Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 16
16 LAUGÁRDAGUR 2. JÚLf 1988. Persónueinkenni einstakiingsins og viðhorf mótast mest af fjölskyldunni og uppeldi. Dr.Kevin, höfundur bokarinnar Systkinaröðin mótar manninn, telur að staða okkar i röð systkina hafi varanleg áhrif á allt okkar lif. Ekkert hefur meiri áhrif á einn mann en fjölskylda hans. Þótt ýms- ir aðrir félagsmótunaraðilar séu sterkir og áhrifamiklir er enginn sem jafnast á við fjölskylduna. En hefurðu hugleitt að það getur skipt mjög miklu máli fyrir hvern ein- stakling hvar í systkinaröðinni hann er? Það er, hvort hann sé frumburöur, miðlungur (einhvers staðar á milli frumburðar og þess yngsta) eöa yngsta barnið. Fyrir skömmu kom út bók sem tekur þetta efni til grandskoðunar. Bókin heitir i íslenskri þýðingu „Systkinaröðin mótar manninn" og er eftir Dr. Kevin Leman. Þar er lýst hve systkinaröðin getur ver- ið mikilvæg og þeim persónueigin- leikum sem einstaklingunum eru oft sameiginlegir eftir þvi hvar í systkinaröðinni þeir eru. Þó er lögö áhersla á að hér er ekki um eitt- hvert einfalt kerfi að ræða heldur er reynt að benda á viss einkenni sem komið hafa fram. Höfundur tekur ýmis dæmi úr raunveruleik- anum máh sínu til stuðnings. Bendir hann einnig á að gæta verð- ur að ýmsum breytilegum aðstæð- um sem koma fram hjá öllum fjöl- skyldum; eins og aldursmun barna og kynferði, systkinaröð foreldra þeirra, blöndun tveggja eða fleiri fjölskyldna og loks hvernig sam- bandi foreldranna er háttað. En hugum að systkinaröðinni. Frumburðir stefna hátt Dr. Leman segir að eitt ein- kenni sé sérstaklega áberandi með- al allra frumburða og einbirna en það er fullkomleikaárátta. Frum- burðir eru jafnan mikils metnir og mikils er vænst af þeim. Þeir eru því gjaman undir miklu oki og er þeim titt að reyna alltaf að gera öllum til geðs. Frumburðir hafa ríka þörf fyrir viðurkenningu og þá þyrstir í hrós. í augum foreldra er allt það sem frumburður þeirra tekur sér fyrir hendur merkilegt og eru þeir óspart hvattir til dáða. Þessi börn skara líka oft fram úr í skóla þar sem þörfin fyrir að standa sig er svo mikil. En allri athyglinni og hrósinu fylgir álag sem getur haft neikvæð áhrif á hvern ein- stakling. Einkenni frumburða er meðal annars einbeitingarhæfni og þohn- mæöi, skipulagsgáfa og skyldu- rækni og njóta þeir sín því vel í ýmsum stjórnunarstörfum. Og þar sem svo miklar vonir hafa verið bundnar við frumburðinn er líklegt aö hann muni alla ævi gera of mikl- ar kröfur til sjálfs sín. Hann stefnir gjarnan hátt og vill vera óaðfmnan- legur og bestur í öllu. Einbimi lík írumburðum Það sem hefur verið sagt hér aö framan um frumburöi á allt viö um einbimi líka en einbimi eru oft sérkennileg blanda frumburðar og yngsta bams. Einbimi eru mjög gagnrýnin á sjálf sig sem og aðra. Fjölskyldutengsl einbima tak- markast oft við foreldrana. Hafa þau því hlotið óvenju mikla athygli fuhorðinna sem getur leitt til þess að þau eigi erfitt með að samlagast jafnöldrum sínum. Einbirni verða „augasteinn" for- eldranna og hættir því til að vera ofdekruð. Skiptir þá ekki máli hver ástæða þess er að þau eiga ekki systkini. Einbirni eru því vön aö hafa allt eftir sínu höfði og fellur það iha þegar málin þróast á annan veg. Stundum geta einbirni átt erfiða ævi og rannsóknir hafa leitt í ljós að þau eru oft mjög einmana. Nið- urstöður rannsóknarinnar sýna líka að einbirni em eigingjarnari og þarfnast meiri athygli en önnur böm. Erfití aö átta sig á