Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Spumingin Er þetta byrjunin á miklum frostavetri? Sigurjón Sigurðsson: Ég held ekki. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Guðmundur Pétur Bauer: Við skul- um vona að svo sé ekki og þá byggi ég á tíð sl. vetrar. Ragna Pétursdóttir: Ég ætla að vona að svo sé ekki, okkar allra vegna. Tryggvi B. Bjarnason: Nei. Ég spái því að hann fari aö hlýna aftur og jafnvel að snjóa. Anton Sigurðsson: Það var sagt hér í gamla daga að það myndi kólna er liði á öldina. Steinþór Nygaard: Hef enga trú á því, það er búiö að vera það góð tíð. Lesendur Staðgreiðslukerfið: Eignaskattar ekki „Skattar, sem tengjast húsum og öðrum fasteignum, eru óréttlátustu skatt- ar hér á landi,“ segir bréfritari. Pétur skrifar: Ekki er allt gull sem glóir og ekki eru öll kurl komin til grafar með staðgreiðslukerfi skatta. Fáir munu þó verða til þess að andmæla þessari nýju tilhögun því að hún er tvímæla- laust til bóta fyrir langflesta skatt- greiðendur. Þaö er samt ekki víst að allir hafi gert sér ljóst að eignaskattarnir eru ekki með í staðgreiðslukerfinu og verða þeir reiknaðir á sama hátt og áöur og á sama tíma, þ.e. eftir að skaítskýrslu hefur verið skilað, og síðan innheimtir á síðari hluta árs- ins. Annaöhvort i einu lagi eða með skiptingu á mánuðina sem eftir eru og er það sennilegra. Margir sem ég hef talað við vita ekki einu sinni að eignaskattar hjá flestum eru tveir, ef svo má segja: annar heitir einfaldlega „eignar- skattur" og er reiknaður eftir fyrstu einu og hálfu milljónina (rúmlega) í eignarskattsstofni, síðan greiðist 0,95% af þeim hluta sem eftir er. Hinn heitir „sérstakur eignarskattur lög- aðila“ og reiknast 0,25% af eignar- skattsstofni. Auðvitað verður þessi skattur allt- af mishár eftir eignum manna. Hins vegar má fullyrða að hann er veru- legur hluti af skattgreiðslum jafnvel almennra launþega og skattgreið- enda. Hann getur auðveldlega verið einhvers staðar á milli 25 og 35 þús- und krónur hjá greiðanda sem á sæmilega góða húseign eða annað svipað sem telst til fasteigna. Við þessu er náttúrlega lítið að segja annað en það að vel hefði mátt áætla þá prósentu fyrirfram sem notuð er við eignarskattsálagningu, á sama hátt og gert var við tekju- skatt og útsvar og innheimta allt sem einn skatt á einu bretti með stað- greiðslu af launum. með! Þetta er því miður ekki raunin og fólk á eftir að finna óþyrmilega fyrir innheimtu eignarskatts á síðari hluta ársins. Segja má að þeir skattar sem tengjast húsum og öðrum fasteignum séu óréttlátustu skattar hér á landi þvi að þeir eru margir en í raun einn og sami skatturinn, skattur af sama húsinu eða sömu fasteignunum. Hver er munurinn á fasteigna- skatti, eignarskatti og sérstökum eignarskatti? Nákvæmlega enginn. Það er verið að greiða skatt með mismunandi nöfnum af einni og sömu eigninni. Fasteignaskatturinn er þó skatta óréttlátastur og kemur á alversta tíma ársins, rétt eftir ára- mótin. Vonandi verða þeir skattar sem renna eiga til ríkisins, eignarskatt- arnir báðir, sameinaðir í einn og innheimtir ásamt öðrum sköttum svo að allir geti vel unað við staö- greiðalsukerfi skatta sem er þó ekkert staðgreiðslukerfi þegar í mörgum tilfellum meirihluti skatt- anna er innheimtur sérstaklega eftir álagningu og deilt niður á fimm mán- uði ársins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Falleg framkoma, skynsamlegt ávarp, segir