Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 GuðmundurF. Bjómsson: Aðstand- endur eiga veika von um að hann sé irfs „Þaö hefur ekkert komiö fram sem bendir til þess að Guðmundur Finn- ur hafi verið tekinn upp í bíl eftir að hann yfirgaf slökkvistöðina á Reykjavíkurflugvelli. Klukkan var á þriðja tímanum um nótt og slökkvi- liðsmennirnir heyrðu ekki til bíls né sáu ljós.“ Þetta sagði Magnús Einarsson að- stoðaryfirlögregluþjónn þegar hann var spuröur hvort ekki hefði farið fram rannsókn á þeim möguleika að Guðmundur Finnur Björnsson hefði farið upp í bíl eftir að hann fór frá slökkvistööinni á Reykjavíkurflug- velli aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember. Því þætti ekki ástæða til sérstakrar rannsóknar á því. Eins og kunnugt er hefur ekkert til Guð- mundar Finns spurst frá þeim tíma. Magnús Einarsson sagði að leit að Guðmundi Finni væri ekki hætt, henni verður haldiö áfram enn um sinn. Við fyrstá hentugleika verður kafað í sjónum bæði í Skerjafirði og í Nauthólsvík. DV hafði samband viö aöstandend- ur Guðmundar Finns. Þeir vildu ekki tjá sig um líðan sína, en fengust til segja að þeir gætu ekki skilið hvað hent hefði Guðmund Finn og á með- an svo væri vonuðust þeir fii þess að fá að sjá hann lifandi. Eftir því sem lengri tími líður veikist von þeirra. Varðandi leitina og þá rannsókn sem farið hefur fram segjast þau lítið geta sagt. -sme Banna innflutn- ing á frönskum „Birgðatalningu innflytjenda er lokið. Tilgangur landbúnaðarráðu- neytisins með þessu er sá aö koma í veg fyrir að fluttar séu inn vörur af frílista sem tengjast landbúnaöi," sagði Haukur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Dreifingar hf„ en Dreifing flytur inn svokallaðar „franskar kartöflur". Landbúnaðarráðuneytið hefur krafist þess að talning verði gerð á birgöum af þessari vörutegund, bæði innfluttum og innlendum, og á með- an þessi athugun er gerö bannar ráðuneytið innflutning þessarar vöru. Þá hefur ráðuneytið óskað eftir því að innlendir framleiðendur veiti öllum dreifingaraðilum franskra kartaflna sama rétt til að dreifa ís- lensku vörunni á meðan talningin fer fram. „Verslúnin hefur brugðist hart við þessum aðgerðum og við munum leita allra leiða til að koma af okkur þessu tilskipunarkerfi. Það er verið að reyna að eyðileggja innflutning á þessari vörutegund og við mótmæl- um því harðlega," sagði Haukur. Haukur Hjaltason sagði að þessar aðgerðir væru grundvallaðar á 42. grein búvörulaganna, þar sem kveð- ið er á um takmörkun innflutnings á nýju grænmeti, kartöflum, svepp- um og blómum þegar innlend fram- leiðsla fullnægir eftirspurn. Hins vegar ættu ákvæði greinarinnar ekki við um franskar kartöflur þar sem þær væru iðnaðarvara. -ój Töggur greiddi 44 millj. skatt Albert Guðmundsson, fyrrver- skuldabréfum á árunum 1980 til opinber gjöld að flárhæð afls 114,4 andi fiármálaráðherra, saraþykkti 1987. miHjónirkrónameöskuldabréfum, í septembermánuði árið 1985 að Stærsta dæmið á þessum árum verötryggðumeðaóverðtryggðum. heimila fyrirtæki einu að greiða er frá fjármálaráöherratíö Þor- Þessi skuldabréfalán ráðuneytis- gjaldfallinn söluskatt oglaunaskatt steins Pálssonar. í júní síöastiiön- ins fóru ekki aö vaxa að ráði fyrr upp- á 23,2. mflljónir króna með um samþykkti hann að 44 milljóna