Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 42
42
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
Jarðarfarir Meiming
Hádegistónleikar Háskólans
Guöný Guðmundsdóttir fiölu-
leikari og Pétur Jónasson gítarleik-
ari léku saman á Háskólatónleik-
um í Norræna húsinu í gær.
Efnisskráin er eftir Hándel, Regin-
ald Smith Brindle og Paganini.
Ekki verður sagt að Sónata í a
moll (op. 1 nr. 4) hafi hljómað sann-
færandi. Fiðlustíll Guðnýjar er
sterkur og ósveigjanlegur og sómir
sér vel með t.d. ákveðnum píanó-
leik. En með hreinræktuðum og
ljúfum „barrokkleik" Péturs var
hann einum of ágengur og því fór
þessi fallega umritun Karls Scheit
fyrir ofan garð og neðan.
Reginald Brindle er einn ágætasti
höfundurfræðibókaummúsíksem 1
nú starfar á Englandi. Almennar
upplýsingar um formfræði og
hljóðfæraskipan, sem hann hefur
sent frá' sér í ýnisu formi, er holl
og góð lesning öllum sem vilja
fræöast. Hann skrifar þannig texta
að mann var löngu fariö aö gruna
hann um að vera sæmilegt tón-
skáld. Og það kom reyndar á
Pétur Jónasson.
Þriöja og síðasta verkið var smá-
sónata eftir Paganini sem John
Duarte mun hafa aukið og umskrif-
að. Þetta var kannski ekki svo
merkileg músík (þó auðvitað hafi
allt eftir Paganini eitthvert gildi)
en þaö var vissulega fróðlegt að
heyra hana.
LÞ
Ný smurbrauðstofa í Nóatúni
Fyrir nokkru opnaöi ný smurbrauösstofa
aö Nóatúni 17, Reykjavík, undir nafninu
„Brauðstofan Gleymmérey". Kappkostað
verður að hafa mikla fjölbreytni í
brauðvali og áhersla lögð á háan gæða-
flokk. Smurt brauð, snittur, kokkteil-
pinnar og brauðtertur, verður afgreitt
eftir pöntunum en einnig er hægt að
koma á staðinn og neyta þessara veitinga
. Hildur Margrét Sigurðardóttir lést
25. nóvember sl. Hún var fædd 28.
októbér 1957, dóttir hjónanna Rann-
veigar Gunnarsdóttur og Sigurðar
Tómassonar. Hildur lærði húsgagna-
smíði og lauk síðan prófi frá Kenn-
araháskóla íslands og kenndi við
þann skóla. Hún kenndi einnig á
námskeiðum hjá Heimilisiðnaðar-
skólanum og Heimilisiðnaðarfélagi
íslands. Útför hennar verður gerö frá
Árbæjarkirkju í dag kl. 13.30.
Guðjón Benediktsson frá Drangsnesi
lést á heimili sínu, Urðarbraut 8,
Garði, 25. nóvember. Útfór hans fer
fram frá Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 5. desember kl. 14.
Útfór Þorleifs Thorlacius skipasmiös,
Nýlendugötu 20a, Réykjavík, sem
andaöist í Hrafnistu i Reykjavík
þann 26. nóvember, fer fram í Dóm-
kirkjunni föstudaginn 4. desember
kl. 13.30.
Útfór Magnúsar Sigurjóns Þorsteins-
sonar fiskmatsmanns, Ægissíðu 50,
Reykjavík, er lést 24. nóvember, fer
fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn
4. desember kl. 13.30.
Minningarathöfn veröur um Guð-
rúnu Ólafsdóttur frá Unaðsdal, í dag,
3. desember, kl. 15 í Fossvogskirkju.
Jarðsett verður frá Unaðsdalskirkju
r laugardaginn 5. desember kl. 14. Bíl-
ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
á föstudag kl. 9 f.h. Bátsferð verður
frá ísafirði á laugardag.
Þórður Bogason frá Varmadal, Hóla-
vangi 14, Hellu, verður jarðsunginn
frá Oddakirkju laugardaginn 5. des-
ember kl. 14.30.
Guðrún Einarsdóttir, Seljahlíð, áður
Laugavegi 81, sem andaðist í Borg-
arspítalanum 29. nóvember, verður
jarðsungin í Fossvogskapellu fóstu-
daginn 4. des. kl. 15.
.Guðný Guðmundsdóttir.
