Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1988. Frjálst.óháð dagblað Gtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Ekkert kennaraverkfall Kennarafélögin í landinu hafa staðiö í kjaradeilum nú í vor sem ekki hafa farið fram hjá neinum. í almenn- um atkvæðagreiðslum höfðu þau aflað sér verkfalls- heimilda sem hefðu væntanlega komið til framkvæmda í þessari viku ef kennarar hefðu mátt ráða og ekki náðst samningar. Fulltrúar ríkisvaldsins vefengdu hins vegar lögmæti verkfallsboðunarinnar og nú hefur félags- dómur kveðið upp úrskurði sína og lýst verkföllin ólögmæt. Kennarsamtökin hafa látið í ljós óánægju með niðurstöður félagsdóms en sætt sig við dóminn. Þau hafa fallið frá verkfallsboðun á þessu vori en boða að- gerðir að hausti. Það hlýtur að vera mikið áfall og álitshnekkir fyrir kennarasamtökin að fá þessa dóma. í báðum tilvikum hefur ekki verið gætt formsatriða og verkfallsboðun hnekkt af tæknilegum ástæðum. Það er auðvitað áríð- andi fyrir sérhvert stéttarfélag að gæta laga og reglna í samskiptum við aðra, en eðli kennarastarfsins frá uppeldislegu og ábyrgu sjónarhorni er slíkt að meiri kröfur eru gerðar til kennarasamtakanna um varkárni og vönduð vinnubrögð. Það er nógu slæmt að kennarar telji sig knúna til verkfallsaðgerða þótt þeir verði ekki einnig sakaðir um að ana áfram án lögmæts undirbún- ings. Hvað sem sagt verður um kjör kennara er að því létt- ir að verkföllum er afstýrt. Þau hefðu bitnað á skólafólk- inu, börnunum og unglingunum, og kennurum hefði hlotnast sá vafasami heiður að verða verkfallsglaðasta stétt landsins. Áróðurslega séð er sú staða ekki æskileg fyrir kennara, enda mátti sjá það af atkvæðagreiðslunni í Hinu íslenska kennarafélagi að þar voru uppi efasemd- ir um skynsemi þess að boða verkfall. Erfitt er fyrir almenning að gera sér grein fyrir hvort kennarar séu svo miklu verr haldnir en aðrar stéttir, að kjör þeirra réttlæti endurteknar verkfallsaðgerðir. Mikill munur er á útreikningum og upplýsingum, ann- ars vegar frá kennarasamtökunum sjálfum og hins vegar frá Qármálaráðuneytinu. Sem stafar sennilega af því að grunnlaun kennara segja ekki alla söguna og ýmsar sporslur þeim til handa eru faldar, vinnutíminn óreglulegri og launamunur verulegur eftir aðstæðum, fögum og álagi. Það er hins vegar hafið yfir allan vafa að kennarar telja sig afskipta í launatekjum miðað við aðra og afleið- ingarnar eru ólund og óánægja sem hlýtur að skaða skólastarfið þegar til lengri tíma er htið. Það getur varla tahst æskilegt að ungdómurinn alist upp við þau skil- yrði að kennarar sé uppteknari við stéttabaráttu en uppeldið og fræðsluna. Kennarar eiga það sammerkt með öðrum opinberum starfsmönnum að eiga undir högg að sækja í því launa- skriði sem ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins búá við. Þeir njóta ekki markaðslögmálsins og einkavæðingar- innar sem hefur bætt kjörin meir og betur heldur en löng og ströng verkalýðsbarátta. Með sama áframhaldi geta kennarar ekki búist við öðru en að sitja í aftursæt- inu og hafá á brattann að sækja meðan laun þeirra eru njörvuð niður í opinbera launataxta. Spurningin hlýtur að vera sú hvort ekki megi einkavæða skólana í vax- andi mæh til að skapa kennarastéttinni það svigrúm í launamálum sem hún sækist eftir. Stéttabarátta kenn- ara verður