Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 37
LAUGAKDAGUR Í JÚLÍ 1988. 49 Iþróttapistill \ Frábær árangur hjá enn betri íþróttamanni Einar Vilhjálmsson náði hreint frábærum árangri í grein sinni á íslandsmótinu í frjálsum íþrótt- um sem fram fór um síðustu helgi. Einar kastaði þá spjótinu 84,66 metra og hafa aðeins þrír spjótkastarar kastað lengra í heiminum á þessu ári. Þetta er stórglæsilegur árangur sem allir íslendingar geta verið stoltir af. Einar hefur lengi verið í fremstu röð spjótkastara í heim- inum. Hann hefur stundað íþrótt sína af mikilli kostgæfni. Ótrúleg elja hefur einkennt allan hans undirbúning og ég held að al- ' menningur geri sér ekki grein fyrir því hve gífurlega mikill tími það er sem Einar ver i spjótkast- ið. Einar er á allan hátt frábær íþróttamaður á. Hann er gott dæmi um íþróttamann sem þeir sem á eftir komaeiga að taka sér til fyrirmyndar. Þjálfarinn á íslandi Einar hefur sem kunnugt er dvaliö langtímum í Bandaríkjun- um. Þar hefur hann ekki haft neinn sérstakan þjálfara en aftur á móti hefur einn af snjöllustu þjálfurum íslands í frjálsum, Stefán Jóhannsson, verið Einari innan handar. Gallinn er hins vegar sá að Stefán dvelur hér á landi og því hefur samvinna þeirra félaga ef til vill ekki verið sem skyldi. Undarlega góður árangur miðað við árstíma Þegar Einar Vilhjálmsson fór að leggja grunninn að ólympíu- leikunum í Seoul var auðvitað efst í huga hans að vera í sem bestri æfingu á sjálfum leikun- um. Á venjulegu keppnistímabili er hann eflaust í toppformi í júlí og ágúst en nú er stefnan sett á miðj- an september. Það gefur því augaleiö. að Einar er seinna á ferðinni í ár en venjulega og eins og hann sagði í samtali við DV á dögunum þá er í raun og veru aprílmánuður hjá honum í spjót- kastinu. Árangur hans, 84,66 metrar, er því enn glæsilegri þeg- ar litið er á dagataliö. Sigurður á eftir að gera góða hluti Svo lánsamir erum við íslend- ingar að eiga tvo spjótkastara á heimsmælikvarða. Sigurður Ein- arsson hefur náð mjög góðum árangri en ekki þó eins góöum og Einar. Hann á þó örugglega eftir að ná ólympíulágmarkinu í síðara skiptiö en það er 79 metr- ar. Það hlýtur að vera dagaspurs- mál hvenær spjót Sigurðar flýgur yfir 79 metra og án efa mun lengri vegalengd. Sigur Hoilands var sigur knattspyrnunnar Það hefur víst ekki farið fram- hjá íþróttaáhugafólki sem öðrum að Evrópukeppninni í knatt- spyrnu er nýlokið meö sigri besta liðsins, því hollenska. Hrein un- un var aö sjá til liðsins í keppn- inni og knattspyrnan, sem þeir hollensku buðu upp á í leikjum sínum, gat ekki leitt tii annars en gullverðlauna. Hollendingar unnu í Vestur-Þýskalandi sinn fyrsta sigur á stórmóti í knatt- spyrnu og Evróputitilinn í fyrsta skipti. Gauragangurinn og lætin í Hollandi voru ólýsanleg og eflaust er fólk enn dansandi á götum í Hollandi. Újfar ienti í kröppum dansi íslandsmeistarinn í golfl, Úlfar Jónsson, lenti svo sannarlega í kröppum dansi þegar íslands- mótið í holukeppni fór fram um síðustu helgi. Úlfar lék gegn Hilmari Björgvinssyni í undan- úrslitum og var Hilmar með aöra hönd á sigrinum á síðustu hol- unni. Hilmar átti eina holu til góða er þeir hófu spilamennsku á síðustu holunni. Úlfar lék holuna á tveimur höggum undir pari og því uröu þeir að leika aukaholu sem Úlfar vann. Úlfar sigraði síðan.Svein Sigurbergsson í úrslitum og lík- legur verður hann aö teljast sem sigurvegari á íslandsmótinu í sumar en þó er ljóst af frammi- stöðui manna í holukeppninni um síðustu helgi að margir snjall- ir kylfmgar hafa buröi til aö skelfa Úlfar og jafnvel að sigra hann. • Einar Vilhjálmsson hefur kastað spjótinu 84,66 metra og á ef til vill eftir að gera enn betur. Árangur hans er fjórði besti árangur i heiminum í ár. DV-mynd Brynjar Gauti Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staöa háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráöuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí 1988. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 28. júní 1988 ^~Jafn hæfilegur hraði sparar bensín og minnkar slysahættu. Ekki rétt? yUMFERÐAR RÁÐ Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða VKA Þú gefur okkur upp: —I Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistlma og númer greiöslukorts. mam UUPOCA. Hámark kortaúttektar I slma kr. 4.000.- k! : VRAm SMAAUGLYSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 wmzmm raM :ý: Húsnæðisstofnun ríkisins Laugamsi 77 Útboð Höfðahreppur (Skagaströnd) Hreppsnefnd Höföahrepps óskar eftir tilboðum í byggingu þriggja íbúða raðhúss, byggðu úr stein- steypu. Verk nr. K.05.01 úrteikningasafni tæknideild- ar Húsnæðisstofnunar ríkisins. . Brúttóflatarmál húss 276 m2. Brúttórúmmál húss 871 m3. Húsið verður byggt vió götuna Suðurveg 26-30, Skagastönd, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Höfðahrepps, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðju- deginum 5. júlí 1988 gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilþoðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 19. júní 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Höfðahrepps, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.