miðlungum Hafirðu fæöst á eftir fmmburð- inum í íjölskyldunni ertu annað- hvort miölungur eða yngsta bam. Dr. Kevin telur hvort um sig hafa bæði kosti og ókosti. Erfiðara getur verið að átta sig á miðlungum en elstu og yngstu börnum. Miölungar verða fyrir mestum áhrifum af því systkini sem er næst fyrir ofan það í röö- inni. Mjög erfitt getur verið að segja fyrir um hvernig skapgerð miðl- unga muni þróast því þau verða fyrir alls kyns þrýstingi frá eldri og yngri systkinum. Margir miðlungar kvarta undan því að þeir hafi ekki notið eins mikillar athygli í æsku og hin systkinin. Ekki síst ef börnin voru bara þrjú. Þá hafi frumburðurinn og yngsta barnið notið sinnar sér- stööu á meðan miðlungnum virðist ekki hafa verið ætlað mikið svigr- úm innan fjölskyldunnar. Þess vegna hafi miðlungurinn mikla þörf fyrir aö leita út fyrir fjölskyld- una að viðurkenningu. Enda eru miölungar jafnan mjög vinmargir. Sálfræöingar segja að marga erf- iðleika síðar í lífi miðlunga megi rekja th þátta í uppeldinu sem tengjast þessu „vandamáli". En reynslan af því að fá ekki sitt fram vegna ógreiðs aðgangs að foreld- rum, hefur kennt þeim að fara samningaleiöina og aö reyna að miðla málum. Þaö eru vissulega góðir kostir í lífsbaráttunni síðar meir. Að vera yngstur Yngstu börnin skera sig ævin- lega nokkuð úr. Áhyggjuleysi og kæti liggur í eðli yngstu barna og verða þau því vinsæl. En aðrir eig- inleikar eru einnig algengir. Þau eiga það til aö vera uppreisnar- gjörn, skapstór, tilætlunarsöm og óþolinmóð. Yngstu börnin hafa ríka þörf fyr- ir að láta á sér bera og mikiö að sér kveða í lífinu. Þau hafa oft þurft aö berjast fyrir því að á þau sé hlustaö; því oft eiga aörir fjöl- skyldumeðlimir þaö til að líta á yngsta systkinið sem htla barnið alla tíð. Höfundur bókarinnar segir að yngstu börn lifi oft í breytilegum og mótsagnakenndum tilfinninga- heimi sem vefst fyrir þeim að skýra og skilgreina. Aðra stundina geti þau verið aðlaðandi og skemmtileg en hina stundina þrjósk og þver. Hefur áhrif á hjónaböndin Dr. Kevin segir að áhrif systkin- araðarinnar séu hvergi djúpstæö- ari en á milli hjóna. Því skipti það miklu máh hvernig makar veljast saman. Segir hann að íjölskylduráðgjafar séu á einu máli um að þegar hjón leiti aðstoðar vegna vandamála í hjónabandi þá sé algengast aö um tvo frumburöi sé að ræða eða tvö yngstu börn. Þannig uppbyggð hjónabönd séu þau erfiðustu. Full- komleikaárátta frumburða lýsir sér í því aö smáu atriðin gera þeim lífiö leitt, jafnt í hjónabandi sem annars staðar. Þeir sem rannsakað hafa systk- inaröðina eru sammála um að heppilegustu pör með tilliti tii hjónabands séu eftirfarandi: Yngsti bróðir systra kvænist elstu systur bræðra og að yngsta systir bræðra gift- ist elsta bróður bræðra. Það vdröist sem yngstu börnum henti best aö eiga frumburði vegna þess að þeir eru líklegastir til að ljá hjónabandinu varanlegt öryggi og kjölfestu. En á hinn bóginn sé sennilegt að létt lund yngstu barna geti orðið til aö milda ögn alvöru- gefni og skyldurækni frumburða. Heppilegasta pörunin er líklega sú að konan sé frumburður en maðurinn yngsta barn. Konur úr hópi frumburöa eru gjarnan móð- urlegar í sér en það er eiginleiki sem kemur körlum úr hópi yngstu barna oft vel. En hafa verður það hugfast að hér er aðeins verið að gefa vísbendingar um gerð hvers og eins og þann vanda sem fólk gæti þurft aö glíma við. Systkina- röðin slær engu fostu. osarfslA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.