Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
17
Er nám fúll vinna?
„Og breytingarnar hafa líklega hnikað
meiru til í skólanum en allar saman-
lagðar tilraunir sérfræðinga til að
breyta honum.“
Til eru margar skoðanir á hlut-
verki skóla. Almenn skólastefna,
t.d. nýsamþykkt drög að eins konar
stefnuskrá kennara í framhalds-
skólum, snýst um markmið eins
og að þroska einstaklinginn, efla
gagnrýna hugsun, auka almenna
og sérhæfða þekkingu og fleira í
þeim dúr. Þar er minna sagt um
hvaða hlutverki skóli gegni í að
gera nemandann að nothæfu
vinnuafli eða tryggan tilteknu
efnahags- og stjórnkerfi.
Ekki í lausu lofti
Menn geta deilt um flest ofan-
skráð. ,í þvílíkum umræðum er
oftar en ekki látið líta svo út sem
skóli sé frekar sjálfstæð, jafnvel
einangruð stofnun sem þróast mest
fyrir áhrif nemenda og starfsfólks
og í einhverju samræmi við misvel
mótaða stefnu yfirvalda mennta-
og fjármála; eða þá lagabálks um
skólastigið. Það sem gleymist eða
er vísvitandi falið er margþætt og
misvel sýnileg taug milli skóla og
samfélagsins; allra hliða þess. Þessi
tengsl eru svo sterk að mönnum
ber að líta svo á að skóli starfi og
þróist með átökum milli allra þátta
samfélagsins (er leitast við að móta
skólana að „þörfum sínum“) og svo
aftur nema og starfsfólks (er reyna
að móta eigið starf samkvæmt lítið
samstemmdum hugmyndum eða
hagsmunum). Og ekki nóg með
það: þegar á heildina er litið og til
langs tíma hafa öfl og kröfur sam-
félagsins betur. Skólar eru því
fremur speglar tiltekins þjóðfélags-
ástands en mótendur hverju sinni,
þó svo þeir móti vissulega samtíð-
ina eins og áður var tæpt á, eða,
með öðrum orðum: Skólinn verkar
fremur sem uppalandi sérhæfðs og
lítt gagnrýnins vinnuafls en sem
boðberi nýjunga; hann er íhalds-
samur hvað efnahags- og stjórn-
kerfi varðar. En um leið (og í minna
mæli) ber hann andstæður þessa í
sér; einfaldlega vegna þess aö bar-
átta andstæðra höfuðstétta og
hugmynda nær þangað, rétt eins
og til annarra stofnana. Vilji kenn-
arar, nemendur, verjendur skóla-
kerfisins eða gagnrýnendur þess,
setja saman sanna stefnuskrá
KjaUaiinn
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðfræðingur, kennari í MS
verða þeir að segja hvað átt er við
með þroska einstaklingsins, gagn-
rýnni hugsun, frjálsara námi,
aukinni þekkingu og öðrum þeim
hugtökum sem svífa nú í lausu
lofti. Hvorum megin hryggjar eru
menn?
Hraðar breytingar
Þótt ég nefni ekki nákvæmar töl-'
ur er öllum kunnugt um að
framhaldsskólum og nemendum í
þeim hefur fjölgað langt umfram
hlutfall það sem var fyrir aldaljórð-
ungi. í stað um það bil þriðjungs
unglinga fara nú þrír fjórðu hlutar
árgangs í framhaldsskóla. Um leið
hefur samfélagið breyst nokkuð:
Tilboðum til unglinga, bæði varð-
andi vinnu og frístundir hefur
fiölgað, félagsstarf er margþættara
en áður, fiölmiðlabylgjan rís og rís,
vinnuálag fólks hefur aukist og allt
stúss varðandi fatnað, skemmtan-
ir, vín og kynlíf færist æ neðar í
aldursröðina.
Allt endurspeglast þetta í skóla-
starfi. Auðvitað. Og breytingarnar
hafa líklega hnikað meiru til í skól-
anum en allar samanlagðar til-
raunir sérfræðinga til aö breyta
honum. En það fáránlega við allt
málið er þetta: Athygli allra hefur
helst beinst að aðgerðum yfirvalda,
kennara eða nemenda í skólamál-
um en hitt „gleymst". Menn eru
uppteknir af smáhópum sem.pota
í kross með rekum en sjá ekki jarð-
ýtuna sem ryður skólanum hægt
og bítandi á undan sér.
Óhæft vinnuálag
Fyrir tæpum tveimur árum var
kannað í Menntaskólanum við
Sund hve margir nemendur ynnu
með námi. Þetta var ekki úrtaks-
könnun og um 90% nemenda
svöruðu. í ljós kom að tæp 60%
nemenda unnu með námi, allt frá
fáeinum stundum j viku upp í 20
til 40 stundir, flestir á bilinu 10-20
vikustundir. Hæst hlutfall vinn-
andi nemenda var í 4. og síðasta
bekk; um 70%.
Hugleiðingarnar um skólann í
þessum pistli og ofangreindar tölur
eru settar hér fram af ákveðnu til-
efni. Nú nýverið var vinnukönnun
endurtekin í MS með líkum hætti
en heldur ítarlegri spurningum.
