Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 60
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Vextir hækka
um 3 prósent
Allir bankar og sparisjóöir hækk-
uöu vexti í gær um 2 til 3 prósent.
Meöalvextir á víxlum, forvextir, eru
nú um 38,5 prósent en voru fyrir
i*|ærdaginn um 36,6 prósent.
Vextir almennra skuldabréfa
hækkuöu aö jafnaöi um 2 prósent.
Þeir eru nú um 40,5 prósent. Vextir
verötryggðra lána og innstæöna eru
óbreyttir.
Ekki hækkuð bankarnir vexti á
almennum sparisjóösbókum. Þeir
eru nú aö meðaltali um 24,5 prósent
en voru 24,1 prósent fyrir hækkun-
ina. -JGH
Báru eldinn
út á svalir
V^Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt í
gærmorgun að Dvergabakka 24. Þar
lagði reyk frá íbúö á fyrstu hæö.
Slökkviiiöinu var tilkynnt aö íbúarn-
ir, þrir ungir menn, væru í íbúöinni.
Ungu mennirnir höföu komist út er
brunaveröir komu á vettvang.
Reykkafarar fóru inn í íbúðina.
Þeir fundu glóö logandi í stofusófa.
Sófinn var borinn út á svalir og eld-
urinn slökktur þar.
Einn ungu mannanna var fluttur á
slysadeild. Óttast var aö hann hefði
fengið reykeitrun. Svo var þó ekki.
-^kikkvilið reykhreinsaöi íbúöina.
Óverulegar skemmdir urðu á henni.
Sófinn og teppi eyðilögðust í eldin-
um. -sme
LOKI
Hefði ekki verið betra að
bera vatn inn í húsið?
Fá greitt
eftir afkostum
Geir Gunnar Geirsson, kjúklinga-
bóndi á Vallá, sagði í samtali viö DV
að thailensku stúlkurnar fengju
greidd laun eftir því hvernig þær
stæðu sig. í upphafi hafi þær verið
mállausar. Laun þeirra heföu síðan
sífellt hækkaö.
„Þær eru ekki misbrúkaðar hér.
Ijað er strákur hér hjá mér sem hefur
nundrað þúsund á mánuöi og hann
heldur eftir minna en stelpurnar,"
sagöi Geir Gunnar.
Geir Gunnar sagðist hafa fengiö
atvinnuleyfi fyrir stúlkumar sem
landbúnaðarverkamenn. -gse
Thailenskar au-pair stúlkur vinna tíu tíma á dag á kjúklingabúi:
Hafa fengið 5 þúsund
krónur á tíu mánuðum
Voni látnar skrifa undir samning sem txyggði þeim 9.700 á mánuði
Ragna Bergman, formaóur Framsóknar, og Dagný Pétursdóttir skoða
launamióa thailensku stúlknanna aó Vatlá í Kjós. Fyrir tíu tíma vinnu á
dag, sex daga vikunnar í rúma niu mánuði hafa 150 þúsund krónur
verið sendar til Thailands. Þær hafa hins vegar ekki fengið nema 5.000
i islenskum krónum allan þennan tíma. DV-mynd GVA
„I þá tíu mánuöi sem viö höfúm
verið hér höfura við einu sinni
fengið fimm þúsund krónur. Við
þurftum aö biöja um þessa pen-
inga. Samkvæmt samningi, sem viö
skrifúðum undir, á að senda 5.500
baht (9.725 ísl. kr.) á mánuöi heim
til Thailands. Við vinnum sex daga
vikunnar frá átta á morgnana til
sex á kvöldin á kjúklingabúinu og
stundum lengur,“ sagöi Wanna
Norasingh, thailensk stúlka sem
kom hingaö til lands í þeirri trú aö
hún væri að ráða sig sem heimils-
aöstoð eða au-pair.
Hún ásamt tveimur öðrum thai-
lenskum stúlkum komu til lands-
ins í september á síðasta ári. Sam-
kvæmt bréfi sem þær komu með
frá Jorgen Hage, íslenska konsúln-
um í Bangkok, höfðu þær ráðið sig
sem heimilishjálp að Vallá í Kjós.
Vallá er heimili Geirs Gunnars
Geirssonar, „sem á eitt af stærsta
og nýtískulegasta kjúklinga- og
eggjabú á íslandi" eins og segir i
bréfinu. Fyrir aðstoðina áttu þær
aö fá 5.000 baht (8.842 ísl. kr.) á
mánuði auk matar, húsnæðis, fata,
læknishjálpar og annarra nauö-
synja.
Þó heimilsaðstoð sé vanalega
bundin við ræstingar, bamapössun
og eldamennsku hafa stúlkumar
unnið á kjúklingabúinu sjálfu við
venjuleg verkamannastörf frá átta
á morgnana til sex á kvöldin eða
■jafúvel lengur. Auk þess hafa þær
verið kallaðar á heimih Geirs
Gunnars eftir vinnutíma til þess
að ræsta. Stúlkumar skrifuðu und-
ir sérstakan samning við Geir
Gunnar þar sem þær eru kallaöar
„assistand" eða aðstoðarfólk. í
samningnum kemrn- fram að þær
skuli ganga til allra verka á búinu.
