Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 57 dv___________________________________________________Afmæli Jón Eiríksson Jón Eiríksson, fv. bóndi í Djúpa- dal í Akrahreppi, veröur níræður á morgun. Hann fæddist í Djúpadal og ólst þar upp fyrstu árin en fór í fóstur aö Reynistað til fóðursystur sinnar, Sigríðar, og manns hennar, Sigurð- ar Jónssonar, foreldra Jóns al- þingismanns. Dvaldi Jón þar lengst af fram um tvítugt. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri og hóf búskap í Djúpadal skömmu eftir 1920 en þar bjó hann um hálfrar aldar skeið. Jón var í mörg ár deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og sat um árabil í stjóm þess. Jón kvæntist 1927 Nönnu, f. 1.6. 1906, d. 1930, dóttur Þorbergs Númasonar frá Húsavík og Val- gerðar Eiríksdóttur, Eiríkssonar hreppstjóra í Djúpadal. Jón og Nanna eignuðust eina dóttur, Sig- ríði, konu Rögnvalds Gíslasonar frá Eyvindarholti, aðalbókara á Sauðárkróki. Sigríður og Rögnvaldur eiga fjög- ur böm. Þau eru: Eiríkur, cánd. mag., lektor við HÍ, kvæntur Guð- rúnu Ingólfsdóttur cand. mag.; Nanna Valgerður, fulltrúi hjá Bókaforlaginu Iðunni, gift Berg- steini Vigfússyni; Guðrún, raf- magnsverkfræðingur og lektor við HÍ, gift Bimi Þór Bjamasyni stærð- fræðingi; og Sigríður Kristín, bókmenntafræöinemi við HÍ. Systkini Jóns vom Stefán, f. 1896, d. 1975, dvaldi í Kanada um þijátíu ára skeið en flutti heim 1957, ókvæntur; Valgerður, f. 1900, d. 1977, kona Jóns Bjömssonar, b. í Sólheimum í Blönduhlíð; Eiríkur, f. 1905, trésmíðameistari í Reykja- vík, kvæntm- Helgu Jónsdóttur frá Hrauni í Sléttuhhð; Sigríður, f. 1907, gift Friðriki Hansen, kennara á Sauðárkróki; Ingibjörg, f. 1909, d. 1979, gift Sigurði P. Jónssyni, kaupmanni á Sauðárkróki; og Skarphéðinn, b. í Djúpadal, f. 1914, kvæntur Elínborgu Guðmunds- dóttur frá Lýtingsstöðum. Foreldrar Jóns voru Eiríkur Jónsson, b. og trésmiður í Djúpa- dal, f. 1863, d. 1948, og kona hans Sigríöur Hannesdóttir, f. 1875, d. 1958. Foreldrar Eiríks vora Jón b. í Djúpadal, Jónssonar b. á Tréstöð- um í Glæsibæjarhreppi, og kona hans Valgerður Eiríksdóttir, hreppstjóra í Djúpadal, Eiríksson- ar, prests á Staðarbakka, Bjöms- sonar b. í Djúpadal, Mera-Eiríks- sonar. Systir Jóns í Djúpadal Jónssonar var Bergþóra, amma þeirra bræðra, dr. Eiríks Albertssonar og Valtýs læknis. Bróðir Eiríks hrepp- stjóra var Jón Eiríksson, prestur á Undirfelli, afi Jóns Þorlákssonar, borgarstjóra og forsætisráðherra, og langafi þeirra Sigurðar Nordal og Jóns Eyþórssonar veðurfræð- ings. Kona Eiríks hreppstjóra var Hólmfríður Jónsdóttir, Einarsson- ar, en þeir vora bræörasynir Jón Einarsson og Sveinn Pálsson lækn- ir og náttúrufræöingur. Móðir Jóns Einarssonar, Hólmfríður, og Jón Steingrímsson eldprestur vora bræðraböm. Hannes, faðir Sigríðar í Djúpa- dal, var sonur Þorláks Jónssonar, b. á Ystu-Grand, en móðir Þorláks var Guðrún, hálfsystir Gísla Konr- áðssonar sagnfræðings, fóður Konráðs Fjölnismann og afa Ind- riða Einarssonar rithöfundar. Kona Þorláks var Sigríður Hannes- dóttir, prests á Ríp Bjamasonar, bróöur séra Eiríks á Staðarbakka, en hálíbróðir þeirra prestanna var Benedikt Ólafsson, afi Konráðs Gíslasonar. Sigríöur á Ystu-Grund, var ömmusystir dr. Rögnvaldar Péturssonar í Winnipeg og afasyst- ir Elínborgar Lárusdóttur