Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Viðskipti_________________________________________ Óvissa hjá sauma- og prjónastofum: „Ekki hægt að bíða endalaust Samningaviöræöur Álafossmanna viö Sovétmenn um sölu á ullarvörum hafa nú að því er virðist stefnt í strand og óvíst um framhald þeirra. í samtali viö Jón Sigurðarson, for- stjóra Álafoss, kom fram að jafnvel gæti dregist um tvo mánuöi að við- ræður hæfust aftur. Margar sauma- og prjónastofur eiga allt sitt undir þessum samningum og þykja nýjustu tíðindi ill. „Jú, þetta eru miklir taugatitrings- tímar núna fyrir menn í ullariðnaði á meðan beðið er eftir niðurstöðu þessara samninga," sagði Baldur Vcdgeirsson, framkvæmdasjóri Pól- arprjóns á Blönduósi. Baldur sagði að ekki þýddi annað en að vera bjart- sýnn á niðurstöðu þessara samninga því ef ekki semdist væri það dauða- dómur fyrir mörg fyrirtæki og fjöldi fólks missti atvinnu sína. „Það er hins vegar ljóst að menn geta ekki beðið endalaust eftir því að fá verkefni. Líklega verða stjórn- völd að koma inn í þessa samninga eins og eru dæmi fyrir.“ Hið nýend- Það er verið að reyna aö semja um verulegar hækkanir á verði við Sov- étmenn en enn hefur ekki komið í Ijós hvernig verðhækkanir koma út á öðrum mörkuðum. Reynir sagði að fyrirtækin hefðu tapaö á sölu til Sov- urreista Pólarptjón er nýbúið að fá 8 milljónir í lán frá Byggðasjóði en Baldur benti á að óvissan gerði það að verkum að sú fjárfesting, sem sett hefði verið í nýja fyrirtækið, væri nú í hættu. „Þetta er auðvitað hroða- legur atvinnurekstur að þurfa alltaf að búa við þessa óvissu sem er því sem næst árleg,“ sagði Baldur. -SMJ étmanna á undanfornum árum og því væri mikilvægt að ná verulegum hækkunum. Sagði hann að aðstoð sjórnvalda gæti orðið nauðsynleg við samningana. -SMJ Formaður Landssamtaka sauma- og prjonastofa: Kórónar hörmungamar „Ef Sovétsamningar nást ekki þá mun risinn, Álafoss, anna þeim verk- efnum sem eru fyrir hendi í sauma- og prjónaiðnaði," sagði Reynir Karls- son, formaður Samtaka sauma- og prjónastofa, þegar hann var spurður um afleiðingar þess fyrir hans félags- menn ef ekki takast samningar við Sovétmenn. Reynir sagði að það væri í einu orði sagt hræðilegt fyrir þennan iðn- að ef ekki semdist og það væri kórónan á þær hörmungar sem dun- ið hefðu yfir aö undanförnu. „Ég má bara varla hugsa til þess að þessir samningar náist ekki því að hér er um lífsspursmál að ræða fyrir þennan iðnað,“ sagði Reynir en hann sagði að nokkur hundruð manns ættu atvinnu sína undir því að þessir samningar næðust. Reynir sagðist þó alls ekki vera búinn að gefa upp alia von um að saman næðist í samningunum en tíminn væri þó orðinn naumur. „Tveir mánuðir eru allt of langur tími. Ég bjóst alltaf við því að febrúar liöi áöur en semdist en ef þetta dregst fram í mars þá getur það orðið of seint.“ Samningur við Sovétmenn er „lífsspursmál fyrir ullariðnaöinn“ Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65 ára og eldri geta losað innstæður sínar með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og rrteö 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert inn- legg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextireru 25% og ársávöxtun 25%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 20% en 3% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 29%. Hvert innlegg er meðhöndlað sérs- taklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán- uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja mánaða verðtryggðra reikninga, nú með 2% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin með 33% nafnvöxtum og 35,7% ársávöxtun á óhreyfðri innstæóu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings meö 4,0% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,85% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Vextir færast hálfsárslega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mán- uði á 34,5% nafnvöxtum og 37,5% ársávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 4,0% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust aö 18 mánuöum liönum. Vextir eru færðir hálfs- árslega. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur með 30% nafnvöxtum og 32,2% ársávöxtun. Verðtryggö bónuskjör eru 3%. Á sex mánaða fresti eru borin saman verð- tryggð og óverðtryggð kjör og gilda þau sem hærri eru. Heimilt er aó taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningur er með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 33% nafnvöxtum og 35,7% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innsteeðu frá síðustu áramótum eða stofndegi reiknings síðar greiðast 34,4% nafn- vextir (ársávöxtun 37,4%) eftir 16 mánuði og 35% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 38,1%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaöa verótryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,85% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Vextir fær- ast tvisvar á ári á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuóina 22%, eftir 3 mánuði 26%, eftir 6 mánuði 33%, eftir 24 mánuði 35% eða ársávöxt- un 38,06%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um há- vaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 34% nafn- vexti og 36,89% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast hálfsárslega. Af útttekinni upphæö reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggöra reikninga í bankanum, nú 32,83% (ársávöxtun 34,51%), eöa ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega og vaxtaábótinni bætt við höfuðstól, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextír, 22%, þann mánuð. Heimilt er aö taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tek- ur hann á sig kjör sérstaks lotusparnaðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 35,12-36,95%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin- reglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, ber 31,0% nafnvexti, kaskóvexti, sem gefa 34,79% ársávöxtun, eða nýtur kjara 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 4% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuöstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í ársfjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan kaskókjör ef hún stendur óhreyfð út fjóróunginn. Reikning- ur, sem stofnaður er síðar fær ti.l bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfylltum skil- yrðum. Sparisjóöir: Trompreikningur er verðtryggður og með ávöxtun 6 mánaöa reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun meö svoköll- uðum trompvöxtum, sem eru nú 32,50% og. gefa 35,90% ársávöxtun.Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 21,5%. Vextir færast misserislega. 12 mánaóa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði.óverð- tryggða, en á 37% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 5,0% vöxtum, borin saman við óverð- tryggða ávöxtun, og ræöur sú sem meira gefur. ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með innstæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 34,5% nafn- vöxtum og 38,35% ársávöxtun eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 5,0% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatíma- bili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Neskaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20% eða meðalvextir bankaskuldabréfa. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verð- tryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá husnæðisstofnun ríkisins getur numið 2.898.000 krónum á 1. ársfjórð- ungi 1988, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 2.028.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.929.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.420.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjaldd^gar eru fjórir á ári. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóöir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti ,,er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóóum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-9% vöxtum, algengastir eru meðalvextir, nú 8,1%. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum eir mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagð- ir við höfuðstól oftar á ári verða’ til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirn- ir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á,10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggö í verðbólgu dregur'úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mán- uði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæö leggjast 5% vextir seinni 6 mánuð- ina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 4,3% á mánuði eða 51,6% á ári. Vísitölur Lánskjaravisitala i janúar 1988 er 1913 stig en var 1886 stig í desember. Miðaö er við grunninn 100 i júní 1979. Bygglngarvisltala fyrir janúar 1988 er 345,1 stig á grunninum 100 frá 1983, en 107,9 á grunni 100 frá júlí 1987. Húsalelguvlsltala.hækkaði um 9% 1. jan. Þessi vísitala mæliraðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega I samningúm leigusala og leigjenda. Hækkun vlsitölunnar miðast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 22 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsógn 22-25 Ab.Sþ 6mán. uppsögn 23-27 Ab.Sb 12mán. uppsögn 24-30,5 Úb 18mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar.alm. 10 12 Sp.lb. Vb.Ab, Sb , Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 12 24 Vb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjörum 20-34 Sb ’ Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-7,25 Ab Sterlmgspund 7,5-8, Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 2-3,25 Ab Danskarkrónur 7,50-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 34-35 Ib.Lb, Úb.Bb, Viðskiptavíxlar(forv.) (1) 36 eða Kaupqenqi Almennskuldabréf 36 37 Lb.Bb, Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 36-39 Lb.lb, Utlan verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Utlán til framleiðslu Ísl. krónur 33-36 Bb.Lb, SDR 8-8,5 Lb.Bb, Sb \ Bandaríkjadalir 9-10 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 10,5-11,25 Úb Vestur-þýskmork 5-5.75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 "Oráttarvextir 51,6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr.jan. 88 -36,2. Verðtr. jan. 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 1913 stig Byggingavisitalajan. 345,1 stig Byggingavisitalajan. 107,9stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1 . jan. VERDBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávóxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,550 Einingabréf2 1,489 Einingabréf 3 1.588 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,572 Lifeyrisbréf 1.282 Markbréf 1,322 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,311 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiðjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn. 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Otgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5?^ -Jf> i%t f i! í.iLLbsni-i 'nLíaí j n: Verð á eriendum mörkuðum Bensín og olía Verð í Rotterdam, fob., 26. jan. Bensín, venjulegt.....138$ tonnið eða um........3,87 ísl. kr. lítrinn Bensín, súper.........162$ tonnið eða um........4,51 ísl. kr. lítrinn Gasolía...........142,50$ tonnið eða um........4,47 ísl. kr. lítrinn Svartolía............85,5$ tonnið eða um........2,90 ísl. kr. lítrinn Hráolía Verð í Rotterdam, fob., 26. jan. Um................16,50$ tunnan eða um.......608 ísl. kr. tunnan Gull Verð í London 27. jan. Um...................468$ únsan eða um......17.291 ísl. kr. únsan Ál Verð á áli í London 26. jan. Um...1116 sterlingspund tonnið eða um....72.863 ísl. kr. tonnið Ull Verð í Sydney, Ástralíu Um.............10 dollarar kílóið eða um.........369 ísl. kr. kílóið Bómull Verð á bómull í New York Um...............65 cent pundið eða um..........52 ísl. kr. kílóið Hrásykur Verð í London Um..........255 dollarar tonnið eða um......9.409 ísl. kr. tonnið Sojamjöl Verð í Chicago Um..........186 dollarar tonnið eða um......6.863 ísl. kr. tonnið KafRbaunir Verð í London Um.............115 cent pundið eöa um.........93 ísl. kr. kílóiö > O f 4- -f h A o f f « i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.