Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Vextir hækka um 3 prósent Allir bankar og sparisjóöir hækk- uöu vexti í gær um 2 til 3 prósent. Meöalvextir á víxlum, forvextir, eru nú um 38,5 prósent en voru fyrir i*|ærdaginn um 36,6 prósent. Vextir almennra skuldabréfa hækkuöu aö jafnaöi um 2 prósent. Þeir eru nú um 40,5 prósent. Vextir verötryggðra lána og innstæöna eru óbreyttir. Ekki hækkuð bankarnir vexti á almennum sparisjóösbókum. Þeir eru nú aö meðaltali um 24,5 prósent en voru 24,1 prósent fyrir hækkun- ina. -JGH Báru eldinn út á svalir V^Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt í gærmorgun að Dvergabakka 24. Þar lagði reyk frá íbúö á fyrstu hæö. Slökkviiiöinu var tilkynnt aö íbúarn- ir, þrir ungir menn, væru í íbúöinni. Ungu mennirnir höföu komist út er brunaveröir komu á vettvang. Reykkafarar fóru inn í íbúðina. Þeir fundu glóö logandi í stofusófa. Sófinn var borinn út á svalir og eld- urinn slökktur þar. Einn ungu mannanna var fluttur á slysadeild. Óttast var aö hann hefði fengið reykeitrun. Svo var þó ekki. -^kikkvilið reykhreinsaöi íbúöina. Óverulegar skemmdir urðu á henni. Sófinn og teppi eyðilögðust í eldin- um. -sme LOKI Hefði ekki verið betra að bera vatn inn í húsið? Fá greitt eftir afkostum Geir Gunnar Geirsson, kjúklinga- bóndi á Vallá, sagði í samtali viö DV að thailensku stúlkurnar fengju greidd laun eftir því hvernig þær stæðu sig. í upphafi hafi þær verið mállausar. Laun þeirra heföu síðan sífellt hækkaö. „Þær eru ekki misbrúkaðar hér. Ijað er strákur hér hjá mér sem hefur nundrað þúsund á mánuöi og hann heldur eftir minna en stelpurnar," sagöi Geir Gunnar. Geir Gunnar sagðist hafa fengiö atvinnuleyfi fyrir stúlkumar sem landbúnaðarverkamenn. -gse Thailenskar au-pair stúlkur vinna tíu tíma á dag á kjúklingabúi: Hafa fengið 5 þúsund krónur á tíu mánuðum Voni látnar skrifa undir samning sem txyggði þeim 9.700 á mánuði Ragna Bergman, formaóur Framsóknar, og Dagný Pétursdóttir skoða launamióa thailensku stúlknanna aó Vatlá í Kjós. Fyrir tíu tíma vinnu á dag, sex daga vikunnar í rúma niu mánuði hafa 150 þúsund krónur verið sendar til Thailands. Þær hafa hins vegar ekki fengið nema 5.000 i islenskum krónum allan þennan tíma. DV-mynd GVA „I þá tíu mánuöi sem viö höfúm verið hér höfura við einu sinni fengið fimm þúsund krónur. Við þurftum aö biöja um þessa pen- inga. Samkvæmt samningi, sem viö skrifúðum undir, á að senda 5.500 baht (9.725 ísl. kr.) á mánuöi heim til Thailands. Við vinnum sex daga vikunnar frá átta á morgnana til sex á kvöldin á kjúklingabúinu og stundum lengur,“ sagöi Wanna Norasingh, thailensk stúlka sem kom hingaö til lands í þeirri trú aö hún væri að ráða sig sem heimils- aöstoð eða au-pair. Hún ásamt tveimur öðrum thai- lenskum stúlkum komu til lands- ins í september á síðasta ári. Sam- kvæmt bréfi sem þær komu með frá Jorgen Hage, íslenska konsúln- um í Bangkok, höfðu þær ráðið sig sem heimilishjálp að Vallá í Kjós. Vallá er heimili Geirs Gunnars Geirssonar, „sem á eitt af stærsta og nýtískulegasta kjúklinga- og eggjabú á íslandi" eins og segir i bréfinu. Fyrir aðstoðina áttu þær aö fá 5.000 baht (8.842 ísl. kr.) á mánuði auk matar, húsnæðis, fata, læknishjálpar og annarra nauö- synja. Þó heimilsaðstoð sé vanalega bundin við ræstingar, bamapössun og eldamennsku hafa stúlkumar unnið á kjúklingabúinu sjálfu við venjuleg verkamannastörf frá átta á morgnana til sex á kvöldin eða ■jafúvel lengur. Auk þess hafa þær verið kallaðar á heimih Geirs Gunnars eftir vinnutíma til þess að ræsta. Stúlkumar skrifuðu und- ir sérstakan samning við Geir Gunnar þar sem þær eru kallaöar „assistand" eða aðstoðarfólk. í samningnum kemrn- fram að þær skuli ganga til allra verka á búinu. Þá kemur og fram að laun þeirra