skáld- konu. Bræður Hannesar Þorlákssonar vora Gísh, hreppstjóri á Frosta- stöðum, afi Gísla Magnússonar í Eyvindarholti, og Guðmundur Þor- láksson magister. Systir Þeirra, Sigríður, var amma Magnúsar Gíslasonar, b. og skálds á Akri. Kona Hannesar var Ingibjörg Þor- leifsdóttir á Botnastöðum, Þorleifs- sonar í Stóradal, en móðir Ingibjargar var Ingibjörg Magnús- dóttir, prests í Glaumbæ, Magnús- sonar og síöari konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín, systur Önnu, ömmu Einars skálds Bened- iktssonar. Bróðir Sigríðar í Djúpadal var Magnús b. í Torfmýri, afi Magnús- ar Jónssonar ráðherra frá Mel og faðir Hannesar skólastjóra, foður Heimis lögfræðings. Jón dvelur nú á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðárkróki. . Ingibjörg Ásgeirsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Kenn- arabústað 1, Skógum, Austur-Eyja- íjallahreppi, verður fimmtug á morgun. Ingibjörg fæddist í Framnesi í Dyrhólahreppi. Eftir barnaskóla fór hún að vinna fyrir sér og giftist 1959 Jóni kennara, f. 7.9.1932, syni Einars, lagermanns í Reykjavík Jónssonar, b. í Egilsstaðakoti í Vih- ingaholtshreppi Einarssonar, og konu hans, Guðbjargar Andreu Ólafsdóttur, Tómassonar b. í Kefla- vík í Rauðasandshreppi, Guð- bjartssonár. Ingibjörg og Jón hafa átt heima á Skógum síðan þau giftu sig. Böm Ingibjargar og Jóns eru Ein- ar, f. 20.2. 1959, lögfræðinemi, sambýhskona hans er Laufey Wa- age; Guðbjörg Andrea, f. 19.11.1960, er við nám í sálarfræði í London, eiginmaður hennar er Jóhann Friðrik Klausen; Unnur Ása, f. 1.9. 1962, er við nám í Lihehammer í Noregi; Kristín Rós, f. 22.4.1964, er við nám í Kennaraháskóla íslands, sambýhsmaður hennar er Óskar Baldursson. Systkini Ingibjargar: Ása Páhna, f. 7.8. 1926, d. 24.4. 1942; Stefán, f. 28.6.1927, d. 21.2.1971, hann kvænt- ist Áslaugu Kjartansdóttur frá Suður-Hvammi í Mýrdal og eignuð- ust þau þrjú böm; Margrét, f. 1929, gift Óskari Óskarssyni, strætis- vagnabílstjóra í Reykjavík, frá Garðsauka í Hvolhreppi, þau eiga þrjú börn; Sigurður, f. 19.12. 1930, kvæntist LUju Sigurðardóttur frá Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjalla- hreppi en þau skildu og starfar Sigurður nú í Gunnarsholti; Guð- geir, f. 26.11.1932, strætisvagnabíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Ingeborg J. Kanneworff, þau eiga eitt barn; Unnur Aðalbjörg, f. 21.8. 1934, d. 22.12. 1942; Siggeir, f. 16.8. 1936, b. í Framnesi og ókvæntur. Foreldrar Ingibjargar: Ásgeir Pálsson, hreppstjóri og b. í Fram- nesi, f. 2.7. 1895, og kona hans Kristín Hólmfríður Tómasdóttir, f. 10.3. 1893. Foreldrar Ásgeirs voru PáU Þór- arinsson, f. 1863, og kona hans Stefanía Sigurðardóttir, f. 21.8. 1868. PáU var bróðir Helga í Þykkvabæ í Landbroti. Móðurforéldrar Ingibjargar voru Tómas Jónsson að Saurum í Stað- arsveit og í Hhðarkoti en síðar í Vík í Mýrdal, f. 14.12.1866, d. 14.3. 1948, og kona hans Margrét Jóns- dóttir, f. 12.9. 1867, d. 25.12. 