Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Page 4
.4 ■ LAUGAKDAGUR 2. JÚLl 1988. Fréttir________________________ Þjóðhagsstofnun tekur sig á - rætt við Þórð Friðjónsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar Þóröur Friðjónsson og Ásgeir Danielsson hagfræðingur líta á tölur þjóðhagsspár. DV-mynd JAK - Þjóðhagsstofnun hefur sætt mik- ili gagnrýni fyrir, að spár hennar hafa ekki staðist. Hvað varðar fyrri spár, þarf aö hafa í huga, að efnahagslífið hér er sveiflukenndara en í flestum öðrum ríkjum, þar sem menn búa við sambærileg lifskjör. Jafnframt má færa rök fyrir því, að festa í efnahagsstjóm hafi stundum verið minni en víðast annars staðar. Þetta torveldar auðvitað spágerð. Hins vegar er það rétt, að frá tækni- legu sjónarmiði hafa spár hér á landi og áætlanir líklega staðið nokkuð að baki spám annarra ríkja. Til dæmis hafa spár OECD, sérstaklega fyrir aðildarríkin í heild og reyndar einnig fyrir mörg ríkjanna, reynst býsna góðar sam- kvæmt athugunum. Breytt um stefnu - Hvað hefur stofnunin gert sem andsvar? Að undanfórnu hefur verið unnið að viðamikilli endurskoðun á spá- gerðinni og áætlanagerðinni, þá sérstaklega með það fyrir augum að færa okkur í nyt þá tækni, sem best hefur gefist annars staðar. Ég held, að engum blööum sé um það að fletta, að sú spáaðferð, sem reynst hefur best í nálægum lönd- um, er byggð á notkun þjóðhagslík- ana, ásamt huglægu mati út frá innsæi og almennri skynsemi. Til einfoldunar má kannski flokka spár í þrjá aðalflokka. í fyrsta lagi er þá ágiskun, sem byggð er á almennri tilfinningu manna út frá minni og því, hvað getur tal- ist innan skynsamlegra marka. í öðru lagi er yfirvegað mat, þar sem tekið er tiljit til upplýsinga um helstu stærðir efnahagslífsins, og þessi aðferð byggist þannig ekki á sérstökum athugunum eða undir- búningsvinnu og þó byggt á könn- unum og útreikningum að því er varðar ýmsa þætti efnahagslífsins. Þessi spáaðferð hefur hins vegar þá takmörkun að oft er ekki fylli- lega ljóst hvaöa forsendur menn gefa sér og hvemig menn láta hina ýmsu þætti efnahagslífsins spila saman. Spáaðferðin er því ekki mjög fonnfóst og aö mismiklu leyti byggð á huglægu mati þess sem gerir spána. Með öðmm orðum em spár af þessu tagi spár, sem ekki er hægt að endurtaka, því að óvíst er, að menn meti horfumar meö sama hætti, þótt byggt sé á sömu upplýsingum, og jafnvel mundi sami maður meta horfumar mis- munandi frá einum degi til annars. í þriöja lagi er svo notkun þjóð- hagslíkana sem felur í sér að öllum helstu þáttum em gefin töluleg gildi og jafnframt ákveðið eftir hvaða reglum stærðimar breytast innbyrðis. Þjóðhagslíkan er reikni- verk, samsett úr fjölmörgum jöfn- um, sem ætlað er að lýsa samspili helstu þátta efnahagslífsins. í þjóð- hagslíkani er því formlega skil- greint, hvernig hinar ýmsu stærðir hafa áhrif hver á aðra. Framansagt er ákaflega mikil- vægur grundvöllur undir spágerð- ina, því með því að skilgreina ná- kvæmlega, hvernig spáin er gerð, fær hver sá, sem gerir spána, sömu niðurstöðu, miðað við, að byggt sé á sömu forsendum. - En spárnar hafa ekki verið nógu nákvæmar. Okkar markmið er að taka upp á næstu misserum sömu aðferðir og nálægar þjóðir, sem byggja fyrst og fremst á þjóðhagslíkönum, auk yfirvegaðs mats á aðstæðum. Hing- að til hefur fyrst og fremst verið byggt á því, sem ég hef nefnt yfir- vegað mat, þótt líka hafi verið til staðar líkön um einstök svið efna- hagslífsins, svo sem veröbólgulík- an, sem oft hefur verið vitnað til. Við stefnum að því að færa áhersl- una á þjóöhagslíkön, þótt vitaskuld sé ávallt nauðsynlegt að meta jafn- framt aðstæöur eftir öðrum leið- um. Þetta er því áherslubreyting. Ég tel svigrúm til að bæta spárn- ar með þessum áherslubreyting- um. Ekki er