Þá kemur og fram að laun þeirra
skuli hækka úr 5.000 baht á mán-
uði í 5.500 bath eftir þriggja mánaða
vinnu. Launahækkunin jafngildir
885 krónum. Stúlkurnar höfðu
dvalarleyfi í höndunum en ekkert
atvinnuleyfi.
Samkvæmt * kvittunum sem
stúlkurnar sýndu DV hafa þær
fengiö greiddar um 150 þúsund
krónur fyrir níu mánaða vinnu.
Það gerir um 16.500 krónur á mán-
uði eða tæplega helmingi meira en
um var samið. Kaupið er lagt inn
á thailenskan banka utan 5.000
króna í íslenskum krónum. Þær fá
heita máltíð í hádeginu og matur
er settrn- í ísskápinn í herbergjum
þeirra sem þær síðan elda á kvöld-
in. Þær sögðust hafa fengið fót af
konu Geirs Gunnars.
Ein stúlknanna þriggja hefur nú
strokið úr vistinni. Hún vinnur nú
í fiski útí á landi. Þar kynntist hún
Dagnýju Pétursdóttur, thailenskri
konu sem búiö hefur hér í fimmtán
ár og fengið íslenskan rikisborg-
ararétt. Þegar Dagný heyrði sögu
stúlkunnar leitaöi hún til Rögnu
Bergman, formanns Verkakvenna-
félagsins Framsóknar, um aöstoð.
Ragna var í gær á Vallá aö athuga
pappira stúlknanna.
„Viö erum bara hræddar. Við
getum ekkert fariö og vitum ekkert
hvert við eigum að snúa okkar,“
sögðu stúlkurnar. Þær bundu auð-
sjáanlega vonir við að Ragna gæti
aðstoðað þær.
-gsc
Norðurlandamótið í bridge:
íslendingar urðu Norðuriandameistarar
íslendingar tryggðu sér Norður-
landameistaratitilinn í bridge í fyrsta
sinn með þvi að ná jafntefli, 15-15, í
síðustu umferð gegn Dönum. Á með-
an unnu Svíar Norðmenn, 18-12, en
19-11 sigur hefði nægt þeim til vinn-
ings. Munurinn var því aðeins eitt
stig í lokin.
íslendingar fengu 178 stig, Svíar 177
og Danir 173 stig. Norðmenn og
Finnar urðu jafnir í 5.-6. sætí en
Færeyingar ráku lestina með 62 stig.
Sigurinn er þeim mun athyglisverð-
ari fyrir þá sök aö Færeyingar hirtu
af okkur 23 stig en fengu samtals í
leikjunum 10 ekki nema 62 stig.
íslenska landsliðið hefur oft náð
góðum árangri í gegnum árin en
þetta er sennilega einn stærsti sigur
þess frá. upphafi þar sem flestar
Norðurlandaþjóðimar eru með
sterkustu bridgeþjóðum heims. Svíar
eru til dæmis núverandi Evrópu-
meistarar. íslendingar náðu mjög
góðum árangri á síðasta Evrópu-
móti, voru í 4.-5. sæti. Aðeins tveir
þeirra úr því hði voru með nú og
sýnir það þá miklu breidd sem er í
íslensku bridgelífi um þessar mund-
ir.
Norðurlandamótin hafa verið hald-
in frá árinu 1946 en þetta er í fyrsta
sinn sem íslendingar vinna titilinn.
Svíar hafa unnið oftast, bæði í opn-
um flokki og kvennaflokki. Að þessu
sinni unnu dönsku konurnar þó
kvennaflokkinn.
Sjá nánar um mótið á blaðsíðu 71
ÍS
Veðrið um helgina:
Þurrtog
léttskýjað
syðva
Norðaustanátt verður um allt
land, víðast á bilinu 3 til 6 vind-
stig. Skýjað verður og dálítil súld
um norðanvert landið en þurrt
og víðast léttskýjað syöra.
Kaldármelar:
Fengur sigraði
í A-flokki
Eirikur jónsson, DV, Kaldármeluitu
Um 2000 manns og nærri eitt
þúsund hross eru samankomin á
tjórðungsmótinu á Kaldármel-
um. Þar hefur verið mjög gott
veður. í gær var keppt í A-flokki
gæðinga.
Fengur frá Lýsudal sigraði.
Hann fékk 8,50 stig í einkunn.
Annar varð Verðandi frá Dalbæ
með 8,33. Þriðji varð Blakkur frá
Lýsudal með 8,30. Sömu einkunn
fékk Fálki frá Kolkuósi. Fimmti
varð Drottning frá Vestri-Leirár-
görðum með 8,29.
í fyrsta sæti unglinga varð Ár-
mann Ármannsson á Glampa.
Hann fékk 8,43 í einkunn. Annar
varð Bjarni Jónasson á Geisla
með 8,41. Þorkell Kristinsson
varð þriðji með 8,29. Anna S.
Valdimarsdóttir á Hjaltalín fékk
8,21 og varð fjórða. Björn H.
Kristinsson á Huga fékk sömu
einkunn og Anna og varð fimmti.
í dag verða kappreiðar og sýn-
ingar á kynbótahrossum. Þá
verða sýningar ræktunarbúa og
kynning á gæðingum.
Mótinu lýkur á morgun með
úrslitum og verðlaunaafhend-
ingu.