Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
43
sammála og landinu hefur aldrei
verið stjórnað öllu frá miðpunkti.
Þegar konungsríki var í Afganistan
skilst mér að konungurinn hafi
ekki ráðiö miklu meira en Kabúl
og tveimur borgum þar fyrir utan.“
- Var eitthvað um að Mujahebeen
skæruliðarnir kæmu inn í borgina?
Ragnar: „Ekki varð ég var við
það. Sagt var að þeir kæmu inn í
bæinn. Margir Afganar, sem við
kynntumst, sögðust vera stuðn-
ingsmenn þeirra. Vel var fylgst
með öllum og erfitt fyrir Afgana
að hafa samband við fólk frá Vest-
urlöndum, hvort sem það var
sendiráösfólk eða frá SÞ. Maður
veit því ekki hverju á að trúa.“
- Hvemig var lifið í Kabúl?
Ragnár: „Það voru á bilinu tíu til
fimmtán vestrænir starfsmenn SÞ
en þar fyrir utan voru mörg vest-
ræn ríki með fulla starfsemi í
sendiráðum sínum. Þetta fólk var
með fjölskyldur sinar, þannig aö
hópurinn var stór. Samkvæmislífið
var ekki fjölbreytt en mikið. Hóp-
urinn hittist oft og yfirleitt í svipuö-
um samkvæmum.
Mér líkaði vel í Kabúl og kunni
ágætlega við Afgana, það litla sem
maður kynntist þeim. Fólkið er að
mörgu leyti aðlaðandi, en bar þess
merki að hafa gengið í gegnum erf-
ið ár. Flestir höföu einhverjar
hryllingssögur að segja, höfðu
misst ættingja eða vini í ófriðnum.
Ég sé hins vegar mest eftir aö hafa
ekki séð meira af landinu og við
hjónin viljum bæði gjarnan fá tæki-
færi til að koma þangað seinna og
bæta úr því.
Þegar ég var að vinna hjá UNES-
CO var verið að vinna að varð-
veislu fornminja í Afganistan. Þar
er mikið af grískum fornminjum,
alveg frá því að Alexander mikli fór
þar í gegn, og ég hefði mjög gaman
af aö koma þangað aftur á friðsam-
ari tíma.“
- Hvernig var lífið hjá eiginkon-
unni sem var heima við þennan
tíma í Afganistan?
Elína: „Það var tilbreytingarríkt
að mörgu leyti. Allt er gert á mjög
frumstæðan hátt og nútíma þæg-
indi þekkjast ekki. Við eignuðumst
ágæta vini og mér leiddist aldrei. Á
tímabili fékk ég kennara heim til
mín að kenna mér tungumálið. Það
var ung afgönsk kona. Mjög erfitt
var fyrir Afgana að fá að fara inn
á heimili útlendinga. Helst var það
til að njósna.
Þessi kona sagði mér frá lífi ungs
fólks og þeim erfiðleikum sem það
átti við að búa. Maður hennar hafði
lært verkfræði í íran og kom síöan
til baka og fór að kenna við háskól-
ann. Hann átti eftir að taka dokt-
orsgráðu en fékk ekki að fara ann-
að en til Sovétríkjanna að ljúka
námi. Það varð hann að þiggja.
Ungu hjónin höfðu áhyggjur af
því, ef Sovétmenn færu frá Afgan-
istan, hvort hann yrði stimplaður
fylgismaður. Unga fólkið mátti
aldrei sýna of mikinn stuðning,
hvorki við Sovétmenn né Mujihee
skæruliðana."
- Nú hefur maður heyrt að Afgan-
ar séu frekt fólk. Er það rétt?
Ragnar: „Já, þeir eru það. Harðir
hermenn og ekki hræddir við neitt
- mjög hugrakkir og berjast,
hversu léleg vopn sem þeir hafa.
Það hafa þeir alltaf verið enda, hef-
ur engri þjóð tekist að ráða við þá.
Þegar Bretar reyndu aö stjórna
landinu gekk það ekki sérlega vel
og þeir náðu ekki tökum á þjóð-
inni. Þeir eru stoltir og þótt þeir
berjist innbyrðis, vita þeir um þjóð-
erni sitt og vilja ekki vera neitt
annað, né ganga undir vald ann-
arra.“
Elína:„Þeir eru einnig fljótir að
bregða upp byssu eða hníf ef þeir
lenda í deilum við kunningja. Ef
þeim er illa við einhvern sam-
starfsmann er það mál hreinlega
afgreitt.“
Ragnar: „Á skrifstofunni hjá mér
gerðist það að einn Afgani réðst á
þrjá samlanda, samstarfsmenn
sína, og stakk þá með hníf og særði
mikið.“
Ragnar og Elína í New York. „Ég mun áreiðanlega ekk! ganga í skotheldu vesti í Libanon
fékk fylgd frá flugvellinum er hann afhenti embættisskilríki sín í Líbanon.
en kannski ek ég í skotheldum bil,“ segir Ragnar sem
Fangar hjá sovéska hernum
- Þið haflð ekki lent í að vera beitt
ofsóknum eða harðræði?
