Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Fréttir Davíð Gíslason læknir um eiturefni í matvælum: Aðalgallinn lélegt eftirlit „Azo litarefnin hafa haft einna verst orð á sér af litarefnum sem notuð hafa verið í neysluyörur. Það er alþekkt að þessi efni geta valdið ofnæmi. Þau gefa einkenni sem eru alveg eins og venjulegt ofnæmi, það er aðalléga annars vegar frá önd- unarvegi, einkum þrálátar nefstífl- ur og asma, og hins vegar kláðaút- brot. Einkennin geta verið fleiri, til dæmis frá meltingarvegi," sagði Davíð Gíslason læknir. í DV í gær greint frá notkun nokkurra fyrirtækja á þessum efn- um sem eru bönnuð hérlendis. Fyr- irtækin halda áfram að nota efnin þrátt fyrir umkvartanir frá heil- brigðiseftirlitinu og jafnvel þrátt fyrir að þau hafi verið kærð. Oddur Rúnar Hjartarson, forstööumaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði í samtali við DV að þessi efni gætu hugsanlega valdið bráðalosti og dauða. „Ég minnist þess ekki aö hafa lesið skýrslur um að azo litarefnin hafi valdið bráðalosti. Önnur auka- efni hafa hins vegar-valdið slíku. Til dæmis ýmis brennisteinssam- bönd sem notuö eru sem rotvarnar- efni og enn algengari efni, eins og asperín," sagði Davíð Gíslason. - En eru reglur og eftirlit með þessum efnum fullnægjandi hér- lendis? „Það eru í gildi reglur hér þótt þær séu ekki eins strangar og á Norðurlöndum. Það hefur staðið til að herða þessar reglur. En aðalgall- inn hér er ófullnægjandi eftirlit, einkum á innfluttum vörum. Á síð- ustu árum hefur ástand þessara mála skánað einkum í sambandi við merkingar á vörum.“ Líka rangar merkingar - Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru rangar merkingar á mörgum um- búöum. „Ef að satt er þá er það óheyrilegt og ótrúlegt. Ef þessi ásökun er rétt þarf að fylgja henni eftir.“ - Eru þessi efni það hættuleg að þú neytir þeirra ekki sjálfur eða þarf fólk að borða mikið magn af þessu til þess að hljóta skaða af? „Sannast að segja reynir maöur að sneiða hjá vörum sem hafa þessi efni. Manni hálíbýður við þeim. En almenna reglan er sú að flestir eiga að þola þessi efni. En það er alvar- legt að hér séu á markaðinum vör- ur sem valda verulega stórum hóp óþægindum og jafnvel verulegum óþægindum. Lítil neysla af þessum efnum getur valdið það miklum óþægindum að veikindi fólks geta orðið mikill baggi á lífi þess,“ sagði Davíð Gíslason. -gse Mallorcaveður á Norðuriandi Gyt6 Kristjánaaon, DV, Akureyri; Hitinn á Norðurlandi fór viða upp undir 20 stig í gærdag og á Akureyri mældist mestur hiti 21 stig. í morgun kl. 6 var kominn 12 stiga hiti á Akureyri. Ekki sást skýhnoðri á himni og má þvi teija víst að dagurinn í dag verði ekki síðri hvaö veður snertir gærdag- urinn. Þá er spáin fyrir næstu daga góö. Ekki eru allir ánægðir með þetta veðurfar, segja má að ekkert hafi rignt á Noröurlandi í langan tíma og eru bændur famir að veröa langeygðir eftir rigningu því þurrkamir hamla grasvexti og hefúr sláttur tafist af sökum. BHveKa í Hörgárdal Gyifi Krátjánssooi, DV, Akureyri: Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi valt bifreið við Bægisá í Hörgárd- aL Lögreglan á Akureyri fór á staðinn og var aðkoman ófögur því að bifreiðin er mjög mikið skemmd. Engin meiösl uröu þó á þeim sem vora í bifreiöinni, hvorki ökumanni né farþegum. I ftiðuðu hólfl? Skipstjórinn ósammála Landhelgis- gæslunni Togarinn Eyvindur Vopni NS 70 frá Vopnafirði liggur nú í höfn á Seyöisfiröi. Fokkervél Land- helgisgæslunnar, TF-SIN, stóð togarann aö ólöglegum veiöum í friðuöu hólfi suður af Hvalbak á mánudaginn. Skipstjóranum var fyrirlagt að halda til Seyðisfjarð- ar. Skipstjórinn á Eyvindi Vopna telur aö hann hafi veriö utan við hólfið og því á löglegum veiöum. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, Sig- urður Helgason, hefur kallað áhöfhina á Dalaröst frá Þorláks- höfii til yfirheyrslu. Dalaröst var aö veiðum á svipuöum sióöum og Eyvindur Vopni þegar TF-SIN mældi hann aö ólöglegum veið- um. Áhöfn Dalarastar veröur yfir- heyrö á Seyöisfiröi í dag. -sme Inga Harðardóttir sundkennari fylgist grannt með börnunum. Ef horft er yfir sundlaugarbrúnina blasa sjórinn og tignarleg fjöllin við. DV-mynd GVA Suðureyri: Kennt í elstu sund- laug landsins Yfir sumartímann fer fram sund- kennsla í elstu sundlaug landsins - sundlaug sem tilheyrir Suðureyrar- hreppi og er orðin 53 ára gömul. Sundkennslan er fyrir alla yngstu skólanemendur grunnskólans á Suð- ureyri. Að sögn Ingu Harðardóttur sund- kennara er sundlaugin lokuö yfir vetrartímann vegna þess að illfært er oft og tíðum upp aö lauginni. Nokkrir kílómetrar era upp að lauginni og farið er með krakkana í lítilli rútu til og frá lauginni. En kon- an, sem keyrir rútuna, sér einnig um hreinsun og viðhald á sundlauginni. Þegar DV átti leið um ísafjarðar- sýsluna á dögunum vora 8 krakkar í sundi, 7 strákar og 1 stúlka. Að sögn var hin stúlkan í Reykjavíkurreisu. Krakkarnir vora 8 og 9 ára gamlir og sögðu að þeim veitti ekki af að læra sund ef þeir ætluðu að stunda sjóinn í framtíðinni. -GKr Erturefhi í lakknskonfekti: Algjört slys „Við höfum bara einu sinni notaö meö þvi vöramerki heföi verið not- azo rubin í lakkriskonfekt. Það var aö litarefni sem hefur veriö bannað algjört slys. Þá gerði Heilbrigöiseft- hér. Efhiö getur valdiö heilsutjóni. irlit Reykjavíkur athugasemd. Við Oddur Rúnar sagði að á pokunum innkölluöum þá konfektið. Ég tel utan um konfektiö heföi annað efni að við höfum náð inn um helm- veriðtilgreinten varíkonfektinu. ingnum af um 120 kílóa fram- „Við höfiun sex mánaöaaölögun- Jeiðslu. Eftir þaö notuöum við ann- artíma til aö skipta um umbúðir. an lit eftir ráöleggingum Odds Viö merktum hins vegar kassana, Rúnars Hjartarsonar hjá Heil- sem í eru 25 pokar, kirfilega." brigöiseftirlitinu. Það efni er hins Kassamir komá varla fyrir augu vegar bannað í Bandaríkjunura neytenda? þótt það sé leyft hér,“ sagði Pétur „í sumum verslunum má sjá þá Stefánsson; framkvæmdastjóri í hillunum. En við raunura merkja Lakkrísgerðarinnar Drift, sem pokana með nýja litarefninu,*' framleiðir Appóló lakkrís. í DV í sagði Pétur Stefánsson. -gse gær kom fram að í lakkrískonfekt Ráðning Hannesar: Stúdentar mótmæla „Það er nauösynlegt að stúdentar standi saman í málum sem þessu og láti pólitískar einkaskoðanir ekki rugla sig í ríminu. Menntamálanefnd lagði áherslu á að ályktunin væri fagleg, vel rökstudd og í henni koma meðal annars fram tilmæli til ráð- herra um að mál þetta verði ekki fordæmi við stöðuveitingar fram- vegis og tilmæli um að stöðuveiting- arvaldið veröi meö lagabreytingu fært til háskólaráðs," sagði Valborg Snævarr, háskólaráðsfulltrúi Vöku og formaður menntamálanefndar stúdentaráðs, en nefndin samþykkti einróma ályktun sem lögð verður fyrir stúdentaráðsfund til samþykk- is. í ályktuninni er vinnubrögðum menntamálaráðherra harölega mót- mælt og sagt að með þeim hafi verið vegið að faglegu sjálfstæði Háskólans í eigin málum. Stjórnmálafræðinemar fjölmenntu á opinn fund í gær þar sem ráðning var rædd. í lok fundarins var sam- þykkt einróma ályktun þar sem fundurinn lýsir vanþóknun sinni á þeirri litilsvirðingu sem stjómmála- fræðinemar telja Háskólanum hafa verið sýnda. Fullum stuðningi er lýst við dómnefndina og fordæmdar þær dylgjur sem ráöherra hefur viðhaft um félagsvísindadeild og kennslu- hætti þar. Lýsir fundurinn undrun sinni yfir að gengið sé framhjá tveim- ur hæfum mönnum og segir að stöðuveitingar í frjálsum mennta- stofnunum megi alls ekki stjórnast af duttlungum misviturra stjórn- málamanna. í lokin segir að þaö sé gegn hagsmunum stúdenta að skipa mann í stöðuna sem ekki hafi hlotið ótvíræðan hæfnisdóm. Er þvi skorað á menntamálaráðherra: „.. .að bæta fyrir óhappaverk þetta með þyí að lektorsstaöa í stjórnmálafræði'við HÍ verði skipuð hæfum manni". JFJ Göngin í Olafsfjarðarmúla: „Ekki Ijóst hvað kemur í hlut heimamanna“ Gylfi Krátjánssan, DV, Akureyri: „Það er allt of snemmt að segja nokkuð um það á þessu stigi enda ekki farið að ræöa þetta mál af neinni alvöru," sagði Ellert Skúla- son hjá fyrirtækinu Krafttaki er DV spurði hann hvaða verkþættir gætu komið til'með að koma í hlut heimamanna viö jarðgangagerðina í Ólafstjarðarmúlanum í sumar. Ellert sagði að tilboðið, sem Krafttak gerði í verkið, hefði veric lágt og það þyrfti að gæta aðhalds við framkvæmdir. „Ég geri þó fast lega ráð fyrir að við munum leifc til heimamanna um einstaká verk þætti og almenna vinnu en það ei ekki ljóst hvað mun koma í þeirn hlut,“ sagði Ellert. Ellert sagði að um miðjan júl: myndu mæhngar hefjast á svæð- inu. Sjálf jarðgangagerðin hefsl síðan í september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.