Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1988.
LffsstOl
Eigin pökkun:
Neytandinn þarf ekki að
greiða auglýsingakostnað
DV hefur sagt frá því hvernig
Hagkaup lækkar vöruverð með því
að flytja inn vörur beint, án þess
að fara í gegn um heildsala. Þannig
sparast umboðslaun og verðið
lækkar eftir því.
Mikligarður sinnir eigin inn-
flutningi lítið um þessar mundir,
þótt alltaf slæðist inn ein og ein
vörutegund sem verslunin flytur
inn sjálf. Skemmst er að minnast
Neytendur
frönsku páskaeggjana sem voru á
mun lægra verði en önnur sam-
bærileg páskaegg á markaðnum.
Þess í stað lætur verslunin pakka
fyrir sig ýmsum vörum undir eigin
nafni. Þannig tekst að lækka vöru-
verð, því með þessu sparast stórfé
sem annars færi í þann kostnað að
auglýsa upp ákveðin vörumerki.
Og dæmin hér á síðunni sýna að
þessi munur er í mörgum tilfellum
verulegur.
Með því að leita uppi slíka vöru
sparar neytandinn sér því stórar
fjárhæðir, því oft er hann ekki að
borga fyrir neitt annað en þekkt
vörumerki og htríkar umbúðir,
þótt stundum geti verið um ein-
hvem gæðamun að ræða.
“'Sb l|
n.. wá !f. E| # ^2
Ur Miklagarði
Pakki með 250 grömmum af döðlum frá Eureka kostar 112 kr., en jafn-
stór pakki merktur Miklagarði kostar kr. 53,50.
Mikligarður hefur til þessa ein-
beitt sér að því að pakka á þennan
hátt ýmsum bökunar- og hreinlæt-
isvörum, en ekki er ólíklegt að slíkt
fari vaxandi, enda sýnir þróun er-
lendis að þetta getur verið mjög
raunhæf leið til að lækka vöruverð.
Má í þessu sambandi geta þess að
í Þýskalandi er starfandi verslun-
arkeðja sem byggir sín viðskipti
eingöngu á slíkri vöru, allt sem sú
verslun selur er í eigin pökkun, og
býður engin verslun jafnlágt verð
og þessi.
Mikil samkeppni er nú í verslun
með matvörur hér á landi og hart
bitist um kúnnann. Þetta hefur
aðallega komið fram í síminnkandi
álagningu verslana, en á meðan
hafa heildsalar lítið þurft að
minnka sína álagningu. Þessi sam-
keppni hefur einnig leitt til aukins
auglýsingakostnaðar og er ekki
ólíklegt að neytendur borgi þann
kostnað áður en yfir líkur, þótt
aukin sala minnki hann að sjálf-
sögðu. Það er því greinilegt að eigin ekki óvarlegt að ætla að slíkt skili
innflutningur, og/eða eigin pökk- sér til neytenda í lægra vöruyerði
un, kemur til með að fara vaxandi í framtíðinni.
í framtiðinni hjá stórmörkuðum og -PLP
Fleiri hreinlætisvörur. Lítri af mýk- Lítrinn af hreingerningalegi frá
ingarefni frá Miklagarði kostar kr. Miklagarði kostar kr. 66,90, meðan
58,80, meðan Plús mýkingarefni i 500 ml frá Ajax kosta kr. 59,50.
sama magni kostar kr. 74,80.
Munurinn er áþreifanlegur á klósettrúllum. Pakki með fjórum slíkum, merktur Miklagarði,
kostar kr. 69,90, meðan fjórar Leni-rúllur kosta 112 kr.
Kókosmjöl frá Flóru kostar 84,40, en frá Miklagarði kostar það 32,70 kr.
DV-myndir BG