Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 24
24
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Popp
DV
Beinagrind fegurðar:
Þaö sem hér fer á eftir eru hugleið-
ingar um fyrstu breiðskífu Sykur-
molanna, Life’s Too Good. Ég vil hins
vegar taka það strax fram aö eitt
óyfirstíganlegt vandamál háir mér
við þessi skrif: mig skortir orð. Ég
er búinn aö sitja fyrir framan autt
blaöið í ritvélinni dágóða stund, bíða
eftir því að einhver ódauðleg lýsing-
arorö spretti upp úr hugarfylgsnum
mínum til þess að binda blekfjötrum
þærtilfinningar semhlustunáþessa
plötu vekur hjá mér. Ekkert gerist.
Aldrei áður hefur hið ritaða orð
opinberað fyrir mér á jafnaugljósan
hátt annmarka sína þegar lýsing á
tónlist er viðfangsefnið. Það væri
raunar hin fullkomnasta einfoldun
að reyna að skilgreina skynjun þess-
arar tónlistar með hjákátlegum
táknum sem þegar best lætur gætu
aðeins varpað henni fram á grófan
og ófullnægjandi hátt. Því verða
þessar vangaveltur aldrei annaö en
einfólduð beinagrind af áhrifamætti
þessarar plötu.
Það er óhætt að segja, að sjaldan
hafi ríkt meiri eftirvænting eftir
frumraun íslenskrar hijómsveitar og
fyrstu breiöskífu Sykurmolanna,
Life’s Too Good. í tilefni af útgáfu
hennar birtist Björk Guðmundsdótt-
ir í þriðja skiptið á aðeins hálfu ári
á forsíðu breska tónlistartímaritsins
Melody Maker. Slíka athygli hefur
ný hijómsveit ekld fengiö í áraraðir.
Fyrir okkur íslendinga (a.m.k.
suma) hefur eftirvæntingin verið
enn meiri þar sem platan átti upphaf-
lega að koma út fyrir ári síðan.
Á þessu eina ári hafa ótrúlegar við-
tökur gagnrýnenda og almennings
erlendis oröið til þess að útgáfa plöt-
unnar hefur tafist jafn mikið og raun
ber vitni. Hvem hefði t.d órað fyrir
því að einu og hálfu ári eftir að
Ammæh tók fyrst að bærast á öldum
íslenska Ijósvakans, ætti þaö eftir að
kitla hiustir samyrkjubænda á kibb-
utzum í ísrael?
Eftir alla þessa gífurlegu athygli
hafa sumir velt því fyrir sér hvort
Sykurmolamir væm þess megnugir
að fylgja eftir þeim fyrirheitum sem
Ammæli gaf. Éftir að hafa hlustaö á
Life’s T oo Good, þarf enginn að velkj-
ast í vafa: platan blæs öllum slíkum
hrakspám á ballarhaf út. Sykurmol-
amir geysast einfaldlega fram úr
öllum hugsanlegum væntingum.
Úr ellefu ólíkum brotum myndast
heild þessarar plötu. Á ferðalagi
hlustandans um furðuveröld Sykur-
molanna er að mörgu að hyggja.
Fómarlamb byltingar, saklaus
bjargvættur á slysstað, afmælis-
bamið sem málar þungar bækur,
samfarir með eina af Bæjarins bestu
í maganum og fyrstu kynnin af guði
almáttugum eru aðeins nokkur við-
fangsefni hér. Sökkvi hlustandi sér
dýpra ofan í heimsmynd Sykurmol-
anna er hægfara dáleiðsla ekki langt
undan, textamir festa seigar rætur í
vitundina og leysa ekki tak sitt án
átaka. Efast um að íslensk popptexta-
gerð hafi raunar nokkm sinni risið
hærra.
Söngvarar Sykurmolanna em sér-
kapituli út af fyrir sig. Um rödd
Bjarkar hefur svo mikið veriö skrif-
að, með svo ólíkum lýsingarorðum
að lítið gagn er í því að hlaða nokkr-
um frösum í viöbót á þann haug.
Frammistaða hennar á plötunni er
einfaldlega slík að orð fá ekki lýst,
sem er svo sem ekkert nýtt af hennar
hálfu, bestu söngkonu íslands um
árabil. Það sem vekur mesta athygli
er hve náið samspil er á milli hennar
og Einars Arnar. Saman ná þau frá-
bæm mótvægi við hvort annað;
Björk bregður upp seiðandi og eró-
tískri fegurð á meðan Einar opin-
berar óþægilegan og Ijótan flöt lífsins
með „söng“ sínum. Þetta virkar svo
aUt í senn, sem gælur elskhuga og
ísköld vatnsgusa á hlustandann.
Tónsmíðamar á Life’s Too Good
eru, eins og búast mátti við, með því
besta sem heyrst hefur frá íslenskri
hljómsveit í langan tíma. Hér er ekki
að finna einn einasta veikan blett,
öll lögin em hver á sinn hátt eftir-
Life’s Too Good: Besta íslenska hljómplata þessa áratugar...
THINVVHITE
ROPE / ;•
WUGHTYtEMOH
Björk i þriðja skiptiö á forsíöu Me-
lody Maker...
minnileg. Inn í þéttan leik hljóm-
sveitarinnar er kryddað ýmsum
skemmtilegum hljóðfærum t.d.
lúðrablæstri í Motorcrash eða munn-
hörpu í Traitor. Sérstaklega vel tekst
til að ná áhrifamætti bestu tónleika-
laga .Sykurmolanna, t.d. Veik í
Leikfong sem fær enska heitið Sick
For Toys og er hreinlega frábært á
plötunni.
Það eina sem ég get raunar talið
plötunni til lýta er það, hve mörg lög
em á henni sem hafa komið út áöur.
