Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUK 2. JÚLÍ 1988.
Utlönd
Viðurkennir
notkun
efnavopna
Utanríkisráðherra íraks, Tareq
Aziz, viðurkenndi í gær að írakar
hefðu notað efnavopn í Persaflóa-
stríðinu. Það hefði hins vegar ein-
ungis verið í gert í hefndarskyni þar
sem íranar hefðu beitt þeim fyrst.
Stjórnarerindrekar segia að þetta
sé í fyrsta sinn sem íröksk yfirvöld
hafi viðurkennt opinberlega að hafa
notað efnavopn eins og íranar hafa
stööugt sakað þá um.
Utanríkisráðherrann lagði áherslu
á að það hefðu verið íranar sem hófu
Persaflóastríðið árið 1980 með árás-
um á strandbæi í írak og skip á sigl-
ingu.
Ráðherrann kvað írönsk yfirvöld
ekki fara eftir sáttmála varðandi
meðferð stríðsfanga. Kvað hann al-
þjóðlega nefnd Rauða krossins hafa
staðfest að sjö þúsund írakar, sem
skráðir heföu verið sem fangar í ír-
an, hefðu horfið. Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 23-28 Sp.Ab
6mán.uppsogn . 24-30 Sp.Ab
12mán. uppsögn 26-32 Ab
18mán. uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar. alm. 9-13 Ib.Sp
Sértékkareikningar 10-28 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsogn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-7 Vb
Sterlingspund 7-8 Vb.Ab
Vestur-þýskmörk 2,25-3 Ab.Vb
Oanskarkrónur 7.25-8.50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
A!mennirvíxlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Úb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 37-41 Sb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikmngar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,-
Útlán verðtryggð Sb
Skuldabréf 9.25 Vb.lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 34-41 Vb.Úb
SDR 7.75-8,50 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 9.25-10 Lb.Úb.- Sp
Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp
Vestur-þýsk mork 5,25-6,00 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverötr. júli 88 38,2
Verðtr. júlí 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júli 2154 stig
Byggingavísitalajúlí 388 stig
Byggingavísitala júli 121,3 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa
Ávöxtunarbréf 1,5959
Einingabréf 1 3,033
Einingabréf 2 1,752
Einingabréf 3 1,901
Fjolþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1.340
Kjarabréf 2,893
Lífeyrisbréf 1.525
Markbréf 1,507
Sjóðsbréf 1 1.463
Sjóðsbréf 2 1,283
Tekjubréf 1.428
Rekstrarbréf 1,1571
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 252 kr.
Flugleiðir 231 kr.
Hampiðjan , 112 kr.
Iðnaðarbankinn 156 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 117 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, 0b= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast I DV á fimmtudögum.
Fyrrum formaöur Kommúnistaflokksins í Moskvu, Boris Jeltsin, svarar spurningum fréttamanna i gær. Jeltsin full-
yrti á flokksráðstefnu Kommúnistaflokksins að hann hefði verið ranglega dæmdur siðastliðið haust þegar hann
var látinn vikja. Simamynd Reuter
Borís Jeltsin
í sviðsljósinu
dv
Noregskonungur
85 ára í dag
Björg Eva Eriestdsdóttir, DV, Ostö:
Ólafur Noregskonungur er 85
ára í dag. í kvöld heldur norska
ríkisstjórnin honum veislu í til-
efni dagsins. Sjaldgæft landakort,
meira en firam hundruð ára gam-
alt, elsta þekkta kort af Skandin-
avíu, er gjöf ríkisstjómarinnar til
hans hátignar. Það var Haraldur
krónprins semmælti meö þessari
gjöf.
Veislunni veröur sjónvarpað í
norska sjónvarpinu í kvöld svo
að allir landsmenn geti fylgst með
afmælinu.
Ólafur fimmti er afar vinsæll
konungur og hafa heillaóskimar
streymt til hans alla þessa viku,
jafnvel frá fólki sem er á móti
konungdæminu.
Þrátt fyrir háan aldur er Ólafur
við góða heilsu, bæði andlega og
líkamlega. Hann sinnir sínum
konunglegu skyldum og mörgum
öðrum hugðarefnum af mikilli
atorku og lætur sig aldrei vanta
þar sem hans er vænst. Hann
stundar enn þá heimsóknir til
annarra landa og var fyrir
nokkru í heimsókn hjá drotting-
arfjölskyldunni i Englandi.
Skíöaíþróttir og siglingar eru
stærstu áhugamál konungsins.
Fyrir nokkram dögum var hann
með í árvissri siglingaképpni í
Oslófirði en náði aðeins áttunda
sæti. Engum kæmi á óvart að
hinn fuilorðni konungur sigraöi
næst þegar hann tæki þátt í
keppni.
Ný umdeild
reykingalög
Tveir erkiféndur tókust á í lok
umræðnanna á flokksráðstefnu sov-
éska kommúnistaflokksins í gær.
Boris Jeltsin, fyrrum flokksfor-
maður í Moskvu, notaði tækifæriö
til aö krefjast uppreisnar æru og
hélt hann því fram að hann hefði
verið ranglega dæmdur þegar hann
var látinn víkja í nóvember síðast-
hönum. Honum var þá hafnaö sem
ævintýramanni sem reyndi að koma
á endurbótum of hratt.
Mikhail Gorbatsjov og aðrir í fram-
kvæmdastjórn sovéska kommún-
istaflokksins eru sagðir hafa verið
hörkulegir á svipinn þegar Jeltsin
sagðist vera þeirrar skoðunar að
einu mistök hans hafi verið að tala
á röngum tíma.
