Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 15
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 15 Þeim dettur svo lítið í hug I þá gömlu daga þegar einungis var ein útvarpsstöð í landinu hlust- uöu landsmenn almennt á messu á sunnudagsmorgnum. Þessar messur höfðu þann kost að þær voru í öllum aðaiatriðum aUtaf eins. Það voru engar óvæntar uppákomur til að raska ró manna sem hlustuðu með öðru eyranu og af gömlum vana líkt og á óbreytan- legan niðinn í bæjarlæknum til sveita eða samsöng hjólbarða og bifvéla á götum bæjanna. Líkast til hefði enginn orðið þess var ef út- varpsmenn hefðu í hallæri sent út tuttugu ára gamla messu. Þeir voru að messa í fyrrakvöld, blessaðir stjómmálamennimir. Myndavélamar héldu því fram að þetta væri ný messa. Og víst vora andlitin önnur en fyrir tuttugu áram. En ræðumar voru flestar eins. Sömu gömlu lummurnar Stjómarandstaðan hélt því fram að ríkisstjómin væri sjálfri sér sundurþykk og réði ekki við vand- ann. Allt væri að fara í kaldakol: frystihúsin að stöðvast, atvinnu- leysi framundan, launin alltof lág, vextimir alltof háir, viðskiptahall- inn of mikill, skattamir of háir og allt væri þetta stjóminni að kenna. Svo sæti hún og gerði ekki neitt á meðan Róm okkar væri að brenna. Skyldi þetta hafa heyrst áður? Stjómarliðar sögðu hins vegar að stjómarandstaðan væri ábyrgðar- laus, ríkisstjórnin athafnasöm, afrek stjórnarinnar væru mörg og merkileg en stjómarandstaðan hugmyndasnauð og rúin trausti. Ætli það hafi ekki heyrst áður líka? Það eina sem hljómaði á einhvern hátt öðruvísi en fyrir tuttugu árum var boðskapur Kvennalistaþing- manna og vandræðagangur þeirra stjómarliða sem vom að reyna að svara þeim. Sem auðvitað er ein skýringin á því að Samtök um kvennalista eru samkvæmt skoð- anakönnunum önnur af tveimur fylgismestu stjórnmálasamtökum landsins um þessar mundir. Fárra manna tal Það hefur líklega engin hlust- endakönnun verið gerð á fimmtu- dagskvöldið. Það liggja þvi engar tölur á borðinu um hversu lítill hluti þjóðarinnar fylgdist með um- ræðunum um vantraustið á ríkis- stjórnina. Flest bendir þó til að þessi um- ræða hafi verið fárra manna tal og skipti þá litlu þótt reynt væri all- hressilega að brýna menn til að hlusta. Við sem fylgjumst með umræðum sem þessum, aðaUega af gömlum vana, erum eiginlega talin hálfskrítin. Yngri kynslóðinni þótti þannig mun merkilegri tíðindi en þessi pólitíska hebreska að síð- asta samræmda prófinu skyldi vera lokið. Margir sem eldri em stilltu hins vegar umsvifalaust á erlendar myndir á Stöð tvö þar sem góðir gæjar og vondir vega mann og annan. Pólitískt hringsól Áhugi á slíkum umræðum stjóm- málamannanna er sem sagt ekki fyrir hendi meðal almennings. Hvers vegna? Einn maður, sem aldrei skorti áhugann, svaraði þeirri spurningu fyrir nokkmm áratugum. „Áhug- inn var bara drepinn," sagði hann. „Hann þurfti aldrei að deyja. En hann var bara drepinn af þessum atvinnustjórnmálamönnum. Þeim dettur svo lítið í hug.“ Já, „þeim dettur svo lítið í hug“. Ætli Jónas frá Hriflu hafi ekki hitt naglann á höfuðið þegar hann kenndi hugmyndafátækt atvinnu- stjómmálamanna um að hafa drepið áhuga almennings á stjóm- málaumræðunni? íslenskir stjómmálamenn hafa árum og áratugum saman verið að fást við sömu vandamálin með sömu skyndiaðgerðunum og haldið sömu ræðurnar um vandann og ráðstafanimar, með og móti. Bjarg- ráð þeirra hafa einungis verið eins konar fegurðaraðgerð á krabba- æxli en engin lækning. Þess vegna fara þeir alltaf sömu hringferðina aftur og aftur. Eitt sinn var sagt að stjórnmála- foringi gæti talað sig inn í hjörtu landa sinna. Atvinnustjórnmála- menn samtímans hafa talað sig út úr hjarta þjóðarinnar. Og svo eru þeir furðu lostnir þegar þjóðin set- ur traust sitt um stund á það eina stjórnmálaafl sem ekki hefur enn sýnt í verki hugmyndafátækt hins pólitiska hringsóls. Slegist á flugvellinum Hafi ekkert komið á óvart í út- varpsumræðunum í fyrrakvöld verður það sama ekki sagt um þær vinnudeilur sem staðið hafa síö- ustu daga. Sú sérkennilega staða er upp komin að Verslunarmannafélag Reykjavíkur, sem fram að þessu hefur verið hálfgert grín í kjarabar- áttunni, er komið í harðvítugt verkfaU upp á eigin spýtur og verk- fallsverðir þess famir að slást við ferðamenn sem vilja komast úr landi. Hver hefði trúað þessu að óreyndu? Ástæða þess að verslunarmenn felldu í tvígang samning sem for- ystan lagði fyrir þá og