Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 17 Lesendur w —71~jj j J III ■I $ m } u „Miðbærinn fyllist af lífi og allir i góðu skapi... “ segir meðal annars i bréfinu, þegar þegnarnir koma saman til þess að sinna skattamálum sinum. Mannfagnaður í miðbænum Ormar Þór Guðmundsson skrifar: Endur fyrir löngu lærði ég til arki- tekts. Það gerði ég til þess að byggja eitt og annað og ætlaði raunar að hafa af því fulla atvinnu. Lengi vel gekk þaö líka eftir. En sennilega hef- ur feðrum míns góða lands ekki líkað þetta ráöslag aUs kostar því smátt og smátt hafa þeir verið að fá mér annan starfa og nú má segja að ég hafi orðið annað aðalstarf; sem sé að vera skattheimtumaður. Nú er svo komið að varla kemur svo maður nálægt mér að ég heimti ekki af hon- um skatt til þess að geta skilað okkar ágæta ríkissjóði. En af því ég er fremur ófimur við þennan starfa ræð ég mér fólk til þess að annast þetta fyrir mig og streitist sjálfur við að teikna enn meira. Þetta er mjög hagkvæmt. Fleiri menn fá nokkuö að starfa og umsetn- ingin og hagvöxturinn eykst - og svo get ég líka heimt skatt af þessu fólki og skilaö sjóðnum góða. Allt er þetta gott og blessað, en þó finnst mér af bera sú umhyggja sem landsfeðumir sýna okkur í sambandi við skil á síðasta skattinum - til þessa - sem ég fæ að innheimta. Það er skýrt tekið fram aö við skil hans gangi ekki að nota svo ópersónulega hluti sem gíróseðla. Nei - ég og allir hinir skattheimtumennirnir skulum koma og hitta fulltrúa okkar ágæta sjóðs og afhenda þeim augliti til aug- litis það sem við höfum getað reytt saman. Augljóslega er þetta gert til þess að vinna gegn þeirri firringu sem hætt er við að plagi borgarbörn, því sýnilega verður af þessu mikill mannfagnaður. Miðbærinn fylhst af lífi og allir í góöu skapi þar sem þeir sjá í anda hvernig sjóöurinn okkar • allra gildnar. Þá er ekki heldur gleymt mannlega þættinum í starfi gjaldheimtumanna. I staðinn fyrir að hggja lon og don yfir pappírum fá þeir nú í nokkra daga aö heilsa upp á fólk og taka við tíundinni. Hlýtur þetta að vera góð tilbreyting. Sennilegt er líka, vegna þess tíma sem tapast frá skjalaúr- vinnslunni - og síst ber að telja eftir - að þurfi að fjölga gjaldheimtu- mönnum og enn eykst hagvöxturinn. Sem sagt gott. Patreksfjörður Blaðbera vantar á Patreksfirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 94-1503. íI BLAÐ í BUROARFÓLK 1 Í K i ejti/CtáÉiyv ■ Skúlagötu 50-80 Borgartún 1-7 Hátún ******************************* Akurgerði Búðargerði Grundargerði ********************************* Austurgerði Byggðarenda ********************************* Hraunbæ 50-100 ********************************* AFGREIÐSLA 4» A i i n n ' . n ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Hjukrunar- fraðingar óskast til starfa Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á göngudeild áfengissjúklinga. Vinnutími 8.00-16.00 og 12.00- 20.00. Ekki unnið á sunnudögum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 38160. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD Sundurliðaðir símareikningar Jón Stefánsson hringdi: Ég er hér með fyrirspum til Pósts og síma um hvenær staðið verði við loforð um sundurliðaða símareikn- inga. Ég veit ekki betur en þessu hafi oft veriö lofað áður en aldrei verið staðiö viö það. Á síðasta hausti birtist grein í DV þar sem Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, lofaði því að teknir yrðu upp sundurliðaðir símareikningar hjá Pósti og síma, en mér er til efs að staðið verði við það. Mér hefur borist í hendur síma- reikningur, eins og bandaríska símaþjónustan býður neytendum upp á, og það verður ekki annað séð en að þar sé vel staðið að málum. Aht er þar sundurliöað, verð hvers símtals, hringt hvert, dagsetning, nákvæm tímasetning og númerið sem hringt var í. Þess verður eflaust langt að bíöa að íslensk símaþjónusta nái svipuðu stigi. Allir eiga að vera í beltum hvar sem þeir sitja í bílnum! yUMFERÐAR RÁÐ a tvx/C Uppsetn- ing á sjón- varpsloftnet- um hefur fólki ekki þótt neitt tiltökumál til þessa. Þó sýna dæmin að neytend- ur þurfa aö gæta fyllstu varúóar þegar þeir fá menn til aö setja þessi tól upp fyrir sig þvi verðmunurinn getur verið verulegur. í Lifsstil á morg- un fjallar DV um uppsetningu loftneta og magnara fyrir fjöl- býlishús. í öóru tilvikinu kostaði uppsetningin innan við tiu þúsund krónur en i hinu nálægt áttatiu þúsund krónum. DV Margir velta vöngum yfir nafni sínu, merk- ingu þess, uppruna og jafnvel út- breiðslu. Nú eru þau Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson málfræðingar aö vinna að rannsókn á islenskum manna- nöfnum. Þar kemur m.a. fram að karl- mannsnafnið Þór er vinsælast hér á landi, sem annað nafn, um þessar mundir. Margt fleira forvitnilegt kemur fram í spjalli við Guðrúnu, sem birt- ist í Lifsstil á morgun. í DV á mprgun verða kynnt kúluhús heima og erlendis. Á ísafirði hefur ris- ið kúluhús sem vakið hefur mikla athygli íslendinga og erlendra, m.a. fyrir garðhýsi sem talið er það stærsta hér á landi. Eigendur hússins og hönnuð- ur, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, lýsa fyrir lesendum kostum þess að byggja kúluhús - hvað það kostar og hve mikið sparast á ári i kyndingarkostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.