Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 36
Skák LAUGARDÁGUR 2. JÚLÍ 1988. Beljavsky í hlutverki fómarlambsins - Skákir frá heimsbikarmótinu í Belfort Anatoly Karpov sigraöi glæsilega á fyrsta heimsbikarmótinu sem fram fór í Brussel í apríl og nú er röðin komin að Garrí Kasparov. Er tveimur umferðum var ólokið á mótinu í Belfort hafði hann tveggja vinninga forskot og var því nánast öruggur um sigur. Hann átti að tefla við Karpov í gær en er þetta er ritað hafa úrsht ekki borist úr því tafli. Á morgun, sunnudag, lýk- ur mótinu og þá hefur Kasparov hvítt gegn landa sínum, Andrei Sokolov, en Karpov hefur svart gegn Spassky. Frammistaða Jóhanns Hjartar- sonar hefur óneitanlega valdið okkur sem heima sitjum vonbrigð- um en þess ber þó að gæta að heimsbikarmótið er eitt sterkasta skákmót síðari tíma. Jóhann hefur heldur ekki verið í slæmum félags- skap. Stórmeistararnir snjöllu, Ljubojevic og Beljavsky, hafa verið á svipuðu róU og hann og sjálfur Jan Timman hefur mátt verma botnsætið. Jóhann átti Utlu láni að fagna í upphafi móts. Hann verður t.d. varla talinn hafa haft heppnina með sér er dregið var um töfluröð því að hann fékk það erfiða hlut- skipti að eiga svart í tveimur fyrstu umferðunum gegn tveimur fyrr- verandi heimsmeisturum, Spassky og Karpov. Svo fór að Jóhann tap- aði báðum þessum skákum og stóð þá uppi með tvær hendur tómar. Stutt jafntefli við Ljubojevic í þriðju umferð varð tfl þess að stappa í hann stálinu og eftir það fór taflmennskan að batna. Éngu að síður hefur Jóhann oft teflt bet- ur. Hann hefur þó náð að vinna ekki ómerkari menn en Andersson og Short og haldið jöfnu gegn heimsmeistaranum Kasparov, þótt með naumindum væri. Flestum þykir sjálfgefið að Ka- sparov og Karpov séu í forystusæt- unum. Þriðji er Eistlendingurinn Jahn Ehlvest sem hefur komið geysilega á óvart, bæði með frammistöðu sinni og taflmennsku. Á því er enginn vafi aö Ehlvest hefur teflt skemmtflegustu og fall- egustu skákimar á mótinu - e.t.v. að heimsmeistaranum einum und- anskildum sem hefur verið í algjör- um sérflokki. Hvað eftir annað hefur Ehlvest komið mótherjanum í opna skjöldu með kröftugri sóknartaflmennsku svo unun er á að horfa. Falleg sókn- arskák hans við Jóhann, lagleg flétta gegn Timman og 19 leikja vinningsskák gegn Andersson hafa allar birst hér í blaðinu. Við bætum einni við: Skák hans við Beljavsky sem Ehlvest teflir frá upphafi til enda með það eina takmark í huga að máta hvíta kónginn! Hvítt: Alexander Beljavsky Svart: Jahn Ehlvest Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 c5 4. d5 Rf6 5. Rc3 b5!? Ehlvest dustar rykið af gömlu afbrigði í stað þess að leika 5. - e6 6. Bxc4 exd5 7. Rxd5 Rxd5 8. Bxd5 Bd6 9. RfS 0-010.0-0 Dc7 en þannig tefldist skákin Beljavsky - de la Villa á mfllisvæðamótinu í Szirak í fyrra. í athugasemdum viö skák- ina segir Beljavsky að hvítur geti náð betri stöðu með 11. Be3 (í stað 11. h3 sem hann lék í skákinni) Bg4 12. h3 Bh513. Hcl Rd714. b4 o.s.frv. 6. Bf4!? Skák Jón L. Árnason Vitaskuld hefur hvítur ekki hug á 6. Rxb5 vegna 6. - Da5+ 7. Rc3 Rxe4 og svartur má vel við una. Leikur Beljavskys virðist snjallari en 6. e5 strax sem talin hefur verið besta leið hvits. Svartur hagnast nú ekki á 6. - b4 vegna 7. Rb5, svo hann afræöur að eyða leik í að valda b-peðið. 6. - a6 7. e5 b4 8. exfB bxc3 9. bxc3 Rd7! 