fóru í verkfall er augljós: lágir kauptaxt- ar. Umtalsverður hluti verslunar- manna fær greitt samkvæmt þessum kauptöxtum sem eru langt Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aöstoðarritstjóri undir skattleysismörkum. Sá hóp- ur réð ferðinni. Meirihluti verslunarmanna er hins vegar yfirborgaður. Sá meiri- hluti mun vafalítið skila sér í atkvæðagreiðslunni sem lýkur í dag um miðlunartillögu sáttasemj- ara. Fari svo mun þessu óvænta verkfalli senn ljúka. Gífurlegur launamunur Þótt verkfóllum linni stendur sú staðreynd eftir óhögguð að launa- munur í landinu er gífurlegur. í hugum fólks em þær upplýsing- ar, sem birst hafa opinberlega um kjör forstjóra Sambands íSlenskra samvinnufélaga á meðan hann gegndi starfl framkvæmdastj óra við fisksölufyrirtæki í Ameríku, lýsandi tákn þessa óeðlilega launa- bils. Hyldýpisgjáin, sem er á milli launa fiskvinnslukonunnar, sem puðar við þorskinn í frystihúsinu, og forstjórans, sem stjórnar sölu þessa sama þorsks í Ámeríku, er auðvitað utan allra velsæmis- marka. Mat þjóðfélagsins á vægi hinna ólíku starfa er einnig brenglað. Það mat er í engu samræmi við mikil- vægi starfanna fyrir þjóðarbúið. Störf í framleiðslugreinunum eru lítils metin þegar teknar eru ákvarðanir um laun. Það starfsmat sem felst í núver- andi launakerfi er að sjálfsögðu ekkert náttúrulögmál heldur af- leiðing ákvarðana sem teknar hafa verið í kjarasamningum og af hálfu stjórnenda í atvinnulífmu og hjá ríkinu. Þvi er hægt að breyta. Það er einfaldlega spuming um vilja þeirra sem ráða. Læstir í fortíðinni Forystumenn svonefndra aðila vinnumarkaðarins viröast margir hveijir ekki síður læstir í fortíðinni en stjómmálamennimir. Þrálátur er sá kórsöngur, sem koma á í veg fyrir allar breytingar í réttlætisátt, að mikil hækkun lægstu launa muni setja allt þjóð- félagið úr skorðum með óðaverð- bólgu. En vandinn er líklega ekki fyrst og fremst sá hvernig unnt sé að hækka lægstu launin án þess að tilsvarandi hækkun verði á hæstu laununum í þjóðfélaginu. Það er í raun enn mikilvægara að huga að endurmati á því hvar mikilvæg- ustu framleiöslustörfin eiga að vera í launakerfmu. Af hveiju eiga þau störf, sem skipta svo miklu máli fyrir framleiðslulifið í landinu, að vera á botninum? Hvers vegna ekki hreinlega að meta þau störf upp á nýtt og skipa þeim eðlilegri sess í launakerfi þjóðarinnar? Hreyfing í molum Á morgun er heföbundinn hátíð- isdagur verkalýðsins. Þá fara menn í göngur undir fánum, leggja fram kröfur í ávörpum dagsins og halda ræður á útifundum. Auðvitað segir það sína sögu um stöðu mála í launþegahreyfmgunni hvernig staðið er að þessum hátíða- höldum. Ætli þaö sé ekki tímanna tákn að í Hafnariirði, þar sem verkalýðshreyfingin var um ára- tugaskeið afar sterk, skuli ganga og útifundur 1. maí vera liðin tíð. Staðreyndin er auðvitað sú að verkalýðshreyfmgin er í molum. Vart hefur verið minnst á Alþýðu- sambandið síðustu misseri frekar en það væri ekki til. Sundmng hef- ur verið innan Verkamannasam- bandsins þar sem kröfur um stofnun sérstaks sambands fisk- vinnslufólks hafa orðið sífeljt háværari. Líkur eru á að sum félög opinberra starfsmanna klofni í smærri einingap. Og hver verður þróunin innan Verslunármannafé- lags Reykjavíkur eftir atburði síði^afu vikna? Ýmsir hópar þar mónu hafa áhuga á að taka samn- mgamálin í eigin hendur, til dæmis þeir sem starfa í ferðaiðnaðinum. Klofnar VR kannski líka í smærri félög? Sungið í Dyflinni Þótt stjómmálamenn og verka- lýðsforingjar hati ástæðu til að harma áhugaleysi almennings em slíkar áhyggjur fjarri Sverri Stormsker og félögum er þeir sötra bjór og viski á írskum krám í Dy- flinni. íslendingar taka nú þátt í evr- ópsku söngvakeppninni í þriöja sinn og áhuginn hefur ekki minnk- aö. Enn sem fyrr hefur landinn gengið út frá því sem nánast gefn- um hlut að ísland færi með sigur af hólmi eða svo gott sem. Ófyrir- leitnir veðmangarar, sem setja íslensku sveitina í sextánda sætiö einu sinni enn, fá þar litlu breytt. Landsmenn fylgjast grannt með því gegnum fjölmiölana hvað Stormsker borðar og drekkur, hvernig Stefáni líður í hálsinum og hveijum Jón Páll lyftir til lofts í virðulegum hanastélum. Og síðan tæmast göturnar í kvöld þegar öll þjóðin sest framan við kassann góða pg fer að syngja um Sókrates. Ef íslendingar lenda svo í sext- ánda sæti þriöja árið í röð má alltaf skamma Svía. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.