Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Fréttir Kjarasamningamir eru komnir í sjálfheldu - margir óttast mikil átök á vinnumarkaði eftir áramótin Hér kveðjast þeir Guömundur J., formaður Verkamannasambandsins, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, þegar samningaviðræðum þessara samtaka var slitið fyrir um það bil mánuði. Hætt er við að langt sé þar til þeir heilsast aftur við upphaf formlegs samningafundar. DV-mynd GVA Nú virðist ljóst að nýir kjarasamn- ingar verði ekki gerðir fyrir áramót en þá renna núverandi kjarasamn- ingar út. Guðmundur J. Guö- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, sagði að kraftaverk þyrfti að koma til ef samningar ættu að takast fyrir ára- mótin úr því sem komið er. Það hefði verið hægt að semja í sept- ember en nú væri þaö nær útilokað fyrr en á næsta ári. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að vinnuveitendur Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson hafl hreinlega ekkert að bjóða við- semjendum sínum, eins og mál standa nú. Því sé ekki til neins að reyna gerö nýrra kjarasamninga nú. Óvissa við áramót Því vaknar sú spurning hvað viö taki eftir áramótin. Það fer ekki á milli mála að þá mun margt hafa gerst sem á eftir að gera samninga- máhn á almennum vinnumarkaði enn erfiðari en þau eru nú. Matar- skatturinn, sem er þyrnir í augum verkalýðshreyfingarinnar, verður þá kominn til sögunnar ef allt fer eins og horfir. Kjöt og mjólk hafa þá hækkaö um 15, 20 eða jafnvel 22%, en allar þessar tölur hafa heyrst nefndar varðandi söluskatt á matvæh. Opinberir starfsmenn fá 3% launahækkun 1. janúar og síðan 2% hækkun 1. febrúar. Starfsfólk sveitarfélaganna verður þá búið að fá 8,8% launahækkun. Kaupmáttur hefur rýrnað um 5% síðan í októb- er, að því er talsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar segja. Verðbólgan er enn á uppleið. Þegar allt þetta kemur saman má öllum ljóst vera að margfalt erfiðara verður að ná samningum eftir áramótin en var í september. Stærsta málið er þó enn ónefnt en það er gengið. Flestir sem rætt er við fullyrða að gengið verði fellt. Einn verkalýðsforingi sem DV ræddi við sagði að því ákafar sem ráðherrar sverðu fyrir gengisfell- ingu þeim mun meiri líkur væru á því að gengið yrði fellt. Gengisfell- ing mun að sjálfsögöu setja allt á annan endann hjá verkalýðshreyf- ingunni og þá fyrst má búast við átökum á vinnumarkaðnum. Það sem getur bjargað máhnu er ef dollarinn fer aftur upp í svo sem 38 til 40 krónur. Ef gæfuhjólið sner- ist á þann veg má vera að fastgeng- isstefnan haldi velli. Frystingin stendur ilia Allir sem fylgst hafa með fisk- vinnslunni í landinu vita aö fryst- ingin stendur illa um þessar mundir. Lækkun dollarans hefur leikið hana grátt, en menn mega þó ekki alveg gleyma þvi að bæði breska pundið og þýska markið hafa hækkað verulega og mikið magn af frystum jafnt sem ferskum fiski er flutt út til Evrópu. Sann- leikurinn er sá að Bandaríkja- markaður skiptir okkur ekki jafnmiklu máli og áður og má segja að veik staöa dollarans í langan tím'a eigi þar stærsta sök. Menn hafa í auknum mæli snúið sér að Evrópumarkaði. Ríkisstjórnin hefur ekki aflétt þeim áformum sínum að leggja launaskatt á frystihúsin og að end- urgreiða þeim ekki uppsafnaðan söluskatt. Gegn þessum áformum ríkisstjórnarinnar hefur frystingin barist hatramlega, án sýnilegs ár- angurs. Verkamannasambandið bauöst til að taka höndum saman við fiskvinnsluna við að fá ríkis- stjórnina til að hætta við þessi áform sín ef Vinnuveitendasam- bandið væri tilbúið til að ganga til samninga. Úr því varð ekki. Forkólfar verkaslýðshreyfingar- innar halda þvi fram að vinnuveit- endur hafi pantað og bíði nú eftir gengisfellingu og því séu þeir ekki til viðtals um kjarasamninga. Tals- menn Vinnuveitendasambandsins hafa ekki neitað þessari fullyrð- ingu en segja aö gengisfelling ein og sér bjargi engu. Ýmsar hliðar- ráöstafanir yrðu þá að koma til. Samningar í mars? Margir eru þeirrar skoðunar að gerð nýrra kjarasamninga muni dragast fram í mars. Verkalýðs- foringjar segja að í janúar sé engin staða hjá verkalýðsfélögunum að beita afli við að knýja fram samn- inga. Það sé ekki fyrr en seinnipart- inn í febrúar eða byrjun mars sem sú staöa sé komin upp, enda vertíð þá hafin að fullu. Þeir verkalýðsforingjar sem DV hefur rætt við fullyrða að fyrst samningagerðin dróst fram yfir áramótin sé óumflýjanlegt að til átaka komi á vinnumarkaði. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að það væri glapræði aö stofna til átaka á vinnumarkaöi nú. Útkoman yröi ekki önnur en áður þekkt óðaverð- bólga. Guðmundur J. Guömundsson, formaður Verkamannasambands- ins, fullyröir að tækifæri til að gera skynsamlega Kjarasamninga hafi verið i september, nú sé það tæki- færi glataö. Hann segist óttast stórátök á vinnumarkaðnum eftir áramótin. Þjóðarsáttin Svo viröist sem þjóðarsáttartalið, sem var svo hávært í kringum þing Verkamannasambandsins, sé fyrir bí. Þó er of snemmt að fullyrða slíkt vegna þess að ekki má vanmeta áhrif Alþýðuflokksins innan verkalýðshreyfmgarinnar. Víst má telja að þegar ríkisstjómarflokk- arnir hafa komið sér saman um fjárlög og tekjuöflunarkerfi ríkis- sjóðs, en mikið vantar á það enn, reyni verkalýðsforingjar úr Al- þýðuflokki að ná fram einhvers konar þjóðarsátt. Hætt er við að þá verði það bara of seint. Al- þýðubandalagsmenn innan verka- lýðshreyfingarinnar, og þeir eru margir hverjir áhrifamiklir, virt- ust tilbúnir til slíks samstarfs fyrr í haust en þeir virðast ekki vera það nú. Það getur lika ráðið miklu um þróunina hvort Verkamannasam- bandiö fer fyrir í samningagerðinni eða hvort samflot undir stjórn Al- þýðusambandsins og Ásmundar Stefánssonar leiðir samningana, þegar þar að kemur. Fullyrða má að flokkspólitík muni skipta mun meira máli við gerð kjarasamninga eftir áramót en verið hefur hin síð- ari ár. Hætt er við að róttækustu verkalýðsforingjarnir veröi virkari nú en oft áður en aftur á móti muni foringjar úr Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki verða ríkisstjóm- arhollir náist fullt samkomulag á rikisstjómarheimilinu um þau þýðingarmiklu og erfiöu mál sem fram undan eru hjá ríkisstjórninni. Niöurstaöan verður því sú að það mun ráða mestu um gerð næstu kjarasamninga hvað ríkisstjórnin gerir í gengismálum, í matarskatt- inum og síðast en ekki síst hvort sú spá manna rætist að tekjuskatt- ur almennigns muni hækka umtalsvert þegar staðgreiðslukerfi skatta tekur viö um áramót. Bolt- inn er hjá ríkisstjórninni. -S.dór Bókalisti DV1987: Gorbatsjov sóluhæstur „Við höfum heyrt ávæning af þessu því það hefur verið mjög mikið um að fólk kaupi þessa bók fyrir sjálft sig. Einnig á hún örugglega eftir að seljast í gjafir," sagði Jón Karlsson, útgáfustjóri hjá Iðunni, en það var bók aðalritara sovéska kommúnista- flokksins, Mikail Gorbatsjov, sem mestra vinsælda hefur notið það sem af er jólabókasölunni. Jón sagði að í upphafi hefðu 2200 eintök af bókinni verið prentuð en nú væri ætlunin að setja meira í prentun. „Þá koma okkur ekki á óvart þær viötökur sem bók Höllu Linker fær þvl að það hafa margir hringt til okkar og lýst yfir ánægju sinni með þessa bók,“ sagði Jón. Ekki náðist í Gorbatsjov sjálfan í gær. Bókalisti DV var unninn nú sem endranær á þann hátt að haft var samband viö 10 bókaverslanir sem góðfúslega veittu okkur þær upplýs- ingar «em byggt er á. Bókunum var raðað í röð eftir sölu á hverjum stað og fengu þær sfðan einkunn frá ein- um til tíu. Sú bók sem er söluhæst í viðkomandi verslun fær tíu stig en sú neðsta á listanum eitt stig. Stigin eru síðan lögð saman. Það kom fram í máli bóksala að bókasalan er ekki farin af stað fyrir alvöru og margar jólabækurnar jafn- vel ekki komnar í verslanir úti á landi. Akureyri: „Rúntmál- ið“ í bið- stöðu Gytfi Kristj&nsson, DV, Akureyri; „Þetta „rúntmál" er í biöstöðu aö mínumati," sagði Sigfus Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri, um rúntmáliö svokallaða þar í bæ. Sem kunnugt er ákvað bæjar- stjórinn í samráði við lögregluna að láta opna rúntinn Um Ráð- hústogt sl. föstudagskvöld til þess að koma í veg fyrir meiri háttar átök sem virtust í uppsiglingu í bænum þá um kvöldið. Síðan hefur rúnturinn verið hafður op- inn og ekki er talið líklegt að honum verði lokaö á næstunni. Skilafrestur í samkeppni um skipulag Ráðhússtorgs og Skátagils upp af Hafnarstræti er nú útrunninn. Ekki hefur enn veriö tekin ákvörðun um hvenær hafist veröur handa við fram- kvæmdir samkvæmt nýju skipu- lagi á þessum stöðum en þá á m.a. að gera Ráðhústorg að göngusvæði. En ekki er ólíklegt að þangað til geti unglingar á Akureyri rúntað umhverfis Ráö- hústorg á kvöldin og um helgar. Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar siðustu viku Ný hugsun, ný von Helsprengjan Uppgjör konu Ásta grasalæknir 5. Sænginni yfir minni 6. Móðir, kona, meyja 7. Skuldaskil I aðalhlutverki 9. Ég, afi og jólastubbur 10. Minningar Huldu Á. Stefánsd. III. Mikail Gorbatsjov. - Iðunn Alistair MacLean. - Iðunn Halla Linker. - Iðunn Atli Magnússon. - Öm og Úrlygur Guðrún Helgadóttir. - Iðunn Nina Björk Árnadóttir. - Forlagið Hammond Innes. - Iðunn Inga Laxness. - Mál og menning Ole Lund Kirkeqaard. - Iðunn m og Úrlygur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.