Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 6
6 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Útlönd___________________ Vatnsskortur blasirvið A»na Bjamasan, DV, Denver Vatnsskortur blasír nú við í Kalifomíu vegna óvenjulegra þurrka í vetur og vor. Borgar- stjómin í Los Angeles hefur varann á og hefur einróma sam- þykkt að banna þegar í stað notkun allra gosbrunna sem ekki hafa hringrásarkerfi. Einnig er bannað að bera gestum veitinga- húsa vatn nema þeir biðji sér- staklega um það, en víða í BandarOgunum tíðkast að þjónn beri vatn á borð fynr gesti um leið og þeir setjast. í þriöja lagi er bannað aö spúla verandir og heimkeyrslur. Svipaðar tillögur liggja nú fyrir borgarstjóm San Francisco, ásamt því að vatnsrennsli til íbúðarhúsa verði takmarkað viö þrjá fjórðu hluta þess sem notk- unin reyndist á síðasta ári. Sveitarstjómin í Oakland í Kalifomiu hefur ákveðið að noti einhver húsráöandi meira en fjögur hundruö gallon, sem er fimmtán hundruð og tuttugu lítr- ar, af vatni á dag eftir fyrsta júní skuli hann sæta sektum. Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19-20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán uppsögn 19-23 Ab.Sb 6mán. uppsögn 20 25 Ab 12mán. uppsögn 21 28 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikmngar, alm. 8 12 Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3.5-4 Ab.Úb, Lb,Vb, Bb.Sp Innlán með sérkjörum 19-28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5,75-7 Vb.Sb Sterlingspund 7,75-8,25 Úb Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 29,5 32 sP Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31 35 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 32,5 36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 30,5-34 Bb SDR 7,75-8.25 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 8,75-9.5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. april. 88 35,6 Verðtr. april.88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala april 1989 stig Byggingavisitala april 348 stig Byggingavisitala april 108,7 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% 1 april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf • 1,5063 Einingabréf 1 2,763 Einingabréf 2 1.603 Einingabréf 3 1,765 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,767 Lifeyrisbréf 1.389 Markbréf 1,440 Sjóðsbréf 1 1,339 Sjóðsbréf 2 1,221 Tekjubréf 1,367 Rekstrarbréf 1,08364 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128kr. Eimskip 215kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 105 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. Tollvörugeymslan hf. 100kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Palestínar Hundruð Palestínumanna efndu til mótmælaaðgerða í Jerúsalem í gær að afloknum bænafundum í moskum borgarinnar og leiðtogar uppreisnar Palestínumanna á herteknu svæðun- um á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu boðuðu til nýrra verkfalla á næstunni. í gær var dreift yfirlýsingu frá neð- anjarðarhreyfingu Palestínumanna á herteknu svæðunum þar sem boð- uð voru ný verkfóll, þar á meðal eitt á sunnudag, þann 1. maí. Þetta er fimmtánda yfirlýsingin af þessu tagi sem leiðtogar hreyfmgarinnar birta á þeim tuttugu vikum sem óeirðir hafa nú staðið á herteknu svæðun- um. Þrátt fyrir að allt væri með kyrrum kjörum viðast hvar á herteknu svæð- unum í gær gengu um þrjú hundruð Palestínumenn í mótmælagöngu í Jerúrsaiem. Hrópuðu þeir slagorð gegn ísraelsmönnum, steyttu hnefa og veifuðu þjóðfána Palestínumanna sem er bannaður þar. Palestinumenn veifa þjóðfána stnum, sem er bannaður í israel, við mót mælaaðgerðirnar i Jerúsalem í gær. Simamynd Reuter boða verkföll Olíklegt að sprengja hafi verið um borð Talið er ólíklegt að sprengingin um borð í Boeing 737 farþegaþotunni, sem nauðlenda varð á Hawaii-eyjum á fimmtudag eftir að stórt stykki rifn- aði úr skrokki hennar, hafl verið af mannavöldum. Rannsókn atviksins er varla hafin enn en framburður farþega og áhafnar þotunnar þykir benda til þess að ekki geti hafa verið um sprengju að ræða. Þotan var á leið á milli eyja á Hawa- ii á fimmtudag þegar allur efri hluti búks hennar á fyrsta farrými, frá fremri farþegadyrum að vængjun- um, rifnaði af. Níutíu og fimm manns voru um borð í þotunni. Einnar flugfreyju er saknað og