Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 13
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 13 Vanessa Redgrave samstarfskona Eyrúnar Hafsteinsdóttur: Róttæklingur fjarri Broadway „Ég held að hún fái aldrei hlutverk á Broadway, þótt hún sé ein sú besta,“ voru fleyg orð sem leik- húsmaður lét falla um leikkonuna Vanessu Redgrave. Ástæðan fyrir þessu er að hún er afar róttæk í skoð- unum og raunar fræg fyrir að vera óstýrilát. En þótt bið verði á að hún komist að á Broadway, og allt eins víst aö hún kæri sig ekkert um það, þá veld- ur verkefnaskortur henni ekki vandræðum. Eins og skýrt hefur ver- ið frá í DV leikur hún nú í Young Vic leikhúsinu í Lundúnum og þar er Eyrún Hafsteinsdóttir sviðsstjóri. Vanessa veit hvað hún er að gera Eyrún sagði í samtali við DV aö gott væri að vinna með Vanessu og hún kannaðist ekki við örðugleika í samstaríi við þessa skapstóru leik- konu. „Vanessa veit nákvæmlega hvað hún er að gera og er búin að skapa sína persónu áður en hún mætir á fyrstu æfinguna," sagði Ey- rún. Vanessa hneykslaði marga þegar hún tók á móti óskarsverðlaununum fyrir leik í kvikmyndinni Júlíu. Þá notaði hún tækifærið til að koma að pólitískum skoðunum sínum og bölvaði síonisma og annarri óáran í hástert. Annars þykir Vanessa hafa gott lag á að blanda afstöðu sinni til heimsmálanna ekki um of inn í verk sín á sviði og í kvikmyndum. Hún neitar samt að viðurkenna að vinnan sé ópólitísk. „Ég vel hlutverk mín vandlega. Þegar ferli mínum lýkur ætla ég mér að hafa tekist á við allt sem viðkemur kúgun í heim- inum.“ Pólitísk afskipti Vanessu í Eng- landi eru bundin við flokk sem heitir Byltingarflokkur verkamanna og er lengst til vinstri eins og nafnið gefur til kynna. Flokksstarfið hefur ekki gengið hávaðalaust og Vanessa er þar í .minnihluta. Hún studdi Gerry Healey, sem eitt sinn var formaður flokksins, en var rekinn fyrir að stuðla að persónudýrkun á sjálfum sér. Stöðu sína átti hann að hafa notað sér til að stofna til ástarsam- bands við 26 flokksfélaga. Hjá Gaddafi Þrátt fyrir innanflokkserjur hefur Vanessa orðið þess heiðurs aðnjót- andi að fara með sendinefnd flokks- ins ’á fund Gaddafi Líbýuleiötoga. Hún lagði sig einnig fram um aö safna fé fyrir námamenn þegar þeir voru í verkfalli hér um árið og sætti þá ámæh fyrir tvískiryiungshátt því hún var þó alltaf stjarna sem átti litla samleið með verkamönnum í kola- námum. Þrátt fyrir sögur um skaphörku kvartar samstarfsfólk hennar ekki. „Ef ég missi út úr mér eitt orð í ó- gáti er mér hent út,“ sagði Timothy Dalton, sambýhsmaður hennar og samleikari, eitt sinn þegar hann var spurður um hvernig sambúðin gengi. Dalton, sem frægastur er fyrir að leika James Bond í siöustu mynd um kappann, leikur nú á móti Vanessu í Yong Vic. Á unghngsárunum ætlaði Vanessa 4 ekki að leggja fyrir sig leiklist. Hún lærði dans en hætti áöur en hún náði umtalsverðum árangri. Sagt var að hún hefði ekki hkamsbyggingu til að ná langt sem dansari. Hún sneri sér þá að leikhstinni og fékk fyrsta hlutverkið árið 1959. Þá lék hún á móti fóður sínum, Michael Redgrave. Árið 1961 gekk hún til hðs við Kon- unglega Shakespeare-leikhúsið enda var hún þá tahn ein efnilegasta leik- kona Breta. Hún hefur alltaf leikið mikið á sviði þótt hún sé frægari fyr- ir kvikmyndaleik. Hún fékk t.d. góða dóma fyrir leik sinn í myndinni um Mariu Skotadrottningu. Stuðningur við PLO CBS sjónvarpsstöðin bandaríska bauð henni eitt aðalhlutverkið í myndaflokknum Playing for Time sem fjallar um örlög gyðinga í útrým- ingarbúðum nasista. Minnstu munaði að hún missti þetta hlutverk því að gyöingar í Bandaríkjunum vildu útiloka hana frá því vegna stuðnings hennar við PLO. Það var ekki fyrr en leikskáldið og gyðingur- inn Arthur Miller skarst í leikinn að samtök gyðinga gáfu eftir. Vanessa lék í Djöflunum, um- deildri mynd eftir Ken Russell. Þótt áht manna á myndinni sé misjafnt telur Vanessa hana stórgóða og hefur hælt Russell mikið þótt algengara sé að hann njóti lítiha vinsælda meöal leikara vegna kröfuhörku. Milh mynda leikur Vanessa ásviði. Hún hefur