Kemur þá fram að um 50% nem-
enda vinna með námi og eru
stelpur þar í meirihluta eða 62,6%
á móti 42,7% stráka (sjá meðf.
mynd). Nú eru það nemar í 3. og
4. bekk sem vinna mest og áber-
andi að nærri 80% af öllum stelpum
í efsta bekk vinna með námi. Ríf-
lega þriðjungur nema vinnur.6-20
stundir á viku. Og svo kom líka í
ljós að um 30% stráka og 40%
stelpna unnu með námi í 9. bekk
grunnskólans í fyrra.
Ymislegt annað kom fram for-
vitnilegt. Bílaeign er veruleg meðal
nemenda og um 75 nemendur (um
10%) verða að sjá fyrir sér sjálfir.
Um % nemenda segja vikueyðslu
(má líklega túlka sem vasapeninga
án fata- og námsgagnakaupa) vera
á bilinu 1000-3000 krónur en
10-14% nema eyða 3000-5000 kr. á
viku. Ástæðu vinnu töldu flestir
vera ósk um sem mest fiárhagslegt
sjálfstæði og mjög margir nefndu
einnig að þeir ynnu til þess að geta
veitt sér meira en ella.
Þegar þess er gætt að nemandi á
að skila af sér um 34-36 kennslu-
stundum (má telja um 35 klst. með
hléum og frímínútum) og 5-10 klst.
á viku til náms utan kennslustunda
er auðsætt að ekki er allt með
felldu. Við 40-45 klst. skólavikuna
bætist nefnilega um 10 stunda
vinna að meðaltali hjá helmingi
nemenda. Er þá komið sama óhæfa
vinnuálagið og sést meðal vinnandi
fólks; sömu tölur og meðaltöl
Kjararannsóknamefndar sem ein-
kenna ísland í flokki iðnþjóða.
Eralltílagi?
Hvað býr til viðhorf nemenda til
vinnu? Hvað neyðir margan nem-
andann til vinnu? Hverjar verða
afleiðingar þessa þegar til lengdar
lætur? Svörin em mörg en þeirra
er að leita, fyrst og fremst, í um-
hverfi skólanna; í aðalhugmynda-
fræðinni sem miðlað er, í
gangverki efnahagslífsins (t.d. þörf
á ódýra, hreyfanlegu vinnuafli á
þenslutímum) og í áróðri fyrir sem
mestum vörukaupum - fyrir nú
utan eitt: fiárhagserfiðleika margra
heimila. Stjórnvöld, atvinnurek-
endur og yfirmenn menntamála
bera miklu meiri ábyrgð á þessu
ófremdarástandi, sem ég leyfi mér
að kalla svo, en nemendur, kennar-
ar og flestir foreldrar.
Einn nemandi sagði við mig: -
Hjá mér er skólinn í öðru, stundum
þriðja sæti. Hefði ég átt að benda
honum á að í samfélagi, sem bygg-
ist á sem skjótustum gróða ein-
staklinga, lúti skólinn oftar en ekki
hugmyndum skammsýni og stund-
arhagsmuna?
Ari Trausti Guðmundsson
l.bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Samtals
„Um 50% nemenda vinna með námi og eru stelpur þar í meirihluta, eða 62,6% á móti 42,7% stráka“.
Stöndum saman
Á vegum verkalýðsfélaga og sam-
banda um allt land fer nú fram
víðtæk umræða um undirbúning
að kröfugerð fyrir næstu kjara-
samninga, en eins og allir vita eru
kjarasamningar flestra aöildarfé-
laga ASÍ lausir um áramót.
Kjarasamningar þeir sem gerðir
voru á síðasta ári, bæði í febrúar
og desember, vora um margt
óvenjulegir. Þar voru farnar nýjar
leiðir og mér er til efs að kjara-
samningar hafi fengið öllu meiri
umfiöllun, bæði í fiölmiðlum og
manna á meðal, en jólaföstusamn-
ingamir.
Bæði í febrúar og desember var
lögð áhersla á að lægstu laun
hækkuðu meira en önnur. Þá var
og lögð mikil áhersla á þau mark-
mið að ná tökum á verðbólgu og
koma á stöðugleika í efnahagslíf-
inu, þannig að fbrsendur til að auka
kaupmátt væru fyrir hendi. Það
var samdóma álit flestra að þarna
væri verið að gera tímamótasamn-
inga; það hlyti að vera allra hagur,
ekki síst láglaunafólks, að verðlag
væri stöðugt.
En Adam var ekki lengi í para-
dís, hvorki atvinnurekendur né
ríkisvaldið hafa staðið við sinn hlut
samninganna. Verkalýðshreyfing-
in ein hefur staðið við samningana.
Aukið launaskrið á hinum svokall-
aða frjálsa markaði hefur orðið til
þess að launabilið hefur breikkað
og launahlutföll sjaldan eða aldrei
verið eins óhagstæð láglauna-
manninum, þrátt fyrir þá umfram-
KjaHarinn
Hansína Á.
