Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 41 Fólk í fréttum Oskar Vigfússon Óskar Vigfússon, formaöur Sjó- mannasambands íslands, hefur veriö í fréttum DV vegna umræðna um mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Óskar er fæddur 8. desember 1931 í Hafnarflröi og ólst þar upp en dvaldist hjá Guðbrandi Vigfússyni, fóöurbróöur sínum, og konu hans, Elínu Snæbjörnsdóttur í Ólafsvík, 1940-1947. Hann var verkamaður í Hafnaröröi 1947-1948 og sjómaður 1948-1968. Óskar var verkamaður viö hafnargerð í Straumsvík 1968-1971 og skrifstofumaður hjá Sjómannafélagi Hafnaríjarðar og Verkamannafélaginu Hlíf 1971-1976. Hann var í stjórn Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar frá 1966 og formaður frá 1973. Óskar hefur verið formaður Sjómanna- sambands íslands frá 1976 og hefur setið í Verðlagsráði sjávarútvegs- ins frá 1977. Hann hefur verið í síldarútvegsnefnd frá 1978.og í stjórn Fiskveiðasjóðs frá 1982. Óskar hefur verið í miöstjórn ASÍ frá 1977 og í sambandsstjórn Al- þjóðasambands flutningaverka- manna frá 1982. Kona Óskars er Nicoline Kjærbch, f. 30. nóvember 1937. For- eldrar hennar eru Niels Pauh Kjærbch, kóngsbóndi í Sunba í Suðurey í Færeyjum, og kona hans, Valborg. Börn Öskars og Nicoline eru Valborg, f. 7. ágúst 1958, gjald- keri, gift Finnboga Guðmundssyni, bifvélavirkja í Rvík, Óskar Ás- björn, f. 26. ágúst 1960, verkamaður í Hafnarflrði, giftur Hjördísi Jóns- dóttur og eiga þau tvö börn, og Ómar, f. 18. febrúar 1963, járnsmið- ur í Kópavogi, giftur Erlu Kristins- dóttur hjúkrunarkonu og eiga þau einn son. Systkini Óskars eru Vigfús Sól- berg, sjómaður í Rvík, sambýlis- kona hans er Margrét Kjartans- dóttir, Hólmfríður verkakona, gift Björgvini Sveinssyni, bensínaf- greiðslumanni í Hafnarfirði, Erna, gift Arnbirni Ólafssyni, skrifstofu- manni í Keflavík, Sigurbjörg verkakona, gift Kristni Torfasyni, vörubílstjóra í Hafnarfirði, Leifur, sjómaður í Vogum, giftur Halldóru Stephensen, Guðrún verslunar- maöur, gift Hjalta Þorvarðarsyni, vélstjóra á Seltjarnarnesi, Guð- mundur, verkstjóri í Hafnarfiröi, giftur Guðrúnu Ólafsdóttur, og Ásbjörn, verkamaður í Hafnarfirði, giftur Guðrúnu Ólafsdóttur. Foreldrar Óskars eru Vigfús Vig- fússon, sjómaður í Hafnarfirði, og kona hans, Efemia Ásbjörnsdóttir. Afasystur Óskars voru Guðbjörg, amma Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, og Bjarnveig, amma Sturlu Böðvarssonar, sveit- arstjóra í Stykkishólmi. Faðir Vigfúsar var Vigfús, b. á Kálfár- völlum í Staðarsveit Vigfússon, b. í Hraunhafnarbakka í Staðarsveit Vigfússonar, b. í Háagarði Hákorí- arsonar, b. í Syðstu-Göröum Þorlákssonar, bróðir Steindórs, afa Jóns Thorstensen, landlæknis, lan- gafa Elínar, móður Helga Bergs bankastjóra. Steindór var langafi Ingibjargar, langömmu Guðmund- ar, afa Sólrúnar Jensdóttur, skrif- stofustjóra í menntamálaráðuneyt- inu. Steindór var einnig langafi Ástu, langömmu Hólmfríöar Karls- dóttur og Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Systir Vigfúsar var Filippía, langamma Sigríðar, langömmu Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns. Móðir Vigfúsar var Solveig, systir Brands, móðir Kristínar, konu Helga Pjeturss jarðfræðings og Unu, móður Hjartar Hjartarsonar framkvæmdastjóra og amma Gunnars Hanssonar forstjóra. Sól- veig var dóttir Bjarna, b. í ,Neðri Lá í Eyrarsveit Brandssonar, b. í Lá, Þorsteinssonar, b í Fossi í Nes- Óskar Vigfússon. hreppi Runólfssonar, b. á Vað- stakksheiði Oddssonar, b. í Fjarðarhorni Runólfssonar. Móöir Odds var Kristín Jónsdóttir, sýslu- manns á Sólheimum, bróður Árna Magnússonar prófessors. Efemia er dóttir Ásbjörns, út- gerðarmanns í Ólafsvík Gilssonar, og konu hans, Hólmfríðar Guð- mundsdóttur, systur Sólveigar móður Karvels