Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1988.
47
DV
5. flokkur - B-riðill:
Stjaman á hraðferð í úrslit
5. flokkur Stjörnunnar lagaöi stöö-
una enn betur þegar strákarnir
mættu Fylki á Fylkisvelli sl. þriðju-
dag. Stjarnan sigraði bæöi í A- og
B-liði, 0-3 og 0-4. Stjarnan teflir fram
mjög sterkum 5. flokki og hafa strák-
arnir alla möguleika á því að komast
í úrslitakeppnina.
Leikur A-liða
Leikurinn var fjörugur og
skemmtilegur og veittu Fylkisstrák-
arnir sterkt viðnám í byijun en sókn-
arþungi Stjömunnar var mikill og
áttu strákamir úr Garðabæ margar
vel útfærðar sóknir sem sköpuðu
mikla hættu við mark Fylkis. Sigurð-
ur 'Viðarsson var einna atkvæða-
mestur í Stjörnuliöinu og skoraði 2
mörk. 3. markið gerði Guðni Tómas-
son einkar laglega. Stjörnuliðið er
gott, það fer ekki milli mála, og þótt
Fylkisstrákarnir gerðu hvað þeir
gátu og berðust vel urðu þeir að játa
sig sigraða af betra liöinu að þessu
sinni.
Lið Stjömunnar skipa: Andri Arn-
aldsson, Sigurður Viðarsson, Sigur-
geir Guðlaugsson, Hafsteinn Haf-
steinsson, Jón Orrason, Jón Haukur
Baldursson, Trausti Óskarsson,
Hrafnkell Pálmason og Guðni Tóm-
asson.
Lið Fylkis: Eggert Gíslason, Freyr
Friðriksson, Gísli Hauksson, Óli H.
Ólafsson, Magnús Magnússon, Guð-
mundur H. Helgason, Gústaf Stein-
grímsson og Hrafnkell Helgason.
Leikur B-liða
Seinni leikurinn var ekki síöri
þeim fyrri því mikil barátta ein-
kenndi hið smávaxna Fylkishð.
Stjömustrákamir spiluðu sterkt,
enda stórir og stæðilegir, og bolta-
meðferð þeirra með miklum ágæt-
um. Þeir hefðu gjarnan mátt skjóta
meira í stað þess að leika alveg inn
aö marki andstæðinganna. Athygh
vakti hve lítill munur er á A- og B-
liði Stjörnunnar. Þeir eiga eftir að
ná langt, þessir strákar, því þeir eru
ekki auöunnir.
í báðum liðum Fylkis voru strákar
með góða tækni og spiluðu af skyn-
semi en stærðina og kraftinn vantaði
en það kemur aht saman þótt síðar
verði.
Mörk Stjörnunnar geröu: Hörður
Gíslason, Borgþór Grétarsson,
Magnús Jónsson og Einar Ö. Einars-
son, 1 mark hver.
B-lið Stjörnunnar: Sigurður Sigur-
björnsson, Leon Pétursson, Magnús
Jónsson, Hörður Gíslason, Grímur
Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Nói
Jónsson, Ragnar Árnason, Einar Ó.
Einarsson, Magnús Guðlaugsson,
Sveinn Guðlaugsson og Borgþór
Grétarsson.
B-lið Fylkis: Tryggvi Ingvarsson,
Gylfi Einarsson, Asgeir Ásgeirsson,
Magnús Eyjólfsson, Eiríkur Ásgeirs-
son, Birgir Birgisson, Jón G. Bjarna-
son, Þorbjörn Orri Tómasson, Helgi
Gíslason og Karl Ágústsson.
-HH
Fylkisstrákarnir í sókn gegn Stjörnunni í leik i 5. fl. B-liða. Þaö er nóg af
Stjörnuleikmönnum til varnar í þetta sinn sem oftar í þessum leik. Markvörð-
ur Stjörnunnar, Sigurður Sigurbjörnsson, fylgist vel með öllu og Ragnar
Árnason tilbúinn aö grípa inn i ef með þarf. DV-mynd HH
Áhugi foreldra
hefur aukist
Eftir að hafa fylgst með knatt-
spyrnu þeirra yngri undanfarin ár
hef ég veitt því athygli að þáttur for-
eldra í leikjum bamanna aukist til
muna með hverju árinu. Þetta er já-
kvæö þróun og er í öllum tilvikum
mikh uppörvun fyrir þá yngstu, ekki
bara knattspyrnulega séð heldur og
siðferðilega. Barn, sem er undir smá-
sjá foreldra, leggur sig mun meira
fram í því að koma vel fyrir innan
vallar sem utan, hvernig svo sem
staðan er í og eftir leiki.
Virðast foreldrar hafa mikla
skemmtan af og er það reyndar engin
furða því leikir pollanna er þrælgóð
skemmtun.
- Hvernig i ósköpunum getur þú
setið fyrir framan sjónvarpið og
glápt á þessa matreiðsluvitleysu
þegar strákurinn okkar er að spila
á Tommamótinu???
langar okkur til að leysa þig út
með viðeigandi gjöf -
svona til minningar, Nonni
minnlll
Gústi
„swei
„þegarbolt-
inn hrekkur
af mér ogí
eigið mark er
það þá sjálfs-
mark?
