Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. Háttsettur íslendingur hjá Sameinuðu þjóðimum: í haldi hjá sovéska hernum í Afganistan Hjónin Ragnar Guömundsson og Elína Benta Hallgrímsson eru sjálf- sagt með víðforlustu íslendingum sem sögur fara af. Ragnar hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 1965, fyrst hjá UNESCO, síð- an Þróunarstofnun Sameinuðu þjóöanna og nú hefur hann verið skipaður sérstakur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Það þýðir í raun að Perez de Cuellar aðalritari hefur valið Ragnar til að stjóma, í sínu um- boði, uppbyggingarstarfi SÞ í Líb- anon. Það eru ekki margir menn sem hafa orðið þess heiðurs aðnjót- andi að vera skipaðir sérstaíkir sendifulltrúar aðalritara SÞ. Skip- unin ber vott um að viðkomandi maöur njóti einstaks trausts. Þetta er án efa mesta viðurkenningar- staða sem íslendingur hefur komist í hjá Sameinuðu þjóðunum. Ragnar og Elína hafa átt heimili í London, París, New York, Bang- kok, Kabúl og nú verður það Bei- rút. Elína er dóttir hjónanna Hall- gríms Hallgrímssonar og Margrét- ar Hallgrímsson. Hún varð stúdent frá MR 1955 og lærði frönsku í eitt ár í Lausanne í Sviss. Ragnar og Elína eiga tvo syni, Thor Hallgrím, 25 ára, sem starfar hjá japönskum banka í London, og Ragnar, 21 árs, -sem í haust mun hefja masternám í alþjóðlegum stjómmálum við Colombia háskólann í New York. Báðir hafa þeir lokiö hagfræðiprófi frá London School of Economics. Blaöamaður DV ræddi viö þau Ragnar og Elínu á dögunum. Utgöngubann öll kvöld Arið 1978 fórum við aftur til Par- ísar. Það hafði komið oft til tals að ég færi að vinna fyrir Þróunar- stofnun SÞ. Ég haföi mikiö unnið með henni í gegnum árin því mörg af verkefnum mínum höfðu verið flármögnuö af Þróunarstofnun- inni. Það var hins vegar ekki fyrr en 1985 að úr því varð að ég fluttist yfir. Þá hafði ég val á tveimur stöð- um. Annar var í Nýju-Delhí á Indl- andi og hinn í Kabúl í Afganistan. Við völdum síðari kostinn, vildum fremur vera þar í tvö ár en á Indl- andi í fl ögur ár en þannig var dæm- inu stillt upp. Við komum til Kabúl „Afganar eru harðir og hugrakkir. A skrifstofunni hjá mér í Kabúl gerðist það að Afgani stakk þrjá samlanda sina með hníf og særöi mikiö," segir Ragnar Guðmundsson m.a. í viðtalinu. Ragnar Guðmimdsson og Elína Benta Hallgrímsson hafa átt heimili í stríðshrjáðum löndum og eru nú á leið til Líbanon - Hver er uppruni þinn, Ragnar? Ragnar: „Eg er fæddur á ísafirði. Foreldrar mínir, Guðmundur Karlsson og Anna Baldvinsdóttir, bjuggu þar þá. Þau slitu samvistum stuttu eftir aö ég fæddist og þá flutti ég ásamt bróöur mínum og móður til Reykjavíkur þar sem ég ólst upp. í Reykjavík var ég í skóla allt fram á þriðja bekk í menntaskóla en þá fór ég til Englands og lauk stúdentsprófi þar. Eg var síðan á íslandi í nokkur ár og vann hjá Flugfélagi íslands og Skeljungi. Það var þá sem við Elína giftum okkur. Það kom að því að ég fór aftur til Englands í skóla og nam þá alþjóða stjórnmálafræði við háskólann í London og lauk þaðan prófi frá lagadeild. Fór síðan í eins árs nám við Parísarháskólann. Um það leyti sem ég lauk námi mínu þar gekk ísland í UNESCO. Samkvæmt ráð- leggingum frá Pétri Thorsteins- syni, sem var sendiherra í París, fór ég aö vinna fyrir UNESCO og var fyrsti íslendingurinn sem starf- aði þar. Þetta mun hafa veriö árið 1965. I hervæddri borg Fyrst starfaði ég í áætlunardeild og var í fimm ár viö ýmiss konar flárhagsáætlanir. Þá fór ég í þá deild UNESCO sem sá um endur- byggingu og viðreisn á fornminjum víða um heim. Ég var í París en þau verkefni, sem ég hafði, voru í Suðaustur-Asíu. Égfór mikið þang- að austur eftir og var aðallega í Indónesíu, Thailandi, Burma og Suður-Víetnam, áður en hlutirnir breyttust þar. Við vorum m.a. að vinna við endurbyggingu á Hue sem var hin gamla höfuðborg Suð- ur-Víetnam og aðsetur keisarans. Þar vorum við að vinna árið 1975 þegar norður-víetnamski herinn fór þar yflr og tók völdin. Ég var einmitt í Hue daginn sem herinn kom inn í borgina. Ég vann með bandarískum samstarfsmanni mínum hjá SÞ og við höfum líkleg- ast verið síðustu Vesturlandabú- arnir sem komust frá Hue til Saig- on. Eftir þetta lagðist verkefnið niður sem við unnum að í Hue. Nú er verið að byrja á því aftur, rúmum áratug síðar. Ég hafði mjög gaman af þessu starfi og mikla ánægju af því að kynnast þessum löndum. Árin 1977-78 var ég í Bangkok og vann áfram að sömu málum. Þá var ég ráðunautur ríkisstjórna á svæðinu. Eftir það fór ég aftur til höfuðstöðvanna í París og vann áfram að menningarmálum til árs- ins 1985. Þá breytti ég til og fór yfir til Þróunarstofnunar SÞ í New York. Ástæðurnar fyrir því voru margvíslegar. UNESCO gekk í gegnum mikla erfiðleika, að mörgu leyti líkaði mér illa hvernig hlut- irnir voru orðnir.