að beinast inn á þá braut ef þeir ætla að komast hjá árlegum deilum við ríkisvaldið og árekstrum við skólaæskuna. Ellert B. Schram Húsið Marargata 2. Þar er til húsa Læknamiðstöðin Landakoti, sem rætt er um i greininni. Landakotsmál: Hátt reitt til höggs Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Alþýðuflokksins og formað- ur fjárveitinganefndar Alþingis, ritar kjallaragrein í DV hinn 6. þ.m. og víkur þar nokkuð að málefnum Landakotsspítala. Hann byggir, eins og ýmsir aðrir sem látið hafa frá sér heyra, aö því er virðist á „skýrslu Ríkisendur- skoðunar um athugun á bókhaldi og reikningsskilum Sjálfseignar- stofnunar St. Jósefsspítala, Landa- koti, rekstrarárin 1985 og 1986“. Fram hefur komið undanfarið, ekki síst frá Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun og frá fjármálaráðherra, að umsagnir þeirra um halla ársins 1987 byggist á þessari skýrslu Rík- isendurskoöunar. Eins og nafnið bendir til fjallar hún þó einungis um rekstur áranna 1985 og 1986 en 1987 hefur ekki enn verið endur- skoðað. Aukaumsvif í þessari skýrslu, sem byggð er á athugun sem fram fór sumarið 1987, kemst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að orðið hafi mik- il þensla í rekstri spítalans 1986 sem einkum stafi af þessum atrið- um: 1. Kaup hússins Marargötu 2 og leiga 3/4 hluta þess til Lækna- stöðvarinnar Landakoti hf. Kaupin voru gerð 1983. Verð hússins var allt tekið að láni. Samið var um leigu við Lækna- stöðina Landakoti, sem er félag lækna sem flestir starfa á Landa- kotsspítala. Leigan er svo há (kr. 132.000 á mánuði fyrir 300 fer- metra) að hún greiðir allt kaupverðið og vexti af því á leigutímanum. Þannig má segja að hentugra hefði verið fyrir Læknastöðina að kaupa húsið sem stóð til boða heldur en að gefa spítalanum húsið eins og raunin er. Laun starfsmanna stöðvarinnar eru greidd af Lækngstöðinni hf. en launadeild spítalans annast útborgun. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar er gert ráð fyrir því að spítalinn greiði allan rekstr- arkostnað en gert sé upp einu sinni á ári. Þetta er fjarri lagi því að gert er upp jafnóðum og ekki lagt út fé fyrir Læknastöö- ina. Getur hver maður, sem á annað borð getur lesið bókhald, séö það með því aö líta á reikn- ingana. 2. Uppsetning nýs þvottahúss. Þvottahús hefur verið rekið við spítalann í 86 ár. Nauðsyn og spamaöur kröfðust þess að það yrði endumýjað. Fjárveitingar til stofnkostnaðar hafa aldrei verið sundurliöaðar og hefur veriö litið svo á og aldrei gagn- rýnt til þessa að sú fjárhæð, sem veitt væri til þessa, væri stjóm spítalans til ráðstöfunar svo langt sem hún hrykki til þeirra verkefna sem tiltekin hafa verið í áætlunum. Ríkisendurskoöun staðhæfir í Kjallarinn Logi Guöbrandsson framkvæmdastjóri skýrslu sinni að aldrei hafi verið minnst á þvottahúsið í áætlunum en virðist ekki hafa gáð hvort sú staðhæfing ætti við rök að styðjast. Það átti hún ekki því að í fjögur ár hafði endumýjun þvottahússins verið í áætluninni og fyrsta árið með ítarlegri kostnaðaráætlun og arðsemisáætlun. Það er því alrangt að ekki hafi veriö heimild til þess að endurnýja þvottahúsið. Byggð á „fréttum" I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram og vekur nokkra undr- un að hvergi er getið sérstaklega um tilkostnað vegna stofnunar nýs þvottahúss í reikningum áranna 1985 og 1986. Var reyndar ekki furða enda höföu engar fram- kvæmdir við þvottahús hafist á þeim tíma. Virðist sem endurskoö- un reikninga 1986 hafi byggst á „fréttum" um atburði ársins 1987. Sennilega er hún runnin af þessum rótum athugasemd Sighvats Björg- vinssonar þar sem hann segir: „Spyija má hvemig gerð hafi verið grein fyrir þessum „aukaumsvif- um“ í reikningum spítalans og jafnvel hvort svo hafi veriö gert.