Tónlist
Leifur Þórarinsson
daginn í Fimm rissmyndum fyrir
fiðlu og gítar. Þetta eru bagatellur
sem byggjast á hughrifum úr ýms-
um áttum (Lorca, Dali, Stravinsky
o.íl.) og þó stíllinn sé tiltölulega
hlutlaus „atónalstíir á venju-
bundnu tónmáli nútímans þá eru í
þessu lýrískar æðar og gamansemi
sem gott er að heyra. Þarna var líka
meira jafnræði milli hljóðfæranna
og hljómaði gítarparturinn sérs-
taklega skemmtilega.
Fréttir
Uppsagnimar í Ragnarsbakarfi:
Voðalegt áfall
- segir 68 ára starfsmaður með innstæðulausa launaávísun
„Það nærri leið yfir mig þegar
Ragnar hrfligdi til mín og sagðist
vera hættur og allt væri búið. Við
vorum að vinna um morguninn en
hann hringdi um sjöleytið um
kvöldið," sagði Elín Sæmundsdótt-
ir, trúnaðarmaður starfsmanna í
Ragnarsbakaríi í Keflavík, í sam-
tali við DV en bakaríið hefur hætt
rekstri.
„Ég er búin að vinna þarna í á
15. ár og ég held að það hafi flestum
orðiö svona við. En það er annað
verra. Ég fæ launin mín greidd með
ávísun og mín ávísun kom ekki
fyrr en eftir að Sparisjóðurinn var
búinn að loka reikningnum þannig
að ég fékk hana ekki innleysta. Ég
er 68 ára gömul og algerlega pen-
ingalaus og sit uppi desembermán-
uð með ávísun sem ég fæ ekki
innleysta," sagði Elín.
„Þetta var voðalegt áfall, ólýsan-
legt og maður er heldur lágreistur
núna. Við fáum heldur ekkert upp-
sagnarkaup þegar svona stendur
á,“ sagði Elín Sæmundsdóttir. -ój
Hafsteinn Sigurðsson, Smáratúni,
Þykkvabæ, sem lést í Borgarspítal-
anum 27. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Hábæjarkirkju
laugardaginn 5. desember kl. 13.
Fundir
Jólafundur Asprestakalls
verður mánudaginn 7. desember kl. 20.30
i félagsheimili kirkjunnar.
Málfundafélag
Barðstrendinga
213. fundur Málfundafélagsins Barð-
strendings verður haldinn á Hallveigar-
stöðum (gengið inn Öldugötumegin) í
kvöid, 3. desember, kl. 20.30. Fundarefni:
Átthagafélög. Félagar úr Súgfirðingafé-
laginu mæta og hafa framsögu ásamt
Barðstrendingum. Skemmtiefni á eftir
umræðunum. Allir velkbmnir.
Tillcyimingar
Kór Rangæingafélagsins
í Reykjavík
heldur aðventukvöld i kvöld, 3. desemb-
er, kl. 20.30 í húsi Rafveitunnar við
Elliðaár. Kór tónlistarskólans á Hvols-
velli kemur í heimsókn. Allir velkomnir.
Iðjuþjálfun Kleppsspítala
verður með torgsölu i dag og á morgun,
kl. 11-18 á móti versluninni Víði í Austur-
stræti. Seldar verða handunnar vörur,
teppi, púðar og fleira.
Fræðslufundur hjá Náttúru-
lækningafélagi Reykjavíkur
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur held-
ur fræðslufund um eitt stærsta næring-
arvandamál íslendinga, sælgæti og
sælgætisát, í Templarahöllinni við Skóla-
vörðuholt, ftmmtudaginn 3. desember kl.
20.30. Á fundinum verða tveir frummæl-
endur, Jón Gíslason, formaður Manneld-
isfélags íslands, talar um efnainnihald í
sælgæti og Rúnar Ingibjartsson matvæla-
fræðingur segir frá sjónarmiði sælgætis-
framleiðenda. Allir áhugamenn
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
þar, í vistlegum húsakynnum. Forstöðu-
kona og eigandi er Sigríður Þorvalds-
dóttir en hún hefur kynnt sér slíkan
rekstur og fengið viðurkenningu hjá
hinni frægu smurbrauðsdrottningu
Dana, Idu Davidsen. Pantanasími hjá
Gleymmérey-er 15355 og opnunartími kl.
10-20 mánudaga til laugardaga. Einnig
verða helgarpantanir afgreiddar í síma
43740.
