Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 8
8 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Söngvakeppnin vekur litla hriíningu í Beígíu Tungumáladeilur einkenna keppnina Belgar halda þvi (ram að kynnirinn Victor Lazlo hafi sigrað í söngvakeppn- inni í fyrra. _ segir Kristján Bemburg, fréttaritari DV I Belgíu, þar sem söngvakeppnin var haldin í fyrra, segja sérfræðing- amir að lögin í keppninni hafi aldrei verið lélegri en i ár. Það hafa verið viðtöl í sjónvarpi við menn sem fylgst hafa með keppninni árum saman en nú virðist þeim nóg boðið. Ekkert öðru betra Sá sem hafði veg og vanda af keppnishaldinu í fyrra hefur látið hafa eftir sér að nú sé ekkert lagið öðru betra og því nánast ástæðulaust að velja á milh þeirra. Blöðin í Belg- íu hafa enn svo til ekkert skrifað um málið og er það mikill munur frá því í fyrra þegar allt var undirlagt vikum saman enda buðu Belgar þá til kejjpninnar. I Belgíu blandast söngvakeppnin inn í deilur frönskumælandi manna og Flæmingja, sem finna sér flest til að þræta um. Það er regla að þjóða- brotin skiptist á um aö senda fólk í keppnina. Að þessu sinni kom það í hlut þeirra sjónvarpsstöðva sem senda út á frönsku aö sjá um keppn- ina. „Þegar þannig stendur á láta Flæmingjarnir, en ég bý á málsvæöi þeirra, sem keppnin sé ekki til,“ sagði Kristján Bemburg, fréttaritari DV í Belgíu, í samtali við DV. Hann fylgdist mjög náið með keppninni og undirbúningi hennar í fyrra, eins og sást á fréttum DV. „Þegar Sandra Kim var send tii Noregs í hitteðfyrra létu Flæmingj- amir sér fátt um finnast, þvi hún söng á frönsku, en þeir vfldu þó fyrir alla muni eiga hana þegar hún sigr- aði,“ segir Kristján. „Fyrir þá keppni var ekkert skrifað um hana í blöðum flæmskumælandi manna en þeim mun meira eftir keppnina. Sandra Kim hefur gert sitt tfl að jafna ágrein- ing þjóðabrotanna og syngur nú oft á flæmsku og segir að sér sé vel við Flæmingja. Sandra Kim hefur gert það gott síð- ustu tvö árin og oft átt lög sem hafa farið ofarlega á vinsældalista hér í Belgíu. Hún nýtur einnig vinsælda í Frakklandi og á Ítalíu og hefur farið þangað í tónleikaferðir við góðar yndirtektir. Kynnirinn sigraði í fyrra Annars hafa Belgar á orðið aö sigurvegarinn í fyrra hafi verið kynnirinn, Victor Lazlo, en ekki Johnny Logan. Hún sló í gegn hér í landi, enda gerði hún mikið tfl að kynna sig bæði fyrir og eftir keppn- ina. Kaþólikkar áttu þó um síðir erfitt með að sætta sig við hana því 9 mánuðum eftir keppnina eignaðist hún son. Gárungamir sögðu aö hún hefði haldið svona hressilega upp á frammistöðu sína. Enginn vafi leikur þó á um faðemið, þótt hún sé ógift, því hún býr með sér eldri manni. Þeir trúuðu sjá þó litlar málsbætur í því. Lazlo hefur þrátt fyrir allt notiö mikflla vinsælda hér og gefið út tvær stórar plötur sem hafa selst vel og þannig skákað Johnny Logan sem hefur átt litlu láni að fagna. Hér er lítið spáð í úrslitin og engir ákveðnir spádómar komið fram um hvar lag Belga lendi í röðinni. Þeim mun meira er spáð í hvemig einstak- ar þjóðir greiði athvæði. Kynnir Belga í Dublin er sjónvarpsstjama að nafni Luc Appermont sem verið hefur kynnir mörg undanfarin ár. Hann hefur komið auga á ákveðnar reglur í hvernig atkvæðin falla og að einstakar þjóðir breyti lítið út af venjum sínum í þeim efnum frá ári tfl árs. I<3ósa alltaf eins Appermont bendir á það sem reglu að Spánverjar og Portúgalir skiptist aldrei á atkvæðum. Belgar séu aftur á móti mjög gjafmildir við nágranna sína Hoflendinga, en fái það ekki endurgoldið. Danir hafi það fyrir reglu að gefa Frökkum sjaldan stig og svo virðist sem Tyrkir fylgi þeirri reglu líka. Þá era Englending- ar ekki í náðinni hjá ítölum og Kýpurbúum. Þegar Belgar senda frönskumæl- andi söngvara í keppnina þá eiga þeir vís atkvæöi frá Frökkum og fleiri þjóöum sem tala rómönsk mál. Því er jafnvel haldiö fram aö þetta hafi ráðið miklu um sigur Söndra Kim. Þegar keppandi Belga er flæmskumælandi, fær hann ekkert stig frá þessum þjóöum, en þá hlaupa Englendingar í skarðið," sagði Kristján Bernburg í Belgíu. -GK Grikkir hafa siirn aðdáendaklúbb STÉXXa & Níxoc BaaiXeCoo (KutbéXn): Hlho, o'euxaoioToúue LÓLaCtepa yici xnv npootpooá oou va öLaðéoeLC to KouTiLOÚxep oou Yta OTax lot Lká OTOLxeCa nou öa xpnaLUonoLnoouue aoYÓTeoa uaöóc uat YLa to TOP-IOO nou da önutoupYnoouue uaCC ue touq avaYváxJTec uac to KaXoxaCpL. ETéXXa oou ónuooLeúouue (poTOYPatpCa