Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 10
10 t LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. Leiklistarveisla í Helsinki Borgarleikhúsið í Helsinki er glæsileg bygging, eins og reyndar fjöldi annarra leikhúsa, stærri og smærri, í Finn- landi. Sýningunni á Galilei Brechts var leikstýrt af Ralf Langbacka og í aðalhlutverkinu var Lasse Pöysti. Höfuðborg Finnlands skartaði sínu fegursta síðustu dagana í maí en þá var haldin þar norræn leiklistar- hátíð. Noröurlöndin lögðu hvert fyr- ir sig tvær sýningar í púkkið og auk þess voru þarna gestasýningar frá Færeyingum, Grænlendingum og Sömum. Gestgjafarnir sjálfir buðu upp á ótrúlegan flölda leiksýninga af öllum stærðum og gerðum og telst mér svo til að samtals hafi um 60 sýningar staðið gestum til boða þessa hátíðar- daga í Helsinki. Og þá er ekki með- taliö allt sirkushaldið í kringum komu Reagans Bandaríkjaforseta til borgarinnar en hann gerði þarna stuttan stans á leiö sinni til Moskvu og setti allt á annan endann, rétt eins og hér um árið í Reykjavík. En svo- leiðis leiksýningar teljast víst ekki með. Menningarmiðstöðin Hanasaari Miðstöð hátíðarhaldanna var í glæsilegri menningarmiðstöð að Hanasaari. eða Hanaholmen. rétt fyrir utan Helsinki. Þar er fullkomin ráðstefnuaðstaða, stærsti salurinn tekur 240 manns í sæti, og auk hans eru þarna minni fundarsalir, bóka- safn, setustofur og matsalur sem rúmar 250 manns. Auk alls þessa er hótel, meö gisti- rými fyrir rúmlega eitt hundrað gesti, rekið í tengslum við menning- armiðstöðina sem tók til starfa árið Í975. Öll húsakynni að Hanasaari eru hin vistlegustu en húsráðandi er, eins og margir vita, Ann Sandelin, sem fjöldi íslendinga þekkir síðan hún var forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. Auk norrænu leiklistarhátíðarinn- ar stóðu þessa viku yfir finnskir leik- húsdagar og var þetta í 60. skipti, sem þeir voru haldnir, og fmnska leikara- sambandið átti líka 75 ára afmæli á árinu. Því var sérstaklega til dag- skrárinnar vandað og öll skipulagn- ing í góðu lagi. Sérstaklega vakti at- hygli hvaö persónuleg og þægileg öll fyrirgreiðsla var hjá starfsfólki og forráðamönnum hátiðarinnar og mætti landinn margt af því læra. Mikið var lagt upp úr því að gestir næðu að hitta gamla kunningja og kynnast nýjum og í því augnamiöi var starfræktur klúbbur þar sem hægt var að fá sér snarl og bera sam- an bækur að viðburðaríkum leikhús- degi loknum. Hins vegar fór ekki hjá því að vandi væri að velja, þegar svo margar leik- sýningar buðust á degi hverjum, og mörgu varð að sleppa sem gaman hefði verið að sjá. Sjálf reyndi ég að kynna mér finnskt leikhús eftir fóng- um því að leiðin liggur óneitanlega oftar um höfuðborgir hinna Noröur- landanna. Opnunarathöfnin „Lítilla sanda, litilla sæva, Mtil eru geð guma“. Ralf Langbacka sótti þessi ein- kunnarorð í Hávamál og lagði út af þeim í upphafi fjölbreyttrar opnun- arhátíðar sem einkenndist fremur af léttleika og hraða en þeim þyngsla- lega hátíðleika sem oft vill vera ein- kenni slíkra athafna hér heima. Eftir ræðuhöld, söng og svolítiö sprell i bland var svo danssýning, „Kalevala", í hinu glæsilega borgar- leikhúsi í Helsinki en sú sýning hefur vakið mikla athygli og hrifningu síð- an hún var frumsýnd 1985. Þetta er mjög dramatískt og stórbrotið verk fyrir dansara og leikara eftir Jorma Uotinen við magnþrungna tónlist Matti