Kort frá listasafni
Sigurjóns Olafssonar
Listasafn Sigutjóns Ólafssonar hefur gef-
ið út nýtt litprentað kort með ljósmynd
af styttunni af séra Friðriki við Lækjar-
götu. Séra Friðrik sat sjálfur fyrir þegar
Siguijón geröi fyrstu frumdrög að mynd-
inni en sumarið 1952 stækkaði Sigurjón
verkið og fékk til þess vinnuaðstöðu á
Listakademíunni í Kaupmannahöfn. Til-
búin í brons var myndin reist við
Lækjargötu haustið 1955. Listaverkið er
í sömu stærð og fyrri kort safnsins, 20x16
sm, og fæst hjá Rammagerðinni, Bóka-
verslun Snæbjarnar, Hafnarstræti og í
safninu á Laugarnesi. Allur ágóði rennur
til byggingasjóðs safnsins.
Lögfræðiaðstoð laganema
Örator, félag laganema, verður með
ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á
fnnmtudagskvöldum kl. 19.30-22 í síma
11012.
Tónleikar
Tónleikarmeð
Kantötukórnum
í kvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 17
heldur Kantötukórinn tónleika í Frí-
kirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru
verk eftir R.R. Terry, R. Willis og tékk-
nesk jólamessa eftir J.J. Ryba. Einnig
leikur Violeta Smid Preludium og fúgu í
h-moll eftir J.S. Bach á orgel. Einsöngvar-
ar eru Elín Sigurvinsdóttir, Dúfa Einars-
dóttir, Snorri Á. Wium og Sigurður
Steingrímsson. Stjórnandi og undirleik-
ari Kantötukórsins er Pavel Smid.
Bækur
Stórviðburðir í myndum og
máli með íslenskum sérkafla
Út er komiö hjá Bókaútgáfunni
Þjóösögu „ÁRIÐ1986 - stórviðburöir
í myndum og máli með íslenskum
sérkafla" og er þetta 22. árgangur
verksins. Þetta er Qölþjóðaútgáfa
sem kemur út á átta tungumálum,
þýsku, ensku, frönsku, finnsku, ís-
lensku, sænsku, ítölsku og spænsku.
Niðurskipan efnis í þessum árgangi
er með svipuðum hætti og verið hef-
ur undanfarin ár.
Annáll ársins er meginkafli og
t 1 <,i . ui o juD
uppistaða bókarinnar. Þar eru at-
burðir ársins raktir í máli og
myndum frá mánuöi til mánaðar og
hefst hver mánaðarkafli á fréttaskýr-
ingu.
I íslenskum sérkafla er í myndum
og máli greint frá því markverðasta
sem gerðist hér á landi á árinu. Ber
þar, sem vænta má, hæst leiðtoga-
fund risaveldanna í október og 200
ára afmæli Reykjavíkurborgar í
ágúst. í kaflanum er 71 mynd, þar
af 22 í litum, en í allri bókinni eru
536 myndir, þar af 337 í litum. Bókin
er 344 bls. í símaskrárbroti.
Ritstjóri íslensku útgáfunnar er
Gísli Ólafsson, höfundur íslenska
kaflans Björn Jóhannsson og hönn-
uður hans Hafsteinn Guðmundsson.
Bókin kostar 3.900 krónur.
Sérverslun með listmuni
fatlaðra
Iðnar hendur er nafnið á verslun sem
Landssamtökin Þroskahjálp hafa opnað
á Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin á
móti Hamborg). Þar verða á boðstólum
listmunir og ýmsar aðrar vörur sem
framleiddar eru á vernduðum vinnustöð-
um og öðrum stofnunum fyrir fatlaöa. í
Iðnum höndum verður einkum lögð
áhersla á ýmsar handunnar _yörur,_ s.s
Olvaður
velti bíl
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Ölvaður ökumaður velti bifreið
sinni í Öxnadal um hádegi í gær.
Hann slapp ómeiddur en bifreiðin er
nokkuð skemmd.
Um svipað leyti varð umferöarslys
á Þingvallastræti á Akureyri. Maður
á reiðhjóli varð þar fyrir bifreið.
Hann slasaðist á höfði og var fluttur
á slysadeild eri í morgun var ekki
ljóst hversu alvarleg meiðsh hans
voru.
ofin teppi og mottur, skrautmuni, leirvör-
ur, kerti o.þ.h., en einnig leikfóng úr tré
og trévörur til heimilishalds. Með versl-
unarrekstrinum er einnig ætlunin að
þróa framleiðslu á vinnustofum fatlaðra.
I versluninni er hægt að koma nýjungum
á framfæri og laga eldri vörur að óskum
kaupenda. Verslunarstjóri í Iðnum hönd-
um er Bára Gestsdóttir. Verslunin verður
fyrst um sinn opin kl. 13-18 alla virka
daga sem og árdegis á laugardögum.
LUKKUDAGAR
3. desember
69194
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.