Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988.
■ ■ a REYKJKJIKURBORG i i 0
Acuuan Sfödun
GJALDHEIMTANj REYKJAVÍK
TRYGGVAGÖTU 28
óskar eftir starfsmanni ti! að annast bókhald og dag-
legt uppgjör.
Upplýsingarveitir Hilmar Garðarsson ísíma 17940.
RÉYKJMJÍKURBORG
4.CUC&VI Sfödwi
BYGGINGADEILD BORGARVERKFRÆÐINGS
óskar að ráða skrifstofumann. Starfið felst í tölvu-
skráningu reikninga, ritvinnslu, móttöku skilaboða,
skjalavörslu og fleira. Um heilsdagsstarf er að ræða.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Byggingadeildar,
Skúlatúni 2, sími 18000.
REYKJKIÍKURBORG
Jíacucui Sfödíci
ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA
DALBRAUT 27
Starfsfólk vantar í eldhús, 75% starf. Vinnutími frá
kl. 8-14, unnið aðra hverja helgi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
Frá
menntamálaráðuneytinu
Með tilvísun í bókun með kjarasamningum fjármála-
ráðherra og kennarasamtakanna, sem undirritaðir
voru á síðastliðnu ári, eru á fjárlögum fyrir árið 1988
veittar kr. 5.111.000 til viðbótar- eða endurmenntun-
ar grunnskólakennara.
Þeim starfandi kennurum sem gegnt hafa stöðu við
skóla í a.m.k. 5 ár er gefinn kostur á að sækja um
2-4 mán. orlof, styrk eða kennsluafslátt á sérstökum
eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu.
Umsóknum skal skilað til menntamálaráðuneytisins
fyrir 20. febrúar nk.
og menningarráð Kópavogs
AUGLÝSING
um starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs
Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir um-
sóknum um starfslaun til listamanna skv. reglum sem
samþykktar voru 16.12 1986 í bæjarstjórn Kópa-
vogs. Heimilt er að veita starfslaun fyrir 6-12 mánaða
tímabil. Launin miðast við 8. þrep í 143. launaflokki
skv. kjarasamningi Bandalags háskólamanna.
Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun
starfslauna, sem búsettir eru í Kópavogi. Listamenn
skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaun-
uðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Að gefnu
tilefni skal tekið fram að listamenn úr öllum listgrein-
um koma til greina.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk.
Listamaður, sem starfslauna nýtur, skal að loknu
starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu.
Starfslaun verða veitt frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur
er til 1. mars nk. Umsóknir um starfslaun listamanns
skv. framanskráðu sendist:
Lista- og menningarráð Kópavogs
Hamraborg 12
200 Kópavogi
Menning
Bíóin í Köben II:
Dönsk
kvikmyndagerð
í uppsveiflu
- efhi sött í veric Blixen barónessu og öreigaskáldsins Nexö
Það er óhætt að óska Dönum til
hamingju með tvær kvikmynda-
gerðir af sígildum bókmenntaverk-
um sem þessa dagana heilla til sín
áhorfendur í Köben. Hér er um að
ræða Pelle sigrar heiminn eftir
Martin Andersen Nexö, leikstjóri
Bille August, og Matarboð Babettu
eftir Karen Blixen, leikstjóri Gabri-
el Axel. Báðar eru tækniiega og
Mstrænt í fremstu röð en byggja á
eldri menningararfi.
Þau Nexö og Blixen fæddust bæði
fremur seint á 19. öld, hann árið
1869 og hún 1885. Bæði urðu þekkt
langt út fyrir landamæri sinnar
dönsku fósturjarðar og verk þeirra
þýdd á margar þjóðtungur. Annars
áttu þessi tvö skáld fátt sameigin-
legt (nema ef vera kynni þung-
lynda, drykkfellda feður).
Tók skóverksmiðju fram yfir
öreigaháskóla
Nexö lýsti bágum kjörum alþýðu
í frægum skálsögum, Pelle Erobr
eren (1906-1910) og Ditte menn-
skebam (1917-1921). Hann hafði
mikla frásagnargáfu og kunni
manna best að kveikja samúð með
lítilmögnum og smælingjum hjá
lesandanum. Pelle verður eftir erf-
iða bemsku meðvitaður verklýðs-
sinxú, ekki alls óskyldur Sölku
Völku og bókinni um hann lýkur
þar sem hann stofnar skóverk-
smiðju á samvinnufélagsgrund-
vefii. (Þetta þótti ýmsum vinstri
mönnum of mikil tfislökun við auð-
valdið og hörmuðu að Nexö skyldi
hverfa frá eldri hugmynd um bók-
arlok, sumsé að láta Pelle stofna
öreigaháskóla, enda sé fáfræðin
sterkasti fjötur um fót alþýðunn-
ar.)
