum hroða sem hrærður er saman úr hrokablendinni hót- fyndni, yfirborðsalvisku og for- dómafullri geðvonsku. Gagnrýni hefur vissulega hlut- verki að gegna ef hún er vel unnin. Vel unnin gagnrýni á þýddu skáld- verki varpar - meðal annars - ljósi á verk höfundar og þýðanda, vekur athygli væntanlegra lesenda á því sem áhugavert er, frásagnarefnum höfundar og úrvinnslu, hug- kvæmni hans og þekkingu, málfari og stíl, og reynir loks að meta starf þýöandans, þ.e. gera lesendum grein fyrir hvernig honum hafi tek- ist að túlka verk höfundarins og ljá því nýjan búning á framandi tungu. GS játar að höfundur hafi „aug- ljóslega kynnt sér ástand mannlífs á þeim tíma sem hann íjallar um“ og „skoðað (leturbr. mín) sögulegt (!) kort af París“. „En í staö þess að láta slíkar upplýsingar mynda eðlilega umgjörð" - heldur GS áfram - „er mikil áhersla lögð á það sem er undarlegt og óvenju- legt. . .“ Mér.býður í grun að GS hafi alls ekki skilið verkið sem hann var að „ritdæma". Undarleg og óvenjuleg saga Ilmurinn er hugarflugsverk, „fantasía“. Þar eru flestir hlutir undarlegir og óvenjulegir. Sögu- hetjan, Grenouilli, fæöist undir fiskaðgerðarborði í París þar sem móðir hans hyggst láta hann deyja drottni sínum eins og þau fjögur börn sem hún hafði áður alið á sama. stað. í þetta sinn verða þó vegfarendur þess áskynja hvaö gerst hefur, barninu er bjargað og móður þess stungið í fangelsi. Drengnum er komið í fóstur en það gengur þó brösulega því hann er gæddur þeirri náttúru er flestum öðrum finnst þó hin mesta ónátt- úra: hann lyktar ekki! Hins vegar kemur í ljós - þó þannig að aðrir en hann sjálfur gera sér enga grein fyrir því - að hann er gæddur yfir- skilvitlegu lyktarskyni. Nefið er hans sjötta skilningarvit og það er svo næmt að það skynjar pening sem liggur falinn bak við viðar- bjálka, maðk inni í miðjum kál- hausi, væntanlegan gest sem enn er löngu ókominn. Óhug setur að á hann ekki annars úrkosti en drepa stúlkuna sem hann og gerir. Upp frá því verður angan óspjall- aðra meyja sú ósk sem hann á æðsta, það örlögsíma sem dregur hann í lokin út í kviksyndi óheyri- legra hroðaverka og breytir honum í fjöldamorðingja. Áður en til þess kemur á þó sögu- hetjan eftir að rata í margvísleg og undarleg ævintýri. Þau verða ekki rakin hér en það sem að framan er sagt ætti að nægja til að sýna fram á að söguefnið er bæöi undar- legt og óvenjulegt. Jafnframt eru hinar ýtarlegu lýsingar á þróunar- ferli „lyktarbrjálæðingsins" nauðsynlegur undanfari voða- verka hans og „orgíunnar11 í Grasse. Og auðvitað er það aðferð höf- undar til aö gera söguhetju sína trúverðuga, og frásögnina í heild, að draga fram í lýsingu sinni ýmis- legt það í umhverfi hennar sem er undarlegt og óvenjulegt. Án þessa stuönings frá umhverfinu kynni Grenouille að birtast okkur sem hverdagslegur þorpshálfviti, hvunndagsleg skrípamynd af manni sem ekki héldi lesandanum fóngnum nema í hæsta lagi fáeinar blaðsíður. Góð skáldsaga má gjarn- an vera undarleg og óvenjuleg - já, spurning hvort hún þarf þess ekki beinlínis með til að rödd hennar heyrist gegnum ærandi gný nútíma afþreyingar. Á hinn bóginn telst það ekki góðu skáldverki til hnjóðs að veita fræðslu, varpa ljósi á löngu liðna tíma og fjarlæga staði, bregða birtu inn' í ýmsa lítt þekkta afkima með mönnum og þjóðum. Ekki hefur til að mynda íslandsklukku Laxness verið lagt það til lasts að færa okk- ur ýmsan fróðleik - einatt undar- legan og óvenjulegan - af íslandi og íbúum þess á átjándu öld. Sama á við, að breyttu breytanda, um bækur á borð við Vonin blíð eftir Færeyinginn William Heinesen, Hundrað ára einsemd eftir Kól- umbíumanninn Gabríel García Marques, já og Nafn rósarinnar eft- ir ítalann Umberto Eco. Patrick Suskind telst kannski enn ekki jafnoki þessara höfunda (hann er hálffertugur að aldri) en engin fjar- stæða er að segja aö með Ilminum hafi hann tekið