Ögmundssonar út- geröarmanns og ömmu Sólmundar Einarssonar fiskifræðings. Gunnar Árnason Gunnar Árnason, Strandaseli 1, Reykjavík, er sjötugur í dag. Gunn- ar fæddist í Eyþórsbæ á Bergstaða- strætinu í Reykjavik og ólst þar upp hjá móður sinni og móðurfor- eldrum. Gunnar byrjaði ungur að vinna fyrir sér, fyrst á eyrinni og síðan fil sjós, en hann var á togur- um og mótorbátum frá'Reykjavík í tólf ar. Eftir að Gunnar kom í land keyrði hann steypubíl hjá Verki hf. í nokkur ár en hefur nú starfað hjá Hlaðbæ hf. í sautján ár. Kona Gunnars var Guðný Nanna, f. 20.10. 1917, d. 3.11. 1965, dóttir Hans Jenssonar sjómanns frá Rifi og Þóru Sigurbjörnsdóttur. Gunnar og Guðný Nanna eignuð- ust sex börn: Jóhanna Guðrún er húsmóðir í Reykjavík, f. 1944; Bjarni Hans er starfsmaður Skelj- ungs í Reykjavík, f. 1946; Þóra er húsmóðir í Reykjavík, f. 1953; Guðný er húsmóðir í Reykjavík, f. 1955; Guðmundur.er verkstjóri hjá Hlaðbæ, f. 1956; Guðleif er starfs- maður hjá Hampiðjunni. Foreldrar Gunnars voru Árni Gunnar Árnason. Ingvason og Guðrún Eyþórsdóttir. Móöurforeldrar GunnarsVoru Ey- þór slátrari hjá Sláturfélagi Suðurlands, í Reykjavík, Oddsson, og kona hans, Ánna Guðmunds- dóttir. Þorgerður Egilsdottir Þorgerður Egilsdóttir, Gríms- stööum IV, Skútustaðahreppi, er sextug í dag. Þorgerður fæddist á Húsavik og átti þar heima hjá för- eldrum sínum þar til hún gifti sig 1946, en þá fiutti hún í Grímsstaði og hefur búið þar síðan. Maður hennar var Steingrímur, f. á Grímsstööum 23.2.1921, d. 1986. Steingrímur var bóndi á Gríms- stöðum og seinni árin starfsmaður Kísiliðjunnar. Foreldrar hans voru Jóhannes, b. á Grímsstöðum, Sig- finnsson og kona hans, Elín, frá Vallakoti í Reykjadal, Kristjáns- dóttir. Þorgerður og Steingrímur eign- uðust átta börn. Þau eru: Brynjólf- ur, húsasmiður á Álftanesi, f. 13.5. 1947; Sigfríður, húsmóðir í Reykja- hlíðarþorpi, f. 26.7. 1948; Egill, 75 ára_______________________ Ólafía Guðbjörnsdóttir, Háaleitis- braut 43, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurfinnur Einarsson, Faxastíg 35, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_________________________ Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ægisgötu 19, Akureyri, er sjötug í dag. vinnslustjori hjá Kisiliðjunni, f. 12.8.1949, býr í Reykjahlíðarþorpi; Jóhannes, húsasmiður í Reykja- hlíðarþorpi, f. 8.8. 1950; Friðrik, starfsmaður Kísiliðjunnar, f. 25.5. 1954, býr í Reykjahlíðarþorpi; Elín, f. 22.10. 1959, er í foreldrahúsum; Herdís, f. 18.7. 1961, er í foreldra- húsum; Helga, f. 18.11. 1962, býr í Reykjahlíðarþorpi. Barnabörn Þorgerðar eru nú orðin tuttugu talsins. Þorgerður á tvö systkini: Jónas, f. 1923, forstjóra Essó á Húsavík, og Herdísi, f. 1934, kennara og rit- höfund í Reykjavík. Foreldrar Þorgerðar: Egill'skáld Jónasson á Húsavík og kona hans, Sigfríður Kristinsdóttir. Faöir Eg- ils var Jónas, b. í Hraunkoti í Aðaldal, Þorgrímsson, b. í Hraun- Margrét H. Lúthersdóttir, Byggða- vegi 148, Akureyri, er sjötug í dag. 60 ára___________________________ Þórdís Frímannsdóttir, Kirkjuvegi 26, Selfossi, er sextug í dag. Kristín ísleifsdóttir, Álftamýri 53, Reykjavik, er sextug í dag. 50 ára___________________ Tryggvi Eggertsson, Gröf, Kirkju- hvammshreppi, er fimmtugur í dag. koti, Halldórssonar, b. á Bjarnar- stöðum í Bárðardal, Þorgrímsson- ar, b. í Hraunkoti, Marteinssonar, b. í Garði í Mývatpssveit, Þor- grímssonar, forföður Garðsættar- innar. Móðir Halldórs var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti Helgasonar, forföður Hraunkots- ættarinnar. Móðir Egils var Frið- rika Sigríður Eyjólfsdóttir, b. á Hellnaseli í Aðaldal, Benjamíns- sonar, b. í Fagranesi í Aðaldal, Ásmundssonar. Móðir Eyjólfs var Nahemý Eyjólfsdóttir, b. á Þverá í Laxárdal, Sæmundssonar. Sigfríð- ur var dóttir Kristins, sjómanns á Húsavík, Sigurpálssonar, sjó- manns í Útibæ í Flatey, Kristjáns- sonar. Móðir Sigfríðar var Herdís frá Hvammi í Skagafirði, Friðfinns- dóttir. 