Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. 15 Skin sólin? Er ríkisstjómin að sligast? Er ríkisstjórnin aö sligast? Marg- ir telja, að svo sé. Forystumenn stjómarflokkanna munnhöggvast í fjölmiðlum. Þær deiiur magnast dag frá degi. Til em kenningar um, að Steingrímur Hermannsson leiti leiða til stjórnarslita. Steingrímur hefur aldrei sætt sig við að vera ekki forsætisráðherra. En fleira kemur til. Stjórnin ræður ekki við efnahagsmálin. Deilur um stöðu Landsvirkjunar eru aðeins toppur- inn á ísjakanum. Þær em átylla vegna þess, að grundvallarágrein- ingur er milli stjómarliða um miklu stærri mál. Ósammála um stóru málin Allir vita, að stjórnarliðar eru ósammála um efnahagsmálin. Framsókn hefur viljað taka miklu harðar á þeim málaflokki en hinir. Framsókn vildi síðast fella gengið um fimm prósentustig meira en aðrir stjómarliðar. Framsókn nefhdi þá jafnvel allt að 20 prósent gengisfelhngu. En hún varð 10 pró- sent. Að vísu fékk Seðlabankinn heimild til að fella gengið um 3 prósent til viðbótar. En Seðlabank- inn hefur verið tregur til þess þrátt fyrir mikið tap á frystingu. Að vísu hefur Bandaríkjadollar hækkað talsvert. En á móti kemur mikið verðfall á nærri öllum fiskafurðum okkar. Þá hefur Framsókn viljað ganga hart fram gegn viðskipta- hallanum við útlönd. Aðrir stjórn- arliðar hafa lítið viljað við hopum gera. En það stefnir í gífurlegan viðskiptahalla og samsvarandi skuldasöfnun við útlönd. Stjómar- hðar eru þó ekki sjálfum sér sam- kvæmir. Sami ráðhema talar einn daginn um, að minnka þurfi hinar gífurlegu erlendu skuldir, en legg- ur daginn eftir eitthvað til, sem stórevkur skuldirnar. Víst er erfitt að stjóma og auðveldara að gagn- rýna en í að komast. En stjórnin er í sjálfheldu í efnahagsmálunum. Það horfir illa. Einn áhrifamikill stjómarliði sagði DV í gær, að allt væri á hvolfi í þessum málum. Stefnir í hart Framsóknarmenn halda mikið þing í næsta mánuði. Þar mun koma fram hörð gagnrýni á þessa stjórnarsetu. Sú gagnrýni mun ekki aðeins koma frá Ólafi Þ. Þórð- arsyni og Guðmundi G. Þórarins- syni. Hún mun vafalaust setja mestan svip á fundinn. Eftir það mun Framsókn mæta harðari í slaginn við aðra stjórnarhða. Geng- isfehingarkröfur munu tvímæla- laust verða mikið á dagskrá, enda em helztu hagfræðingar farnir að spá gengisfellingu í haust. Miklar gmndvallardehur em í stjórninni. Th dæmis eiga fastgeng- ismenn þar ýmsa fulltrúa. Fram- sóknarmenn hafa hins vegar vhjað styrkja útflutningsatvinnuvegina með gengisfellingum. En ekki verð- ur bæði sleppt og haldið. Sumir segja, að í lagi sé, að fastgengi valdi einhveijum skakkaföllum í út- flutningsgreinum. Það vanti hvort eða er um 3 þúsund manns í vinnu hér. En aðrir sjá merki samdráttar. Margir atvinnuvegir era nú í vanda og beijast í bökkum. Við sjáum einnig dæmi þes á Reykja- víkursvæðinu, að fyrirtæki fara á höfuðið. Auðvitað hefur verið of- fjárfesting á Reykjavíkursvæðinu, til dæmis í ýmsum tegundum verzl- unar og þjónustu. Menn segja rétti- lega, að atvinnulíf úti á landi hafi dalað. Þar muni samdrátturinn byrja. Síðan færist samdrátturinn á höfuðborgarsvæðið. Iðnaðar- menn hafa enn úr nógu að spha. En þeir vinni að verkefnum, sem mörg lágu fyrir, áður en syrti í ál- inn. Síðan muni draga snögglega úr þessari vinnu. Þá geti verið skammt í kreppu, segja hinir svart- sýnustu. Óðaveröbólga Ríkisstjórnin kemst tæplega út úr sínum vanda. Hún situr í mik- illi verðbólgu, sem kalla má óða- verðbólgu, að minnsta kosti sem stendur. Ríkisstjórnin situr með fisk- vinnslu, sem rekin er með halla. Frystingarmenn segja, að helming- ur hækkunar dollars muni skila sér til frystingarinnar. En þá kem- ur th, að Kanadamenn bjóða fisk á Bandaríkjamarkaði á miklu lægra verði en viö. Bandaríkjamenn munu og yfirleitt farnir að áhta, að íslenzki fiskurinn hafi ekki þá yfirburði yfir fisk frá öðmm lönd- um, að réttlæti geysimikinn verð- mun. Þetta hefur verið aö breytast. Keppinautar okkar hafa bætt sína vöm og gert hana samkeppnis- hæfari við íslenzka fiskinn. Ríkis- stjórnin hefur þann vanda við að ghma, að gengið hlýtur nær ákveð- ið að falla. Það þýðir, að verðbólgan vex aftur með nýrri gengislækkun. Haukur Helgason aðstoðarritstjóri Ónýt stjórn Og stjómmálamenn segja margir, að stjórnin sé ónýt. Steingrímur Hermannsson segir, að þessi ríkisstjóm ráði ekki viö hlutina. Davíð Oddsson borgar- stjóri gagnrýnir stjórnina fyrir getuleysi í efnahagsmálum. Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri benti í DV nýlega á, hversu ómark- vissar aðgerðir stjórninnar væm í efnahagsmálum. Þetta sýnir sundrungu í flokkum stjórnarinn- ar. En það verður einnig að viður- kenna, að ríkisstjórnin er getulaus og hefur misst efnahagsmálin úr böndunum. Stjórnin hefur misst verðbólguna úr böndum. Stjórnin getur ekkert gagnvart vöxtum. Það verður halli á fiárlögum, þvert ofan í það, sem vera ætti og lofað var. Halhnn verður sennhega yfir mihjarður í ár. Á næsta ári er nú rætt, að fjárlagahallinn verði tveir og hálfur mhljarður. Lánsfjáráætlun er fokin út í veð- ur og vind. Ráðherrar hafa sjálfir verið aö krukka í þá áætlun og hlaðið upp skuldum th viöbótar því, sem fyrir var. Því fara stjórnarhðar illa með þá hluti, sem þeir gætu þó ráðið við, hvað þá hluti, sem ráöherrar megna ekki að stjórna. Ríkisstjórn- in vitnar nú stöðugt í svokahaðar ytri aðstæður, sem hafi gengið gegn okkur, svo sem verðfall á fiskinum. En það hangir miklu meira á spýt- unni. Ríkisstjórnin hefur brugðizt, vafalaust mest vegna innbyrðis sundrungar. Þá sundrangu sjáum við nú í öllum fjölmiðlum. En hún hefur staðið það ár, sem stjórnin hefur verið við lýði, blossar aðeins skýrar upp þessa daga en áöur var. Illar horfur Nánar um efnahagsmálin. Horfur em á mikilli verðbólgu næstu mán- uði. Jafnvel hógværustu hagfræð- ingar segja, aö verðbólgan verði 20-30 prósent frá byrjun til loka þessa árs. Aðrir nefna miklu hærri tölur. Viðskiptahalhnn er mikih. Hóg- værar spár segja, aö hann v.erði 1CU12 mhljarðar á árinu. Áfram eru miklir erfiðleikar í útflutningi. Líklega er 3-5 prósent halli í sjáv- arúvegi í heild og um 5 prósent í fiskvinnslunni í hehd. Hagnaður hefur orðiö í saltfiski. En halli á frystingunni er talinn um 10 pró- sent. Þá bætist við verðfah á fiskafurð- um okkar erlendis, sem nefnt hefur verið. Sumir vona, að verðfalhð þýði, að Norðmenn muni draga úr fram- boði fisks á næsta ári. Þá getur orðið minni uppskera i landbúnaði Bandaríkjamanna vegna mikhla hita og þurrka. En við horfum samt upp á, að verðfall á freðfiski í Bandaríkjunum hefur yfirleitt ver- ið um 10 prósent. í Bretlandi er talað um lækkun verðs á flestum botnfiskafurðum. Tekjur manna hér uxu mikið síð- ustu ár. Árin 1985 og 1986 voru ekki sérstök, og sumir telja, að tekjur okkar nú verði svipaðar og þá, þeg- ar upp er staðið. Kaupmáttur tekna óx um 20 prósent milli áranna 1986 og 1987. Nú fer hann hríðlækkandi. Það era einkum hin miklu við- brigði, sem skipta hér máh. Marg- ir, aðrir en fyrirtæki, hafa vanizt mikihi eyðslu og lagt í dýrar íjár- festingar. Óvíst er, að markaðurinn geti tekið við miklu framboði á fast- eignum, jafnvel á íbúðarhúsnæöi, kjósi menn aö minnka við sig. Þessi vandi sást mjög síðustu daga fyrir mánaðamótin nú. Menn héldu aö sér höndum, og kaupmenn urðu þess mjög varir. En hvað gerist svo? Menn telja, að um einhvern sam- drátt verði að ræða, en kannski ekki alger umskipti. En verðbólgu- hraðinn er mikill, og kaupið stend- ur í stað. Lítum að lokum á bollaleggingar í síðasta hefti rits Fjárfestingarfé- lagsins, sem var að koma út. Þar er rætt um hugsanlega óðaverð- bólgu. Þar segir, að Seðlabankinn hafi reiknað út lánskjaravísitöluna fyrir júlí og verði hún 2154 stig. Hún hefur því hækkað um 5 pró- sent á einum mánuði, sem svarar til 80 prósent verðbólguhraða mið- að við heht ár. Þó verðbólguhrað- inn minnki eitthvað á næstunni, eru ennþá nokkrar hækkanir í píp- unum og þvi verði verðbólguhrað- inn nokkuð hár, að minnsta kosti fram á haustið, eða líklega 40-50 prósent. Hins vegar er óskandi, að upp úr því takist að hemja verðbólguna. Veena mikhlar óvissu, meðal ann- ars um, hvort grípa þurfi til enn einnar gengisfelhngar í haust með tilheyrandi víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags, sé ekki sjálfgef- ið, að sú ósk rætist. Að lokum má endurtaka þá spurningu: Er ekki ljóst, að ríkis- stjórnin er í sjálfheldu? Feigðar- merkin eru skýr. -HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.