Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Dægradvöl Jöklaleiðangur ls, snjór og klaki Klifið upp þritugan isvegginn. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði lagði í jöklaleiðangur og æfingaferð á Gíg- jökul í Þórsmörk ekki alls fyrir löngu. Ferðir líkar þessari eru fai-nar að meðaltali einu sinni í mánuði. Tilgangur þeirra er að halda félögun- um í formi auk þess sem nýliðar eru þjálfaðir. Slæmt veður í aðsigi Veöurspáin var slæm þegar lagt var af stað upp í Þórsmörk á fostu- dagskvöldi. Búist var við aftaka- veðri. Hópurinn frá Hjálparsveit skáta í Hafnarirði var samt sem áður bjartsýnn enda kom ekki annað til greina þar sem löngu áður hafði ver- ið ákveðið að gista í tjaldi yfir helg- ina. Ferðin í Mörkina gekk vel og þegar þangað var komið var hafist handa við að koma upp geysistóru tjaldi sem hýsa átti allan mannskap- inn. Köálparsveitarmennimir hömuðust við að berja heljarstóra hæla niður í sendinn jarðveginn en gekk verkið brösulega. Blaðamanni þótti heldur mikið mál vera gert úr því þó ekki væri hægt að koma einum vesælum tjaldhæl niður enda ekki vanur öðru en miðsumarútilegu á tjaldstæðinu á Þingvöllum. En þetta hafðist og loksins þótti mönnum þeir vera búnir aö tjalda svo tryggilega að hópurinn gæti sofið rólegur til morguns. Stuttu síöar var allt orðið hljótt og skátamir sofnuðu vært í svefnpokunum sínum þrátt fyrir að enginn botn væri í tjaldinu og veð- urspáin slæm. Tjaldið er að fjúka „Tjaldið er að fjúka!" Við þessa upphrópun vöknuðu þeir sem ekki höfðu látið lætin í veðrinu trufla sig. Klukkan var sex aö morgni, vitlaust veður og tjaldið slóst til og frá þar sem það hafði losnað upp. Það þýddi ekki annað en að drífa sig upp úr svefnpokanum og reyna aö koma i veg fyrir að tjaldið fyki. Tjaldið bjargaðist og við vorum rétt búin að pakka saman þegar byrjaöi að rigna eins og hellt væri úr fótu. Ákveðið var að leita skjóls fyrir veðrinu í einhveijum skálanum áður en lagt yrði á jökulinn. Allir skálarn- ir voru uppteknir eins og við vissum en það kom á óvart að enginn vildi hýsa hjálparsveit í s.s. eina klukku- stund svo að meðlimirnir gætu borðað nestið sitt. Viðhorf fólks er kannski á þá leið að hjálparsveitir hljóti að geta.hjálpað sér sjálfar ef þær geta hjálpað öðrum. Það gerðu félagamir líka þó óneitanlega hefði verið viðkunnalegra að fá einhvers- staðar inni. Gígjökuller vinsæll Gígjökvúl er lítill skriðjökull út úr Eyjaflallhjökli sem Iætur lítið yfir sér úr fjarlægð. Jökullinn er vinsæll af ísklifurmönnum til æfinga og byija flestir ísklifrið þar. Ástæðan fyrir vinsældum jökulsins eru margar: Auðvelt er aö komast að jöklinum enda má keyra næstum upp að rótum hans. Aðstæður til gistingar eru góð- ar því margir skálar em í Þórsmörk og síðast en ekki síst em mjög fjöl- breytilegar klifurleiðir í jöklinum - allt frá erfiðu klifri til einfaldrar ís- göngu. JÓLABINGÓ Verðmæti vinninganna er- 750 ÞÚSUND KRÓNUR -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.