fimmtíu og níu slösuðust, þar af þrír alvarlega. Flugfreyjan, sem saknað er, var að ganga fram eftir fyrsta farrými þot- unnar þegar stykkið rifnaði úr búknum. Segja farþegar að hún hafi einfaldlega horfið. Samkvæmt lýsingu farþega heyrð- ist fremur væg sprenging í þann mund er búkurinn rifnaði. Flug- mönnum tókst að hafa fullt vald á þotunni þrátt fyrir óhappið og flugu henni inn til lendingar á Maui-eyju. Þeir kærulausu bestu elskhugarnir Anna Bjaniason, DV, Denver: Bandaríkjamenn eru firna forvitn- ir um mannlegt eðli og langanir. Nýjustu niðurstöðumar á því sviði eru þær að karlmenn vilji að konur þeirra séu lágvaxnari en þeir en kon- ur gera miklu minna úr slíkum likamlegum atriðum. Þessar niður- stöður eru nú til umræðu á þingi sáifræðinga 1 Chicago. Niðurstöðumar eru byggðar á samtölum við ógift fólk. Körlum finnst að konur, sem em lægri í loftinu en þeir sjálfir, séu mun eftirsóknarverðari en konum fannst síst minna til lágvaxinna karlmanna koma. Þá kom einnig fram að ungar kon- ur hafa skarpari kímnigáfu nú en fyrir sextán árum en í þeim efnum hafa karlmenn ekkert breyst. Það þykir ekki tiltökumál lengur þótt konur tali opinskátt um kyn- ferðismál og hafi ákveðnar skoðanir á þeim. Þá hefur prófessor í sálfræöi við háskólann í New Jersey reynt að rannsaka afstöðu fólks til ástarleikja með því að ræða við á annað hundr- að manns. Niðurstaða hans er að beint samband sé á milli þess hvort karlmenn hafa áhyggjur af sjáifs- ímynd sinni og hversu góðir elsk- hugar þeir séu. Sá sem lætur sér á sama standa um sjálfsímynd sína og álit er ástríðufyllri sem elskhugi, seg- ir prófessorinn. En þeir sem stöðugt hugsa um sjálfsímynd sína eru leik- arar í ástarleikjum, ráðríkir og eigingjarnir. Tryggja sjúkra- hjalp Aima Bjamason, DV, Denver Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusettfylkis í Bandarikj- unum, undirritaöi í vikunni sem leið ný lög sem tryggja íbúum fylkisins sjúkra- og læknisaöstoð. Meö þessari lagasetningu hafa oröið þáttaskil i bandarískri sögu því að ekkert fylki Bandaríkj- anna hefur til þessa veitt slíka tryggingu. í Bandarikjunum er algengast að atvinnurekendur greiði sjúkratryggingar fyrir starfsmenn sína og íjölskyldur þeirra. Misjafnt er eftir starfs- greinum og persónulegum samningum hve slík trygging er viötæk. í Massachusetts er gert ráð fyr- ir aö nýju lögin tryggi um sex hundraö þúsund íbúum, sem ekki hafa notiö neinnar trygginga- vemdar, greiðslu sjúkrakostnað- ar og læknishjálpar fyrir lok ársins 1992. Kostnaöur viö þetta er talinn verða frá fimm hundrað og fimmtíu milljónum dollara upp í liðlega einn milljarð doll- ara. Vinnuveitendura verður gert að tryggja starfsfólk sitt eða leggja fé í opinberan sjóö sem annast þá sem engrar tryggingar njóta. Þegar Dúkakis undirritaði lögin sagði hann: „Héðan í frá verða sjúklingar, sem koma á sjúkra- húsin, vonandi fyrst spurðir hvar þeir finni til en ekki hvernig reikningurinn verði greiddur, eins og hingað til hefur veriö." A Hawaii-eyjum er trygginga- kerfi, kostaö af vinnuveitendum, sem næst kemst kerfinu í Massachusetts, en er þó hvergi nærri jafnviðtækt. Anna Bjamason, DV, Denver: Milljónir manna, sem hafa mjög slæma sjón, gætu innan fárra ára . átt kost á gleraugnaútbúnaöi sem stóreykur sjón þeirra. Unnið er að því að breyta „augum“, sem smíðuð voru í vélmenni sem not- uð eru til rarinsókna úti í geimn- um, þannig að þau geti komið þessu fólki að verulegu gagni. Augnabúnaðurinn minnir á spegilsólgleraugu sem alveg hylja augu fólks. í búnaöinum er komiö fyrir litsjónvarpsskermi og myndavélarlinsum, tengdum myndbandsbúnaði sem vafinn er um brjóst notandans. Fimm milljónum dollara verð- ur varið til að fúllkomna þennan búnaö og er þess vænst að fyrstu gleraugun af þessari gerð verði tilbúin innan fimm ára. Það er geimvísindastofhun Bandaríkj- anna og John Hopkins augn- lækningastofnunin í Baltimore sem standa að þessum tilraunum. Takmarkiö er að þessi sjón- búnaöur kosti ekki meira en eitt þúsund dollara svo að hann verði sem flestum viðráðanlegur. Þessi galdragleraugu geta aukið skarp- leika myndarinnar sem búnaður- inn greinir, stækkað hana, dregiö hana og minnkað endurspeglun. 011 þessi atriði verður svo hægt að stilla saman eftir þörf notand- ans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.