Stefánsdóttir
starfsmaður Verslunarmanna-
félags Árnessýslu
hækkun sem lægstu laun fengu í
desembersamningunum.
Þá voru samningar fiármálaráð-
herra (kosningasamningar) við
opinbera starfsmenn öðruvísi upp
byggðir en samningar ASÍ við at-
vinnurekendur. Ekki var lögð
sérstök áhersla á lægstu laun held-
ur fóru prósentuhækkanir óskert-
ar upp allan launastigann. Áhrifa
þessa gætti mjög fljótt í aukinni
þenslu, þrátt fyrir að ýmsir reyndu
að klóra í bakkann með því að segja
að launahækkanir opinberra
starfsmanna hefðu ekki verðbólgu-
hvetjandi áhrif og skiptu í raun
sáralitlu eða engu máli. En það
þarf að borga launin og eina leið
ríkisins til aukinna tekna er skatt-
lagning og/eða hækkun ýmissa
þjónustugjalda.
Það kom líka á daginn, þegar ný
ríkisstjórn sá dagsins ljós, að kom-
ið var að því að greiða kosninga-
víxlana. Nýr fiármálaráðherra
boðaði aukna og nýja skattheimtu
því það var ekki nóg í kassanum.
Eitt af því fyrsta sem á var lagt var
söluskattur á matvæli. Enn sem
fyrr var það láglaunafólkið sem
ætlað var að axla byrðarnar en það
er augljóst að matarskatturinn er
þyngstur hjá þeim sem fara með
stærstan hluta launa sinna í matar-
kaup.
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir því nú hvernig að næstu
kjarasamningum verður staðið.
Viöræðum Verkamannasam-
bandsins við atvinnurekendur
hefur verið slitið og framkvæmda-
stjórn VMSÍ hefur hvatt aðildarfé-
lögin til að undirbúa aðgerðir strax
um áramót.
Eins og nú horfir eru allar líkur
á því að félögin eða landssambönd-
in gangi til samninga hvert í sínu
lagi - án samráðs. Á því leikur
enginn vafi að slíkt er atvinnurek-
endum mjög til hagsbóta; sundruð
hreyfing er veikari en sameinuð
og því auðveldari viðfangs.
En hvers vegna eram við sundr-
uð? Eru markmið okkar allra ekki
þau sömu, viljum við ekki öll bæta
kjör þeirra sem verst eru settir og
auka jöfnuð í þjóðfélaginu?
Þessum spurningum svara ég
hiklaust játandi. Við erum öll að
vinna að því sama. Af hverju getum
við þá ekki sest niður og komið
okkur saman um leiðir?
Á þessu er engin einhlít skýring,
hins vegar má leiða getum aö því
af hverju þetta er svona. Ein skýr-
inganna er að mínu mati sú að á
undanförnum árum hafa ýmis öfl
í þjóðfélaginu séð sér hag í því að
koma á innbyrðis sundrungu í
verkalýðshreyfingunni. Þessi öfl
hafa stuðlað að aukinni tortryggni
milli hinna ýmsu hópa launa-
manna og einnig milli landshluta.
Má sem dæmi nefna togstreitu þá
sem orðin er á milli fiskvinnslu-
fólks annars vegar og annarra
launþega hins vegar. Það er búið
að fá fiskvinnslufólkið til að trúa
því að hagsmunum þess sé ævin-
lega fórnað fyrir hagsmuni ann-
arra.
Þá eiga yfirborganir ekki hvað
minnsta þátt í því hvernig komið
er fyrir verkalýðshreyfingunni.
Það segir sig sjálft að þær hafa orð-
ið til þess að fólk hættir að trúa á
verkalýðsfélögin, þar sem þau hafa
engin áhrif á kaup og kjör þess. Þar
eru þaö augljóslega atvinnurek-
endur sem bera alla ábyrgð. Þeir
vita sem er, að slík er sérhyggjan
oröin í þjóöfélaginu að hver hugsar
eingöngu um sjálfan sig, hagsmun-
ir annarra skipta ekki máli.
Það hlýtur að vera okkur öllum
ljóst að því meiri sem samstaðan
er þvi meiri líkur era á að okkur
verði eitthvað ágengt. Við verðum
að láta af þeim ljóta leik að níða
skóinn hvert niöur af öðru. Hætt-
um að kenna öðrum um þótt við
náum ekki öllu því fram sem við
viljum. Hættum að leita að söku-
dólgi þótt árangurinn sé annar en
við áttum von á.
Látum ekki stundarhagsmuni
einstakra hópa villa okkur sýn.
Stöndum saman í baráttunni við
sameinað atvinnurekendavald,
stöndum vörð um þau réttindi sem
við höfum náð, oft með mikilli bar-
áttu, og hjálpumst að því að sækja
ný.
Vinnum saman og sköpum betra
og réttlátara þjóðfélag.
Hansína Á. Stefánsdóttir
„Eins og nú horfir eru allar líkur á því
að félögin eða landssamböndin gangi
til samninga hvert í sínu lagi - án sam-
ráðs.“