Breiðskífan inniheldur fimm lög sem
er að finna á þeim smáskífum sem
þegar hafa komið út með hljómsveit-
inni, þ.e.a.s. Birthday, Cold Sweat,
Deus, Traitor og Motorcrash. Hefði
að ósekju mátt sleppa t.d. Birthday,
enda liðið rúmlega hálft ár frá því
það var gefið út í Bretlandi og þess
vegna þaulkunnugt þeim sem fylgst
hafa með Sykurmolunum.
Þegar ég hugsa til baká, dettur mér
ekki í fljótu bragöi í hug betri hljóm-
plata frá íslenskum listamönnum. í
það minnsta hafa Sykurmolamir
sent frá sér bestu íslensku poppplötu
þessa áratugar og þótt víðar væri
leitað. Life’s Too Good er hreinrækt-
að meistaraverk sem sífellt sýnir á
sér nýjar hliðar við hverja hlustun.
íslensk popptónlist hefur aUt of
lengi valið þá öruggu leiö að apa eft-
ir erlendum tónlistarstraumum í von
um frægð og frama og hefur það
reynst ágætlega á heimavelli. Þess
vegna er engin furða að staðnaðri
íslenskri dægurlagatónlist hafi hra-
pallega mistekist að feta sömu spor
erlendis. Sykurmolamir hafa sannað
það með þessari plötu að langbesta
leiðin til vinsælda er að fara ótroönir
slóöir í listsköpuninni. Á meðan þau
halda áfram á sömu braut verða þau
leiðandi í íslenskri popptónlist bæði
hér og erlendis um ókomna tíð. Lífið
er svo sannarlega of gott...
Þorsteinn Högni Gunnarsson
Ferskasta nýrokk Bandaríkjanna:
Throwing Muses og Pixies
Bandarískt nýrokk hefur veriö
að auka jafnt og þétt við vinsældir
sínar í Evrópu undanfarin ár. Næg-
ir þar að nefna nöfn eins ogR.E.M.,
Violent Femmes, Los Lobos. Tim-
buk 3, 10,000 Maniacs o.fl. Áhugi
Breta hefur þó einkum á undan-
fómum vikum beinst að tveim
Wljómsveitum frá Boston á austur-
strönd Bandaríkjanna. Þær em
Throwing Muses og Pixies. Báðar
þessar sveitir gefa út plötur sinar
þjá breska óháða útgáfufyrirtæk-
inu 4AD og era núna í tveim efstu
sætum óháða breiðskífulistans þar
í landi'með nýjustu afurðir sin-
ar.
Throwing Muses hefur verið eins
konar óskabam bresku popppress-
unnar undanfarið eitt og hálft ár,
eða allt frá þvi hfjómsveitin sendi
frá sér fyrstp breiðskífu sína seinni
hluta ársins 1986. Platan, sém bar
nafniö Throwing Muses, hlaut
óspart lof gagnrýnenda og hafnaði
í fiórða sæti yfir bestu breiðskífur
þess árs í lokauppgjöri Melody
Maker. Tónlist Throwing Muses
þótti einkar kröftugt og ferskt rokk
sem undirstrikaði einstakan söng
hinnar tvitugu söngkonu Kristin
Hersh. Rödd hennar þykir óvenju-
lega falleg og sterk, ekki svo ólík
Björk Guðmundsdóttur. Elnnig
þótti þaö merkilegt að í hljómsveit-
inni starfa þrjár konur en aðeins
einn karl.
Throwing Muses sendu frá sér í
fyrra, eina tóif tommu og eina
mini-lp plötu sem báðar fengu frá-
bæra dóma gagnrýnenda. Nú fyrir
skömmu kom svo út önnur breiö-
skífa hljómsveitarinnar, House
Tomado. Platan hefur fengið frá-
bærar viötökur hjá gagnrýnendum
og ekki síður almenningi, og er
þessa vikuna í öðra sæti óhaöa vin-
sældalistans.
Sæti ofar, eða í fyrsta sæti, er svo
fyrsta breiðskífa íjórmenninganna
í Praes. Verkið ber heitið Surfer
Rosa og þykir ein ferskasta rokk-
Throwing Muses: HvirHlvlndur I
bandarísku nýrokki.
Pixies: Einoka toppsæti óháða vinseeldalistans.
platan sem komið hefur út það sem
af er þessa árs. Rokkiö scm Pixies
flytja er hrátt og óslipað. Hefur tón-
list þeirra verið líkt við t.d. Violent
Femmes og Husker Du, og þykja
þau vera undir áhrifum frá eldri
hljómsveitum á borö við T. Rex,
Iggy Pop & The Stooges og Pere
Ubu. Gítarleikur Pixies minnir
einnig um margt á bresku sveitina
The Jesus & Mary Chain vegna
notkunar þeirra á „feedback” gít-
arsins.
Bæði Throwing Muses og Pixies
eiga það sameiginlegt aö textar
þeirra fjalJa á óvenjulegan hátt um
tilfmningar fólks. Kristin Hersh
semur sína texta með hliðsjón af
kennisetningum súrrealismans,
þ.e.a.s. efiiivið texta hennar er að
finna í skilum draums og vera-
leika. Pixies era á svipaöri línu en
öllu samhengislausari.
Hvorug hljómsveitin er mjög
þekkt hérlendis, aðallega vegna
þess að lítið hefur fengist af plötum
þeirra til þessa. Einhver breyting
er aö veröa á því og ætti að vera
kjörið fyrir þá, sem eru að leita aö
einhveriu nýstárlegu og fersku, aö
hafa upp á nýjustu plötum þeirra.
Þær munu örugglega koma á óvart