Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Fréttir n Margrét Guðnadóttír, prófessor í veirufræði: Evðnivamir standa miöd vel ekkert upp á stjómvöid að klaga „Eyðnlvamir standa mjög vel hér á landi núna. Viö höfum fengið þau tæki og aðstöðu sem við þurf- ura og getum nú gert það sem þarf til að greina sjúMóminn,“ sagði Margrét Guönadóttir, prófessor í veirufræði hjá Rannsóknastofu Háskólans. Margrét taldi að við ís- lendingar værum búnir aö koma ár okkar vei fyrir borð hvaö rann- sóknastarf á eyðni varðaði. „Þaö er ekkert upp á stjórnvöld að klaga í þessu sambandi. Þau hafa veitt þessu máli forgang og nú ættum við að vera vel í stakk búin til að sinna þessura rannsóknum." Margrét sagði aö rannsóknastof- an í Ármúlanum ætti eftir að koma sér vel fyrir þessar rannsóknir og reyndar allar veirurannsóknir. Þar hefur verið unnið síöan í septemb- er. „Þetta er aðstaða sem þjóöin á eftir aö búa aö í langan tíma.“ Þá sagði Margrét aö það væri með ólikindum hvað gert heföi verið í eyðnirannsóknura í heirainum frá því eyðniveiran kom fram 1983. Sagði hún að nú væri jafnmikið vitað um þessa veiru og aðrar sera hefðu verið rannsakaðar í raarga áratugi. „Það nýjasta í iyfjameðferö við eyðni er að nú er verið aö reyna alls kyns efni til að stöðva út- breiðslu veirunnar í þeim sjukling- um sem búnir eru að fá sjúkdóra- inn, að hindra fjöigun veirunnar í sjúklingunum. Þetta er auövitað risavaxið skrefþví að þetta hindrar aö mestu að fólk verði meira veikt en orðið er.“ Margrét sagði hins vegar að bóluefnisrannsóknir ættu ennþá nokkuð langt i land. Þaö væri í fyrsta lagi eftir 5 til 7 ár sera búast mætti við árangri af þeim. Nýtt afbrigði eyöniveirunnar hef- ur nú verið staðfest og er það kallaö HIV-2. Sú veira, sem er skyld HIV-1 en þó ekki sprottin af henni, hefur aðailega stungiö sér niður i V- Afríku og ekki náð mikilli út- breiðslu annars staðar. -SM.J ■ Ætía ekki að græða á Jóhanni - segir Kari Hjelm sem gaf Jóhanni lukkusteininn „Ég hefði ekkert haft á móti því að Kortsnoj hefði skammað mig í geðvonskukastinu eins og Friðrik," sagði Karl Hjelm, verkamaður á Nes- kaupsstað, sem gaf Jóhanni Hjartar- syni lukkusteininn sem Jóhann var með í vasanum á meðan á einvíginu stóð, í samtali við DV. Karl gaf Jó- hanni steininn á IBM-skákmótinu í fyrra áður en hann tefldi við Kortsnoj. Þá hafði Jóhann enn ekki unnið skák á mótinu. Jóhann lagði Kortsnoj með steininn í vasanum. Jóhann er ekki eini skákmaðurinn sem hefur fengið stein frá Karli. „Ég gaf Timman lukkustein þegar hann var á ferð hér á Austfjöðrum árið 1976. Sá steinn var jaspis, eins og sá sem ég gaf Jóhanni, en kannski full- stór til þess að bera á sér við taflborð- ið. Ég gaf honum síðan annan eins en minni á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Timman hefur skrifað mér og sagt að þessir lukkusteinar hafi hjálpað sér og gefið sér styrk. Kannski hefur hann haft stein í vas- anum þegar honum tókst að vinna Salov í síöustu skákinni,“ sagði Karl. Karl hefur safnað steinum um ára- bil og á fjölbreytt steinasafn. „Maður, sem er vanur að umgangast steina, fmnur frá þeim kraftinn. Sumir gefa frá sér styrk, aðrir lukku og það eru líka til heilsusteinar. Margir sem hafa fengið steina hjá mér hafa þakk- að mér fyrir. Einn skipsstjóri sagði mér að þegar hann stæði einn uppi í brú og heföi engan til að ráðfæra sig við gæfl það honum styrk að halda þétt um steininn. Það væri eins og snerting góðs vinar.