Ég segi
nei! 11“
Knattspyma unglinga
Frá leik FH og KR í 5. fl. A-liða. Það er gleði og sorg sem speglast í svip drengjanna. Til hægri er hinn snjalli
framherji KR-inga, Andri Sigþórsson, að skalla boltann í netið og var það fjórða mark KR-inga i leiknum og ann-
að mark Andra. Hann hefur verið iðinn við kolann, drengurinn, það sem af er sumri, því þau eru orðin 26 alls
mörkin sem þessi snjalli leikmaður hefur skoraö fyrir félag sitt. DV-mynd HH
5. flokkur - A-riðill:
KR-ingar kræktu sér í 4 stig gegn FH
Faxaflóameistarar 5. flokks, FH,
mættu Reykjavíkurmeisturum KR-
inga sl. mánudag. Leikur þessi var
hður í A-riðli íslandsmótsins. KR-
ingar mættu mjög ákveönir til leiks
og sigruðu bæði í A- og B-liöi. Þeir
höluðu inn 4 stig fyrir félagið sitt og
hafa tekiö allgóða forystu í riðlinum.
Leikur A-liða: FH-KR.1-4
FH-strákarnir áttu í vissum erfið-
leikum í sókninni og sköpuðu sér fá
tækifæri að þessu sinni. Áftur á móti
voru KR-ingar mjög líflegir og upp-
skáru 4 mörk eftir góða samleiks-
kafla.
Athyglisvert var hvað sóknarmenn
FH lentu oft í miklum erfiöleikum
þegar þeir lentu tveir gegn einum
KR-ingi. Hefðu þeir kunnað að vinna
betur úr í þeim efnum hefðu FH-
ingar örugglega getað lagaö stöðuna.
Þennan þátt áttu KR-ingar gott með
aö nýta, bæði í A- og B-liði. Mörk
KR-A gerðu þeir Andri Sigþórsson, 2
mörk, Sverrir Þór Viðarsson og Ei-
ríkur Þorláksson, 1 hvor. Mark FH
gerði Birgir Guöbrandsson.
í A-liði KR voru eftirtaldir leik-
menn: Ágúst Jóhannsson, Nökkvi
Gunnarsson, fyrirl., Óh B. Jónsson,
Eiríkur Þorláksson, Sverrir Þór Við-
arsson, Andri Sigþórsson, Óskar Sig-
urgeirsson, Ragnar K. Guðjónsson,
Bjarni Jónsson og Höröur Gylfason.
A-hð FH: Brandur Sigfússon, Þor-
steinn Björnsson, Magnús Knútsson,
Árni Þorvaldsson, fyrirl., Ingi Árna-
son, Birgir Guðbrandsson, Daníel
Magnússon, Garðar Dagsson, Friðrik
Egilsson og Hálfdán Knútsson.
Leikur B-liða: FH-KR, 1-4
Leikur B-liða var mjög keimlíkur
fyrri leiknum og gætti þar sömu
vandamála hjá FH-strákunum að
rata réttu leiðina að marki andstæð-
ingsins. Allt small saman hjá KR-
ingum og voru sóknarlotur þeirra
mjög beittar. FH-strákarnir byrjuðu
sóknirnar vel en skorti að ljúka þeim
á viðeigandi hátt með skoti.
KR-ingar hafa á að skipa öflugum
5. flokki og verður erfitt að stööva
þá í sumar. Bæöi A- og B-lið eru skip-
uð jöfnum og sterkum leikmönnum
sem eru góðir í vörn og sókn. í báðum
FH-liöunum eru margir góðir strák-
ar sem lofa góöu um framhaldiö. í
þessum leikjum vantaði þá að rata
betur í mark andstæðingsins en það
kemur bara í næsta leik.
Mörkin í leik B-liða skoruðu fyrir
KR þeir Sigurður Friðriksson, Bene-
dikt Magnússon, Ólafur Ormsson og
Höskuldur Ólafsson, 1 mark hver. v-
Mark FH gerði Tjörvi Ólafsson.
B-lið KR: Kjartan Björgvinsson, Ant-
on Pálsson, Georg Lúðvíksson, Ólaf-
ur Ormsson, Benedikt Magnússon
fyrirl., Sigurður Friðriksson, Páll
Jóhannsson, Gunnar Kristinsson,
Gylfi Gylfason, Ásmundur Einars-
son, Eiríkur Gestsson og Höskuldur
Ólafsson.
B-lið FH: Pálmi Guðmundsson, ívar
Magnússon, Kristinn P. Guðmunds-
son, Sigurjón Sigurjónsson, fyrirl.,
Tjörvi Ólafsson, Stefán Guðmunds-
son, Birgir Birgisson, Árni Sigurös-
son, Magnús Sigurjónsson, Hilmar
Þóröarson og Elvar Þór Erlingsson.
-HH
Reykjavíkurmeistarar Fylkis í 6. fl. A fagna
Ásgeir Freyr Ásgeirsson, fyrirliði í 6. fl. Fylkis, A-liði, og félagar hans fagna eftir sigur gegn Víkingi í úrslitaleik
Reykjavikurmótsins sem þeir unnu, 3-1. Auðvitað vilja allir koma við bikarinn. Strákarnir eru staddir á Tomma-
móti Týs í Vestmannaeyjum um þessar mundir og skemmta sér náttúrlega konunglega á knattspyrnuhátiðinni.
Unglingasiða DV sendir öllum þátttakendum á Tommamótinu bestu knattspyrnukveðjur. DV-mynd HH