Það var eftir ræðu á lokuðum fundi
miðstjórnar flokksins í október sem
Jeltsin var látinn víkja. Orðrómur
leikur á að í þeirri ræðu hafi Jeltsin
haldið því fram að Jegor Ligatsjov,
sem sagður er næstæðstur í Kreml,
væri aðalhindrunin fyrir endurbót-
um.
Og það var einmitt Ligatsjov sem í
gær hafnaði beiöni Jeltsins um upp-
reisn æru. Kvaðst hann ekki sjá
neinar ástæður fyrir því aö breyta
þeirri ákvörðun sem tekin var varð-
andi brottvikningu Jeltsins síðastliö-
ið haust.
Ligatsjov reyndi jafnframt á
flokksráðstefnunni í gær að fá full-
trúa af þeirri skoðun að hann væri
einhver afturhaldsseggur. Benti
hann meðal annars á aö hann heföi
átt þátt í því að koma Jeltsin í valda-
stöðu. Hann hefði einnig tryggt kosn-
ingu Gorbatsjovs sem flokksleiðtoga
í mars 1985.
Jeltsin lét engan vera í vafa um það
í gær að hann hefði ekki breytt um
skoöun og að hann myndi halda
áfram aö segja hug sinn. Undanfarn-
ar vikur hafa Moskvubúar safnast
saman á götum úti til að lýsa yfir
stuðningi sínum við Jeltsin sem ný-
lega lýsti því yfir við vestrænan
fréttamann að honum þætti að Lig-
atsjov ætti að fara frá völdum.
Reuter -
Flúðu austur yfir múrinn
Menn trúðu ekki sinum eigin augum við Berlinarmúrinn í gær þegar hópur
fólks tók að klifra yfir hann til Austur-Berlinar. símamynd Reuter
Ástæðan fyrir því aö þessi hópur
fólks sótti til austurs var sú að það
vildi ekki láta v-þýsku lögregluna
kanna skilríki sín. Var það í leyfis-
leysi á um 40 hektara svæði sem til-
heyrt hefur Austur-Þýskalandi síðan
seinni heimsstyrjöldinni lauk. Við
nýlega samninga og endurskoðun,
sem áttu sér stað fyrir skömmu, var
landspildan sett undir Vestur-Berlín.
Tóku samningarnir gildi í fyrrinótt.
Síðan í maímánuöi hefur þessi hóp-
ur búið í tjöldum á svæðinu í mót-
mælaskyni við þá ákvörðun borgar-
stjómar um að leggja hraöbraut
gegnum svæðið. Landspilda þessi er
kunn fyrir fiölda sjaldgæfra plantna
sem þar vex.
Áður hefur komiö til átaka milli
lögreglunnar og tjaldfólksins. Þá
reyndi lögreglan að hrekja það burtu
með táragasi og vatni. Tjaldbúar
köstuðu hins vegar bensínsprengjum
og gtjóti að lögreglumönnunum.
Að sögn nokkurra, er tóku á flótta
yfir múrinn í gærmorgun, gáfu aust-
ur-þýskir landamæraverðir þeim
morgunmat og athuguðu skilríki
þeirra áður en þeim var hleypt heim
gegnum hhð á múrnum.
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
Verðir við Berlínarmúrinn urðu
vitni aö því snemma í gærmorgun
aö um hundrað og fimmtíu manns
klifruðu yfir hann til þess að komast
yfir á umræðasvæöi Austur-Berlín-
ar. Varðmennirnir em annars van-
ari því að þurfa að hindra landsmenn
sína í því að leita yfir til Vestur-
Berhnar.
Austur-þýskir landamæraverðir
hjálpuðu fólkinu í trukka og keyrðu
það til skála sinna þar sem því var
gefinn morgunmatur.
Simamynd Reuter
Björg Eva Eriendsdóttír, DV, Ostó:
Ný reykingalög gengu í gildi í
Noregi í gær. Bannað verður að
reykja alls staðar innanhúss á
opinberum stööum og vinnustöð-
um þar sem fleiri en einn notar
sama herbergi.
Lögin hafa verið mikið rædd og
umdeild síðustu vikurnar. Tveir
frægustu lögfræðingar landsins
hafa barist hatrammlega gegn
lögunum og telja þau árás á per-
sónufrelsi manna. Þeir hvetja
fólk til að bijóta lögin og segjast
sjálfir munu reykja þar sem þeim
sýnist. Þess ber að geta að báðir
þessir lögfræöingar eru stór-
reykingamenn.
Á öllum vinnustöðum verður
bannað að reykja nema á einka-
skrifetofum og í sérstökum
reykingakompum sem sumir
vinnustaðir hafa.
En þrátt fyrir mikið rifrildi síö-
ustu vikur sýna skoðanakannan-
ir að meirihluti Norðmanna styð-
ur reykingalögin og að þau eiga
sér jafnvel stuðníngsmenn meöal
reykingamanna.
Nær fimmtíu
særðustísprengju-
tilræðum
Að minnsta kosti fiörutíu og sjö
manns særðust er tvær bíla-
sprengjur sprungu í gær.
Sprengjurnar sprungu á því
svæði sem sýrlenski herinn hefur
aösetur og þykir augfióst að
sprengt hafi verið í mótmæla-
skyni viö áhrif Sýrlands í Líban-
on.
Þrjátíu og átta manns særðust,
þar af átta alvarlega, þegar
sprengja sprakk nálægt sýr-
lensku leyniþjónustunni og
mosku í vesturhluta Beirúts.
Skömmu síðar sprakk sprengja í
Bekaadalnum þar sem þúsundir
sýrlenskra hermanna eru stað-
settir. Ellefu manns særðust í því
sprengjutilræði.
Óttast menn nú að ný hryðju-
verkaalda sé hafin í Líbanon þar
sem kosningar eiga að fara fram
í september næstkomandi.
Reuter