Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Qupperneq 36
36
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988.
Jarðarfarir
Gunnar Guðmundssonfrá Víðinesi
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 14. apríl
kl. 13.30.
Sveinjóna Vigfúsdóttir, Hringbraut
92a, Keflavík, verður jarösett frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14.
apríl kl. 10.30.
Guðrún Helga JÓnsdóttir, Dalbraut
27, áöur Bergþórugötu 18, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Hallbera Hallsdóttir frá Neskaupstað
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 13. apríl kl.
13.30.
Kristjana Jónsdóttir frá Bergi, Kefla-
vík, verður jarðsungin frá Keflavík-
urkirkju fóstudaginn 15. apríl kl.
14.00
Ragnar Jónsson skipstjóri, Smyrla-
hrauni 2, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn fimmtudaginn 14. apríl kl.
1S.00 frá Hafnarijarðarkirkju.
Ásgrímur Sigurðsson verður jarð-
sunginn frá Sigluíjarðarkirkju
fimmtudaginn 14. apríl kl. 14.00.
Helgi K. Gíslason lést 1. apríl síðast-
liðinn. Hann fæddist 24. apríl 1909,
sonur hjónanna Gisla H. Gíslasonar
og Kristbjargar H. Helgadóttur. Þann
5. júlí 1941 giftist hann Ingunni Jón-
asdóttur og eignuðust þau fjögur
börn. Útför Helga verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.00.
Sigtryggur Jónasson lést 28. mars
síðastliðinn. Uann var fæddur 19.
janúar 1917 á Siglufirði, sonur hjón-
anna Jónatans Guömundssonar og
Vilhelmínu Norðfjörð. Hann bjó
lengst af á Akranesi og eignaðist átta
börn.
Andlát
Guðrún S. Jónsdóttir lést á Héraðs-
hæli Austur-Húnvetninga 10. april
síðastliðinn.
Guðfmna Magnea Árnadóttir lést í
Borgarspítalanum 11. april síöastlið-
inn.
Bækur
Ný Ijóðabók
Út er komin ljóðabókin „með byssuleyfi
á eilíföina" eftir Jón Stefánsson. Er þetta
fyrsta ljóðabók höfundar en hann hefur
áður birt ljóð í blöðum og tímaritum.
Bókin er 44 blaðsíður og inniheldur 33
ljóð. Höfundur er útgefandi en setningu,
prentun og bókband annaðist Prentstofa
G. Benediktssonar.
Tilkyiiningar
Áfengisvarnir
Aöalfundur Félags áfengisvamanefnda á
Austurlandi, haidinn í Verkalýðshúsinu
á Fáskrúðsfirði, laugardaginn 2. apríl,
1988: Skorar á alþingismenn að fresta
afgreiðslu á fyrirliggjandi bjórfrumvarpi
þar til heilbrigðisáætiun hefui- veriö
rædd og afgreidd á Alþingi.
Iðnskólinn í Reykajvík
Um það bil 5600 manns komu á myndlist-
arsýnigu Iðnskólans í Reykjavik á
Iðnskóladaginn. Er þetta sennilega stysta
sýning sem Haldin hefur verið á myndlist
á íslandi. Sýningin stóð yfir í 9 klst. og
var stanslaus straumur fólks allan þann
tíma.
Samstarfsnefnd Náms-
mannahreyfinganna
Forráðamenn Laugarásbíós hafa ákveðið
að bjóða námsmönnum framhaldsskóla
sérstakt kynningarverð á sýningar
myndar Richards Attenboroughs, “Cry
freedom" (Hrópað á frelsi), sem er nú til
sýningar í Laugarásbíói, munu sýningar
þessar verða dagana 11.-15. apríl klukkan
14:00. Til að auðvelda námsmönnum að
nýta sér þetta tilboð hefur samstarfs-
nefnd námsmannahreyfmganna skipu-
lagt ókeypis strætisvagnaferðir frá öllum
helstu skólum í Reykjavík.
Fréttir
Sjómannasambandið og uppsögn samninga:
Komið með umboð fyrir
30 félög og deildir
- nauðsynlegt að hafa þetta í höndunum við næstu fiskverðsákvörðun, segir Óskar Vigfússon
„Það eru aðeins tvö félög sem
ekki hafa veitt okkur umboð til að
segja upp gildandi kjarasamning-
um en við erum komnir með
umboð 30 félaga og deilda," sagði
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, í samtali
við DV. Óskar sagði að þessi tvö
félög, sem ekki hefðu enn sent inn
umboð, myndu gera það fyrir mán-
aðamótin.
Aðspurður hvort Sjómannasam-
bandið myndi segja samningunum
upp um leið og öll félögin hefðu
veitt því umboð til þess sagöist
hann ekkert geta um það sagt á
þessu stigi.
„Þaö er aftur á móti ljóst aö það
er nauðsynlegt fyrir okkur aö hafa
þetta umboð í höndunum ef aftur
verður vegið að sjómannastéttinni
við fiskverðsákvörðun 1. júní næst-
komandi eins og gert var um
áramótin,“ sagði Oskar Vigfússon.