tou YHpoún "ICY", nou eHnpoownnoe Tnv IoXavöCa OTnv Floupo[3C£lov '86 ue to TpaYoúöL "Gledibankinn" (H Tpá- ne£a Tnc Xapác)nou naTéXape Tnv 16n ðéon. Touc ICY anoreXoúv o Eirikur Hauksson, n Helga Möller í fjölrituðu fréttabréfi griska aðdé- endaklúbbsins gefur að lita frésögn af lcy hópnum og Gleðibankanum. Því er oft haldið farm að engir hafi meiri áhuga á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en ís- lendingar. Hér á landi tæmast götur kvöldið sem keppninhi er sjónvarp- að, en á sama tíma berast þær fréttir frá öðram löndum að enginn taki eftir keppninni. Við höfum það þó okkur tfl afsökunar aö vera byijend- ur í greininni. Allt nýjabrum verði þvi farið af keppninni eftir fá ár, ef það er ekki þegar farið. Við erum þó ekki einir um að vera með söngvakeppnina á heflanum því úti í Evrópu lifa góðu lífi aðdáenda- klúbbar, sem hafa keppnina sem eina verkefnið. Við höfum spumir af ein- um í Grikklandi sem gefur út frétta- bréf fjóram sinnum á ári og safnar öllu sem tengist keppninni. Einn fé- laganna á t.d. upptökur af nærri öllum lögunum sem send hafa verið í hana. Þaö er Yiorgos Economou, ungur maður í Kórinþu, sem er formaður klúbbsins. Hann heitir á alla með sama áhugamál að láta vita af sér og taka þátt í starfmu. Heimilisfang klúbbsins er: Eurovision Song Fan-Club c/o Yiorgos Economou, P.O. Box 46, 20100 Corinth, Greece/ Hellas. Fréttabréf klúbbsins er gefið út á grísku og því óskfljanlegt flestum Islendingum, en þó er ein síðan á ensku. í fyrsta fréttabréfmu er mikið af myndum frá síðustu keppnum og þar koma bæði Icy hópurinn og Halla Margrét fyrir. Þar era einnig viðtöl við þátttakendur frá síðustu árum og verðlaunagetraun. -GK Stormskerið verður ekki til skammar - spáir Brandur Ögmimdsson sjómaður „Mér finnst júgóslavneska lagið best,“ sagði Brandur Ögmundsson sjómaður. Hann sagðist aðeins hafa fylgst með undirbúningi keppninnar án þess þó að hafa séö öll lögin. „Mér fmnst lagið hjá Stormskerinu ekkert sérstakt,“ sagði Brandur. „Það verður þó Varla mjög neöarlega og ég hef ekki trú að hann verði tfl skammar þótt hann geti tekið upp á ýmsu. Ætli ég spái honum ekki 12. sætinu eða það um bil.“ Brandur reiknaði meö að fylgjast með útsendingunni á laugardags- kvöldið. „Ég hef alltaf gert það og reikna ekki með að breyta út af því núna. Það er gaman að þessu og sjálf- sagt að halda áfram að vera meö í keppninni þótt það kosti eitthvað," Brandur ögmundsson reiknar með sagði Brandur. HjördísSævarsdóttirtaldi lögin alltaf að íslenska lagiðhafni i 12. sætinu. -GK eins. Þær Rakel og Sunneva spáðu islenska laginu 10. sætinu. DV-myndir GVA Textinn er algert núll - sögðu þær Rakel og Sunneva „Spánska lagið er mjög gott. Þaö er fallegasta lagið í keppninni,“ sagði Rakel Finnbogadóttir, ung Reykja- víkurmær sem var að Ijúka sam- ræmdu prófunum. Vinkona hennar, Sunneva Backman, var á öðra máli og taldi breska lagið best jafnvel þótt það væri gamall sykurpoppari sem flytti það. Þær ætla að fylgjast með útsend- ingunni á laugardagskvöldið. „Auð- vitað, fylgjast ekki allir með,“ svöraðu þær einum rómi. Þær hafa líka fylgst með undirbúningnum og séð flest lögin þótt júróvisjónlög séu ekki alltaf mjög skemmtileg. Þær vora sammála um að lag Sverris Stormsker hafnaði í 10. sæt- inu eða þar um bfl. „Ég trúi ekki að það fari niður fyrir tíunda sætið,“ sagði Rakel. Þessi niðurstaða þeirra er árangur af nákvæmum útreikn- ingum. Þær töldu aö lagið væri mjög gott og með góðum takti og ætti þess vegna að vera í fyrsta sætinu. „Textinn er álgert núll,“ sagði Sunneva. „Hann er bara ekkert nema nafnarana og fyrir hann fæst ekkert stig.“ Niöurstaðan af útreikn- ingunum er því sú að lag Storm- skersins verði í miðri röðinni. -GK Fjórtánda sætið - spáir Hjördís Sævarsdóttir „Mér fmnst þetta alltaf eins og er ekkert spennt fyrir keppninni," sagði Hjördís Sævarsdóttir. „Ég hef aö vísu ekki séð öll lögin en af þeim sem ég hef séð fmnst mér ekkert bera af.“ Hjördís spáði lagi Stormskersins 14. sætinu eftir nokkra umhugsun. „Lagið er svosem ágætt en þaö borg- ar sig ekki að vera með of mikla bjartsýni. Menn hafa verið mjög bjartsýnir fyrir keppnina síðustu tvö árin en það hefur ekki ræst.“ Hjjördís ætlar að fylgjast meö út- sendingunni á laugardagskvöldiö og reiknaði með að verða heima þótt þaö kæmi einnig til greina að hún yrði meö vinkonum sínum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.