Elína: „Að vísu vorum við einu
sinni kyrrsett í nokkra tíma af
rússneskum hermönnum. Þetta
var á fostudagsmorgni en fóstudag-
ar eru frídagar í Afganistan. Þá
gátum við fariö fimm til sex kíló-
metra út fyrir borgina, á golfvöll
sem er við stöðuvatn. Þar lentum
við með hópi af kvikmyndatöku-
mönnum frá BBC og kunningjum
okkar úr breska og bandaríska
sendiráðinu. Þarna í kring voru
rússnesk virki og eldflaugapallur.
Rússarnir voru nýbúnir að taka við
þessum mannvirkjum því að áður
höfðu Afganar séð um þau. Þeir
töldu að kvikmyndatökumennirnir
hefðu myndað eitthvað sem ekki
mátti sjást. Þeir miðuðu á'okkur
byssu og voru með ólæti. Við vor-
um kyrrsett á meðan reynt var að
semja. Öll vorum við með dipló-
matísk réttindi en lítið mark var
tekið á því fyrr en málið komst í
hendur yfirmanns alls sovéska
heraflans í Afganistan. Hann ákvað
aö þetta væru mistök og að þeir
ættu að sleppa okkur.
í millitíðinni var farið með okkur
í aðalherstöövar Rússa í Kabúl. Það
voru sendir skriðdrekar til að aka
okkur í bæinn og vopnaður rúss-
neskur hermaður var í hverjum
þeirra."
- Hvernigerbílakosturílandinu?
Ragnar: „Þetta eru mest gamlir
evrópskir bílar. Maður kaupir sér
notaðan bíl þegar komið er til
landsins og selur þegar farið er.
Það er þó eitthvað um nýja bíla.
Afganar hafa alltaf verið góðir
verslunarmenn og hafa ávallt hald-
ið verslun sinni áfram þrátt fyrir
stríðið. Þess vegna eru tfl peningar
til að kaupa nýja bíla frá Evrópu.
Strax eftir stjórnarbyltinguna
1979 var reynt að breyta kerfmu
sem mest í sovéska átt, fljótlega
komust stjórnvöld að því að það
passaöi ekki inn í afganskt hag-
kerfi. Nú hefur þessu verið breytt
aftur og meira að segja er fijáls
peningamarkaöur. Þessar breyt-
ingar hófust að miklu leyti um leið
og kerfiö í Rússlandi byijaði að
breytast í frjálsræðisátt. Þaö er ein-
kennflegt í þessu stríðshijáða landi
aö þar er enginn vöruskortur. Þar
var hægt að fá allt á markaðnum,
hvort sem það var matur eða ann-
að.“
- Hvað um bardaga? Var ekki ba-
rist í nágrenni Kabúl?
Ragnar: „Maður heyrði oft bar-
dagagný á kvöldin. Oft var barist
við flugvöllinn og gátu flugvélar,
sem voru að koma frá Indlandi,
ekki lent. Einu sinni, þegar ég
þurfti að fara til New York, seink-
aði mér í þrjá daga vegna þess að
vélin gat ekki lent.
Oft var barist í borginni. Það voru
hins vegar oft mismunandi öfl inn-
an hersins sem börðust. Það hættu-
legasta, sem við lentum í, var þegar
bíll sprakk fimmtíu metra frá
heimili okkar. Pjöldi fólks dó og
slasaðist og krafturinn var slíkur
að rúöur fuku úr húsi okkar, dyr
þeyttust upp, karmar brotnuðu og
hlutir duttu úr hillum.
Rússar höfðu hins vegar mjög
góða stjórn á hlutum í Kabúl. Ef
eitthvað var að voru þeir komnir
með her út á götu.“
Mannrán tafði ferð til Líban-
on
- Nú bíða þín ný ævintýr?
Ragnar:„I febrúar var ég skipað-
ur sendifulltrúi aðalritara SÞ í Lí-
banon til að sjá um alla þróunarað-
stöðu þar í landi. Við komum hing-
að til New York í febrúar en það
dróst aö við færum til Líbanon þar
sem tveimur starfsmönnum SÞ
þar, Svía og Norðmanni sem störf-
uöu fyrir Palestínuhjálp SÞ, var
rænt á vegi fyrir sunnan Beirút.
Vegna þess þótti óvarlegt að senda
fólk til Líbanon. Síðustu starfs-
menn SÞ, aðrir en Palestínuhjálp-
arinnar, voru sendir frá landinu
árið 1984 og síðan hefur enginn
verið þar. Nú á aö reyna að byggja
þetta upp aftur, samkvæmt ósk
stjórnarinnar í Líbanon. Mannrá-
nið setti strik í reikninginn en það
fannst lausn á því nokkrum vikum
síðar, þó ekki sé enn komið í ljós
hver tilgangurinn var. Norður-
landabúar hafa hingað til verið
látnir í friði í Líbanon. Nýlega var
þó þremur sænskum blaðamönn-
um rænt á leiðinni frá flugvellinum
og þeir sögðu frá því að þegar
mannræningjarnir komust að því
að þeir væru Svíar, hafi þeir verið
beðnir afsökunar. Þeim var sagt að
mannræningjarnir hafi haldiö þá
vera Þjóðverja. Þeim var sleppt eft-
ir að búið var að hirða af þeim pen-
inga og þess háttar.
