Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988.
3
e»v Viötalið
Fréttir
Áhugamálin
kvenlegar
dyggðir
Nafn: Svanhildur Kaaber
Aldur: 43
Staða: förmaður KÍ
„Ég er svo lánsöm aö starfiö er
mitt aðaláhugamál. Skólamál og
málefni kennara eru mjög ofar-
lega á baugi hjá mér,“ segir
Svanhildur Kaaber, formaöur
Kennarasambands íslands. Svan-
hildur hefur staðið í ströngu
undanfarið í kjarabaráttu kenn-
ara en hún tók við formannsstöð-
unni íyrir tæpu ári síðan, eða í
byrjun júní 1987.
Eggiö kennir hænunni
„Onnur áhugaraál mín eru
saumaskapur og prjónar. Hvort
tveggja mjög kvenlegar dyggðir.
Ég sauma og prjóna heilmikið á
sjálfa mig en dætur mínar tvær
eru orðnar svo sjálfstæðar að þær
gera þetta sjálfar fyrir sig. Reynd-
ar er það frekar orðið þannig á
mínu heimili að eggið kenni hæn-
unni í þessu sambandi. Aimars
reyni ég að vera eins mikið heima
og ég get, þótt starfið taki vissu-
lega mikinn tíma. T.d. les ég
mikiö og finnst mér ósköp gott
aö setjast niður með skemmtileg-
an reyfara. Bn þar fyrir utan les
ég auðvitáð mjög mikið af faglitt-
eratur.“
Alltaf átt betur við mig að
vera útivinnandi
Svanhildur er fædd 1944 í
Reykjavik. Hún á tvær dætur og
segir hún þær allar þrjár vera
periuvinkonur. Svanhildur býr
meö Katrínu Ástu, 16 ára dóttur
sinni. En eldri dóttir hennar,
Kristín Brypja sem er 22ja ára
flugfreyja, er flutt að heiman. Sú
yngri er fædd í Luxemburg, en
þar bjó Svanhildur meö fyrrver-
andi eiginmanni sínum og
dætrum í þrjú ár. „Það var mjög
erfitt í upphafi að vera í Luxemb-
ur g, en mér líkaöi vel þegar á leið,
enda kynntist ég mörgu góöu
fólki. Þaö er auðvitað mjög ólfkt
að búa á íslandi eða í afturhalds-
sömu, ka.þólsku landi í Miö-
Evrópu. Árin í Luxemburg eru
t.d. einu árin sem ég hef ekki
veriö útivinnandi, en aöstæður á
þeim tíma buðu ekki upp á ann-
að. Hins vegar hefur það alltaf
átt betur við mig að vera útivinn-
andi. Á sínum tíma hefði ég alveg
viljað dvelja lengur í Lúxemborg
en ég hefði aldrei vifjað bijóta
allar brýr að baki mér hér heima
og setjast aö fyrir fullt og allt i
Lúxemborg.“
Yfir hálfan hnöttinn
Svanhildur hefúr þegar skipu-
lagt sumarfríið og ætlar hún aö
ferðast yfir hálfan hnöttinn. „í
sumarfríinu ætla ég í langt og
gott ferðalag yfir hálfan hnöttinn.
Áfangastaðurinn er Ástralía, en
þangað hef ég aldrei komið áður
þótt landið hafi alltaf vakið áhuga
mínn. Ég ferðast alltaf þó nokkuð
og þá sérstaklega innanlands í
sambandi við starfið. Einstöku
sinnum þarf ég líka aö fara utan
vegna vinnunnar og er það þá
yfirleitt í tengslum við samvinnu
Kennarasambands íslands viö
kennarasamtök á Noröurlönd-
um.“ -JBj
Nýja skýrsluformið
hefur komið vel út
Nokkur ánægja er meðal bifreiða-
tryggingafélaganna með þá reynslu
sem komin er af notkun þeirra
skýrsluforma sem tekin voru i notk-
un samhliða gildistöku nýrra
umferðarlaga 1. mars. Siguijón Pét-
ursson, formaður samstarfsnefndar
félaeanna segir að bað taki leneri
tíma nú en áður að fara yfir skýrslur
vegna umferðaróhappa. Áður voru
lögregluskýrslurnar vélritaðar en nú
koma allar skýrslur handskrifaðar.
Eitthvað er um skýrslur sem eru illa
frágengnar og því erfiöar yfirlestrar.
Lögreglan í Reykjavík segist álíta
að hún verði að hafa afskipti af mikl-
um meirihluta þeirra umferðaró-
happa sem verða. Þrátt fyrir að
ætlast sé til að fólk geti annast
skýrslugerðina án afskipta lögreglu
þá hafði hún afskipti af 12 árestrum
að meðaltah á dag í marsmánuði.
Siguijón Pétursson sagði að svo
virtist sem tjón væri svipaö og áður,
en meira er um alvarleg tjón sem
heyra undir kaskótryggingar.
Bifreiðatryggingafélögin eru á-
nægð með hversu vel viðskiptavinir
stóðu í skilum með greiöslur iðgjalda
þrátt fyrir þá miklu hækkun sem
varð á þeim.
-sme
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37
Það er ekki oft sem að ljósritunarvélar lækka um
tugi þúsunda en það heftir gerst hjá okkur. Þar að
auki lækka aukahlutir allt að 40% og skápar lækka
að meðaltali um 20%.
Og til þess að kóróna allt þá veitum við 5%
staðgreiðsluafslátt.
4