en árið 1983 er Albert Guömunds- óverðtryggðu skuldabréfi til 6 ára króna skuld fyrirtækisins Töggs son settist í ráðherrastól. Heldur með 22% vöxtum. hf. yrði greidd meö verðtryggöu dró úr þeim er Þorsteinn Pálsson Þetta er eitt dæmi af 127 á lista skuldabréfi til 8 ára með hæstu lög- tók við. Jón Baldvin Hannibalsson sem birtur var á Alþingi í gær sem leyfðu vöxtum. viröist hins vegar hafa stöðvað svar við fyrirspum Kjartans Jó- Mest var um þessa skuldabréfa- þetta að mestu. hannssonar alþingismanns um útgáfu á árinu 1985. Þá fengu 60 -KMU greiöslu opinberra gjalda með lögaðUarogeinstaklingaraðgreiða Smáfiskadráp: Meðalþyngd- in aðeins eitt og hálft kfló „Þetta er með því smæsta sem maður hefur heyrt um,“ sagði Björn Jónsson í fiskeftirliti sjávarútvegs- ráðuneytisins um þá staðreynd að í fyrradag seldi togarinn Víðir HF 40 lestir af þorski á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði og var meðalþyngdin 1,45 kíló. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sagðist mundu láta athuga þetta mál enda væri þetta með því verra sem heyrð- ist í þessum efnum. Björn Jónsson sagði aö mjög mikið hefði verið um skyndilokanir veiði- hólfa úti fyrir Norðurlandi aö 'undaníörnu, enda hefði ekkert feng- ist þar nema kóð. Til þess að veiðihólfum sé lokað þurfa 30% aflans að vera fiskur sem er 55 sentímetrar að lengd eða styttri. í því sambandi er ekki talað um þyngd þar sem hún er mismunandi eftir því hve feitur fiskurinn er. Árið 1984 var 50 sentímetra fiskur 1 kíló að meðaltali en ári síðar var jafn- langur fiskur að meðaltali 1,20 kíló. -S.dór Nóvember: Næsthlýjasti á öldinniáAkureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aðeins einu sinni á öldinni hefur nóvember verið hlýrri á Norðurlandi en í ár. Meðalhiti á Akureyri í mán- uðinum var 3,9 stig sem er 3,7 stig yfir meðaltali áranna 1951 til 1980. Einungis nóvember árið 1956 var hlýrri en nóvember nú. í Reykjavík var meöalhitinn í nóv- ember 4,2 stig sem er 2,6 stig yfir Tneöaltali. Þetta var hlýjasti nóvemb- ermánuður í höfuðborginni síðan 1968 og sá sjöundi hlýjasti á öldinni. Úrkoma var nálægt meðallagi á Suðurlandi en minni norðanlands, ekki nema 2/3 af meðalúrkomu í nóv- ember. Lögreglan bíður eftir að eigandi verslunarinnar komi og stöðvi sýningu bláu myndarinnar. DV-mynd S Næturklám á Laugavegi Lögreglán varð að kalla út for- svarsmann sjónvarpstækjaverslun- ar við Laugaveg um klukkan eitt í nótt þar sem mannfjöldi hafði safn- ast saman og horfði á klámmynd í einu sjónvarpstækjanna sem eru í sýningarglugga verslunarinnar. Sjónvarpstækið tók á móti dag- skrárefni frá gervihnetti. Eigandi verslunarinnar mætti og skipti um rás. Efnið á þeirri rás heillaöi vegfar- andur ekki eins mikið og sú bláa hafði gert. Enda fór hver til síns heima eftir að sýning bláu myndar- innar var stöðvuð. -sme LOKI Það er eins og þeir hafi komist í smásilung! Veðrið á morgun: Hiti nálægt frostmarki Á morgun verður austlæg eða norðaustlæg átt um vestanvert landið en líklega norðvestlæg aust- anlands. É1 verða á Norðaustur- landi og á annesjum norðanlands en úrkomulítið annars staðar. Hiti yfirleitt nálægt frostmarki. LITLA GLASGQW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG Cfty91

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.