Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 15 dv_____________________Lesendur Framtíð íslenskunnar: Enska, esperanto eða lærdómsmál? TIL SOLU ER ALLT SEM ÞARF í GRILL, s.s. kjúklingadjúpsteikingarpottur, hitaskápur fyrir kjúklinga eða annað, 3 djúpsteikingarpottar, kæli- skápur, 3 frystikistur, loftræstiháfur, kartöfluhitari og steikingarpanna og annað sem þarf til grillreksturs. Góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 96-26866 eftir kl. 4 og 96-2491 3. Tómas skrifar: Enginn hefur komist hjá aö heyra af áhyggjum manna um afdrif ís- lenskunnar og er það svo sem ekki í fyrsta skipti sem viö spáum þessu einangraða og lítt þekkta tungumáli hnighun og jafnvel endalokum. Ég held aö hvorugt gangi eftir. Tungumál þjóöar deyr ekki út meðan það er notaö sem samskiptatæki, aö ekki sé nú talað um í ræðu og riti eins og hér er gert. Sums staðar er tungumálið bara til í talmáli, eins og t.d. í Luxemburg og eru samt engin merki um að hinu talaða máh þar sé nein hætta búin. Og hvað myndum við íslendingar segja ef slíkur straumur ferðamanna og annarra útlendinga væri hér sem í Luxem- burg? Sannleikurinn er sá að íslenskunni er engin hætta búin, nema þá kannski helst af fanatískum ís- lenskufræðingum sem sjá skrattann málaðan á alla veggi. Þótt krakkar og unglingar noti erlend orð og orð- tök á unglingsárum og gelgjuskeiði er það nokkuð sem fylgir þessu ald- ursskeiði, að slá um sig með ofnotk- un orða og upphrópunum hvers konar, en það á ekkert skylt við það að mál okkar sé að líða undir lok eða því sé hætta búin. Á stríðsárunum hefði mátt ætla að hér hefði verið mikið í húfi vegna samskipta við hina engilsaxnesku gistivini. Engin veruleg skemmd komst í málið á þessum tíma. Enginn talar um ýmis smáorð sem hafa loðað við og eru meira og minna tekin gild Cock Robin á sviðinu. Cock Robin: llla staðið að verki Ingimar Andrésson hringdi: Eg verð að láta í ljósi óánægju mína á því hvernig staðið var að tónleikum Cocks Robin sl. sunnu- dag í Reiðhöllinni. Flest var með endemum. Reiðhölhn sjálf virðist vera mjög vanbúin til tónleika- halds að mörgu leyti. Þarna lak t.d. vatn á hljómsveit og áheyrendur! Mér fannst einnig að þessa tón- leika hefði alveg eins mátt flokka undir skemmtun með Sohd Silver og Grafík eins og Cock Robin, því að síðasttalda hljómsveitin lék ekki nema svo sem í eina og hálfa klukkustund. Hinar hljómsveitirn- ar voru á sviðinu meirihluta tímans. Auglýstur tími tónleikanna var frá kl. 14:30 til 19:00 en voru í raun ekki nema frá kl. um 16:00 til 19:00. Þar af var Cock Robin aðeins á sviðinu um einn og hálfan tíma eins og áður sagði. Það var nú allt ogsumt! Ég skora á framkvæmdastjórn Split, sem sér um tónleikahaldið, að standa betur að næstu tónleik- um ef einhveijir verða. Þessir síðustu voru ekki til fyrirmyndar. sem upphrópanir á borð viö aðrar lítið skárri af íslenskum toga, sbr. „ókei“! Og staðreynd er það að fáir sletta meira erlendum orðum en einmitt þeir sem hafa th þess menntunina að vera færir um að gæta að sér og gefa góð fordæmi. En víkjum nú að öðru. Hér í eina tíð voru nokkrir heittrú- aðir íslendingar sem trúðu því statt og stöðugt að í uppsiglingu væri nýtt heimsmál, esperanto. Það gæti sem best og ætti raunar að koma í stað ahra annarra tungumála. Hér á landi voru það einkum vinstri menn, í þá daga kallaðir kommúnistar og svo rithöfundar af vinstri kantinum, sem börðust fyrir framgangi málsins. í dag er hópur manna af sömu „kynskvísl", þ.e. miklir vinstri menn og félagshyggjufólk, sem veit ekkert voðalegra en að enskan nái tökum vítt og breitt um heiminn! Hvað er nú orðið af hugsjóninni um að ahar þjóðir tali sama tungumálið? Er nú ekki lengur þörf á sameiningu ólíkra tungumála? Ég hef ekki minnstu áhyggjur af upplausn íslenskunnar eða innhmun í eitthvert annaö tungumál. Tungu- málið er jafn sterkt þjóðinni sem landið byggir. Ef tungumálinu hrak- ar er þaö vegna þess að þjóðinni hefur hrakað. Ég sé engin slík ein- kenni. Eina hættan er sú að fanatískir ís- lenskufræðingar og öfgafullir þjóð- ernissinnar geri málinu það ógagn að koma því inn hjá fólki að flestir tali og riti slæmt mál, þannig að fáir þori að tjá sig nema á ensku! - Þá gæti komið að því að íslenskan end- aði sem mál fárra útvaldra mennta- manna og fengi þann sess að vera álitin eins konar lærdómsmál, líkt og litið er á latínu og grísku hjá okk- ur í dag. ALMENN UMSLÖG OG RÖNTGENUMSLÖG Tilboð óskast í almenn umslög og röntgenumslög fyrir Innkaupanefnd sjúkrastofnana og fleiri ríkis- stofnanir. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 8. jan. 1 988 í við- urvist viðstaddra bjóðenda. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK DÆMI UM ÆFINGAR ÆFING 1 Þixtsi ft*finn er fyrir mnftnvódva or stuðlar uð mjóu mitti. Setjist á sætið n trimmtæk- inu, leggið fftHurno urulir |>verslán;t, he/vtlur spenntar aftur fyrir hnakka. Látiö höfuðið m'ríi luvut aö RÓlfi. K.iVi hluti líkamans er reístur upp og teygður í átt að tám. MIKILVÆGT: .T'.lingu jiessa verðuroð framkvæmn nted jöfnunt hrnðn án rykkjn. I»eir sem ('rtt eitthvuð voikír i hnki ivttu að tftla viö liekni itöur en (x*ssi a-fing hefst. ÆFING 2 l>essi a'fitH' er fyrir hnndleRpi og rassvööva. lxtggistn hnén á sættð á trimniuekinu. Tnk- iö háðum höndum Um vinklnnn, handleggir hftfðir beinir og stífir allan timann Teygið úr fótunum jtannig nð setan renní út ú enda. hnén dregin aftur aö vinklunum. ÆFING 3 l’essi æfing or til þess að þjnlfa og móta lærftvöðva, fn'tur og handleggi Setjist d sætið og takíð bnðum htmdum um hand fóngin á gonttununt og dragið stetið að vinklunuin. Teygtö úr fótunum og hallið efri hlutn likamans aftur og togið í gor- tnana. Hiildið gormunum strekktum allan tínuinn og spennið og slakið á fótunum til skiptís Pöntunarsímar 91-651414 og 623535 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00 Póstverslunin Príma, Box 63, 222 Hafnarfirði Fótóhúsið, Bankastræti, sími 91-21556. Opið kl. 10-18, laugard. 10-14. ® VISA S EUROCARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.