40 ára__________________________ Bryndís Ásgeirsdóttir, Asparvík, Bessastaðahreppi, er fertug í dag. Hjörtur Herbertsson, Vanabyggð 15, Akureyri, 'er fertugur í dag. . Ólafur M. Aðalsteinsson, Faxastíg 27, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Þorsteinn Brynjúlfsson, Engihlíð 7, Reykjavík, er fertugur í dag. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Þránd- arseli 4, Reykjavík, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upp- lýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. Afmæli Guðríður Vígfúsdóttir Guðríður Vigfúsdóttir, húsfreyja í Mundakoti á Eyrarbakka, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún fæddist á Gamla-Hrauni, dóttir hjónanna Sesselju Helgadóttur og Vigfúsar Helgasonar. Guðríður missti for- eldra sína á unga aldri og ólst upp eftir það á Bergi á Eyrarbakka hjá afa sínum, Helga Jónssyni, og móö- ursystkinum, þeim Jóni og Jó- hönnu. Guðríður giftist 1933 Gísla Jóns- syni í Mundakoti en hann lést 1965. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Guðríður hefur nú staðið fyrir rausnarheimili í Mundakoti í fimmtíu og fjögur ár en þar hefur ávallt veriö mikill gestagangur. Þeir sem vilja gleðja Guðríði í tii- efni af sjötíu óg fimm ára afmæli hennar eru velkomnir nk. laugar- Guðriður Vigfúsdóttir. dag að Hrísholti 19, Selfossi, en þar mun dóttir hennar standa fyrir opnu húsi. Eyþór Guðmundsson Eyþór Guðmundsson, bóndi á Eyjólfsstöðum, Beruneshreppi, er fimmtugur í dag. Eyþór fæddist á Eyjólfsstöðum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum en á Eyjólfsstöð- um hefur hann búið alla sína tíð. Eyþór var við húsasmíðanám á Hornafirði en hann hefur meist- araréttindi frá 1963. Eyþór vann lengi við smíðar víða um Austur- land en hann tók við búi foreldra sinna eftir að þeir brugðu búi og fluttu til Hornafjarðar. Kona Eyþórs er Alda, f. 1943, og alin upp á Djúpavogi, dóttir Jóns Ákasonar og konu hans, Höllu Antoníusdóttur, sem nú búa á Akranesi þar sem Jón er verkstjóri í frystihúsi. Eyþór og Alda eiga flögur börn: Halla, f. 1965, er búsett á Egilsstöð- um, gift Sigurði Jakobssyni gröfu- stjóra og eiga þau einn son; Guðný Gréta, f. 1969, er unnusta Hafliöa Sævarssonar búfræðings en þau eiga einn son; Jón Magnús, f. 1979; og Hrafnhildur, f. 1980. Eyþór er yngstur níu systkina sem öll eru fædd og uppalin á Eyj- ólfsstöðum en einn bróðirinn, Guðmundur, lést í barnæsku. Hin systkimn eru: Gunnar, b. og hrepp- stjóri í Lindarbrekku; Valborg, húsfreyja aö Tungufelli í Breiðdal; Hallur, bílstjóri í Keflavík á Suður- nesjum; Guðrún, verkakona á Egilsstöðum; Rósa, kennari í Reykjavík; Hermann, skólastjóri á Laugalandi í Holtum; Guðný, hús- freyja á Höfn í Hornafirði. Foreldrar Eyþórs eru Guðmund- ur, b. á Eyjólfsstöðum, Magnússon, f. 1903, en hann er látinn, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir, f. 1899, en hún dvelst nú á Elliheimil- inu á Höfn í Hornafirði. Föðurfor- eldrar Eyþórs voru Magnús, b. á Eyjólfsstöðum, Jónsson og kona hans, Snjólaug Jónsdóttir, b. á Eyj- ólfsstöðum. Móðurforeldrar Eyþórs voru Guðmundur, b. á Berufirði í samnefndum firði, Guð- mundsson á Taðhóli í Hornafirði, og kona hans, Gyðríður, frá Meöal- felli í Nesjum, Gísladóttir. Eyþór og Alda eru erlendis þessa dagana. Andlát Jón. Finnbogason frá Búðum er látinn. Dilla Talcott, Longviev, Washing- thon, USA, andaðist 13. nóvemb- er. Sérverslun með blóm og skreytingar. 0í?Dlóm ^Osknqytii^ar Laugaoegi 5.\ simi 20266 Sendum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.