“ í sumar seldi Karl slípaöa lukku- steina sem hver kostaði 150 krónur. Hann sagði að lítið hefði selst og fólk sagt þá of dýra. Þegar Karl var spurð- ur hvort viðskiptin mundu ekki blómstra eftir velgengni Jóhanns sagði hann: yÉg hef ákveðið að hætta að selja þá. Ég vil ekki græða á nafni Jóhanns.“ -gse Vandræðá- ástand í húsnæðismál- um á Höfh 1 r -■ Jí'5 -•>nc O V _ Twin Otter vél, sömu gerðar og Flugfélagið Ernir hefur nú fest kaup á. Ný flugvél í flug- flota Vestfirðinga Sigui]'án J. Sigurðsson, ísafirði: Flugfélagið Emir hefur fest kaup á mun stærri flugvél en það hefur áður haft á sínum vegum. Hér er um að ræða Twin Otter vél sem tekur 19 farþega í sæti. Hörður Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Emis, hefur veriö erlendis um hríð og gekk frá kaupunum á vélinni fyrst í vikunni. Nýja flugvélin, sem er með aílmeiri hreyfla en flestar vélar af þessari gerð hér á landi, kemur til með að verða notuð í áætlunarflug félagsins innan Vestfjarða, svo og í póstflugið og í áætlunarflugið til Reykjavíkur. Með komu hennar verður nýting flugflota félagsins mun hagkvæmari en verið hefur. Reiknað er með að flugvélin komi fljótlega hingað til lands eða upp úr næstu mánaðamót- um. Þegar er búið að mála hana í litum Ernis. Júlía Imsland, DV, Höfii: Mikill skortur hefur verið á íbúðar- húsnæöi á Höfn og umsetið ef eitt- hvað losnar. í vetur hefur farið fram könnun hjá Hafnarhreppi á hversu mikið vantaði af íbúðarhúsnæði og að sögn Hallgríms Guðmundssonar sveitarstjóra, eru sex fjölskyldur sem þurfa að flytja úr núverandi húsnæði og 18 fjölskyldur sem búa við lélegt og óöruggt húsnæði. Hallgrímur sagði að mikið væri hringt víðs vegar af landinu og spurst fyrir um atvinnu og húsnæði en svarið það sama: Nóg atvinna en ekkert húsnæði. Hafnarhreppur auglýsti einnig eft- ir þeim sem áhuga hefðu á að byggja atvinnuhúsnæði eða vildu tryggja sér lóð í þeim tilgangi. Þar reyndust undirtektir frekar litlar en þessar athuganir voru gerðar með tilliti til skipulagningar fyrir slíkar bygging- ar. Hallgrímur sveitarstjóri sagði aö athugað yröi hvaö hagkvæmast væri til úrræöa í húsnæðismálum svo að hægt væri að bæta úr því vandræða- ástandi sem ríkti á staönum. I dag mælir Dagfari Fegurðardrottningar hafa það fyrir sið að bresta í grát þá þeim er til- kynnt aö þær hafl unniö titilinn þetta eða hitt. Fegurðarkóngur ís- lands felldi hins vegar ekki tár þegar hann var krýndur á Akur- eyri um síðustu helgi en lýsti því yfir i blaðaviðtah að helst hefði hann langað til að öskra. Þetta sýn- ir auðvitað, svo ekki verður um villst, að hvað_ sem öllu jafnréttis- tah líður þá “bregðast karlmenn öðruvísi og karlmannlegar við tíð- indum af þessu tagi heldur en konur. Það er bara verst að kóng- urinn skyldi bæla niður Tarzan- öskrið sem var að bijótast fram. Það hefði verið tilkomumikið að sjá og