leikið í mörgum leikrita Shakespeares og þar hefur Timothy Dalton verið meðal mótleikara henn- Leikur Vanessu Redgrave vekur alltaf athygli. ar, t.d. í Skassið tamið sem þau léku saman í árið 1986. Hún þykir mjög vandvirk þrátt fyrir mikla vinnu. „Mér finnst ég aldrei hafa tíma til að gera það nógu vel sem ég vil gera. Ráðið er að leggja hart að sér því að á endanum verður það til að laða það besta fram,“ segir Vanessa. Leikaraættir Foreldrar Vanessu voru báðir leik- arar. Michael, faðir hennar, var í röð fremstu leikara Breta og aölaður fyr- ir afrek sín í leiklistinni. Á efri árum átti hann viö erfiðan sjúkdóm að stríða og gat htið leikið. „Ég hef eng- an séð leika Hamlet betur en hann,“ segir Vanessa. „Ég held að nú geti enginn leikari jafnast á viö hann í þessu hlutverki.“ Vanessa hefur leikið á móti Christ- opher Reeve, Superman, í tveim myndum. Önnur þeirra, The Boston- inans, var sýnd hér í sjónvarpinu fyrir skömmu. Reeve er yfirleitt ekki hátt skrifaður meðal leikara en Van- essa er á öðru máli. „Hann er góður leikari og hefur mikla reynslu. Ég held að verk hans öh einkennist af fagmennsku þótt þau teljist ekki til hstrænna afreka. Það þarf atvinnu- menn til að skila þetta.“ Yfirleitt velur Vanessa hlutverk sín af kostgæfni. Þó eru þess dæmi að hún hafi tekið hlutverk án um- hugsunar. Þannig var það með hlutverkiö í Júlíu, sem hún hlaut óskarsverðlaun fyrir. Hún hafði inn- an við sólarhring til að gera upp hug sinn. Vanessa á tvær dætur um tvítugt. Það eru þær Natasha og Joley Ric- hardson en faðir þeirra er Tony Richardson. Þær hafa báðar leikið nokkur hlutverk á sviöi og til stóð að Joley léki með Vanessu nú í Young Vic en hún veiktist áður en af því gat orðið. -GK Timothy Dalton hvílir sig á James Bond: Vill helst vinna í leikhúsi myndinni um James Bond. Hann var valinn í hlutverk stór- spæjarans til þess að hægt væri að ljá hlutverkinu meiri viröuleikablæ en verið hefur í síðustu James Bond myndum. Dalton er virtur Shake- speare leikari og hefur fengist við hlutverk í verkum meistarans sem atvinnumaður frá árinu 1966. Dalton hefur hafnað hlutverkum í kvikmyndum vegna þess að honum þótti lítið í þau spunnið og lét einu sinni hafa eftir sér að hann léki ekki í ruslmyndum vegna peninganna. Eftir að hann tók að sér hlutverk James Bond viðurkenndi hann þó að peningarnir skiptu máli. Hann hefur einnig sagt að hann hafi frá unga aldri verið hrifinn af Bond- ímynd- inni. Dalton hefur að mestu tekist að halda einkalífl sínu fyrir sig. Sam- band hans við Vanessu Redgrave var lengi meira og minna leynilegt þótt þau hafi þekkst árum saman. „Það er hræðilegt að vera stöðugt undir smásjá almennings,“ segir Dalton. Umtahð jókst þó stórum eftir aö hann lék Bond. Álagið sem þessu fylgir var ein af ástæðunum fyrir því að Sean Connery hætti að leika Bond þótt hann tæki upp þráðinn síðar í einni mynd. Roger Moore lét sér þetta hins vegar vel líka en hann varð að hætta í hlutverki Bonds vegna aldurs. Dalton er fæddur í Wales árið 1944. Hann byrjaði að leika ungur að árum og tvítugur að aldri var hann ráðinn að leikhúsi ungs fólks. Tveim árum síðar var hann fastráöinn við Kon- unglega Shakespeareleikhúsiö. Nú vinnur hann hjá Young Vic sem einkum er ætlað að höfða til ungs fólks þannig að hann er kominn að upphafmu aftur. -GK „Ég vil helst ekki vinna utan leik- húsa,“ segir Timothy Dalton sem þó hefur hlotið mesta frægð fyrir að leika James Bond í myndinni Log- andi hræddir. „Peningarnir eru í kvikmyndunum en bestu viðfangs- efnin eru í leikhúsunum." Gróðavonin er enda lítil í Young Vic leikhúsinu, þar sem Dalton leik- ur núna á móti sambýliskonu sinni, Vanessu Redgrave, þvi að þar eru engir stjörnutaxtar. Allir leika þar fyrir sama kaup. Þrátt fyrir dálæti sitt á sviðsleik hefur Dalton leikið í allmörgum kvikmyndum án þess þó að hljóta verulega frægð fyrr en með Timothy Dalton - Peningarnir eru f kvikmyndunum. U'BÍX 120 Ljósritunarvélin Stórfelld verðlækkun! Nú er rétti tíminn til að kaupa Verð kr. 48.960,- stgr. W SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.