Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGURi 2. i JÚLÍ/1988. Nýjar plötur Einstakir hæfileikar Þeir sem eitthvað hafa hlýtt á Bobby McFerrin vita að sjálfsögðu að þar er á ferðinni söngvari með einstaka hæfileika. Þeir eru svo einstakir að sjálfsagt er enginn söngvari sem getur leikið eftir honum útsetningar hans. Ekki er nóg með aö hann hafi raddsvið sem flestir öfunda hann af heldur getur hann auðveldlega brugðið sér í gervi blásturshljóðfæris, með þeim árangri að bestu blásarar mega vara sig. Má heyra það á plötunni sem inniheldur tónlist viö kvikmyndina Round Midnight. Auk þess slær hann taktinn á hvern þann líkamshluta sinn sem við á hveiju sinni, læri, maga, hendur, alls staðar finnur hann hinn eina rétta takt. Á nýjustu plötu McFerrin, Simple Pleasure, eru tíu lög. Helminginn hefur hann samið sjálfur, hinn helm- ingurinn er gömul og þekkt lög sem allir kannast við en hafa aldrei feng- ið meðferð í Mkingu við þá er McFerr- in veitir þeim. Að sjálfsögðu er hann aðeins einn á plötunni. Notar að vísu nútíma- tækni, tækni sem gerir það aö verk- um að erfitt væri fyrir hann að end- urtaka það sem hann gerir á Simple Pleasure á hljómleikum. Hans eigin lög eru að vísu engin meistarasmíð. Þau eru fyrst og fremst samin til að þóknast marg- breytilegum hæfileikum kappans og sem slík njóta þau sín vel. Það er aftur á móti mun skemmtilegra að hlusta á eldri lögin, klassísk lög á borð við Drive My Car eftir Lennon og McCartney, Sunshine Of Your Love eftir Eric Clapton og Jack Bruce og gömlu rokklögin Good Loving og Suzie Q. Það er alveg með ólíkindum hvað hann fær þessi lög til að hljóma skemmtilega. Hina sterku byrjun Claptons í Sunshine Of Your Love gerir McFerrin svo vel að unun er að hlusta á. í heild er Simple Pleasure ótrúleg plata. Kannski fmnst sumum heil tíu lög fullmikið af því góöa þegar aðeins ein rödd, sem spilar á líkama, á í hlut og að sumu leyti er það rétt. Þótt ótrúlegir hæfileikar McFerrin heilli mann þá getur aldrei farið öðruvísi en að hann endurtaki sig. Staðreyndin er samt sú að Bobby McFerrin er með bestu jasssöngvur- um sem nú eru starfandi. HK Midnight Oil - Diesel and Dust Gæðarokk úr neðra Hversu lítið vitum við í raun og veru ekki um hvað aðrar þjóðir en Bretar, Bandaríkjamenn og vita- skuld íslendingar eru aö bardúsa í dægurtónhst? Við höfum einhverjar hugmyndir um að Kim Larsen sé þjóðhetja í Danaveldi og eitt og annað nafn ber fyrir augu tengt öðrum þjóð- um. En í raun og veru gætu allflestar þjóðir heimsins verið stikkfrí miðað við flóöið frá Bretum og Bandaríkja- mönnum. Ástrahr ákváðu að kynna dægur- tónlistina myndarlega í tilefni tvö hundruð ára afmæhs landsins. Og sjá: þarna í neðra er krökkt af úr- vals rokkurum sem lítt hafa látið til sín heyra utan Eyjaálfu. Og í þessum hópi virðist mér hljómsveitin Midn- ight Oil standa allframarlega. Það fer ekkert á milli mála að liðs- menn Midnight Oil eru reyndir karl- ar í faginu. Það sannar nýjasta plata þeirra, Diesel and Dust. Á henni er boðið upp á hreint og klárt rokk. Ekkert glys eða óþárfa útúrdúra. Beds Are Burning ber af öðrum lög- um plötunnar. Einnig er óhætt að gefa The Dead Heart góð meðmæli. Bæði lögin hafa reyndar verið gefin út á litlum plötum. Önnur lög á Dies- el and Dust virðast mér lítt líkleg til að klifra upp vinsældalista. Eigi að síður er þar um vel smíðaða rokkara að ræða. Mér skilst að Diesel and Dust sé sjötta stóra platan frá Midnight Oil. Einhvers staðar las ég að hún heföi verið aðeins sautján klukkustundir á markaðinum í Ástrahu þegar hún náði guhplötumarkinu. Og eftir þrjá daga var hún búin að krækja sér í platínu. Ég get með góöri samvisku gefið Diesel and Dust bestu meðmæli sem áheyrilegri rokkplötu. Og það sem meira er: Mig langar til að heyra meira með þessari þrumusveit úr neðra. ÁT KENNARAR - KENNARAR Enn vantar kennara að Grunnskóla Patreksfjarðar. Kennslugreinar: Almenn kennsla, íþróttir og smíði. Við útvegum íbúð og greiðum flutning á búslóð. Hafið samband sem fyrst í síma 94-7605 eða 94-1222. Skólanefnd KENNARAR Lausar stöður Við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar eftirtaldar kennarstöður: A. í íslensku, efstu bekkjum skólans. B. í tónmennt. C. í handmennt (smíðum). Umsóknarfrestur er til 8. júlí. Upplýsingar veita Guð- jón Sigurðsson skólastjóri í síma 98-34195 eða 98-34472 og Pálína Snorradóttir yfirkennari í síma 98-34195 eða 98-34436. Útboð Biskupstungnabraut Mosfellslækur - Brúará ‘WV/M p>" Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- r greint verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, skeringar 4.600 m3, fyllingar og burðarlög 24.000 m3. Verki skal lokið 1. júni 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 4. júlí 1988. Skila skal tilboðum á sömu staði fyrir kl. 14.00 þann 25. júlí 1988. Vegamálastjóri Gullsegla- meðferð með Magneking segulpillum. * Punktakort fást ásamt leið- beiningum fyrir meðferð á: * Verkjum i herðum, öxlum og upphandleggjum, vöðva- bólgu. * Verkjum i olnboga (tennis- olnbogi). * Verkjum í baki og mjöðm- um. * Verkjum i hnjám. * Kvefi, hósta og hálsbólgu. * Blöðruhálskirtli. limsögn læknis i USA: Áhrifin af því að nota segulpill- ur virðast vera öflugri og hrað- virkari en að nota nálastungu. Ronald S. Shapiro MD PhD. Magneking meðferðin byggist á hinni ævafornu kínversku nálastunguaðferð. I staðinn fyrir að örva punktana með nál- um, þá nuddar þú punktana fyrst og límir siðan Magneking segulpillu á punktinn. Segulpillan vinnur allan sólarhringinn og opnar rásina sem stífluð er. Útsölustaðir: Heilsuverslanir um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.