Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 17 DV-mynd Kristián Ari. Birgir tekur upp þráðinn: „Fyrir okkur er þetta spuming um að fá eitthvað út úr lífmu. Allir sem ég þekki, að mér sjálfum meðtöldum, eru í einhveijum pælingum; að byggja loftkastala og spá í að gera eitthvað. Málið er að við höfum látið verða af því meðan aörir sitja kannski og hafast ekkert að. Það er lika mikið af fólki sem gerir fullt af hlutum án þess að nokkur viti af því. Þetta er líklega spuming um aðþora.“ „Aleinnímyrkrinu ég rembist við aðsnöktaekki...“ (S/hdraumur) „Viö emm komnir út í það hvort menn hafi yfir höfuð eitthvaö til málanna að leggja," segja þeir svo. „Em menn að spila rokk til að koma einhveiju frá sér? Snýst mál- ið um texta eða tónlist? Fyrir okkur felst ánægjan í því að sjá fólk finna sig í músíkinni, ekki bara textun- um, ekki bara í tónlistinni, heldur Draumnum eins og hann birtist. Okkur dettur ekki í hug að reyna að skilgreina rokkið. Það bara er.“ - Hvarkomiðþiðsjálfirinní myndina? „Þetta er um leið ákveðin útrás fyrir okkur, nokkurs konar hreins- un. Allt sem fólk fæst við hlýtur að fróa því einhvem veginn. Máliö snýst um að vera persóna í þjóð- félagi og vera aö bauka eitthvaö." Hinn þögli meirihluti situr samt eftir sem áður í fylgsni sínu. Hver passar upp á sitt; spyr einskis, von- ast aðeins til að eitthvað gerist. Leit kemur ekki til greina. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Slh draumur á Kruum vegi- Ef ég væri á leið út í geiminn myndi ég taka tvennt með mér til að minna mig að eilífu á rómantík borgarlífsins; gráleita bók eftir Guðberg Bergsson og fyrstu breið- skifu Svart/hvíts draums. Þrátt fyrir skínandi birtu borgar- ljósanna, glæsilegar kauphallir og nuddtæki á hvert mannsbarn er eitthvað í þessu þjóðfélagi ekki eins og það á að vera. Það er ekki við ríkisstjórnina að sakast. Hér er um að ræða meinsemd sem býr í bijósti okkar allra. Hún er misstór og birt- ist í mismunandi myndum hjá hveijumog einum. Svart/hvíti draumurinn er veru- leikinnuppmálaður, kaldur, drungalegur, fráhrindandi. Ein- semdin, sem tónlistin endurspegl- ar, er næstum áþreifanleg án þess þó að orsakirnar séu nokkurs stað- ar sjáanlegar frekar en í lífinu almennt. Tilveran er eftir sem áður eitt stórt spumingarmerki. „Égdrepflugurnarí gluggakistunni...“ (S/hdraumur) Fólk ku gera sér ýmsar grillur um S/h draum'. Skerandi söngur Gunnars Hjálmarssonar á sinn þátt í því. Aukinheldur minnir hann töluvert á teiknimyndahetjuna Tinna í útliti. Slíkt hlýtur að vekja athygli. Á hinn bóginn tekur hann fullan þátt í hringrás daglega lífsins rétt eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Hann er gjaldkeri í banka. Stein- grímur Birgisson er í hlutastarfi hjá innflutningsfyrirtæki. Birgir Baldursson kennir í tónlistarskóla. Ósköp venjulegt allt saman. Það er hins vegar í Draumnum sem þeir sveigja út af alfaraleið. Allir hafa þeir reynt sitt af hverju í tónlist; kóperað Dire Straits, stælt Bach- man-Turner Overdrivé og spilað Bítlana í bland. „Við vorum bara vepjulegir, í bílskúrsbandi eins og hverjir aðrir,“ segja þeir nú, mörg- umárum síðar. - Enhvaðgerðist? „Það gerðist ekkert sérstakt,“ segir Gunnar. „Bara alls ekki neitt." Aldeilis gruggugt svar sem ský r- ist þó þegar hljómsveitir á borð við Joy Divison og Cure eru nefnd- ar sem hugsanlegar fyrirmyndir. Gunnar dregur í land: „Einn góðan veðurdag fór ég í Safnarabúðina og keypti af rælni plötu með hljómsveitinni Birthday Party. Þá fann ég tilganginn í þessu öllusaman.“ - Semvarhver? Hann hugsar sig um. „Ég veit það satt að segja ekki. Ég hugsaöi bara með sjálfum mér: þetta vil ég reyna. Og það gerði ég.“ „Ég játa fúslega að ég er svolítill öfgamaður í mér,“ segir Birgir. „Ég vil dunda mér í öfgum, til dæmis í sentimental tónlist ellegar hráu rokki. Það skiptir mig máh.“ „Egdansaviðlík semdansarvið mig...“ (S/hdraumur) „Ef eitthvað er þá er Draumurinn aö poppast upp og verða melló,“ segja þeir báðir ákveðið. „Við verð- um að fara að endurskoða þaö. Prógramm tekur auðvitað alltaf mið af viðbrögðum áheyrenda. Þeir ráða ferðinni aö vissu leyti. Málið snýst um að láta teyma sig alla leið eða reyna að sporna við fótum; hverfa til baka og leita nýrra leiða. Sú spuming vaknar hjá okkur, þegar við hlustum á plötuna, hvort þetta hafi veriö það sem við ætluð- umaðgera.“ - Hvaðvilduðþiðgera? „Sjáðu til," segir Birgir, „ef mað- ur er að spila nákvæmlega það sem maöur fílar þá lætur manni best að gera það heima hjá sér. Maður þarf alltaf að laga sig að ákveönu marki aö því sem maður heldur að fólk vilji. Hitt er svo annað mál aö það sem virkar vel á áheyrendur það virkar að nokkru leyti vel á mann sjálfan hka. En spurningin er þessi: Hvað viljum við sjálfir? Eins og er þá erum við á bersvæöi.“ „Heldsvofastí voninaaðdraum- arnir riðlast til.. (S/hdraumur) - Hvaðankemurþessikraftur sem fær ykkur til að aðhafast eitt- hvað.spUarokk? „Löngunin býr kannski í öllum,“ er svarið sem Birgir gefur. „Hver segir að maður þurfi að vera sjúkl- ingur til að spá í tónhst? Það er fullt af fólki sem er að spila hrátt og kraftmikið rokk. Það skilar sinni vinnu á skrifstofum og ann- ars staðar, rétt eins og aörir. Mér finnst þetta alls ekki absúrd." „Maður sér kannski ekki mótífið þegar maður er á kafi í þessu sjálf- ur,“ segir Gunnar. „En um leið og maður hættir að spila, tekur sér hvild eða eitthvað, myndast tóma- rúm. Það er eitthvað sem togar í mann að byrja aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.