“ - Voruð þið hjónin bæði í Suðaust- ur-Asíu? Ragnar: „Þegar ég ferðaðist sem nest þangað var ég yfirleitt einn, an þegar ég flutti til Bangkok fórum idð hjónin bæði og synir okkar einnig.“ - Þú hlýtur að hafa kynnst ástand- inu vel í Víetnam þegar Noröur- Víetnamar voru að taka öll völd? Ragnar:„Ég kynntist því ágæt- lega. Ætli ég hafi ekki farið flórum til fimm sinnum, þótt ég hafi ekki alltaf verið lengi í einu. Lengst í einn mánuð. Þaö var því hrein til- viljun að ég var í landinu þegar Norður-Víetnamar komu. Það var auðvitað allsérstætt að vera á þess- um tíma. Andrúmsloftið var sérs- takt í Saigon rétt áður en borgin féll. Það var greinilegt, jafnvel fyrir áhorfanda eins og mig, að suður- víetnamski herinn hafði misst all- an baráttuvilja og mikil spilling réð ríkjum þar.“ - Varstu hræddur um líf þitt? Ragnar: „Nei. Reyndar var barist í Hue þegar ég var þar og síðan í kringum Saigon, þannig að þetta fór engan veginn fram hjá mér. Einn kunningi minn, sem einnig starfaöi hjá SÞ, varð eftir í óleyfi þegar starfsmenn SÞ voru fluttir frá Saigon í lok stríðsins. Hann var handtekinn og hafður í haldi í rúmt ár. Hann hafði verið með okkur í Hue og Norður-Víetnömum fannst grunsamlegt að hann hefði verið að stússa með okkur þar. Eftir aö hann var látinn laus heimsótti hann okkur í Bangkok. í desember 1985 og vorum þar þangað til í febrúar á þessu ári.“ - Hvert var starf þitt og hlutverk í Kabúl? Ragnar: „Ég var aðstoðarfor- stöðumaður hjá Þróunarstofnun- inni. Hún stóð fyrir alls kyns verk- efnum á hefðbundnum sviðum, allt frá landbúnaðarmálum, aðstoð við háskólann í Kabúl, heilbrigðis- og hreinlætismálum og vatnsleiðslu- verkefnum. Þar voru 50-60 sér- fræðingar frá SÞ. Vegna stríðs- ástandsins gátum við ekki unnið annars staðar en í Kabúl. Á þessum árum fórum við aldrei út fyrir borgina. Það kann að hljóma und- arlega að við skulum hafa verið með framkvæmdir á sviði land- búnaðar inni í Kabúl, en Kabúl er ekki borg í eiginlegum skilningi þess orðs. Þetta eru húsaþyrpingar og akrar á milli. Að mörgu leyti var mjög gaman að vera í Kabúl. Borgin var auðvit- að undir miklu hervaldi, bæði rúss- nesku og afgönsku, þó það væru Rússar sem algjörlega réðu málum. Nær allan tímann, sem við vorum þarna, var t.d. útgöngubann á kvöldin, við gátum alls ekki farið út fyrir borgarmörkin. Það fannst mér óheppilegt því landið er fallegt og merkilegt og mig langaði oft að skoða mig um.“ - Urðuö þið vör við að einhverjar breytingar yrðu á málum þann tíma sem þið dvölduð í Afganistan? Ragnar: „Það urðu tvisvar mannabreytingar í stjórninni og Natji Bullah var t.d. gerður að þjóð- arleiðtoga á þeim tíma. Það gekk ekki alltaf friðsamlega fyrir sig og t.d var útgöngubann allan sólar- hringinn þá daga sem fundir stóðu yfir í stjórninni og flokknum sem leiddu til þess að hann tók völd. Viö urðum hins vegar ekki vör við neinar raunverulegar breytingar fyrr en rétt áður en við fórum. Þá var útgöngubanninu aflétt. Því var aldrei lýst yfir heldur var hætt að framfylgja því. Starfsmenn SÞ þurftu áfram að fara eftir útgöngu- banninu en það voru ekki allir sem gerðu það og við ekki alltaf. Það má búast viö að einhverjar breytingar hafi orðið síðan, m.a. vegna yfirlýsinga Sovétmanna um að þeir ætli að draga her sinn út úr landinu og vegna þeirra samn- inga sem náðst hafa í Genf. Það eru þó margir sem hafa spáð því að ástandið eigi eftir að versna tölu- vert áður en það batnar aftur og ég verö að taka undir þann spádóm. Jafnvel þó að Rússar fari eru eftir mörg ágreiningsmál milli flokka, ættflokka og annarra hópa. Þeir eiga eftir að ráða fram úr þeim málum. Svo er spurningin hverjir eiga eftir að hafa völdin í Kabúl og annars staðar í landinu. Að mínu áliti á eftir að verða mikil valdabar- átta í landinu." Stuðningsmenn skæruliða - Sérðu fyrir þér eitt ríki í Afgan- istan í framtíðinni eða heldurðu aö því verði skipt eins og Víetnam á sínum tíma? Ragnar: „Ég veit ekki. Ef til vill hefur þessi barátta gegn Rússum undanfarin átta ár haft að ein- hveiju leyti í för með sér að Afgan- ar séu samstilltari en verið hefur. Þeir hafa aldrei verið neitt sérlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.