10. Rf3 Takið eftir því að leikurinn er dýrmætari en peðið. Ef hvítur drepur á e7, eða g7, tapar hann leik og svartur nær fyrr að skipa út liði eða styrkja peðið á c4 með riddara sínum. Hins vegar kemur 10. Da4!? sterklega til greina. 10. - Rb6 11. Bxc4 gxf6 Efll.-Rxc4, þál2. Da4+ ogvinn- ur manninn aftur og hefur um leið komið drottningu sinni í góða stöðu. 12. Db3 Hg8 13. 0-0 Hg4! Upphafið að skemmtilegum vendingum. Það er ljóst að Beljav- sky áttar sig ekki á laglegri fyrir- ætlan Eistlendingsins. 14. d6?! e6 15. g3 Rxc4 16. Dxc4 Bb7 17. h3 8 I f éi. V É. 1 Á 6 A 5 A AAA . 4 m áx 3 A 2 A: : A S H* ABCDEFGH 17. - Hxf4! 18. Dxf4 Bxd619. De3 Dc7 Eins og við höfum áður séð, er Ehlvest hefur átt í hlut, er fóm hans byggð á innsæi fremur en nákvæmum útreikningum. Svörtu biskuparnir stefna vægast sagt ógnandi að hvítu kóngsstöðunni og hvítur er um leið dæmdur tfl að leggjast í vörn. Ehlvest býst til að auka sóknarmáttinn með því að setja hrókinn á g-línuna auk þess sem f- og h-peð hans eru reiöubúin tfl að leggja sitt af mörkum. 20. Kh2 f5! 21. Rd2 f4 22. Del Dc6 23. Hgl fxg3 + 24. fxg3 Bc7 25. De2 0-0-0 26. Rc4 h5! 27. h4 Ef svörtum gæfist sjáifum tóm til að leika 27. - h4 yrði stutt tfl enda- lokanna. Það er annars makalaust hvað hvítur á erfitt með að mæta atlögu svarts. 27. - Hg8 28. Hael 28. - Da4! Frábær leikur sem er í raun loka- hnykkurinn á fallegri skák. Ridd- arinn má ekki víkja sér undan vegna 29. - Dxh4 mát og svartur hótar iliflega 29. - Bd5 og 29. - Hg4. Þess má geta að við 28. - Hg4 strax hefði hvítur átt svarið 29. Re5 en nú verður sá leikur auðveldlega hrakinn, eins og við sjáum í skák- inni. 29. Re5 f6 30. Rf3 Bxf3 31. Dxe6+ Biskupinn mátti ekki taka vegna 31. - Dxh4+ 32. Kg2 Hxg3+ og vinnur og í næsta leik er hrókurinn friðhelgur vegna mátsins á h4. Hvítur verður því að reyna að beij- ast í harla vonlítilii stöðu, með hrók gegn tveimur svörtum bisk- upum - og frumkvæðinu. 31. - Kb7 32. Db3+ Dxb3 33. axb3 Hg4 34. Kh3 Be5 35. He3 Bd5 36. c4 Be6 37. Kg2 Bd7 38. Hdl Bc6+ 39. Kh3 Kc7 40. Hd2? Bd7 + 41. Kg2 Bf4 - Og Beljavsky gafst upp. Það er ekki á hveijum degi sem Beljavsky er tekinn í karphúsið á þennan hátt. Hann hefur hins veg- ar mátt þola margt í Belfort. í seinni skákinni er hann enn í hlut- verki fórnarlambsins og meðferð- in, sem hann fær, er hreint ekkert mannúðlegri. Það er sjálfur heims- meistarinn, Garrí Kasparov, sem á í hlut. Brot úr skákinni hefur áður birst í DV en hér kemur skákin í heild sinni. Hvítt: Alexander Beljavsky Svart: Garrí Kasparov Grunfeldsvörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Ra6 8. Be2 c5 9. d5 e6 10. Bg5 Beljavsky víkur frá 15. og 21. ein- vígisskákum Karpovs og Ka- sparovs í Sevilla, þar sem Karpov hrókaði stutt. Báöum skákunum lauk með jafntefli. Leikur Beljav- skys hefur ekki sérlega gott orð á sér. 10. - exd5 11. Rxd5 Be6 12. 0-0-0 Bxd5 13. Hxd5 Db6! 14. Bxf6 Dxf6 15. e5 Df5 16. Bd3 Dc8 17. Hhdl b5! 18. Dh4 Ekki 18. Dxb5 vegna 18. - Rc7 og vinnur skiptamun. Eftir næsta leik svarts viröist hvítur í miklum vandræðum en Beljavsky setur traust sitt á djarfmannlega fórn. 18. - Rb4 8 I m I# 7 1 6 1 5 Á A S A 4 & 3 issis 2 A:A A A A 'á’ S A B C D E F G H 19. Bxg6!? fxg6 Lakara er 19. - hxg6 20. Rg5 með máthótun á h7. 20. Hd7 De8! Hótunin var 21. De7. Kasparov virðist stefna beint í glötun en hann hefur reiknað næstu leiki hárrétt. 