sér sæti á bekk með þeim. Gaggum þýðendur Oft hef ég undrast þann ósvífna hundingshátt sem gagnrýnendur dagblaöa einatt sýna þýðendum. Sjaldnast er nokkur virðing sýnd því eljusama sköpunarstarfi sem vandvirkur þýðandi þarf að inna af hönduum áður en flókiö, margr- ætt og gjörhugsað skáldverk lítur dagsins ljós í nýjum búningi. Reyndar mega þýðendur oft kallast heppnir ef þeirra er alls ekki getið. í lok greinar sinnar segir GS: „Þýðing Kristjáns Árnasonar er vönduð og afrek í þeim skilningi að hingað til hefur skort orðaforða fyrir fræðilega (leturbr. mínar) umræðu um ilmvötn“!!! Skyldi ekki Kristjáni finnast sér vel umbunaö fyrir margra mánaða strit með þessum tvíræðu glósum? Auðvitað eru höfundar og þýð- endur ekki hafnir yfir gagnrýni. Innantóm hótfyndni og yfirborðs- legur vaðall er hins vegar niður- lægjandi fyrir báða. Slík gagnrýni gerir ekki gagn, þvert á móti, hún er holhljóma gagg, en skaðsemi hennar felst í því að þar heggur sá er hlífa skyldi. Franz Gíslason GLÆSIVAGNAR A GOÐU VERÐI Nissan Sunny 1.6 SLX 4x4 árgerð 1987, fallegur, fjórhjóladrif inn bíll, ekinn 16 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, litur silfur og samlitir stuðarar, aðeins bein sala. Verð 540 þús., staðgr. 490 þús. Mitsubishi L-300 4x4 árgerð 1988, með gluggum og sætum fyrir 8, ekinn 8 þús. km, 5 gíra, vökva- stýri, rafmagn í rúðum og læsing- um, litur grásanseraður, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 980 þús. Toyota Corolla DX árgerð 1987, sem nýr bíll, ekinn aðeins 5 þús. km, 3ja dyra, litur grænsanserað- ur, aðeins bein sala. Verð 440 þús. Subaru .1800 station 4x4, aliar árgerðir. Pajero, lengri gerð, lágþekja, bensin, árg. 1986, ekinn 30 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, rafmagn I rúðum, útvarp/segulband, litur rauður, aðeins bein sala, má greiðast með skuldabréfi. Verð 1.050 þús. Chevrolet Monza SL/E árgerð 1986, ekinn 33 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, 4ra dyra, útvarp/ segulband, litur dökkgrænn, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 470 þús. ENGIN ÚTBORGUN - GREIÐSLUKJÖR ALLT AÐ 2ÁR OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-17.30 Árg. Verö Fiat Panda 1982 120.000 Datsun Cherry 1981 150.000 Daihatsu Charade 1981 155.000 seldur Ford Cortina 1979 130.000 Mazda 323 station 1980 160.000 seldur Mazda 3231300 1981 170.000 Mercury Monarch 1978 170.000 Lancer1600 1980 180.000 Suzuki Aito 1983 180.000 Saab 99 GL 1979 190.000 Lada Sport 1982 200.000 Toyota Carina 1980 200.000 seldur Citroen Axel 1986 210.000 Nissan Bluebird 1981 220.000 Fiat Panorama 1985 220.000 Golf 1982 230.000 seldur Subaru 700 sendib. 1983 230.000 seldur Mazda 323 1982 230.000 Nissan Cherry 1983 240.000 seldur Honda Civic 1982 240.000 Toyota Tercel 1982 240.000 Fiat Uno 45 S 1985 240.000 , Nissan Cherry 1983 250.000 seldur Lada Samara 1987 250.000 Mazda 626 1982 260.000 seldur Peugeot305 station 1982 260.000 Subaru station4x4 1982 275.000 seldur Ford Taunus 1982 280.000 seldur AMC Concord 1982 290.000 Nissan Sunny station 1984 300.000 Citroen GSA Pallas 1984 310.000 Toyota Cressida 1982 310.000 Malibu station 1980 310.000 Honda QuintetEX 1982 310.000 Subaru 1800 hatchb. 1983 330.000 Chrysler LeBaron 1979 370.000 Scout 1979 380.000 Mazda 929 1982 385.000 Honda Accord 1983 395.000 Opel Ascona 1984 ' 410.000 Isuzu, yfirb., pickup 1982 420.000 BMW320 1982 420.000 Malibu station 1981 Á30.0Ö0 Bronco XLT 1978 430.000 Range Rover 1977 450.000 Dodge pickup 4x4 1975 550.000 Range Rover 1979 570.000 Renault, sendibill 1985 595.000 Sierra XR4I 1984 680.000 seldur Subaru 1800 station 1986 680.000 seldur Pajero, disil, lang. 1985 930.000 Pajero, bensin, lang. 1987 1150.000 seldur VÆNTANLEGIR KAUPENDUR ATH MIKIÐ ÚTVAL NÝLEGRA BIFREIÐA Á SÖLUSKRÁ. VERÐ VIÐ FLESTRA HÆFI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.