Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Page 37
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. 37 Tíðarandi Herbert Pedersen, Arnar Þór Guðmundsson björgunarsveitarinnar í Nauthólsvík. og Þorkell Magnússon við fjarskiptatæki i félagsheimili Flug- DV-mynd GVA Sjáum ekki eftir tímanum sem í þetta fer - segja þeir Herfoert, Amar Þór og Þorkell, nýliðar hjá Flugbjörgunarsvertinni „Það er rosalega gaman að starfa með Flugbjörgunarsveitinni. Við höfum mikinn áhuga á útiveru og það vantar félagsskap fyrir áhuga- fólk um útivist á íslandi. Flugbjörg- unarsveitin virtist okkur vera langbesti kosturinn því að við höf- um einnig mikinn áhuga á björgun- arstarfsemi," sögðu Herbert Pedersen, Arnar Þór Guðmunds- son og Þorkell Magnússon, en þeir eru í B-flokki eða byrjendaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar. „Við byijuðum í B-flokki í haust. Áður en við göngum í Flugbjörgun- arsveitina sem fullgildir meðhmir þurfum við að ganga í gegnum næstum tveggja ára reynslutímabil og ef við eftir þann tíma erum með meira en 80% mætingu á fundum og æfingum er tekið við okkur í sveitina. Það eru fundir vikulega, nám- skeið í notkun áttavita, korta og annarra hjálpar- og fjarskipta- tækja. Þá hlaupum við reglulega og fórum í þrekþjálfun, æfum okk- ur á gönguskíðum og um helgar eru oft björgunaræfingar og ferðalög þar sem æfð er fjallganga og klifur í klettum." Það er greinilega nóg að gera hjá nýhðum í Flugbjörgunarsveitinni ekki síður en hjá fullgildum félög- um. Strangar æfingar og mæting- arskylda á reynslutímabilinu gefa byrjendunum forsmekkinn af því sem koma skal. Starf í Flugbjörg- unarsveitinni er enginn leikur heldur stíf vinna. En þessi vinna veitir einnig mikla ánægju þeim sem áhugann hafa, ánægjuna af góðum félagsskap, útiveru og því að hjálpa öðrum. Hörð mætingar- skylda á líka að minna menn á að þeir verða að hafa tíma fyrir Flug- björgunarsveitina. ÚtköÚ og slys gera ekki boð á undan sér og björg- unarmenn verða að geta brugðist hart við um leið og kallið kemur. Það er líka svo að töluvert marg- ir nýhðar heltast úr lestinni á reynslutímahihnu. Það þýðir ekki aö taka þátt í starfi Flugbjörgunar- sveitarinnar með hálfum huga, menn þurfa að gefa sig alla. í haust hófu um flmmtíu ungir menn störf meö byijunarflokknum en nú í upphafi vorannar eru 35 eftir. Það er nokkuð algengt að í lok reynslu- tímabilsins hafi helmingur þeirra sem byrjuðu í B-flokki gefist upp enda eru kröfumar miklar. „Það fer töluvert mikill tími í starfiö með Flugbjörgunarsveitinni en við sjáum ekki eftir þeim tíma. Bæði er starfið skemmtilegt og fell- ur að okkar áhugamálum, útiveru og góðum félagsskap, og svo ekki síður að geta látið eitthvað gott af sér leiða með því að taka þátt í leit- um og björgunaraðgerðum," sögðu félagarnir Herbert, Arnar Þór og Þorkeh. -ATA Fundur hjá nýliðum Flugbjörgunarsveitarinnar. Rúnar Sigurbjartsson gefur mönnum holl ráð i sambandi við gönguskíði og nauðsynlegan búnaö í skíðagöngum. DV-mynd GVA NÝR UMBOÐSMAÐUR Á SIGLUFIRÐI Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54, sími 96-71252 NÝR UMBOÐSMAÐUR í SANDGERÐI Sigfríður Sólmundsdóttir Ásabraut 3, sími 92-37813 LITLA____ GLASGOW STOR- BUXUR, PEYSUR, TÖSKUR, SKART, ÚLPUR, LEÐURLUXJAKKAR OG ÚLPUR ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR L AUTOSIL Rafgeymar ALMENNA VARAHLUTASALAN SF . SKEIFAN 17. T? 83240 41 HELSTU UTSOLUSTAÐIR Reykjavik Sveinn Egilsson hf„ Skeifunni 17, Bílaverkstæði Gunnars Sig- urgísla, Skeifunni 5, Bílmúli hf„ Síðumúla 3-5, Rafgeymaþjón- ustan, Tryggvagötu. Kópavogur Bílastilling Birgis, Smiðjuvegi 62, Borðinn hf., Smiðjuvegi 24, Bif- reiðastilling, Smiðjuvegi 40. Garðabær Mótorstilling, Skeiðarási 4. Akranes Brautin hf., Dalbraut 14. Borgarfjörður Vélabær, Bæ, Bílaverkstæði Ragnars, Borgarnesi. Akureyri Bílvirki sf„ Fjölnisgötu 10, Bíla- salan hf. v/Kaldbaksgötu. Reyðarfjöróur Lykill hf. Hvolsvöllur Erlingur Ólafsson. Keflavik Aðalstöðin/smurstöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.