Þar sem verð á fiskafurðum hefur
lækkað verulega erlendis í vetur,
bæði á frystum fiski og saltfiski,
má gera ráð fyrir gífúrlegum átök-
um, þegar nýtt fiskverð verður
ákveðið, en núverandi fiskverð
gildir til 1. júní. Sumir halda þvi
fram að þá muni eiga sér stað
mestu átök um fiskverð sem
nokkru sinni hafi átt sér stað.
-S.dór
. t
Vestmannaeyjar:
Snótarkonumar
mættu í morgun
Ómar Gardarsson, DV, Vestmannaeyjum:
í morgun var eðlileg mæting hjá
fiskvinnslukonum hér í Eyjum, þær
mættu til vinnu sinnar en í gærmorg-
un sátu þær flestar heima. Þegar
blaðamaður kannaði mætingu þeirra
þá í fjórum stærstu frystihúsunum
kom i ljós að í ísfélaginu hafði engin
mætt, tvær voru mættar í Hraðfrysti-
stöðinni en í þessum stöðvum er
venjulega 50-60 konur að störfum á
morgnana.
Hjá Vinnslustöðinni var heldur
betri mæting en flestar konur voru
mættar í Fiskiðjuna eða 15. í báðum
þessum stöövum eru konur yfirleitt
um sextíu. Þær mættu hins vegar í
flestar stöðvarnar eftir hádegiö en
lökust var mæting í Vinnslustöðinni.
Þar héldu konur áfram mótmælum
sínum og hittust nokkrar á veitinga-
stað eftir hádegi í gær. Vilborg
Þorsteinsdóttir, formaður Verka-
kvennafélagsins Snótar, segir að
þessar aðgerðir hafi verið félaginu
óviðkomandi en greinilegt að með
þessu séu konurnar að reka á eftir í
samningamálunum. Þá má geta þess
að í dag verður sameiginlegur fundur
verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyj-
um þar sem Akureyrarsamningur-
inn verður borinn undir atkvæði.
Ráðstefna um uppeldi og
menntun forskólabarna
verður haldin á Holiday Inn dagana
14.-16. apríl. Það er Fóstrufélag íslands
sem gengst fyrir ráðstefnunni og er
markmið hennar að vekja athygli á, og
koma af stað umræðu um gildi dagvistar-
heimila fyrir börn og þjóðfélagið í heild.
Ráðstefnan verður sett fimmtudaginn 14.
apríl klukkan 14:00. nánari upplýsingar
veita Selma Dóra Þorsteinsdóttir hs.
72337, vs 27610 og Guðrún Alda Harðar-
dóttir, hs. 45672, vs. 641112.
Karlakórinn Þrestir
í Hafnarfirði heldur sínar árlegu söng-
skemmtanir fyrir styrktarfélaga og aðra
velunnara. Að þessu sinni verður sungið
í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði dagana 13.
og 14. apríl klukkan 20:30 og 16. apríl kl.
17:00. Á efnisskrá er bæði innlent og er-
lent efni. Má þar nefna verk eftir höfunda
svo sem Jón Þórarinsson, Áma Björns-
son, Pál ísólfsson, Pál Halldórsson, P.E.
Lange Múller, R. Schumann og Emst
Fisher. Stjómandi kórsins er Kjartan Sig-
urjónsson.
Fundir
Digranesprestakall
Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar-
heimilinu við Bjamhólastíg, fimmtudag-
inn 14. apríl kl. 20:30. Doktor Sigurbjöm
Einarsson biskup verður gestur fundar-
ins, kaffiveitingar.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
heldur fund í safnaðarheimilinu mánu-
daginn 18. apríl n.k. á fundinn kemur
Samúel Ólafsson og segir frá starfmu í
Afríku og sýnir myndir þaðan. Mætum
öll.
Lyftingadeild KR
Aðalfundur lyftingadeildar KR verður
miðvikudaginn 20. apríl kl. 20:00 í félags-
miðstöðinni við Frostaskjól. Fundarefni
venjuleg aðalfundarstörf.
Ómar Garðaxsson, DV, Veatmannaeyjum:
Yfirvinnubann Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja kom til fram- til þess að nokkrum fiskverkunar-
kvæmda kl. 17 í gær þegar félags- húsum var lokaö, meðal annars
menn lögðu niður vinnu. Þaö varð ísfélaginu.
—•
Kvikmyndir
Bíóborgin/Fullt tungl:
AF hverju elta karlar konur?
Bandarisk MGM mynd frá 1987
Framleiðendur: Pafrick Palmer og Nor-
man Jewison
Leikstjóri: Norman Jewison
Kvikmyndataka: David Watkin
Handrit: John Patrick Shanley
Aðalhlutverk: Cher, Nicholas Cage,
Vincent Gardena, Olympia Dukakis
...af því þeir eru hræddir við
dauðann...“ Þetta er ein skýringin
á framhjáhaldi karlmanna í kvik-
myndinni Fullt tungl (Moonstruck)
sem aldeilis fékk lof á Óskarshátíð-
inni á dögunum, en hún var útefnd
til 6 verölauna og hreppti tvö; Cher
fyrir aðalhlutverk og Olympia
Dukakis fyrir aukahlutverk.
