Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 5
Á þessum stað myndi páfi líklega standa þegar hann ávarpar íslendinga ef háskólalóðin verður fyrir valinu. Búist er við að jafnvel 10.000 manns mæti til að hlýða á ávarp páfa næsta sumar. DV-myndir GVA Svæðið fyrir framan aðalbyggingu Háskólans er talið liklegur messustaður fyrir páfann. Sæmundur á selnum yrði þá í sviðsljósinu en styttan sést hér í forgrunni. Eins og kunnugt er þá er styttan gerð út frá einni sögunni um Sæmund fróða og Kölska. Kölski bauðst til að flytja Sæmund yfir hafið til íslands gegn því að fá sál hans. Til þess breytti hann sér í sel. En Sæmundur sneri á hann einu sinni sem oftar og barði selinn í hausinn með biblíu þegar þeir komu að landi og Kölski missti af kaupunum. „Ég sæi ekkert því til fyrirstöðu að páfinn messaði hér á háskólalóðinni. Það væri hægt að gera mjög skemmtilegt svið fyrir framan aðal- byggingu Háskólans sem sæist víða að,“ sagði Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor þegar hann var spurð- ur um þá hugmynd að páfinn haldi ávarp sitt á lóð Háskólans. Sagði Sig- mundur að það væri ánægjulegt fyrir Háskólann ef þessi staður yrði val- inn. Fyrir dyrum stæði fégrun á svæðinu fyrir framan aðalbygging- una og líklega yrði þeim fram- kvæmdum flýtt ef þessi staður yrði valinn. Rektor sagði að þetta svæði hefði ekki verið notað áður við sam- komuhald. í samtah við Alfred Jolson, biskup ' kaþóhkka, kom fram að enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvar páfinn mun flytja ávarp sitt. Verið væri að skoöa marga staði og einn þeirra væri vissulega svæðið fyrir framan'Háskólann. Endanlegr- af hverju TARKETT er mest selda parketið hér á landi: Tarkett er meö nýrri lakkáferð sem gerir það þrisvar sinnum endingar betra en væri það með venjulegu lakki. Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. Gefur skýrari og fallegri áferð. Tarkett er auðvelt að leggja. Tarkett er gott í öllu viðhaldi. Verðið á Tarketti er hagstætt. Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett. 'i.; 3C HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010. ar ákvörðunar væri að vænta um miðjan maí. Jolson sagði að páfi myndi flytja aðalræðu sína á ensku en páfinn, sem talar mörg tungumál, mun aðal- lega nota ensku í Norðurlandaheim- sókn sinni. Hann mun þó hefja ávarp sitt með nokkrum íslenkum orðum. ísland veröur líklega fyrsti viðkomu- staðurinn. -SMJ Strigaskor Þrílitir, hvítir, bláirog rauðir. Stærðir 26-35. Verð 1.170,- I reKiossar Stærðir 24-30. Kóngabláir og bleikir. Verð 980,- Strigaskór Stærðir 22-34. 3 litir: hvitir með bláu, hvítir með bleiku og hvítir með svörtu. Verð 690,- Fyrstu gönguskórnir Mjög góðir. Stærðir 18-23. Hvítir og rauðir. smáskór Skólavörðustíg 6b gegnt Iðnaðarmannahúsinu. Opið í verkfalli. Simi 622812. Póstsendum. 1 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Fréttir Páfinn messar á ensku: Háskólalóðin lík- legur messustaður H-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.