skuli hækka úr 5.000 baht á mán- uði í 5.500 bath eftir þriggja mánaða vinnu. Launahækkunin jafngildir 885 krónum. Stúlkurnar höfðu dvalarleyfi í höndunum en ekkert atvinnuleyfi. Samkvæmt * kvittunum sem stúlkurnar sýndu DV hafa þær fengiö greiddar um 150 þúsund krónur fyrir níu mánaða vinnu. Það gerir um 16.500 krónur á mán- uði eða tæplega helmingi meira en um var samið. Kaupið er lagt inn á thailenskan banka utan 5.000 króna í íslenskum krónum. Þær fá heita máltíð í hádeginu og matur er settrn- í ísskápinn í herbergjum þeirra sem þær síðan elda á kvöld- in. Þær sögðust hafa fengið fót af konu Geirs Gunnars. Ein stúlknanna þriggja hefur nú strokið úr vistinni. Hún vinnur nú í fiski útí á landi. Þar kynntist hún Dagnýju Pétursdóttur, thailenskri konu sem búiö hefur hér í fimmtán ár og fengið íslenskan rikisborg- ararétt. Þegar Dagný heyrði sögu stúlkunnar leitaöi hún til Rögnu Bergman, formanns Verkakvenna- félagsins Framsóknar, um aöstoð. Ragna var í gær á Vallá aö athuga pappira stúlknanna. „Viö erum bara hræddar. Við getum ekkert fariö og vitum ekkert hvert við eigum að snúa okkar,“ sögðu stúlkurnar. Þær bundu auð- sjáanlega vonir við að Ragna gæti aðstoðað þær. -gsc Norðurlandamótið í bridge: íslendingar urðu Norðuriandameistarar íslendingar tryggðu sér Norður- landameistaratitilinn í bridge í fyrsta sinn með þvi að ná jafntefli, 15-15, í síðustu umferð gegn Dönum. Á með- an unnu Svíar Norðmenn, 18-12, en 19-11 sigur hefði nægt þeim til vinn- ings. Munurinn var því aðeins eitt stig í lokin. íslendingar fengu 178 stig, Svíar 177 og Danir 173 stig. Norðmenn og Finnar urðu jafnir í 5.-6. sætí en Færeyingar ráku lestina með 62 stig. Sigurinn er þeim mun athyglisverð- ari fyrir þá sök aö Færeyingar hirtu af okkur 23 stig en fengu samtals í leikjunum 10 ekki nema 62 stig. íslenska landsliðið hefur oft náð góðum árangri í gegnum árin en þetta er sennilega einn stærsti sigur þess frá. upphafi þar sem flestar Norðurlandaþjóðimar eru með sterkustu bridgeþjóðum heims. Svíar eru til dæmis núverandi Evrópu- meistarar. íslendingar náðu mjög góðum árangri á síðasta Evrópu- móti, voru í 4.-5. sæti. Aðeins tveir þeirra úr því hði voru með nú og sýnir það þá miklu breidd sem er í íslensku bridgelífi um þessar mund- ir. Norðurlandamótin hafa verið hald- in frá árinu 1946 en þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar vinna titilinn. Svíar hafa unnið oftast, bæði í opn- um flokki og kvennaflokki. Að þessu sinni unnu dönsku konurnar þó kvennaflokkinn. Sjá nánar um mótið á blaðsíðu 71 ÍS Veðrið um helgina: Þurrtog léttskýjað syðva Norðaustanátt verður um allt land, víðast á bilinu 3 til 6 vind- stig. Skýjað verður og dálítil súld um norðanvert landið en þurrt og víðast léttskýjað syöra. Kaldármelar: Fengur sigraði í A-flokki Eirikur jónsson, DV, Kaldármeluitu Um 2000 manns og nærri eitt þúsund hross eru samankomin á tjórðungsmótinu á Kaldármel- um. Þar hefur verið mjög gott veður. í gær var keppt í A-flokki gæðinga. Fengur frá Lýsudal sigraði. Hann fékk 8,50 stig í einkunn. Annar varð Verðandi frá Dalbæ með 8,33. Þriðji varð Blakkur frá Lýsudal með 8,30. Sömu einkunn fékk Fálki frá Kolkuósi. Fimmti varð Drottning frá Vestri-Leirár- görðum með 8,29. í fyrsta sæti unglinga varð Ár- mann Ármannsson á Glampa. Hann fékk 8,43 í einkunn. Annar varð Bjarni Jónasson á Geisla með 8,41. Þorkell Kristinsson varð þriðji með 8,29. Anna S. Valdimarsdóttir á Hjaltalín fékk 8,21 og varð fjórða. Björn H. Kristinsson á Huga fékk sömu einkunn og Anna og varð fimmti. í dag verða kappreiðar og sýn- ingar á kynbótahrossum. Þá verða sýningar ræktunarbúa og kynning á gæðingum. Mótinu lýkur á morgun með úrslitum og verðlaunaafhend- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.