1950. Marta Þórðardóttir Marta Þórðardóttir frá Fit á Baröaströnd, nú húsfreyja á Hreggstöðum í Barðastrandar- hreppi, verður sjötug á morgun. Marta ólst upp á Fit hjá foreldr- um sínum og systkinum. Maður hennar er Gísli, f. 9.5.1910, sonur Gísla Marteinssonar, b. á Siglunesi, og Guðnýjar Gestsdótt- ur. Marta og Gísli bjuggu sin fyrstu búskaparár á Fit en fluttu síðan að Hreggstöðum þar sem þau búa enn. Marta og Gísh eignuðust sjö börn, en sex þeirra eru á lífi. Börn þeirra: Gunnar Hólm, en hann lést í barn- æsku; Guðrún, sjúkraliði á Kjalar- nesi; Marteinn, sjómaður á Tálknafirði; Ingibjörg, húsfreyja í Feigsdal í Ketildölum; Aðalsteinn, sjómaður á Patreksfirði; Guðný, húsmóðir i Stykkishólmi; og Árdís, húsmóðir í Keflavík. Marta átti ellefu systkini en tvö þeirra eru á lífi. Foreldrar Mörtu: Ingibjörg Er- lendsdóttir og Þórður Marteinsson, b. á Fit á Barðaströnd. Marta verður að heiman á af- mælisdaginn. Ólafur Magnússon Jósefína Hrafhhildur Pálmadóttir Jósefína Hrafnhildur Pálmadótt- ir, húsmóðir að Árholti í Torfa- lækjarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu, verður fertug á morgun. Jósefína Hrafnhildur fæddist á Blönduósi, dóttir Aðalbjargar Þor- grímsdóttur og Pálma Ólafssonar, en hún ólst upp hjá foreldram sín- um og sex systkinum, að Holti í Torfalækjarhreppi. Jósefína Hrafnhildur giftist 1966 Ingimar Skaftasyni, en þau eiga þrjú börn. Árið 1966 stofnuðu þau hjónin nýbýhð Árholt, en þar hafa þau búið síðan. Olafur Magnússon, Túngötu 28, Tálknafirði, er sextugur í dag. Ólafur fæddist að Kirkjubóh í Staðardal í Hróbergshreppi á Ströndum og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum. Hann flutti með fjöldskyldu sinni að Drangsnesi 1947 þar sem hann starfaði við fisk- vinnslu og til Hólmavíkur 1949 þar sem hann vann ýmis störf. Ólafur stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1951-53 og lauk þaðan búfræðiprófi en stund- aði síðan fiskmatsnámskeið og var verkstjóri hjá Hólanesi hf. á Skaga- strönd í eitt ár. Hann flutti síðan til Tálknafjarðar 1956 og hefur búið þar síðan. Hann var verkstjóri í frystihúsinu á Tálknafiröi í tólf ár. Ólafur var hreppstjóri á Tálkna- firði í álján ár. Ólafur gifti sig 1956 Sóleyju, f. 22.2. 1937, dóttur Þórarins, sjó- manns á Suðureyri, Jónssonar sem nú er látinn og eftirlifandi konu hans, Pálínu Einarsdóttur. Ólafur og Sóley eiga fjögur böm. Þau eru: Hjördís Guðrún, fóstra á Tálknafirði, f. 1958, gift Guðbergi Péturssyni stýrimanni og eiga þau tvö böm; Gerður Sjöfn, húsmóðir í Reykjavík, f. 1963, gift Þresti Sveinbjömssyni vélstjóra, þau eiga eitt barn; Magnús rafvirki á Tálknafirði, f. 1966, hann á eina dóttur; og Þórarinn, nemi í VÍ, f. 1970. Ólafur á fjögur systkini. Þau eru: Lýður, b. á Húsavik í Tungusveit á Ströndum, f. 1924, kvæntur Ragn- heiði Runóhsdóttur; Guðmundur, leigubílstjóri í Reykjavík, f. 1925, kvæntur Margréti Björnsdóttur; Guðlaug, saumakona í Reykjavík, f. 1926, gift Cyrasi Hjartarsyni leigubílstjóra; og Katrín, ráðskona hjá Rarik í Reykjavík, f. 1931, gift Gunnari Helgasyni sjómanni. Foreldrar Olafs voru Magnús, b. á Kirkjubóh, f. 23.9. 1890, d. 1964, og kona hans Þorbjörg Árnadóttir, f. 15.9. 1889, d. 1980. Föðurforeldrar Ólafs vora Sveinn b. á Kirkjubóli Sveinsson, Kristjánssonar og kona hans Guð- laug Magnúsdóttir. Faðir Þorbjarg- ar var Árni b. á Fitjum Jónsson en móðir hennar Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Ólafur verður ekki heima á af- mæhsdaginn. Tilmæli til afmælis- bama Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Muniðaðsenda okkur myndir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.