Bergström. Sýningin tekur um tvo tíma og er um margt mjög glæsileg þó að mér fyndust dansararnir okkar hér heimS mega vel við una þegar borin eru saman sjálfur dansinn og dans- tæknin. En búningar, lýsing og svið- ið sjálft gáfu sýningunni mjög sterk- an svip og margt var þarna verulega vel gert, eins og til dæmis upphafsat- riðið þegar líf færist smátt og smátt í það sem hafði virst lífvana, hvíta ferninga á sviðinu. Hvað var svo á boðstólum? Á leiklistarhátíðinni í Osló fyrir fjórum árum var lögð sú lína að þar skyldu eingöngu flutt ný, frumsamin verk. Ekki var um neitt slíkt að ræða nú, verkefnavalið var frjálst, enda kom á daginn að það varð með þessu móti skemmtilega fjölbreytt. Löndin lögðu fram jöfnum höndum ný verk og sígild og allt frá eins manns sýn- ingum til viðamikilla stórsýninga. Þeir sem íluttu verkin voru líka jafnt frá atvinnuleikhúsum sem áhuga- hópum. Það var óneitanlega gaman að bera saman verkefnaval hinna ýmsu þjóða og segir það ef til vill nokkuð um hverja fyrir sig. islenskt leik- húslíf var kynnt með tveimur þunga- vigtarsýningum á nýjum íslenskum verkum, Bílaverkstæöi Badda frá Þjóðleikhúsinu og Degi vonar frá Leikfélagi Reykjavíkur. Norðmenn sendu breiðfylkingu frá Det Norske Teatret með sjálfan Hamlet og einnig dansflokk með nútímalega danssýn- ingu sem heitir Norska Rörelser. Danir buðu upp á vægast sagt sér- kennilega eins manns sýningu með ensku nafni, Spring Time, frá leik- húsinu í Odder á Jótlandi og Mamm- utteatret í Kaupmannahöfn (stofnað 1984) flutti leikrit Rainer Werner Fassbinders, „Sorpið, borgin og - dauðinn“. Sænsku sýningarnar voru annars vegar nýtt verk, sem ber heit- ið „Uppstoppaður hundur" eftir Staffan Göthe, flutt af leikurum frá Folketeatern í Gautaborg, og hins vegar tvískipt sýning, „Ödipus“/„Ed- it-Tummelisas Mamma“, þar sem AUan Edwall kom við sögu í báðum verkunum, lék í því fyrra og er höf- undur hins seinna. Opinbert framlag gestgjafanna voru sýningar Þjóðleikhúss þeirra á „Exit“ eftir IIpo Tuomarila og Borg- arleikhússins í Helsinki á „Troll- cirkeln", auk þess sem gefinn var kostur á að fara til Turku en þar var sýning á leikriti Mörtu Tikkanen, „Rödluvan". En margar fleiri sýn- ingar freistuðu, auk þess sem eríitt reyndist að koma stundaskránni heim og saman og þannig fór að ég sá ekki þessar „opinberu“ hátíðar- sýningar Finnanna, hafði reyndar ennþá meiri áhuga á öðrum, sem ég valdi mér aö sjá og sá alls ekki eftir því. Þemadagar í grófum dráttum var dagskrá þannig háttað að á morgnana voru þemadagar en þá kynntu fulltrúar Leiklist Auður Eydal landanna leikhúslíf, stefnur og strauma, stöðu og horfur í hverju landi fyrir sig. Þetta var um það bil þriggja klukkustunda dagskrá frá hverri þjóö. Síðdegis og á kvöldin raðaði mann- skapurinn sér síðan í leikhúsin, hver sem betur gat, en auðvitað gátu þeir sem voru að undirbúa sýningar eða sjálflr að leika ekki séð eins mikið og þeir hefðu viljað. Á þemadögunum kom margt fróð- legt fram og ekki var síður gaman að fylgjast meö ólíkri framsetningu og mismunandi áherslum í kynning- unum. Finnar voru fyrstir með kynningu á sínu leikhúslífi og gáfu fulltrúar þeirra breiða yfirsýn yfir það helsta, sem er aö gerast, fjölyrtu dálítið um aðsókn, fjölda leikhúsa og það hvern- ig fjárveitingum er háttað. En þetta má nú allt lesa í skýrslum. Skemmtilegra var að heyra og sjá dæmi um þarlenda leikritun sem er mjög