bréfritari. Heill sé forseta vorum 4775-5891 skrifar: Já, heill sé Vigdísi Finnbogadóttur, ekki aðeins fyrir hennar fallegu framkomu og skynsamlega ávarp í sjónvarpinu á nýársdag heldur fyrir það að hún er með sína ræðu á blöð- um sem hún les af og lítur upp öðru hvoru, í stað þess að gera eins og hinir, bæði stjómmálamenn og aðrir, sem koma fram í sjónvarpi. Þeir horfa eins og stjarfir á ræðuna sína sem rúllað er upp fyrir framan þá og halda eflaust í sjálfumgleði sinni að fólk hljóti að hrífast af snilli þeirra. Fæðingaroriof: Breytt fyrirkomulag - ábending til ráðherra H.Þ. skrifar: Undanfarna daga hefiir staöiö yfir kynning á breyttu fyrirkomu- lagi fæöingarorlofs, þar á meöal lenging um einn mánuð og aukin réttindi maka bænda. Samt virðist vera sem einn hópur hafi orðið út undan eins og jafnan áöur, nefiti- lega heimavinnandi húsmæður. Heldur háttvirtur ráðherra aö húsmæður nái ekki 1032 dagvinnu* stundum á heilu heilu ári (þ.e. tæplega 3 klst. á dag)? - Nei, greini- lega eru heimilisstörf ómerkileg í augum ráðamanna því húsmæöur eiga eingöngu aö fá 1/3 af upphæð þeirra sem eru útivinnandi. Börn á skólaaldri, sem eru sífellt að fara í skólann eða koma heim úr hontun, vegna stundaskrár, sem ekki er beinlínis hægt aö hrópa húrra fyrir, krefjast mikillar aö- gæslu og eftiriits. Yngri bömin komast ekki í leikskóla fyrr en um þriggja ára aldur og hvar eiga þau að vera þangað til? Sem betur fer erum við líka mörg Guðmundur Bjarnason heilbrgðís- og tryggingaráðherra. - Bréfrltari belnlr ábendigu sinni til hans. (margar) sem viljum og langar til að geta verið hjá bömum okkar fyrstu árin (ekki bara 4 mánuði) og ætlumst sannarlega ekki til aö vera flokkaðar sem 3. flokks þjóö- félagsþegnar vegna þess. Hið nýja staögeiðslukerfi skatta gerir okkur ekki einu sinni kleift að nýta fullan persónuafslátt ef við erum svo ósvífiiar að afla ekki tekna til heimihsins í formi bein- haröra peninga! Auðvitað á fæðingarorlof að vera jafnt fyrir ALLAR KONUR. Erekki orðíð tímabært að leiðrétta þetta misrétti? Fasteigna- skattur á Akranesi hækkar um tæp 70%! Akurnesingur skrifar: Nú er Akranes komið í hóp þeirra kaupstaða á íslandi sem leggur mesta skatta á íbúa sína. Á fundi í bæjarstjórn kaupstaðar- ins um miðjan desember var samþykkt að leggja 25% álag á fasteignaskatta ársins 1988. Einnig hækkaði fasteignamat mjög umfram verðlagshækkanir milli ára, að þvi er mér er tjáð, um 34%, og á sama tíma hefur lánskjaravísitalan hækkað um 22%. Þegar 25% álag er lagt ofan á hina miklu hækkun fasteign- mats verður hefidarhækkun tæp 70% eða um 67,5%. Sjálfstæðismenn voru einir á móti þessari hækkun og lögðu tíl að álagsprósenta fasteignaskatta yrði sú sama og á síðastliönum árum. Þessi tillaga þeirra var felld. Segja má að þegar Alþýðu- bandalagiö ræöur ferðinni í bæjarmálum sé álagsheinúld nýtt aö fuUu eins og sá flokkur hefur viijaö gera. Hér er húshitunar- kostnaöur með hæsta móti og verður því þungi fasteignaskat- tanna þití óbærilegri en þar sem húshitun er margfalt ódýrari eins og er í mörgum öðrum kaupstöð- um. Það er kannski ekki aö undra þótt héma muni sumir fara að hugsa til hreyfings og þá í eina átt, til Reykjavíkur, þar sem vel- sældin hefur mælst hvað mest og þar sem fólk er í miklu betra sam- bandi við opinberar stofnanir, menningu og afþreyingu hvers konar. - Var einhver að tala um byggðastefnu? Hrincrið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.