Eg er núna að búa mig undir að
fara tfl Líbanon. Ég heimsótti
landið fyrir stuttu og dvaldi í tvær
vikur - afhenti embættisskilríki og
ræddi við ráðherra og aðra. Ég fer
til Líbanon í byrjun júlí og Elína
kemur stuttu síðar.“
- Þú verður hæstráðandi SÞ í Lí-
banon?
Ragnar: „Já, ég verð sendifulltrúi
aöalritara SÞ og sé um aö sam-
ræma allt starf samtakanna í þess-
um málum. Jafnframt er ég yfir
starfsemi Þróunarstofnunarinnar í
landinu. SÞ eru meö her í Suður-
Líbanon en ég hef ekkert með hann
að gera og ekki heldur Palestínu-
hjálpina. Auðvitað er þó náið sam-
band á milli.
Til að byrja með má reikna með
að starfið verði einkum á sviði
skólamála, almennrar heilbrigðis-
þjónustu og eitthvað í landbúnaði.
Neyðin er mikil. Stríðið hefur stað-
ið í íjórtán ár og efnahagur lands-
ins er í molum, gjaldmiðfllinn orð-
inn einskis virði.
Árið 1983 hafði verið gerð mikil
áætlun um endurbyggingu í
landinu, sem Alþjóðabankinn ætl-
aði að íjármagna. Þá versnaði
ástandið mikið og hætt var við
áætlanirnar. Þær eru ennþá til og
ef til þess kemur að hernaðar- og
stjómmálaástandið í landinu
breytist þá verður að auka hraöann
á okkar starfi sem mun kosta geysi-
legt fé.
Ekki í skotheldu vesti
Ég kem til með að vinna með
stjórnvöldum sem ráðgjafi og einn-
ig sem tengiliður við alþjóðastofn-
anir, hluti af því er að halda sam-
bandi við þá sem í framtíðinni geta
komið meö fjárhagsaðstoð inn í
landið. Ég þori þó ekki að spá um
hvenær ástandið breytist til batn-
aðar.“
- Hvar fer starfsemin fram?'
Ragnar: „Við munum búa í aust-
urhluta Beirút, þeim kristna. Skrif-
stofur verða í báðum borgarhlut-
unum, kristna og múhameðstrúar.
Það er mjög erfitt aö koma þessu
starfi saman og því verðum við að
hafa skrifstofur í báðum borgar-
hlutum. Til dæmis kemur ríkis-
stjórnin sem slík aldrei saman.
Sum ráðuneyti eru í austurhlutan-
um en önnur í vestur.“
- Hvernig er öryggi manns í þinni
stöðu? Þarftu ekki lífverði í Beirút?
Ragnar: „Ég veit ekki. Mér hefur
verið ráðlagt að hafa lífveröi en
veit ekki hvað ég geri. Þessar tvær
vikur sem ég var í Beirút notaði
ég ekki lífverði utan að ég fékk
fylgd frá flugvellinum vegna þess
að vegurinn liggur í gegnum mjög
slæmt borgarhverfi sem ofsatrúar-
menn ráða. Ég hef hins vegar mesta
trú á því að vera ekki að þvælast á
hættulegum stöðum og í þeim efn-
um gilda sömu lögmál í Beirút og
New York. Ég mun áreiðanlega
ekki ganga í skotheldu vesti en ég
veit ekki hvort ég verð í skotheld-
um bíl. Ég get líka alltaf snúið mér
til stjórnvalda ef mér líst svo á að
ég þurfi öryggisverði. Ég þarf ekki
annað en biðja um gæslu.
Það eru allir hópar í landinu mjög
hlynntir SÞ og forystumenn allra
hópa, sem ég talaði viö, sögðu mér
að þeir vildu hafa SÞ í landinu.
Þeir ætla að gera aflt sem í þeirra
valdi stendur til að tryggja öryggi
starfsmanna SÞ.“
- Hefurðu hugmynd um hve lengi
þú verður í Beirút og hvað tekur
við eftir það?
Ragnar: „Það er með Beirút eins
og Kabúl að miðað er við tveggja
tfl þriggja ára veru. Eftir þann tíma
get ég væntanlega valið um hvort
ég fer tfl aðalstöðvanna í New York
eða eitthvað annað. Ég held samt
að við vfljum ekki vera í aðalstöðv-
unum. Fremur höldum við áfram
úti í heimi, en kannski á eitthvað
rólegri stöðum en við höfum verið
á hingað til.“
Texti og myndir:
Ólafur Arnarson, DV, New York