Karen Blixen dró aftúr enga dul
á að hún var barónessa og undi sér
best með heldra fólki. Hún þekkti
þó af eigin raun að gæfan er hverf-
ul og velti mikiö fyrir sér hvemig
hægt væri að bregðast við áfóllum
án þess að glata reisn sinni. Taka
skakkafóllum með hetjuskap og í
tígulegum stíl, nota þau sem tæki-
færi til að sýna hvað í mann er
spunnið. Affjölmörgum smásögum
hennar er sú um matarboð Babettu
einna frægust.
Kvikmyndir
Inga Huld Hákonardóttir
Kröpp kjör kúasmalans
Bille August fjallar í myndum
sínum gjama um oíbeldi sem ungl-
ingar em beittir, ýmist hverjir af
öömm eða af fifilorðnum. Með
Zappa og Tro háb og kærlighed
eignaðist hann marga aðdáendur.
Myndin um Pelle er hans lengsta
til þessa, tæpir þrír tímar, og nær
þó aðeins yfir fyrsta bindi affjórum
í sögunni, æsku Pelle. Hún hefst
þegar hann kemur átta ára gamafi
tfi Borgundarhólms í fangi fóður
síns sem er slitinn erfiðis- og ekkju-
maður, Lasse Karlson frá Tommel-
illa á Skáni. (Nexö flutti sjálfur átta
ára frá Kaupmannahöfn til Borg-
undarhólms.) í augum sænsku
feðganna er Borgundarhólmur fyr-
irheitna landið þar sem allir fá
álegg á brauðið og börnin fá að
leika sér en þurfa ekki að vinna.
Draumarnir bresta þegar þeir
lenda í aumustu vist sem fjósa-
menn á herragarði þar sem níska
og vinnuharka er með afbrigðum.
Það rifjast ónotalega upp fynr
manni hvað vinnufólk, einnig á ís-
landi, bjó við bág kjör og grimmi-
legt réttleysi. Og táfin koma fram
í augum yfir Lasse, fáfróða og lítil-
siglda fjósakarlinum sem langar að
vernda son sinn og þráir að hann
beri viröingu fyrir sér, en þar er
litlu tfi að tjalda. Bergman-leikar-
inn Max von Sydow fer á kostum
í þessu hlutverki en því miður man
ég hvorki nafnið á brúneyga, fín-
gerða pfltinum, sem lék Pelle, né
myndatökumanninum sem var
trúlega sænsku og óumdeilanlega
frábær.
Himneskur kvöldsnæðingur
Gabriel Axel, stjómandi Blixen-
myndarinnar, er íslendingum
kunnur fyrir myndina Rauöu
skikkjunna. Upptökur fóm fram í
Kelduhverfi á einu mesta rigning-
arsumri aldarinnar og allt gekk á
afturfótunum og þótti hér lítið til
myndarinnar koma. Hún náði þó
vinsældum í Japan og Bandaríkj-
unum. (Stutt klipp með Flosa,
hálfnöktum að hrista jámkeðjur,
hefði hugsanlega getað komið hon-
um til Hollywood.)
Eftir þetta vann Gabriel Axel
lengi í Frakklandi en hefur nú sjö-
tugur gert sína bestu mynd. Hann
fylgir vandlega texta Blixen í sög-
unni um Babette, frönsku elda-
buskuna, sem er snillingur í sinni
grein. í blóðugum átökum Parísar-
kommúnunnar 1870 hrökklast hún
á flótta og hafnar hjá frómum
prestsdætmm í bláfátækri sókn í
Noregi (samkv. sögunni) eða Dan-
mörku (samkv. myndinni). Eftir að
hafa í fjölmörg ár eldað saltfisk og
brauðsúpu ofan í þessar guð-
hræddu systur tekst henni að slá
upp veislu með aðfóngum frá
Frakklandi, lifandi skjaldbökum,
sjaldgæfum vínum og öðru góö-
gæti. Systurnar fyllast skelfmgu
yfir þessu nautnasvalli en allt fer
vel og gestirnir komast í svo fagurt
sálarástand að engin guðsþjónusta
mundi hafa kveikt hjá þeim meiri
sáttfýsi og ást á náunganum.
Allt er þetta bráðfyndiö og leikur-
inn frábær. Hér hafa Danir einnig
fengið Bergman-leikara til liðs við
sig: Jarl Kulle er eini heimsmaður-
inn í matarboðinu, hershöfðingi
sem reynist búa yfir djúpum til-
finningum. Bodil Kjær og Birgitte
Federspiel túlka prestsdætumar
nægjusömu og franska leikkonan
Stephanie Chabrol (kunn úr mynd-
um eiginmanns síns) hinn ógleym-
anlega matreiðslusnfiling, Babettu.
Þegar hún er snuprað fyrir að
fleygja aleigu sinni í eina full-
komna matarveislu ypptir hún
öxlum og segir: „Listamaður leggur
hvort sem er afitaf allt í sölum-
ar...“
I.H.H.
Max von Sydow fer á kostum í Pelle sigrar heiminn.