Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
Sérstæð sakamál
Seinni
konan
Síbrotamenn eru sérstakt við-
fangsefni afbrotafræðinga og þeirra
sálfræðinga sem reyna aö kanna af-
stöðu og hug þessara manna sem
virðast ekki ráöa gerðum sínum á
sama hátt og aðrir. Þær má oft rekja
til veilu í andlegu atgervi mannsins
eða brenglaðra viðhorfa. Stundum
verða brestir þessir til þess að yfir
samfélög gengur alda aíbrota sem
eiga margt sameiginlegt en stundum,
þegar aíbrotin eru mjög alvarleg,
leiðir langvarandi innilokun tii þess
að endi er bundinn á afbrotaferilinn.
Nýlega kom við sögu í Vestur-
Berlín síbrotamaður sem átti við
sérstakt vandamál að glíma.
Talinn í hamingjusömu
hjónabandi
Dieter Kuball var fimmtíu og
tveggja ára og engum sem þekkti til
hans og konu hans, Elísabetar, hefði
komið til hugar að nokkuð væri að
í sambúð þeirra. Elísabet hafði held-
ur aldrei haft á því orð svo vitaö
væri að þau ættu við vanda að ghma
og margt var það við framkomu og
hegðan þe'irra hjónanna er aðrir sáu
til sem benti frekar til þess að þau
ættu vel saman og hjónabandið hefði
fært þeim hamingjuna. Nágrannar
þeirra sáu þau oft á gangi saman í
hverfmu og leiddust þau þá gjaman.
Fortíðin
EUsabet hefði þó haft ástæðu til
þess að hafa meiri áhyggjur af sam-
búð sinni en flestar aðrar konur þvi
maöurinn, sem hún hafði gengiö að
eiga, hafði setið inni árum saman
fyrir það að myröa fyrri konu sína,
Herthu Heine. Það hafði gerst árið
1974. Hertha fannst kyrkt og eftir
mikla leit hafði lögreglan hendur í
hári Dieters sem reyndist sá seki.
Var hann dæmdur til langvarandi
Fjölbýlishúsið í Vestur-Berlín.
fangelsisvistar og sat inni í aUs tólf
ár. Það var því ekki fyrr en 1986 að
hann fékk á ný frelsið en þá var hann
þegar kvæntur EUsabetu.
Gömul kynni
Á hjónabandsárum sínum sóttu
Hertha og Dieter stundum veitinga-
og dansstaði í Vestur-Berlín en þó
einn öðmm fremur. Og eitt kvöld,
er þau hjón voru þar, tókust kynni
með Dieter og Elísabetu. Þau kynni
munu þó hvorki hafa staðið lengi né
verið náin er þar kom að Dieter
ákvað að binda enda á líf konu
sinnar. Eftir að hann var kominn í
fangelsið tók EUsabet að heimsækja
hann og ári áður en Dieter var látinn
laus, eða 1985, ákváðu þau að gifta
sig. Höfðu þau þvi verið gift í ár er
þau Dieter fluttust í íbúð í fjölbýhs-
húsi í borginni.
Eldri konur
Ef til viU hefði það átt að vekja at-
hygU þeirra sem fylgdust með fram-
ferði Dieters og andlegri heilsu hans
í fangelsinu í Vestur-Berlín að hann
valdi sér á ný, eins og hann hafði
gert er hann gekk aö eiga Herthu
Heine, konu sem var mörgum árum
eldri en hann. Hertha hafði verið
tuttugu ogfjórum árum eldri en Diet-
er er þau giftust og EUsabet var þrett-
án árum eldri en hann.
Lítill karlmaður
Ef til viU hefði mátt tengja ofan-
greindu þá ástæðu sem Dieter hafði
gefið upp er hann var yfirheyrður
um morðið á fyrri konu sinni,
Herthu, eftir handtökuna 1974. Þá
skýrði hann svo frá að hann hefði
ráðið henni bana vegna þess „að hún
hélt því fram að ég dygði ekki til
neins í rúminu“. Þetta tvennt kom
hins vegar skýrar fram og í betra
samhengi er farið var að skoða Diet-
er Kuball betur og andleg heUsa hans
og viðhorf voru á ný tekin til mats.
Elísabet hverfur
Þau hjónin, Elísabet og Dieter,
bjuggu í lltilli tveggja herbergja íbúð
og sáu nágrannar þeirra þau daglega
og nokkrir kunningjar og vinir, sem
þau áttu, voru reglulega í sambandi
við þau. Það geröi einnig dóttir EUsa-
betar sem hún hafði átt mörgum
árum áður. Ýmsum þótti þaö því
undarlegt er Dieter fór allt í einu að
sjást einn og ekki leið á löngu þar til
hann var aö því spurður hvar kona
hans væri. Hann svaraði því þá til
að hún hefði farið í heimsókn til
Póllands.
Dóttirin verður óróleg
Það var þó fyrst og fremst dóttir
EUsabetar sem varð óróleg yfir þessu
skyndilega hvarfi móður sinnar.
Hún taldi að hún myndi hafa fengið
að vita það hjá móður sinni ef hún
ætlaði í utanlandsferð en um sinn
sætti dóttirin sig þó við skýringar
Dieters. Er hún frétti hins vegar ekk-
ert af móður sinni, sem hún taldi að
hefði að minnsta kosti átt að senda
sér kort eða bréf frá Póllandi, hélt
hún loks tU lögreglunnar.