heyra. Sjö yngissveinar sýndu fegurð sína á veitingastaðnum Zebra á Akureyri fyrir troðfuhu húsi. Ung- píuhjörtun á staðnum slógu svo ört þá kappamir birtust á sundskýlum einum klæða aö rafmagnið brann yfir og grúfði myrkur yfir salnum í hálfa klukkustund meðan dóm- nefnd sat að störfum. Ekki hefur það komið fram að ungpíur hafi nýtt sér myrkvunina til að fara höndum um kroppana en hins veg- ar torveldaði ljósleysið dómnefnd- inni störfin því hún var mun lengur Kóngur úr Breiðhotti að komast að niðurstöðu þar sem nefndarmenn sáu ekki handa sinna skh. Eiginkona fjármálaráðherra kynnti keppendur og lýsti úrsht- um. Hún tók fram að fegurðar- kóngurinn væri búsettur í Breiðholti í Reykjavík. Það væri eitthvert hverfi uppi í hæðrnn eða fjöllum þaðan sem alhr vilhngarnir kæmu. Þessu náðu sjónvarpsmenn á filmu og sendu út til landsmanna. Kratar í Reykjavík gripu um höfuð sér þegar þeir heyrðu ummæhn um villingana í Breiðholti og telja ein- sýnt að þeir fái ekki mörg atkvæði úr þeim byggðum í næstu borgar- stjórnarkosningum. En þetta var ein eftirminnhegasta séna kvölds- ins fyrir þá sem láta sig htlu varða sjálfa keppnina. En hvað varðar feguröarkónginn þá var það nátt- úrlega „ólýsanleg tilfinning" sem greip hann þegar ljóst var að hann er karla fegurstur. Og eins og ann- að kóngafólk fegurðar stundar hann dans og líkamsrækt og hefur fengist viö fyrirsætustörf. Segist ekki slá hendinni á móti fyrirsætu- störfum erlendis ef þau byöust. Það var hins vegar margtekið fram að sveinninn ungi væri heitbundinn þótt ekki þætti ástæða th að draga konuefnið fram í sviðsljósið. Hins vegar var það víst alveg hrikalega erfitt aö koma fram á sundskýlu og skal engan undra með ahar þessar stelpur á fremstu bekkjum, hverja annarri gfrnilegri. Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri sýndi keppninni þann heiður að gefa fegurðarkónginum hatt og svo fékk hann líka gjafakort fyrir ljósa- tímum og getur fengið að éta ókeypis á Akureyri og í Reykjavík í heilt ár á thteknum vertshúsum. Þaö ætti því ekki að væsa um pilt- inn á ' næstunni. Akureyringar voru að vonum himinlifandi aö fá þennan viðburð í sinn heimabæ og telja sig nú hafa skákað Laufdaln- um svo um munar sem hefur slegið sér og sínum stöðum upp með feg- urðarsamkeppni kvenna undan- farin ár. Hins vegar hefur Óh verið svo sniöugur að bjóða Davíð borg- arstjóra að vera við þær athafnir og þar hefur borgarstjóri orðið svo dolfahinn yfir hinni kvenlegu feg- urð að kvennahstakonur hafa séð ástæðu th að mótmæla. En Sigfús, bæjarstjóri á Akureyri, var svo durtslegur að láta ekki sjá sig á karlakeppninni norður þar sem sýnir bara að maðurinn kann sig ekki í mannlegum samskiptum. Sennhega stafar fiarvera Sigfúsar af því að hann er ekki kosinn beinni póhtískri kosningu eins og kollegi hans fyrir sunnan en hann heföi engu að síður getað gaukað árskorti aö skíðasvæðinu í Hlíðar- fialh að sigurvegaranum, bara svona til aö auglýsa flallið. Þess í stað stendur KEA með pálmann í höndunum fyrir að hafa gefið hatt- inn. Kannski er það hka svo að landsmenn þekki betur KEA en fflíðarfiah. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.