21. He7Bh6+T22. Kbl Hd8! 23. Hd6 Biskupinn mátti ekki drepa, því að þá hefði hrókurinn á e7 misst vald sitt. í næsta leik var drottning- in síðan friðhelg, vegna mátsins í borðinu. Og eftir 23. Hel hefði svartur getað valið um 23. - g5, eða 23. - Dc6! með hugmyndinni 24. Dxh6 Hdl +! 25. Hxdl De4 + 26. Kal og kæfingamátið vel þekkta: 26. - Rc2+ 27. Kbl Ra3+ 28. Kal Dbl + ! 29. Hxbl Rc2 mát. En hvaða brögð- um getur heimsmeistarinn beitt núna? H'S' X# 7 A S A oop 6 2 Ai 5 A A A 4 m m 3 i. 2 A A A A A , * ABCDEFGH 23. - Dc6!! Drottningin valsar um völduðu reitina! Eftir 24. Hxc6 yrði hvítur mát í borðinu eftir 24. - Hdl og 24. Dxh6 strandar á 24. - De4+ og mátar í fáum leikjum. Kasparov hefur náð aö brjóta „sókn“ Beljav- skys á bak aftur af dæmalausu ör- yggi- 24. a3 Hxd6 25. exd6 Dxd6 26. axb4 cxb4 27. De4 b3 - Og Beljavsky ákvað að gefast upp. Einhver heíði reynt að beijast áfram með 28. De6+ Dxe6 29. Hxe6 en eftir 29. - Hd8 30. Hel a5 fer ekki milli mála að staða hans er algjörlega vonlaus. Bridge_____________________________ NM á Hótel Loftleiðum: Valur gat sagt slemm- una af nokkru öryggi Bridge Stefán Guðjohnsen Þegar þetta er skrifað hefur landslið okkar í opna flokknum staðið sig frábær- •7 lega vel á Norðurlandamótinu. Sveitin hefur unnið fimm leiki og tapað einum með litlum mun. Þessi árangur dugði til forystu og eru 13 stig í næsta sæti.' Sætasti sigur liðsins var gegn Dönum, enda kom hann á mikilvægum tíma og velti þeim raunar úr efsta sæti mótsins. Leikurinn var nokkuð vel spilaður og stærsta sveiflan í seinni hálfleik kom í eftirfarandi spili: N/Allir ♦ G10987 ¥ 832 ♦ K8 + ÁK6 * D V 976 ♦ DG652 + D853 ♦ 2 V ÁDG104 ♦ 1043 + G1074 * ÁK6543 V K5 ♦ Á97 + 92 Á Bridge-rama sátu n-s Dam og Mohr fyrir Danmörku en a-v Sigurður Sverris- son og Þorlákur Jónsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1S pass 3 L pass 4 S pass pass pass Ekki góð slemma þvi að hjartakóngur- inn verður að gefa tólfta slaginn. En Val- ur Sigurðsson var á annarri skoðun. Hann sat í suður á móti Jóni Baldurssyni og sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur ÍS pass 2L pass 2S pass 2G pass 3L pass 3T pass 3S pass 4L pass 4T pass 4H pass 4G pass 6S pass pass pass Opnun norðurs er táknræn fyrir árás- Frá einum leik íslands og Danmerkur á Norðurlandamótinu. Erla Sigurjóns- dóttir og Kristjana Steingrimsdóttir (lengst til hægri) spila við Judy Norris og Kirsten Steen Möller. Dönsku konurnar urðu Norðurlandameistarar. DV-mynd S arstíl Jóns en fimm fyrstu sagnir Vals voru spurnarsagnir. Fyrsta sögn Jóns sýndi fimm spaöa, næsta sögn þrílit í hjarta, þar næsta tvo tígla og þijú lauf, síðan komu fjögur kontról og fjögurra granda sögnin neitaöi hjartafyrirstöðu. Valur vissi nú um tígulkóng og tvo hæstu í laufi. Hann gat nú spurt um drottningar því hjartadrottningin myndi gera slemmuna því sem næst 100%. Hins vegar tók hann eftir því að vestur hafði ekki doblað fjögurra hjarta spurnarsögn- ina og þar með var líklegt að hann ætti ekki hjartaásinn. Hann gat því sagt slemmuna með nokkru öry ggi og tryggt íslandi 13 impa. Aðeins eitt annað par náði slemmunni og það voru norsku konumar Rilsnæs og Langhaug. Gallinn var bara sá að and- stæðingamir vom íslendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.