ástæöa til að ætla, að þær aðferðir, sem hafa reynst best annars staðar, eigi ekki við hér á landi. Tíminn mun auðvitaö leiða það í ljós, en að öllu samanlögöu tel ég góðar líkur á, að þessar að- ferðir skili betri árangri. í þessu sambandi má ítreka, að í þau um það bil 30 ár, sem OECD hefur not- að svona aðferðir, hafa þær gefist vel og til dæmis sjaldan verið um verulegt frávik að ræða frá spánum nema í olíukreppunni 1973-74. Þar á ég við spá um hagvöxt. Ekki veðurspár - Hve góðar geta spárnar þá orðið? Þjóðhagsspá er þó ekki eins og veðurspá, því að þjóðhagsspár geta haft áhrif á, hvað einstaklingar eða fyrirtæki gera, og þar með hefur spáin áhrif á efnahagslífiö. En veð- urspá hefur ekki áhrif á veðrið. Þetta undirstrikar, að vanda þarf ákaflega til spágerðar um efna- hagsmál. Öllum er það fyrir bestu að spámar séu faglega unnar og eins vel úr garði gerðar og kunn- átta og þekking leyfir. - Hafa ríkisstjórnir ekki alltof mik- il áhrif á spár ykkar, og Þjóðhags- stofnun dansar eftir þeim? Rétt er að það komi fram, að spá- in er ekki eingöngu í sjálfu sér hreinn útreikningur á dæmi, held- ur skiptir efnahagsstefnan, sem fylgt er, að sjálfsögðu miklu máli. Auðvitað tekur Þjóðhagsstofnun tillit til þeirrar efnahagsstefnu sem ríkisstjórnir fylgja og byggir spárn- ar að hluta á henni. Ekki eftir óskhyggju þeirra Það eru alveg hreinar línur, að því er okkur varðar hér, að við leggjum faglegan metnað í að gera spárnar eins vel úr garði og við getum, og þar er ekki tekið tillit til óskhyggju stjómmálamanna eða annarra aðila. Ég get ekki metið nákvæmlega, hvernig samspil þarna á milli hefur verið fyrr á árum, en í forsendum spánna, sem gerðar hafa verið, hef- ur verið reynt að túlka hugsanleg frávik frá spánum, miðað við að stjórnvöld næðu ekki að framfylgja yfirlýstri stefnu. Athygli er vakin á því, að þjóðhagsspár em ekki spár í þeim skilningi, að menn telji sig geta sagt fyrir um af ná- kvæmni, hvemig efnahagsástand verður, til dæmis að ári liðnu, held- ur eru spárnar framreikningur, byggður á þeim forsendum, sem menn gefa sér, þegar þær em gerð- ar. Þetta er ákaflega mikilvægt að menn geri sér grein fyrir, því að höfuðáherslan er lögð á, að þessi framreikningur sé réttur, það er, að rétt sé sagt fyrir um efnahags- þróunina miðað við, aö forsendur standist. Menn ætla sér alls ekki að vera forspáir frekar en sagt er um Snorra goða í Njálssögu, heldur gefa sem besta mynd af líklegri efnahagsþróun, miðaö við fyrir- liggjandi upplýsingar og bestu manna yfirsýn. - Nú hefur Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra látið athuga, hvort leggja ætti stofnunina niður. Það er ekki á dagskrá að gera neinar skipulagsbreytingar í allra nánustu framtíð. En svona stofnun, eins og aðrar, er auðvitað sjálfsagt að endurskoða reglulega og athuga gaumgæfilega, hvort skynsamlegt sé að skipuleggja starfsemina á annan hátt með það fyrir augum að ná sem mestum árangri. Þannig er eðlilegt, að hagskýrslugerð og ráðgjöf sé í sífelldri endurskoðun, til þess aö þessar stofnanir geri sem mest gagn. Starfsemin, sem unnin er hér, veröur hins vegar áfram unnin, hvernig svo sem hún verður skipulögð í nánari atriðum. Þetta er verk, sem þarf að vinna. -HH Oddvftadeilumar á Skagaströnd: Situr áfram að ósk andstæðinganna Adolf Bemdsen, oddviti á Skaga- strönd, segir að bæði pólitískir samheijar og andstæðingar hafi skorað á sig að segja ekki af sér starfi oddvita. „Það hefur meöal annars einn af forystumönnum Alþýöuflokksins hér á Skagaströnd lagt aö mér aö segja ekki af mér oddvitastarfinu, alla vega ekki að svo komnu máli. Menn vilja sjá hvernig rætist úr hjá meirihlutanum áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ sagði Adolf Bemdsen. Adolf segir aö í þau rúm tuttugu