lífleg. Bentu mælendur meðal annars á vinsældir útvarpsleikrita og það að mjög mörg ný finnsk verk eru frumflutt í útvarpi árlega. Líka hjó ég eftir því að sérstaklega er kappkostaö að hlúa að og styrkja peningalega sýningar á leikritum fyrir börn og mættum við mikið af því læra. Okkar menn voru næsta dag með kynningu og höfðu annan hátt á. Sveinn Einarsson og Hallmar Sig- urðsson leiddu hópinn og leitaö var róta íslenskrar leikhefðar alveg aftur til Eddukvæða. Þegar á þurfti að halda spruttu úr sætum sínum ýmsir góðkunnir leikarar okkar og sýndu með tilþrifum leikhæfni fornkvæða og'sögukafla og síðan fikruðu menn sig áfram allt fram til okkar tíma. Þarna brá fyrir þeim Skugga gamla og Grasa-Guddu og kerlingu með ótuktar sálina hans Jóns í skjóöu sinni. Borgar Garðarsson kom til liðs við hópinn en hann starfar sem kunnugt er í Finnlandi. Varð af þessu hin besta skemmtan en þótti þó fróð- legt um leið. Síöari hluti kynningar, og það sem vakti fyrst og fremst athygli við- staddra, var heldur nær okkur í tíma en þá var brugðið upp litskyggnum þar sem sýnd voru verk átta leik- myndahönnuða og síðan voru kynnt fjölmörg íslensk leikskáld og verk þeirra. Kom fjöldi þeirra mjög á óvart, jafnvel þeim er töldu sig vita allnokkuð um leikhús á íslandi. Síðasti þemadagurinn, sem ég náði að fylgjast með, var sá norski en þar var byrjað á fremur þurru yfirliti og kynningu á norsku leikhúslífi í dag. Töldu menn að allsherjar sam- dráttur í þjóðfélaginu ætti sinn þátt í erfiðleikum leikhússins, menn töluðu um tómarúm og kyrrstööu og kölluðu norska þjóðleikhúsið graf- hýsi. Á eftir hinum gullna áttunda áratug kom þessi magri, níundi, sögðu menn og lýstu eftir nýsköpun í staðinn fyrir þá stöðnun sem nú ríkir. Þó er myrkriö ekki alsvart. Komið hefur verið á föstum stuöningi við frjálsa leikhópa og nú horfa menn til þeirra í von um betri tíð með blóm í haga. Þar leynist kannske sá vaxtar- broddur sem verða má til bjargar. Einhvers staöar hefur þetta nú heyrst áður. Skilningur ríkir einnig á mikilvægi góðra leikverka fyrir börn og stuðn- ingur hins opinbera við listdansinn er rausnarlegur. Norðmenn enduðu síöan sína kynningu á einþáttungi en hann var fluttur sem dæmi um nýtt norskt verk. Þetta var eintal konu, sérstak- lega skemmtilega leikið, ogbrá skýru ljósi á tilveru einmana sálar, sem eitt augnablik nær sambandi við aðra lifandi veru, en jafnskjótt er hún svo horfin. Sitt af hverju tagi Fyrstu tvær sýningarnar, sem ég sá, voru sýning Dalvadis, sem er samískur leikhópur, og Silamiut frá Grænlandi. Af þessum tveimur sýn- ingum var óhkt meira í sýningu Dalvadis spunniö, þar var byggt á alþjóðlegri leikhefð en um leið var ákveðinn frumlegur kjarni í trúös- legum tilburðum þeirra tveggja sem leika. Árstíðirrtar fjórar og æviskeiö ■g| . J -r « q' ♦ ‘ \J m Leikrit Fassbinders, „Sorpið, borgin og dauðinn", fiutt af Mammut-leikhúsinu, var annað framlag Dana á hátíðinni. Leikritið hefur valdið miklum deilum í V-Þýskalandi síðan það kom fyrst út, 1976, vegna þess að sumum finnst þar bregða fyrir gyðingahatri. Brunnsgatan Fyra er eins og hálfs árs gamalt leikhús sem ekki nýtur neinna opinberra styrkja. Markmiðið er að uppfylla sem hæstar listrænar kröfur en reyna um leið að halda kostnaði niðri. Allan Edwall sést hér i hlutverki sínu t leikritinu „Ödipus“ eftir Sófókles.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.