“ Já, það er reitt nokkuð hátt til höggs. Ég held að rétt sé að taka fram að reikningar spítalans hafa verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoöanda sem ekki hefði liðið þaö að ekki væm framtalin gjöld spítalans. Spyrja má svo á móti spumingu Sighvats hvemig útgjöld, sem ekki em tilgreind í reikningum, geti valdið auknum halla og útgjöldum fyrir ríkissjóð. Að þessi aðgerð spari stórfé í rekstrarkostnað virðist engum koma við. Hinn mikli kostnaður við fram- kvæmdimar er sá að svo stöddu aö greiða kaupleigu rúmlega 400 þúsund kr. á síðasta ári. Fram- kvæmdirnar hafa leitt til fækkunar starfsfólks í þvottahúsi úr 19 í 10 og gerir sá spamaður langtum meira en greiða stofnkostnað. Það er billeg lausn á vandamál- inu að reyna að kenna þessum framkvæmdum um hallann á síð- asta ári. Þótt þvottahúsið heföi verið greitt aö fullu á árinu og þótt Marargata 2 heíði verið keypt og greidd út í hönd hefði samanlagður þessi kostnaður ekki numið 30 millj. kr. En í raun var kostnaður þessi enginn. HaUinn stafar af hinum almenna rekstri. Halli af launum nam kr. 47 millj. en af öðrum rekstrargjöldum kr. 65 millj., þar af dráttarvextir 27 millj. Fjárveiting og umfang Á undanfórnum árum hefur ver- ið ljóst ár eftir ár að fjárveiting til spítalans stóð ekki undir rekstri hans í því umfangi sem verið hef- ur. Þurfti ekki neinar framkvæmd- ir til þess að það væri ljóst. Þetta hefur heilbrigöisráðuneytinu, sem rekstur spítalans heyrir undir, ver- ið tilkynnt á undanfómum ámm í byrjun árs og það hefur gengið eft- ir í árslok. Jafnframt hefur verið farið fram á að ráðuneytið gefí til kynna að hvaða leyti það vilji láta draga saman rekstur spítalans til þess að halda kostnaði innan fjár- laga. Við þessu hefur ár eftir ár ekki fengist annað svar en að ráðu- neytið hefur í verki viöurkennt með greiðslu hallans eftir á að rétti- lega hafi verið að rekstri staðið. Þrátt fyrir þetta er nú skyndilega komin fram önnur afstaða. Spítalastjómin átti þá ekki um annað að velja en að draga úr rekstri einhliða til þess að halda kostnaði innan fjárveitinga. Hvem voru viðbrögðin? Fjár- málaráðherra sagði spítalastjórn- ina hafa brugðið hnffi á háls Alþingi til að neyða það til að greiða hallann. Heilbrigðisráðuneytið fór hins vegar fram á að hætt yrði við samdráttaraðgerðir. Yfirvöld vilja þannig að kostnaði spítalans sé haldið innan fjárveit- ingar en jafnframt vilja þeir að haldið sé uppi miklu meiri rekstri en fjárveitingin getur staðið und- ir. Er ekki orðiö tímabært, að tekin verði pólitísk afstaöa í samráði við stjóm spítalans til þess, hvert skuli vera rekstrarumfang St. Jósefsspít- ala í stað þeirrar stöðugu tog- streitu, sem ríkt hefur undanfar- ið? Logi Guðbrandsson „Það er billeg lausn á vandamálinu að reyna að kenna þessum framkvæmd- um um hallann á síðasta ári.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.