Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Síða 37
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 37 Mario González, leiðbeinandi á námskeiðinu, segir hér til nokkrum leikurum sem bera svipbrigðalausar grimur. Námskeid í grímuleiklist í Miðbæjarskólanum fór nýlega fram allsérstætt námskeið fyrir ís- lenska atvinnuleikara. Þetta var námskeið í grímuleiklist fyrir leikara á vegum fyrirtækisins Leikskeiðs sf. Það var Frakkinn Mario González sem var leiðbeinandi á námskeiðinu, en hann hefur starfað hjá Sólarleik- húsinu (Theatre du Soleil) í París. Mario er franskur ríkisborgari og hefur verið það í hartnær tvo áratugi en er upprunninn frá Guatemala. Námskeiðið styrktu níu fyrirtæki. Grímumar, sem notaðar voru á námskeiðinu, kom Mario með sjálfur og eru þær úr leðri. Þaö mun vera mikið verk að gera eina svona grímu, enda er hver þeirra metin á um 30 þúsund krónur. Ljósmyndari DV brá sér á námskeiðið og festi æfingamar á filmu. Með aðstoð grima af þessu tagi er hægt að ná fram ansi kostulegum svipbrigðum. DV-myndir GVA Sumar af þessum grimum hæfa gleði, aðrar sorg eöa ýmsum öðrum svipbrigðum. Fnunsýning á Svörtu og hvítu f Þórscafé er nú nýhafinn Þórs- kabarett ársins. Ber hann heitið Svart og hvítt. Að þessu sinni er Saga Jónsdóttir leikstjóri sýning- arinnar. Aðalleikarar í sýningunni eru með Sögu þeir Jörundur Guö- mundsson og Magnús Ólafsson. Inn í kabarettinn er fléttað dansat- riðum sex stúlkna úr dansstúdíói Dísu, auk þess sem hljómsveitin Burgeisar spilarundir. Söngvarinn Tommy Hunt tekur bráðskemmti- leg lög inn á milli atriöa í kabarett- inum. Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung að láta ítalska listamann- inn Leone Tinganelli syngja og leika létta tónlist fyrir matargesti. Ljósmyndari DV brá sér á frum- sýninguna og tók nokkrar myndir. Söngvarinn Tommy Hunt tekur nokkur bráðhress lög fyrir gesti staðar- fns og fær þá til þess að syngja með. DV-myndir KAE 1ij| « \ aE rr \ w '' v . I Jörundur Guðmundsson ætti að kunna til verka þegar hann tekur Magn- ús Ólafsson í rakstur, en þetta er byrjunaratriðið i Þórskabarettinum. Svidsljós Ólyginn sagði... Pat Cash Jane Seymour - breska leikkonan þekkta - hefur nú fengið hlutverk í breskum myndaflokki sem vekur mikla athygli. Hann fjallar um ævi Wallis Simpson og Eðvarðs áttunda sem af- salaði sér bresku krúnunni til þess að geta kvænst Wallis. Jane Seymour þykir alveg ótrúlega lík Wallis Simpson og þykir leika hlutverkið al- veg sérstaklega vel. - sem öðlaðist heimsfrægð á svipstundu þegar hann sigr- aði á Wimbledonmótinu í tennis - er kvæntur norskri fyrirsætu sem heitir Anne Britt Kristiansen. Þau hjóna- kornin kynntust í veislu hjá öðrum tennisleikara, Vitas Gerulaitis. Hjónaband þeirra er allsérkennilegt því að hún býr í Noregi og hann í Lon- don. Þó er þess getið að hjónaband þeirra sé sérdeilis gott. Þetta er kannski besta hjónabandsformið; að búa í hvort í sínu landinu. Paulina Porizkova er nafn sem gæti átt eftir að heyrast mikið á næstunni, það er að segja ef því verður ekki breytt. Hún er orðin ein af hæst Iaunuðu fyrirsætum í heiminum í dag og hefur nýlega hafið leik í kvikmynd- um. Hún er tékknesk að ætterni og hjólin fóru fyrst að snúast hjá henni þegar hún fékk leyfi til þess að flytja frá ættjörðinni því að tækifærin eru ekki mörg í Tékkóslóvak- íu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.