Lögreglan ræðir við Dieter
Lögreglan hlustaði á það sem dóttir
EUsabetar Kuball hafði að segja en
hélt síöan á fund Dieters. Ekki varö
á honum séð að honum væri sérstak-
lega brugðið við heimsókn rann-
sóknarlögreglumannanna. Hann
bauð þeim inn til sín og svaraði
spurningu þeirra um hvar kona hans
væri á þann veg að hún hefði farið í
heimsókn til kunningjafólks í Pól-
landi en því miður hefði hún lent þar
í alvarlegu umferðarslysi sem hefði
dregiö haná til dauða.
Lögreglan hefur rannsókn
Lögreglan gat ekki mótmælt því að
Elísabet Kuball hefði látist í um-
feröarslysi í Póllandi. Þar að auki
hafði Dieter skýrt frá því hvar og
með hverjum hætti slysið hefði orðið
og fannst rannsóknarlögreglumönn-
unum því rétt að ganga úr skugga
um sannleiksgildi sögunnar áður en
Dieter væri tekinn til yfirheyrslu.
Var nú haft samband við lögreglu-
yfirvöld í Póllandi.
Ekkert slys
Lögregluyfirvöldin könnuðust ekki
við að Elísabet Kuball hefði dáið í
DV
umferðarslysi í Póllandi. Lá þar í
landi hvergi neitt fyrir um að hún
hefði orðið fyrir óhappi þar og þegar
samband var haft við pólska útlend-
ingaeftirhtið kom í ljós að Elísabet
Kuball hafði aUs ekki haldið inn fyr-
ir pólsku landamærin. Vöknuðu nú
illar grunsemdir og þótti ljóst að dótt-
ir Elísabetar, sem baðst undan því
að verða nefnd með nafni opinber-
lega oftar en nauðsynlegt væri í sam-
bandi við þetta mál, hefði ekki að
ástæðulausu verið með áhyggjur af
móður sinni.
Dieter hverfur
Lögreglan hélt nú í skyndi til íbúð-
ar Dieters Kuballs en þá kom í ljós
að hann var ekki þar. Var nú leitað
til nágranna og þeir spurðir um ferð-
ir hans en þeir gátu ekki gefið nein
svör og var ekki annað að sjá en
hann hefði horfiö sporlaust.
Gerð var nákvæm leit í íbúðinni
ef það mætti verða til þess aö leiða í
ljós hvert hann hefði farið en ekki
bar hún neinn árangur.
Lík Elísabetar í kjallaranum
Er lögreglan var í þann veginn að
hverfa frá varð ljóst að íbúðinni
myndi fylgja geymsluherbergi í kjall-
ara fjölbýlishússins. Héldu rann-
sóknarlögreglumennirnir nú niður í
það. Þar sáu þeir gamlan klæðaskáp
og er hann var opnaður sáu þeir í
honum hkið af Ehsabetu. Hafði hún
verið kyrkt. Samtímis hófst áköf og
mikh í leit í Vestur-Berlín að Dieter
Kuball og var lýsing af honum send
til lögregluyflrvalda í ýmsum borg-
um sambandslýðveldisins.
Nágrannar yfirheyrðir
Á meðan leitin stóð yfir voru ná-
grannar KubaUshjónanna yfirheyrð-
ir ef það kynni að verða til þess að
varpa einhverju ljósi á dvalarstað
Dieters eða á einhvem hátt að skýra
þaö sem gerst hafði.
Nágrannarnir voru allir undrandi
yfir morðinu og sögðu að ekkert hefði
gerst sem bent gæti tU þess að um
ósamkomulag milli hjónanna hefði
verið að ræða. Þau hefðu ætíð sýnst
róleg og virst una sér vel saman. Þá
hafði ekki heyrst neinn sá hávaði úr
íbúðinni sem benti til þess að um
rifrildi miUi þeirra heföi verið að
ræða.
Dieter finnst
Er leitin aö Dieter Kuball hafði
staöið um hríð sást til hans þar sem
hann var á gangi með konu. Var
hann þegar í stað handtekinn og
færður til yfirheyrlu. Kom þá i ljós
að hann var búinn að finna sér nýja
sambýliskonu og hafði það gerst
skömmu áður.
Málið hefur vakið umræðu og skrif
og hefur komið fram, eins og fyrr
segir, að um misbrest kunni að hafa
verið að ræða í mati á andlegri heilsu
og viðhorfum Dieters Kuball fyrr á
árum.
Getuleysi og ofbeldi
Skýring sú, sem Dieter gaf á því
að hann myrti Herthu Heine, var sú
að hún hefði sakað hann um getu-
leysi, Vitað er að slíkt getur, ef við-
komandi leitar ekki aðstoðar til að
reyna að ráða bót á meininu, vakið
sjálfsandúö en það er ekki alltaf aö
sá sem í hlut á viðurkennir og tekst
á við hana á réttan hátt frekar en
vandann sem henni veldur og kann
hún því að snúast upp í andúö á
maka eða sambýliskonu. Andúðin
kann síðan að magnast og brjótast
fram í árársarhneigö eða ofbeldi.
Þessar skýringar og aörar hafa verið
settar fram í sambandi við mál Diet-
ers Kuball en jafnframt hefur verið
vakin á því athygh að hann valdi sér
eldri konur, aðra tuttugu og fjórum
árum eldri og hina þrettán árum
eldri en hann sjálfur var, og að hann
kunni aö hafa gert það af því að þær
hafi verið líklegri til þess að gera
minni kröfur til hans í ástarlífinu en
konur á sama aldri og hann eða enn
yngri konur. Kynni því nánari skoð-
un á þessu og öðru í fari Dieters
Kuball, er hann var enn undir
manna höndum, að hafa komið í veg
fyrir morðið á Elísabetu. Kynnin viö
þriðju konuna hafi svo sýnt að Dieter
Kuball hafi enn, á sinn brenglaða
hátt, verið að leitast við að hljóta
viðurkenningu veikara kynsins.