Sú gamla þjóötrú, aö fullt tungl
hafi áhrif á hita tilfinninganna, fær
byr undir báða vængi í kvikmynd-
inni Fullt tungl. Efnislega er þetta
tímaþær mynd, í allri umræðunni
að undanförnu um framhjáhald
karla og kvenna í kjölfar kvik-
myndarinnar Fatal Attraction.
Kannski að'skýringanna sé einmitt
að leita í gangi himintunglanna?
En hvað sem því líður segir sagan
frá 37 ára gamalli ekkju sem ætlar
að ganga í það heilaga á nýjan leik
(ekki af ást). Fyrir valinu varð 42ja
ára mömmustrákur sem ætlar að
bíða dauða móður sinnar áður en
hann gengur í hnapphelduna.
Hann biður sína tilvonandi í milli-
tíðinni um að bjóða bróður sínum
í veisluna og þar með að ljúka
nokkurra ára óvinsemd á milli
bræðranna. En sú ákvörðun dreg-
ur dilk á eftir sér, ekki síst vegna
þess að fullt tungl er á næsta leiti
(sönn ást eða losti nær yfirhönd-
inni). Áhrifa tunglsins gætir ekki
bara þar, heldur meira og minna
innan íjölskyldunnar (sem er af ít-
ölskum uppruna og blóðheit að
auki) og eykur líf í limum flestra.
Fullt tungl er bráðskemmtileg
ástarsaga þar sem mikið er „nostr-
að“ við smáatriðalýsingar. Hún er
mannleg og hnyttin, og á allt lof
skilið. Óskarsverðlaunahafarnir
tveir sýna bráðgóðan leik sem og
aðrir sem í henni leika, Nicholas
Cage þar manna bestur. Handrit
og leikstjórn eru einnig eins og
best verður á kosið.
Að þessari mynd ólastaðri verð
ég aö leyfa mér að efast um faglegt
gildi Óskarsverðlaunanna nú sem
oft áður. Þau báru óneitanlega
keim af mikilli gleymsku í garð
þeirra mynda sem fyrr litu dagsins
Íjós á árinu. Og þær raddir verða
æ háværari að peningafnyk leggi
af. Því veröur að segjast að Fullt
tungl hafi verið rétt mynd á réttum
tíma.
-GKr
Frönsk kvikmyndavika ’88
Ógöngur/Le lieu du crime
Frönsk 1986
Leikstjóri: André Téchiné
Tónlist: Philippe Sarde
Aöalhlutverk: Catherine Deneuve, Vict-
or Lanoux, Danielle Darrieux, Wadec
Stanczac
Kvikmyndin Ógöngur, sem sýnd
er á franskri kvikmyndaviku í
Regnboganum um þessar mundir,
er ágætt dæmi um „sálfræðiþrill-
er“. Myndin gerist í smáþorpi í
nágrenni Toulouse og fjallar um
Tómas, 14 ára gamlan ungling.
Tómas kemst í kynni við tvo
strokufanga og er annar þeirra
helst á því að drepa hann til aö
hann segi ekki til þeirra. Svo fara
leikar aö föngunum sinnast og end-
ar með því að annar þeirra, Martin
að nafni, myrðir hinn og bjargar
þar með lífi Tómasar.
Þar meö upphefst mikill darrað-
ardans og endar með því aö Lili,
móðir Tómasar ákveður að hlaup-
ast á brott með Martin. Áður en til
þess kemur myrðir fyrrum unn-
usta Martins hann.
Eins og sjá má af framansögðu
er nóg að gerast í þessari mynd,
og snerta þessir atburðir sálarlíf
Catherine Deneuve.
persónanna djúpt. Leikstjórinn
leitast við að lýsa þessum.áhrifum
með sérkennilegri lýsingu, t.d. er
eitt atriði myndarinnar öðru
minnisstæðara, en eina lýsingin er
8 millimetra kvikmynd sem verið
er að sýna, og eru andlit leikenda
lýst upp með þessari kvikmynd.
Einnig er óspart farið aftur í tím-
ann og liönir atburðir notaðir til
að skýra atburðarás.
André Téchiné, sem raunar er
gestur kvikmyndavikunnar, tekst
þarna að skapa spennandi „þrill-
er“ og með því að færa sér í nyt
sálarangist persónanna skapast
heldur nöturlegt umhverfi. Sér-
staklega tekst vel upp með hlutverk
hinnar ógæfusömu unnustu, sem
fremur að lokum sjálfsmorð.
Því miður tókst ekki að útvega
textað eintak af þessari mynd,
þannig að menn verða að vera
slarkfærir í frönsku til aö níóta
hennar. En það er alveg óhætt að
hvetja þá til að fara aö sjá myndina.
-PLP