ár, sem hann hefur veriö í hrepps- nefiid, hafi aldrei komið til slíks ágreinings sem nú. Þegar framkvæmdaáætlun fyrir yfirstandandi ár var rædd í hrepps- nefhdinni var algjör samstaöa í hreppsnefndinni. Adolf neitar full- yröingum Axels Hallgrímssonar, Alþýöuflokki, um að það hafi skað- að byggðarlagið aö hann sé enn oddviti. Adolf rekur upphaf deilnanna til hreppsnefndarfulltrúa Alþýöu- flokks og Alþýöubandalags. „Ég veit aö hjá Alþýðuflokknum var lagt að þeirra fúlltrúa, Axel Hallgrímssyni, að ég yrði áfram oddviti. Ef breytt yrði þar um þá væri þaö ekki á ábyrgö félags- manna,“ sagði Adolf. Hann sagðist eiga þá ósk til handa íbuum Skagastrandar aö við næstu sveitarstjórnarkosningar kæmu inn nýir fulltrúar sem gætu lag- fært það sem nú hefur fariö úr- skeiðis. -sme DV Vorubflstjorar: Skapa óþarfa hætbi vegna trassaskapar Það er alltof algengt að vömbíl- stjórar gangi illa frá farmi á vörubíl- spöllum og skapi með því óþarfa hættu fyrir vegfarendur. Algengt er að þeir aki með ófrágenginn farm um götur borgarinnar. í stað þess að ganga tryggilega frá farminum eiga þeir til að aka hægar um götumar svo minni hætta sé á að farmurinn falli af pallinum. Þetta kom meðal annars fram í samtali við Ómar Smára Ármannsson, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ómar Smári sagði að sérstaklega væri algengt að sjá vörubíla aka full- lestaða á litlum hraða á milli hafnar- svæðanna. Það hefur hent margsinn- is að farmar hafa fallið af vörubílun- um. Oft hefur mátt litlu muna að stórslys hafi hlotist af. Það er ólöglegt að aka með illa frá- genginn farm. í 73. grein umferðar- laga segir: „Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í fór með sér hættu fyrir. menn eða valdi munatjóni. Þess skal ennfremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana, valdi rykmekki eða svip- uðum óþægindum, umferðartruflun- um eða óþarfa hávaða.“ -sme Götubrunnurinn orsakaði óhapp Einstakt umferðaróhapp varð á Elliðavogi í gær. Þegar bfl var ekið yfir götubrunn sporðreistist lokið á brunninum. Við það fór hásing und- an bílnum, ökumaðurinn missti stjórn á honum og hann fór stjóm- laust á steinstólpa. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Skömmu áður varð þriggja bíla árekstur á Elliðavogi. Þar var bíl ekið aftan á annan bíl sem hentist við höggið á næsta bíl fyrir framan. Engin slys urðu á fólki en eignatjón talsvert. Seint í gær varð harður árekstur þriggja bíla í Ánanausti. Vörubíl var ekið aftan á fólskbíl sem hentist á annan fólskbíl. Kona, sem var öku- maður miðbílsins, var flutt á slysa- deild. Hún var ekki alvarlega slösuð. Bíll hennar er mikið skemmdur. -sme Hraðinn er mikill: Tuttugu og sjó kærðir Lögreglan í Reykjavík kærði tutt- ugu og sjö ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur. Tíu þeirra vom tekn- ir á Vesturlandsvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða. Reykjavíkurlögreglan tók þrjá ökumenn og Kópavogslögreglan einn ökumann sem gmnaöir vom um ölv- un við akstur. -sme Akureyri: Um 350 krakkar í Vinnuskólanum Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyrú Vinnuskóhnn á Akureyri starfar í sumar og munu um 350 krakkar á aldrinum 13-15 ára starfa í skólanum í sumar. Að sögn Valdimars Péturssonar, sem hefur umsjón með Vinnuskólan- um, er þessi fjöldi svipaöur og veriö hefur undanfarin ár. Krakkamir munu aðallega vinna við hreinsun í bænum, lagningu göngustíga og fleiri svipuð verkefni. Vinnuskólinn mun starfa til 26. ágúst eða þar til krakkarnir setjast á skólabekk í haust. Valdimar sagði að ekki væri frágengið hvaö krakk- amir fengju í laun fyrir vinnu sína í sumar, bæjarstjóm myndi væntan- lega taka ákvörðun í því máh á fundi sínum nk. þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.